Morgunblaðið - 05.12.1963, Síða 28
28
MORGUNBLAÐID
Fimmtudagur 5. des. 1963
GAVIN HQLT:
12
IZKUSYNING
Þega-r ekkert frekara skeði
sagði ég nafn mitt og bað um við
tal, samkvaemt loforði. Nafnið
nægði víst sem aðgangsorð.
Hurðin gekk lengra inn og nú sá
ég hitt augað og það sem eftir
var af föla andlitinu. Þetta var
illilegt hnefaleikamannsandlit,
og fölvinn gaf ekki til kynna
annað en óbeit á dagsbirtunni
Maðurinn var skrokkstór og með
handleggi eins og górillaapi
Hann minnti mest á útkastara
í einhverri ruddaknæpu. Ég hélt'
fyrst, að hann ætlaði að þukla
á mér, til á vita, hvort ég væri
með byssu, en hann veik aðeins
til baka og lét mig ganga inn.
Svo gaf hann frá sér eitthvert
apahljóð.
— í lagi, sagði hann.
í forsalnum vóru spjót og
skildir úr skinni, japönsk brynja
og hara-kiri-hnífur og smá-
standmynd af Amor og Psyke.
Útkastarinn opnaði dyr þar sem
myrkur var inni fyrir, skellti á
ljósi, sem hefði dugað heilli stór
borg og lét mig ganga iiui í ljós-
hafið.
—í lagi, sagði hann og hvarf.
Ljóshafið kom frá ljósakrón-
um og veggjalömpum í lofthá-
um sal. Ég gekk yfir þykka gólf-
ábreiðu, rauðrósótta og með blá-
uni fuglum á grænum grunni.
Hún var öllu öðru ólík, sem ég
hafði nokkurntíma séð.
Veggirnir voru alsettir fárán-
legustu málverkum, en húsgögn
in voru nýtízkulegri. Stólairnir
geypilega stórir með allskonar
yfirbreiðslum og skúffum. Þessi
húsgögn voru matröð líkust. f»au
voru svei mér frásagnarverð.
Ég lokaði augunum. Ég heyrði
dyr opnast og þegar ég leit í átt-
ina, stóð Selina fraimmi fyrir
mér, sveipuð svörtum innislopp.
Útkastarinn kom inn, án þess að
ég heyrði fótatakið. Hann beið
átekta. Hann var eins og lífvörð-
ur þama. Hafði aðra höndina í
jakkavasanum og mér fannst
vasinn miða á mig.
— Það er allt í lagi, Charley,
sagði Selina. — f>ú þarft ekki
meira að gera.
Það brá fyrir vonbrigðum í
svörtu augunum í Charley, sem
voru eins og títuprjónshausar,
en hinsvegar var engin svip-
brigði að sjá á andlitinu. — í
lagi, sagði hann og labbaði út:
Nú var nornin ekki neitt glitr-
andi. Hún var með enga de-
manta á sér, og það var skaði,
í allri þessari ljósadýrð. And-
litið var hörkulegt. Hún var víst
ekkert hrifin af mér nú orðið.
— Jæja, Tyler, sagði hún. —
Hvað er að?
— Ekkert, sagði ég. En mig
langar til að ræða við yður.dag-
skrána á morgun.
Hún bauð mér ekki sæti, en
stóð sjálf frammi fyrir mér, í
svo sem skrefs fjarlægð.
— Ég hef verið að velta þessu
fyrir mér, sagði hún, og brá fyrir
sömu þreytunni í röddinni og ég
hafði tekið eftir í símanum. —
Ég veit ekki, hvort ég ætti að
láta yður halda áfram með
sjá um það sjálf.
un. Þessvegna geta gestirnir
ekki þekkt hann. Sumar frá-
sagnirnar ganga ekki lengra en
þetta og segja, að ekkert ósið-
legt fari fram. Þetta er aðeins
skemmtiatriði og ekkert þar út
yfir. Vel getur verið, að þetta
sé svo í sumum samkvæmum.
En í öðrum er ég sannfærður
um, að fram fer ýmislegt öfug-
snúið kynsvall — að maðurinn
með grímuna sé „þræll“, sem
er laminn — að gestimir af-
— Svo að þér hafið þá upp-
þetta. Ég ætti líklega heldur að
götvað eitthvað? spurði ég.
— Ég sagði yður, að ég hefði
verið að hugleiða þetta. Ef út
í það er farið, er þetta bara inn-
anhússmál, og ekki sérlega mikil
vægt.
