Morgunblaðið - 05.12.1963, Page 6
t)
MQRGU N BLADIÐ
Fimmludagur 5. des. 1963
Árni G. Eylands:
Eftir-hreytur
AF tilviljun komst Þjóðviljinn
fré 20. október í mínar hendur
ásamt öðrum íslenzkum blöðum,
annars er íslenzki blaðakosturinn
oftast fábreyttur, verð að láta
mér nægja Morgunblaðið — af
dagblöðum. . ,
Skálda,
falleg og frumleg
afmælisdagabók
ÚT er komin ný afmælisdaga-
bók, SKÁLDA. Við hvern dag
ársins er ljóð eftir skáld, sem
fæddur er þann dag. Eru því
höfundar bókarinnar jafn marg-
ir dögum ársins.
Bókin var kynnt fréttamönn-
um á fundi með þeim Gísla ól-
afssyni, forstjóra Bláfellsútgáf-
unnar, sem gefur bókina út, Jó-
hannesi úr Kötlum, sem valdi
kvæðin, og Hafsteini Guðmunds-
syni, prentsmiðjustjóra, sem sá
um útlit bókarinnar og frágang.
Eins og nærri má geta, hefur
það verið mikið þolinmæðisverk
að taka bókina saman. Var mjög
erfitt að finna skáld fyrir suma
dagana, einkum voru nokkrir
dagar í marz erfiðir viðureignar.
Jóhannes úr Kötlum segir svo í
formála:
„Ýmislegs var að gæta úm val
og skipan ljóðanna. Flesta daga
var um fleiri en einn höfund að
ræða. Var aldursregla yfirleitt
látin ráða, einkum ef þjóðkunn
skáld áttu í hlut. Sama fæðing-
ardag eiga til dæmis Einar Bene
diktsson og Þorsteinn Valdimars
son, Davíð frá Fagraskóigi og
Jón úr Vör, Sigurður Einarsson
og Guðmundur Frímann. Þarna
og víðar voru hin yngri sltáldin
látin þoka, þótt leitt væri að
missa þau úr hópnum. Þá var
ætíð höfð hliðsjón af árstíðum,
þar sesa því var við komið —
sem og tilbreytni forms og efnis.
Að öðru leyti hefur umdeilan-
legur smekkur safnandans ráðið
mestu um valið. þar sem höfund-
amir hafa ekki sjálfir ákveðið
það. Stundum var raunar ekki
um neitt að velja: aðeins ein vísa
eins höfundar tiltæk“.
Jóhannes lét þess getið til
gamans, að bændur ættu flestar
vísur í bókinni. Þeir eru 57.
Kennarar eru 50, guðfræðingar
27, ritstjórar 16, verkamenn 15
o. s. frv. 46 konur eiga stef í
bókinni. Elzta skáldið er Sturla
Þórðarson, fæddur 29. júlí 1214,
en hið yngsta Þóra Elfa Björns-
son, fædd 5. júní 1939.
Bókin er mjög vönduð og snot-
ur að öllum frágangi. Hún er
bundin í rautt flauel, og framan
á henni er silfurskjöldur, þar
sem letra má nafn eða fanga-
mark eiganda. Kaupendur af-
mælisdagabókarinnar geta fengið
grafið á skjöldinn með dags
fyrirvara. Er óhætt að fullyrða,
að bókin sé allt í senn: augna-
yndi, skemmtileg sýnisbók ís-
lenzks kveðskapar og tilvalin
minningabók.
í þessu blaði Þjóðviljans les ég
fregnir austan af Héraði — frá
Hallormsstað. Þar segir meðal
annars frá því að reynd hafi ver-
ið í haust norsk aðferð í sam-
bandi við slátrun. Éftir að hafa
lýst þessu nokkuð segir i fregn-
inni:
„Ekkert er erin vitáð, hvórt
aðferð þessi muni eiga sér fram-
tíð hér. En hún er talsvert vinnu-
frekari en okkar gömlu aðferð-
ir“-:
Hér er mikil missögn og mis-
skilr 'ngur á ferðinni að því er
snertir það atriði að norska sauð-
fjárslátrunar-aðferðin sem um er
að ræða sé „talsvert vinnufrekari
en okhar gömlu aðferðir". —
Slíkt er algjör fjarstæða. Ég
þori að fullyrða að norska hring-
ekju-aðferðin við slátrun sauðfjár
er stórum erfiðisminni, hraðvirk-
ari og um leið vinnusparari,
heldur eii hin venjulega íslenzka
slátrunaraðferð, — ef — ég und-
irstrika ef — aðferðin er notuð
af kunnáttu og nokkurri Ieikni.
