Morgunblaðið - 05.12.1963, Síða 10

Morgunblaðið - 05.12.1963, Síða 10
10 MOItCUN BLAÐIÚ Fimmtudagur 3. des. 1963 ÆFINGAR á Hamlet, j&la- leikiriti Þj óðleikhússins, standa nú sem foæst. Blaða- maður Morgunblaðsins kom fyrir sköommu í heim.sókn til Benedikts Árnasonar, leik- stjóra, þar sem verið var að æfa nokkur atriði Hamlets. — Shakespeare leikrit eru miklu seinæfðari en önnur leikrit, segir Benedikt. Venju lega fer að greiðast úr at- burðarásinni, er á líður leik- rit, en því er ekki svo farið hjá Shakespeare. Allt er svo margslungið og óvænt. Segja miá, að hvert atriði Hamlets sé eins margbrotið og margt leik rit eftir aðra höfunda. Enda segir Mathías í skýringum við Hamlet, að mörg atriði leiks- ins séu mjög fræg, og tilnefn- ir 5 þeirra. Fyrst telur hann „Vofuatriðið mikla“ (1. atr. 1. þáttar). — Það er hægt að halda uppi hvaða samræðum sem er með setningum úr Hamlet, heldur Benedikt áfram. Ég sannreyndi þetta uppi í Stjórnarráði um daginn. Það var alveg sama hvað sagt var við mig, ég svaraði alltaf á Hamletsmáli, þótti ákaf- lega gáfaður og skemmtileg- ur . Á sviðinu er Hamlet að segja Rósinkrans og Gullin- stjarna til syndanna. — Sumir segja að Rósin- k>rans og Gullinstjarna séu gölluð hlutevrk. Osvar Wilde sagði hins vegar, að þeir væru fuilkomnustu persónur í leikbókmenntum heimsins. Það er heldur engin tilviljun, að Shakespeare lætur þá tvo vega upp á móti einum sönn- um vini, Hórasi . Nú kemur Polonius inn á sviðið. Eflist þá sturlun Ham- lets um allan helming. — Hann egnist alltaf mest við Poloníus. Á tímabili leik- ur Hamet að mestu fyrir hann, þar sem hann veit að Pooníuis segir kónginum allt. Poloníus er svo mikill stjórn- málamaður, að hann samþykk ir al'lt sem Hamlet segir. I ‘handriti Benedikts eru margar athugasemdir, sem hann hefur skrifað sér til minnis og glöggvunar. í 2. atriði 1. þáttar, þar sem Ham- let kemur fyrst fram, hefur hann skrifað: „Hinn falski þri ’hyrningur er skapaður.“ Þ.e.a.s. Drottningin ,kóngur- inn og Hamlet. Um hinn þrí- hyrninginn, Poloníus, Laertes og Ophelíu, skrifar Benedikt: „Þessi þrjú eru örugg og kát, meðan þau hrúga góðum ráð- um h'vert á annað, óvitandi um þá myrku vél, sem komin er í gang og á eftir að mala þau öll.“ — Mórallinn í Hamlet er flókinn, eins og annað í leik- ritinu. Þó komust við kannske næst honum í orðum Hamilets: „Samvizkan gerir gungur úr oikkutr öl>lum.“ Þetta á við á hvaða tíma sem er og í hvaða þjóðfélagi sem er. Ef við höf- um samvizku til dæmis, þá eru skattayfirvöldin búin að éta okkur, áður en við vitum af. Af því að Hamlet hefur samvizku, þá getur hann ekki framkvæmt neitt. Kóngurinn hefur hins vegar, að því er virðist, enga samvizku. Hann getur komið klækjum sínum í framkvæmd, en þó stoðar það ekki meira en svo, að hann fell'ur á sjálfs síns bragði, á sama hátt og Hamlet. — Stopp, hrópar Benedikt upp á sviðið, en Lárus Páls- son heldur áfrari að þylja hlutverk Polon-’usar eins og ekkert hafi í skorizt. Er ómögulegt að stoppa þig, Lár us ? — Nei, það er ekki hægt, svarar Lárus. Honum þykir svo afskaplega gaman að tala þessum Foloníusi. Hamlet hefur verið að segja Poloníusi, Rósinikrans og Gullinstjarna, að ský nökkurt á himni Mkist úlfalda. Hefjast nú samræður um úlf- Ilorft í úlfaldann. Rósinkrans, Arnar Jonsson, Guliinstjarm, Gisli Alfreðsson, Polonms, L. árus Pálsson, og Hamlet, Gunnar Eyjólfsson. alda, meðan augnablikshlé verður á æfingunni. — Úlfaldar