Þessi undansláttur hennar var
merki þess, að hún væri í vafa,
Hún hafði vissulega komizt að
einhverju, og likaði það ekki alls
kostar. Ef til vill var hún
hneyksluð á því, að frændi henn
ar skyldi vera að brugga laun-
ráð bak við hana. Ef til vill þótti
henni vænt um Benny á sinn
hátt. Kannski var hann uppá-
halds-fanturinn hennar. Nú var
hún skelfd, og vissi ekki,
hvernig hún ætti að snúa sér í
málinu.
Ég sagði: — Þér viljið kannski,
að ég hætti alveg við þetta?
— Það yrði víst bezt, svaraði
hún.
Ég reyndi að lesa hugsanir
hennar, en það tókst ekki. Ég
var ekki viss um annað en
óvissu hennar.
— Gott og vel, sagði ég. —
Ef yður svo sýnist, og þá hef ég
ekkert meira að segja. Þér skul-
uð fá peningana yðar aftur á
morgun, en þær upplýsingar,
sem ég hef, verða eign Saber &
Tyler. Og þér hafið enga kröfu á
okkur.
— Hvað upplýsingar hafið
þér? spurði hún, kvíðin.
klæðist og eigi kynmök saman
og eigi ýmisleg önnur mök og
viðbjóðsleg.
Mitt hlutverk með þessari
rannsókh var aðeins það að at-
huga, hvort nokkur ráðherra
eða annar maður, áberandi í
opinberu lífi sækti þessi sam-
kvæmi, þar eð hann — ef svo
væri — gæti átt á hættu að
verða kúgaður um fé eða á ann-
an hátt . . . Því rannsakaði ég
þetta mál vandlega. Einkum og
sér í lagi reyndi ég að komast
að því, hverjir sæktu svona sam
komur.
46
Stephen Ward var alveg vafa-
laust viðstaddur nokkrar slíkar
samkomur. í eitt skiptið virðast
þama hafa verið fleiri karlmenn
en konur, og hann hringdi til
tveggja stúlkna, Christine Keel-
er og Marilyn Rice-Davies og
bað þær að koma. Þær komu
undir lok samkvæmisins. Ward
sagði þeim frá manninum með
grímuna og spurði aðra þeirra:
„Gettu hver hann er! Það er er.
...........“ Ward virðist hafa
náð í grímuna og gefið hana
annarri stúlku, sem segist eiga
hana enn — svarta leðurgrímu
með rifum, bundna saman að
aftan — og hann sagði henni,
að það væri hr............., sem
var með hana. Ég spurði Ward
um þetta. Hann játaði, að hann
hefði verið í þessu samkvæmi,
en að enginn háttsettur maður
hefði verið þar. Hann neitaði að
hafa sagt, að þetta væri ráðherr-
ann. Hann sagðist yfirleitt aldrei
hafa séð hann. En hann viður-
kenndi, að hann kynni að hafa
sagt í gamni: „Ég heyrði meira
að segja um daginn, að það
hefði verið hr............“. Og
sagan hlóð bráðlega utan á sig.
Ein stúlkan sagði annarri, að til
væri ljósmynd af þessum ráð-
herra með grímu en í engu öðru,
og með ofurlítið spjald á sér,
sem á stóð: „Ef ykkur líkar ekki
— Afsakið, sagði ég með mikl
um virðuleik. — Ég er ekki
lengur að vinna fyrir yður. Þér
hafið gefið mér spark.
Reiðin hleypti í hana dálitlum
krafti.
— Þér hafið verið að vinna
fyrir mig í dag, hvæisti hún. —
Ef þér hafið komizt að ein-
þjónustan mín. þá hýðið mig“.
Brátt var líka sagt, að eitt blað-
ið hefðd þessa mynd með hönd-
um. Ég vil aðeins taka fram, að
ég hef athugað þetta nákvæm-
lega og komizt að því, að engin
slík mynd er til Að minnsta
kosti viðurkennir enginn að hafa
séð hana. Ég hef skorað á menn
að koma fram með slíka mynd
eða önnur gögn, en engin hafa
komið fram.