Auðvelt væri að sanna þetta
með samanbv rði á mannafla sem
vinnur við slátrun sauðfjár í góð-
um sláturhúsum hér í Noregi og
hliðstæða slátrun á Islandi. Það
er fullur sannleikur að formenn
í norskum sauðfjársláturhúsum
neita að skilja er þeir heyra sagt
frá slátrun á íslandi og hversu
margir menn eru að verki, t. d.
við slátruri 1000 fjár á dag.
Norska aðferðin hefir verið
tekin upp af nokkru á fáeinum
stöðum heima það ég veit, t. d.
í Sláturhúsi Sláturfélags Suður-
lands í Reykjavík, hjá K. N. Þ.
á Kópaskeri, í Kirkjubæjar-
klaustri og eitthvað víðar. Ég
sagði með vilja: — tekin upp að
nokkru, — þvi miður hafa ekki
nema tveir íslendingar lært
þessa aðferð svo lag sé á. Annar
þeirra mun vera sláturhússtjóri
á Kópaskeri og hefi ég fyrir satt
að honum hafi miðað þar vel í
áttina bæði til að spara mann-
afla við slátrun, og hvað hrein-
læti og góðan frágang snertir.
Hinn maðurinn er Jón Guðgeirs-
* Gott leikrit en
slæmir áhorfendur
„Leikhúsgestur" skrifar:
„Eg brá mér suður í Hafnar-
fjörð, til þess að sjá leikritið,
sem Leikfélag Hafnarfjarðar
sýnir þar um þessar mundir.
Nefnist það „Jólaþyrnar." Mér
þótti þetta ágætt. og athyglis-
vert leikrit og hefði í alla staði
verið ánægður með þessa för
mína, ef leiðinleg framkoma á-
horfenda hefði ekki spillt á-
nægjunni. Sjónleikur þessi er
„drama“, en margt kemur þar
son úr Borgarfirði, sem sagt er
frá í fregninni í Þjóðviljanum að
hafi starfað að tilrauninni á Eg-
ilsstöðum í haust. Kemur mér
það undarlega fyrir ef það er haft
eftir Jóni að norska aðferðin sé
„talsvert vinnufrekari"----- Hitt
er svo annað mál að ef sá háttur
er á hafður að klippa sláturféð
áður en því er slátrað þá er það
mikil vinna, en sem er miður
rétt að telja til vinnu við slátr-
unina, þegar um samanburð á
vinnuaðferðum og vinnutækni er
að ræða. —. Samt er það trúa
mín að sá háttur verði tekin upp
heima að klippa áður en slátrað
er og að það — sú vinna sem í
þáð fer fáist vel borguð. En
það mun einmitt hafa verið
klippingin sem var aðalatriði til-
raunarinnar, . á Egilsstöðum í
haust. — Og ekki má gleyma að
fullur vinnuhraði fæst aldrei við
tilraunir með ný vinnubrögð.
Einnig hefi ég ftilla trú' á því
að norska hringekjuaðferðin við
slátrun nái útbreiðslu heima,
senjiilega ekki óbreytt með öllu,
heldur þannig að saman verði
fellt í höndum góðra verkstjóra
norsk tækni á þessu sviði Og ís-
lenzkt verksvit og reynsla, þann-
ig að-sparist stórum vinnuafl við
slátrunina og að menn vinni
minna lúnir í sláturhúsunum.
Sú staðréynd að vinnuafli er
sóað á vafasaman hátt og til lít-
illa nytja í sláturhúsunum ís-
lerizku víða og oft, er ekkert hé-
gómamál. Hér er sannarlega þörf
umbóta og það er vel hægt að
bæta um. Að lokum eru það
neytendur sem verða að borga
óþarfa tilkostnað við framleiðslu
matvara, einnig við sláturstörf-
in, og ef þeir greiða ekki kostn-
aðinn í þar af leiðandi háu vöru-
verði, þá fellur kostnaðurinn á
bændur sem rýrðar tekjur, og er
hvorugur kosturinn góður.