eru svo merki- legir með sig, segir Gísli Al- freðsson. — Já, það er von að þeir séu skapillir gréyin, segir Lárus, að alast upp í þessum hita og vatnsleysi. Eftir æfinguna hittir blaða maður að máli Þórunni Magneu, skáldkonu og leik- konu, sem leikur hlutverk Ophel'íu. — Hve langt er síðan þú fórs.t að læra leiklist? — Þetta er fimmta árið. Fyrst var ég 3 ár í leikskóla Ævans Kvaran, og er nú á síð- ara ári í leikskóla Þjóðleik- hússins. — Hvaða hlutverk hefur þú fengið áður í Þjóðleikhús- inu. — Ég lék aukahlutverk í Andorra og fyrst í Pétri Gaut, svo tók ég við hlutverki sel- stúlku. Nú leik ég einfættu hóruna í Gísl. Mér þykir mjög væn um það hlutverk. Hún er svo mikið náttúrubarn. — Það 'hljóta að vera mikil viðbrigði frá þeirri einfættu að leika Ophelíu. — Jú, en það er að mörgu leyti gott, hve ólílk hlutverkin eru, ef leikritin verða sýnd til skiptist ,eins og allt bendir til. Það er þá minni hætta á því, að þau hafi áhrif hvort á annað. — Ertu fcvíðin ? — Já, ég get ekki neitað því. Það kom mér líka á óvart, að ég skyldi fá hlut- verkið. Ég vissi það ekki fyrr en daginn áður en æfingar hófust. — Hvernig gengur þér að leika OpheMu geggjaða? —Miklu betur en áður en hún brjálast. — Þú gafst út Ijóðabók fyr ir þremur árum, þegar þú vanst 16 ára. Yrkir þú enn þá? — Já, það er nú líkast til. Annars fæst ég aðallega við að skrifa leikrit um þessar mundir. Það fæst sennilega enginn ti'l að gefa út aðra ljóðabók eftir mig. Samt jókst salan á bókinni talsvert núna um daginn, eftir að ég las ljóð eftir mig í útvarpið, og Velvakandi birti bréf, þar sem Breiðfirzk kona hneykl- ast á því, að ég segi að Guð sé gamall maður, sem gefi börnum sælgæti úr pressuð- um pappírspoka. Mig langaði til ag gera þá athugasemd, að pappirspokinn var brumpaður en ekki pressaður. Mér finnst ekkert athugavert við að Guð sé gamall maður. Hann hefur að minnsta fcosti verið það á ölktrn myndum, sem ég hef séð af honum. í anddyrinu á leiðinni út hittir blaða'maður Lárus Páls son ,sem lék Hamlet í fyrra skiptið sem hann var settur hér á svið. — Gunnar er heppinn, seg- ir Lárus. Venjulegustu hlut- verk eftir aldri, eru Laertes, síðan Hamlet og á efri árum Poloníus. Hann lék Laertes, þegar ég var Hamlet, en ég sleppti hins vegar fyrsta skrefinu. — Ert þú orðinn algjör Hamlet? spyr blaðamaður Gunnar Eyjólfsson, sem kem- ur aðvífandi rétt í þessu. — Þetta er að smákoma, svarar hann. — Er þig farið að dreyma úr Hamlet? — Nei, en ég á von á því bráðlega. Mið dreymir ævin- lega úr leikritum. Hins vegar þyl ég speki Hamlets í tírna og ótíma. Börnin mín kunna orðið mestallt leikritið utan- bókar. Ophelía, þórunn Magnea Magnúsdóttir, með Hamlet, Gunnar Eyjólfsson, í kjöltu sinni. Ferðalöc og viðræður NTB — AP. — 4. des. • Berlín: Sendiherra Banda- ríkjanha í V-Þýzkalandi og sendiherra Sovéfcríkjanna í A- Þýzkalandi hittust að máli í V- Berlín í dag og ræddust við í hálfa þriðju klukkustund. Um- ræðuefni voru margvísleg, m.a. stöðvanir bifreiðalesta her- manna á síðustu mánuðum. • Stokkhólmi: Georges Pomp- idou forsætisráðherra Frakklands kemur vænfcanlega í opinbera heimsókn fcil Svíþjóðar næsta sumar, að því er sæmska ut- anrikisráðuneytið tilkynnir i dag. • Helsingfors: Uhro Kekkonen forseti Finnlands, kom í morg- un heim til Finniands úr heim- sókn til Sovétríkjanma, þar sem hann var persónulegur gestur Krúsjeffs, forsætisaáðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.