Ég er viss um, að atburðir eins
og ég hef hér lýst eru undir
undirrót þeirra sögusagna, að
þessi ráðherra hafi verið maður-
inn með grímuna. Það er hrein
kviksaga, komin frá Stephen
Ward. Og hann er svo léleg heim
ild — svo gefinn fyrir að nefna
nöfn — að enginn skyldi leggja
trúnað á nokkurn orðróm, sem
kemur frá honum. En ég vil ekki
láta mér nægja að afgreiða mál-
ið með því að segja, að sögu-
sagnirnar um þennan ráðherra
hafi ekki verið sannaðar. Því
nóg var fyrir hendi til að af-
sanna þér. Ég hef talað við tals-
vert marga, sem voru í þessum
samkvæmum. Sumir þekra voru
furðulega hreinskilnir um það,
sem þar fór fram. Einn maður-
inn, málfærslumaður, hreif mig
með sannsögli sinni. Hann sagði
mér nöfn á mörgum gestunum,
og meðal þeirra voru engin nöfn
ráðherra eða áberandi manna í
opinberu lífi. Húsbóndinn og hús
móðirin sögðu mér, hver maður-
inn með grímuna hefði verið —
og hann sjálfur kom raunveru-
lega til mín og vitnaði. Hann
skammast sín nú hræðilega fyrir
athæfi sitt. Og hann líkist ekki
á nokkurn hátt ráðherranum,
sem varð fyrir óhróðrinum.
Að frátöldum þessum sögu-
sögnum bar ekki nokkur fram-
burður, sem ég heyrði það með
sér, að maðurinn með grímuna
væri nefndur ráðherra, og sögu-
sagnirnar voru afsannaðar, að
svo miklu leyti sem það er hugs-
anlega mögulegt, með því að ná
í fólkið, sem stóð fyrir sam-
kvæmunum og nokkra þeirra,
sem sóttu þau. Ég mótmæli þeim
því, sem algjörlega tilhæfulaus-
um.
Ég get þó ekki skilið við þess-
hverju, vil ég fá að vita, hvað
það er. Ég á rétt á einhverju
fyrir mína peninga.
— Ég var að segja, að þá fáið
þér aftar. Alla saman.
— Þér getið haft það af þeim,
sem þér viljið. AUa saman. Ég
leigði yður,' og vil borga fyrir
vinnuna yðar. Jæja, hvað hafið
þér uppgötvað?
ar sögusagnir, án þess að nefna
það, að sum blöðin trúðu þeim,
sökum eldri sögusagnar, sera
þau höfðu heyrt um ráðherrann.
Sú var þannig, að árið 1957 hefði
hann verið viðriðinn ósiðlegt at-
vik í Shepherds Market, þar sem
um var að ræða mann, sem var
eltur af lögreglunni og hefði
flýtt sér út úr húsi fótgangandi
en skilið bílinn sinn eftir. Það
var sagt, að þetta hefði verið bíll
ráðherrans, og að hanm hefði
haft þá fyrirhyggju að ná sam-
bandi við Scotland Yard, segja
til sín og tilkynna, að bílnum
sínum hefði verið stolið. Ég hef
látið rannsaka þetta nákvæm-
lega og engin skýrsla liggur fyr-
ir um neitt slíkt atvik eða neina
tilkynningu til Scotland Yard
yfirleitt. Ef til hefði verið til-
kynning um stolinn bíl (eins og
sögusögnin hljóðar), hefði verið
til skýrsla um það. Hún er
hvergi til. Því er ekki snefill af
sönnun til að hleypa stoðum
undiir þessa viðbótarsögusögn.
Mér hafa verið sagðar margar
sögur um nöfn áberandi manna
í opinberu lífi, sem eru sagðir
hafa átt skipti við Ward-stúlk-
urnar, en þær sögur voru svo
þokukenndar, eð erfitt var við
þær að fást. Ég læt mér nægja
að segja, að í hverju einu tilviki
fann ég sárasaklausan fót fyrir
sögunni, eins og til dæmis það,
að Ward hefði teiknað mynd af
háttsettum manni og síðan „látið
falla“ nafn hans, eins og þetta
væri vinur hans. í engu tilvikinu
hefði neitt komið fram til að
renna stoðum undir orðróminn
svo að ég mótmæli öllum þessum
sögum sem gjörsamlega tilhæfu
lausum.
26. kafli.
SÖGUSAGNIR
STAFANDI ÓBEINT
AF PROFUMOMÁLINU.
í júní og júlí 1963 komu upp
sögusagnir, sem stöfuðu pbeint
af Profúmomálinu, þannig að
skilja, að þeim var trúað, af
því að þær blönduðust saman
við hina miklu mergð sögu-
sagna, sem þá voru í gangi — og,
af ástæðum, sem ég hef þegar
tekið fram, hef ég einnig rann-
sakað þér.
AÐINN
HIÐ
HEIMSKUNNA
GOLD LABEL
KAKO
REYNIÐ ÞESSA ÞEKKTU HOLLENZKU
GÆÐAVÖRU - OG KOMIZT AÐ RAUN UM
AÐ BETRA KAKÓ ER EKKIFÁANLEGT!
EFNAGERÐ REYKJAVIKUR H. F.
Skýrsla Dennings um Profumo-málið