Sennilega hefir fregnin af Hér-
aði, sú er að framan getur, kom-
ið í fleiri blöðum en Þjóðvilj-
anum, og sé ég því fulla þörf á
að leiðrétta hana. Einnig ber það
til að ég hefi átt nokkurn þátt
í því að farið var að reyna hin
norsku vinnubrögð við slátrun
sauðfjár heima. Sjaldan fellur tré
við fyrsta högg og svo mun verða
um þetta, en fram mun það ganga
og tiikostnaður við slátrun sauð-
fjár verður lækkkaður til mik-
illa muna báðum til hags bænd-
um Og neytendum. Þetta er ekk-
ert óveru-atriði þegar rætt er
um verðlag á neyzluvörum,
kindakjötið er mikill liður í mat-
skemmtilegt fyrir, sem eðlilegt
er, að fólk hlægi að. Hins vegar
hló fólk eins og það gat við
hvert hugsanlegt (og ég vil
segja óhugisanlegt) tækifæri.
Sumir virtust beinlínis vera
þarna til þess að reka upp
skellihlátur af skyldurækni
eins oft og þeim var fært. Var
þessi framkoma vægast sagt
mjög óviðeigandi og einkenní-
leg, enda sá ég ekki betur en
leikurunum brygði stundum,
þegar menn ráku upp hlátur-
rokur af engu sýnilegu eða
heyranlegu tilefni.
Nelson Rockefeller, ríkisstjóri i
New York, var nýL í Evrópuferð
ásamt riýju eiginkonunni sinni,
Margaretta. Meðfylgjandi mynd
var tekin af þeim á harðahlaup-
aræði allra fslendinga — og á að
vera það. Engum er hagur að
gera það dýrara en vera þarf með
óþörfum tilkostnaði.
Slemdal, 15. nóvember 1963
Árni G. Eylands.
RAUÐA BÓKIN, leyniskýrslur
SÍA, er til sölu í skrifstofu Heim-
dallar. Félagsmenn eru hvattir
til að kynna sér þennan gagn-
merka vitnisburð um eigið mat
kommúnista á starfsaðferðum
þeirra og markmiðum.
Nýir félagar
komið í skrifstofu Heimdallar
og kynnið ykkur fjölbreytta starf
semi félagsins.
Annað var óviðkunnanlegt
við hegðup margra leikhús-
gesta. Eins og mörgum mun
kunnugt, hefur sá (ó)siður
færzt í aukana á frumsýning-
um í Reykjavík, að menn
klappa eftir hverri „sniðugri
replikku." Strmdum getur leik-
ari gert svo góðan hlut, að
menn gleymi sér í stundarhrifn
ingu og veiti honum verðskuld-
að lófatak. En að skella saman
lófum á eftir öllu því, sem ein-
hverjum finnst „sneddí‘,‘ — það
er einuim og tveiraur og þremur
of mikið. Um leið og einn
um í Versölum. Þau komu þang-
að til að líta á Versalahöllina.
sem verður endurbætt með fé
frá RockefellersstofnunnL
Biskupinn messaði
í Akureyrarkirkju
Akureyri ,19. nóvember: —
Biskupinn yfir íslandi, herra Sig
urbjörn Einarsson, predikaði i
Akureyrarkirkju sl. sunnudag.
Tilefnið var, að þennan dag var
23 ára vígsluafmæli kirkjunnar
og á þessu ári eru liðin 100 ár
frá því kirkja var fyrst vígð á
Akureyri.
Fram til ársins 1863 áttu Akur
eyringar kirkjusókn að Hrafna-
gili og Hrafnagilsprestar þjón-
uðu Akureyrarsókn fram til árs
ins 1881 er aðsetur prestsins var
flutt til Akureyrar. — Sv. P.
skellti saman lófum, fannst
hinum þeir þurfa að gera pað
líka, og úr þessu varð eitt alls
herjar „vopnatak.“ Þessum
fagnaðarlátum þarf að stilla í
hóf; þau hætta að verka, þegar
þau dynja yfir æ ofan í æ, og
þótt leikendum þyki vafalaust
vænt um, að menn kunni að
meta leik þeirra, hygg ég að
surnuim þyki nóg um, þegar
klappið er orðið að vana hjá
áhorfendum.
Þetta tvennt, ótímabær hlát-
ur og lófatak, truflaði svo þá
leikhúsgesti, sem vildu njóta
sjónleiksins, að þeir færðu sig
smám saman á öftustu bekki,
svo að þeir hefðu frið fyrir hin-
um óróasömu sessunautum sín-
um á fremri bekkjum.
Vonandi breiðast þessir ósið-
ir ekki út.
— „Leikhúsgestur“.
ÞURRHIÍÍDUR
ERL ENDINGAKBEZIAR
BRÆÐURNIR ORMSSON hf.
Vesturgötu 3.
Simi 11467.