Morgunblaðið - 28.12.1963, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 28.12.1963, Qupperneq 21
Laugardaglír 28. des. 1963 MORCUNBLAÐIÐ 21 Ferhenda — Vísnasafn BÓKAÚTGÁFA Menningarsjóðs hefur gefið út vísnasafn eftir Kristján Ólasón frá Húsavík. Vís- urnar eru allar góðar og sumar ágætar. Verka þær þannig á les- andann að hann verður þó nokkru vitrari en ella og í fullri sátt við höfundinn um það, að hvergi er móðurmáli misboðið né verki hroðað af í einni einustu vísu og er fengur að þessu einu út af fyrir sig samanborið við þá forheimskun, sem fylgir lestri sumra annarra bóka, jafnvel úr hópi ljóðasafna. Þetta er úrval vísna eftir þennan höfund og þó um leið hans fyrsta bók og mátti lesmálið gjarnan vera meira. Kverið er um 100 síður og bruðlað með pappírinn. Saknar kunnugur lesandi því margra vísna, sem eru jafngóðar þess- um, og þó enn meira smákvæða, sem til eru eftir þennan höfund. En hvað sem því líður, þá er fengur að þessu safni, jafn vel og til þess er vandað að efni og frá- gangi. Hannes Pétursson skáld hefur séð um útgáfuna og ritað stutta greinargerð um höfundinn. Kristján Ólason hefur aldrei látið mikið yfir sér. En fyrir löngu hafa vísur hans sumar orð- ið landfleygar á þeim ósýnilegu vængjum, sem stakan berst enn landshorna á milli, rétt eins og á dögum Vatnsenda-Rósu og Bólu- Hjálmars, þegar hún er svo vel úr garði gerð að hún nái fluginu eins og t. d. þessi: Sólin yljar mó og mel, mönnum léttir sporin. Svellin gráta sig í hel. Sárt er að deyja á vorin. Allt sem Kristján hefur látið frá sér fara af þessu tagi ein- kennist af vandvirkni og smekk- vísi En helzt til oft andar frá því dapurlegum hugleiðingum. En um annað efni kemst hann þó ekki betur að orði, t. d. þessi um hrörnunina: Þetta finn eg — því er ver það er sinni og skinni þrdut að kynnast sjálfum sér sífelt minni og minni. Eða tökum þessa um svipað efni: Litlir verða að lokum menn. Lífið mína og þína tekur eina og eina í senn oftar rasgjöf sína. Og þó mér finnist Kristján binda huga sinn of oft og mikið við „þriggja álna mold“, stilli ég mig ekki um að tilfæra hér eina vísu enn af þeirri tegundinni. Hún er svo afbragðs vel gerð: Sápuþvotti hættir hold, hljóðir liggjum saman undir þriggja álna mold óhreinir í framan. En þrátt fyrir alltíða svartsýni og tal þar um, á hann og til gam- ansemi og fyndni, helzt þó þegar aðrir lundléttir eru á næsta leiti: Við höfum gegnum þykkt og þunnt þinna kosta notið. Og þá fer nú að gerast grunnt getir þú ekki flotið. Og þá er þessi staka meira en lítið vel gerð um það eilífa ásök- unarefni að hafa tekið skakkan stíg: Innst í brjósti átti eg — eins og hinir fengu — hnoða sem mér vísar veg en virti það títt að engu. Lokað vegna vaxtareiknings 30. og 31. des. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. Nýársfagnaður verður að Hótel Borg að kvöldi hins 1. janúar 1964. MENU: Grape Fruit Coctail eða Cremé Súpa Dumont eða Kjötseyði Celestine. XXX Fiskifilé Tout Paris XXX Lax í Mavonnaise XXX Kjúklingar s/c Financiere eða Svínahryggur Singapore XXX Tutti Frutti ís eða Nougat Fromage XXX Sígild tónlist undir borðhaldinu leikin af Jónasi Dagbjartssyni o. fl. frá kl. 7. Dansmúsik: Finnur Eydal og Helena Eyjólfsdóttir. Látið minningar frá ánægjulegu nýárskvöldi á Hótel Borg gleðja ykkur í daglcgum önnum hins komandi árs. Borðpantanir hjá yfirþjóninum í síma 11440. Þá mundi ég vilja segjá að réttara mat á innsta gildi skáld- skapar og annarra fagurra lista væri óvíða að finna, né heldur betur fram sett, en hér: Ekki er bjart er þurrt og þyrst þrumir svarta skar á kveiknum, eins er margt um orðsins list eftir að hjartað skerst úr leiknum. Kristján er Keldhverfingur, bróðir Árna Óla rithöfundar og allnáinn ættingi Kristján Jóns- sonar, sem kallaður hefur verið Fjallaskáld og mesta bölsýnis- skáld íslendinga, snillingur sem dó ungur. Eins og mörgum öðrum sveitamönnum, sem burt hafa flutt úr sveit sinni, verður hon- um tíðlitið af mölinni til moldar- innar og lýsir því víða vel, en þó hvergi, að því er ég ætla, jafn eftirminnilega og í þessari stöku: Góða, mjúka, gróna jörð, græn og fögur sýnum, hví er alltaf einhver hörð arða í skónu'm mínum? Geri aðrir betur, þá er áreiðan- lega vel ort. En þó þessi Keldhverfingur líti sitt á hvað til moldarinnar, öðr- um þræði með fögnuði til gró- andans, að hinu leytinu niður í moldarskaflinn með of miklu von leysi, þá lyftir hann huga sínum þó hærra í lokin: Kannað hef eg kalt og heitt, kátur meðal gesta. Nú er eftir aðeins eitt — ævintýrið mesta. Það er vel til fundið að gefa út úrval ljóða þeirra manna, sem hafa eins mikið til brunns að bera og Kristján Ólason. Bjartmar Guðmundsson. Jdlatrésskemmtun S|á9fs!æðisfél. í Hafnarfirði verður í Góðtemplarahúsinu sunnudaginn 29. des. Fyrir yngri börn kl. 3—6 e.h. og fyrir eldri börn kl. 8 e.h. Jólasveinar koma kl. 4. Nefndin. Jólatré Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN og Stýrimannafélag íslands halda jólatrésfagnað sinn að Hótel Borg föstudaginn 3. janúar kl. 3 e.h. Aðgöngumiðar fást hjá eftirtöldurr. mönnum: Guðjóni Péturssyni, Höfðavík, sími 15334. Jóni B. Einarssyni, Laugateig 6, sími 32707. Kolbeini Finnssyni, Vesturgötu 41, sími 13940. Þorvaldi Ámasyni, Kaplaskjólsvegi 45, sími 18217. Herði Þórhallssyni, Fjölnisvegi 18, sími 12823. Jóni Strandberg, Stekkjabraut 13, Hafnarfirði sínii 50391. GLAUMBÆR HAUKUR MORTHENS Borðpantanir í síma 11777. ið í kvöld KVÖLDVERÐUR FRÁ KL. 6. FJÖLBREYTTUR MATSEÐILL. Söngkona Ellý Vilhjálms. Tríó Sigurðar Þ. Guðmundssonar. — Sími 19636 — FLUGELDA — Aídrei fjölbreyttara úrval — ELD- FLAUGAR H AND- BLYS Skiparakettur Stjörnurakettur Skrautrakettur (danskar) Jokerblys Bengalblys Stjörnublys Stjörnugos Stjörnuljós SÓLIR - GULLREGN - SILFURREGN VAX-ÚTIBLYS - VAX- GARÐBLYS loga */2 og IV2 klukkustund. Hentug fyrir unglinga. Verzlun 0. ELLINGSEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.