Morgunblaðið - 12.01.1964, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.01.1964, Qupperneq 3
Sunnudagur 11. Jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 Sr. Eiríkur J. Eiríksson: Námið og þroskinn SIGURÐUB ’*LNL>AU Reykvíkingar skoia Ráðhúslíkanið f GÆR kl. 2 var opnuð í Haga skóla sýning á likani ai fyrir huguðu Ráðhúsi Reykjavíkur og umhverfi þess, ásamt upp dráttum af Ráðhúsinu séðu frá ýmsum hliðum. Strax eft- ir khikkan 2 tók fólk að drífa að. Voru ekki allir á sama máli, en flestir þó ánægðir með uppdrættina, einkum staðsetningu hússins, sem þó hefur verið svo umdeild. Höfðu margir á orði, að þeir hefðu alltaf ímyndað sér að húsið mundi skerða Tjörnina meira en líkanið sýnir, jafn- vel hugsað sér Ráðhúsið í miðri Tjörninni. Einnig virt ust menn á einu máli um það, að eyjan, sem gerð verður þar sem nú er tjamarbrúin, auka mjög fegurð Tjamarinn- ar. Fréttamaður Morgurablaðs- ins hitti að máli bræðurna Hauk og Örn Clausen, sem virtu fyrir sér líkanið af um hverfi Tjamarinnar. Fannst þeim sér málið skylt, þar sem þeir ólust upp í Vonarstræti. Vom þeir bræður mjög ósam mála. Öm var stórhrifinn af Ráðhúsinu, en Haukur taldi það verstu byggimgu. — Mér finnst húsið fallegt og stílhreint, sagði Örn, — og í alla staði til sóma fyrir borg ina“. — Ég er sammála um stað- setningu Ráðhússins, saigði Hauikur, — en mér finnst hús ið aumasti kumbaldi. bessi kassi upp úr því er fyrir neð- an allar hellur. Réttara hefði verið að leita fleiri hugmynda um bygginguna, áður en þetta var ákveðið. Helzt þykir mér búsið minna á frekar ljótt verzlunarstórhýsi (slhopping center) í Bandaríkjunum. Næst hitti blaðamaðurinn að máli frú Sigríði Ásgeirs- dóttur, bonu Hafsteins Bald- vinssonar bæjarstjóra í Hafn- arfirði, en frúin er fædd og uppalin í Reykjavík. — Hvernig líst yður á þetta nýja ráðhús, frú Sigríður? — Satt bezt að segja, segir frú Sigríður. Þá er ég alls ekki ánægð með það, hvorki húsið né staðsetningu þess. Mér finnst húsið allt of „mod erne“ oe falla alls ekki inn í umbverfið þarna. Svona hús þarf mikla lóð í kringum sig, þar sem hægt er að skipu- leggja fallega garða og gang- stíga. Þarna virðist alls ekki séð fyrir umferðarvandamál- inu, sem hlýtur að vera mikið við svona hús. Þess utan finnst mér illa farið með al- mannafé, þegar þarf að kaupa upp lóðir fyrir tugmilljónir fyrir svona byggingu. Við þetta bætist, að mér finnst alls ekki mega skerða tjörn- ina í neinu, þetta er auga- steinn Reykvíkinga og verð- ur að fá að halda sér. Auk þess finnst mér hljóti að skap- ast hætta vegna flugsins. — Hvar átti hús þetta þá að byggjast? spyrjum við Sig- ríði. —Auðvitað við syðri gnda tjarnarinnar. þar er nóg land- rými, segir Sigríður og bendir á steðinn á líkaninu um leið og ljósmyndarinn Ólafur K. Magnússon smellir af henni mynd. Það var hægt að leysa um- ferðarvandamáJin, gera fall- ega garða í kring, þar þurfti ekki að kaupa neinar lóðir, og þar var meira að segja hægt að búa til nýja tjörn, ef menn endilega vilja láta ráð húsið speglast í vatni, sagði Sigríður að lokum. I. sunnudagur eftir þrettárida. i Guðspjallið. Búk. 2, 41—52. . í FORNUM kristnum fræðum ] er heilögum anda líkt við sól, er geislar streyma frá. Hinn fyrsti geisli vizkunnar: Mega mennirnir ekki án hans vera“, því að aldrei verður manni svo gerla kennt, að eigi þyrfti hann nokkuð að kunna umfram. Sá er og sannlega spakur, er hann vill meira meta himneska hluti en jarðlega." „Annar heitir skilningsgeisli, þá fáum vér þann geisla, ef vér kunnuhi greiningar góðs og ills og viljum eftir góðu hverfa“. Ennfremur er „fróðleiksgeisli, þá hljótum vér þann, ef vér vilj um kostgæfa að vita sem flest, það er betra er að vita en án að vera og látum aðra ná að nema af oss og gjöldum það Guði, er hann á a“ oss, en það mönnum, er þeir eiga.“ Skólarnir hafa nú að nýju haf- ið sitt mikla starf eftir jólaleyfi. Orð guðspjallsins í dag eiga ein- mitt erindi til skólafólks: „Og Jesús þroskaðist að vizku og vexti og náð hjá Guði og mönn- um.“ Það mætti segja, að hér kæmi fram uppeldishugsjón kristninn ar. Vikið er að andlegu og ílk- amlegu atgervi og þeirri breytni, er veitir mannheill og Guðs vel- óknun. Menntun er víðtækt viðfangs- 'efni. Það er ekki nóg að þjálfa hugann, afla sér þekkingar, hæfni og færni. Slíkt er gagn- legt, en í orðinu vizka í guð- spjallinu er ekki þröng merk- ing, heldur er átt við hugarfar, siðferðilega gott og guðrækilegt. Að sjálfsögðu getur enginn orð- Frú Sigríður Ásgeirsdóttir bendir á stað þann á líkaninu, sem hún vill hafa ráðhúsið á. Sigurður Líndal, lögfræðing ur. 1 — Hvernig fellur þér nýja ráðhúsið? spurði blaðamað- urinn. — Ég get ekki annað sagt, en mér falli það vel í geð. Ég er hæst ánægður með stað setninguna. Það virðist ekki vera neinn vafi á því, að gamli miðbærinn verði er tím ar líða einskonar „City“. Auð vitað verður að fjarlægja göm ul hús hingað og þangað um miðbæinn, en það er alrangt að alltaf sé verið að hrúga nýjum byggingum þangað, án þess að um leið séu fjarlægð þau hús, sem þar eiga ekkert erindi. Mér sýnist verzlunar- hverfin vera að færast burt úr miðbænum, jafnvel í hlið- Haukur Clausen, tannlæknir, og Örn Clausen, lögfræðingur. argötur frá t.d. Bankastræti og Laugavegi. Þessi miðlbær „City“, verður vafalaust í framtiðinni byggð ur húsum sem tilheyra stjórn lands og borgar. Ef ég mætti finna að þessu nýja ráðhúsi, væri það þá helzt, að þegar staðið er á vestari Tjarnarbakkanumí virðist sjást yfir húsið þak hins gamla Alþingishúss og turn Dómkirkjunnar. Það er aldrei fallegt að hús komi þannig fyrir ofan svona stór- hýsi. En það er óhætt að segja, að ég er ánægður með nýja ráðhúsið. ið vitur án þekkingar, en í guð- spjallinu er miðað við, hversu við beitum hennL En þá kemur mjög til greina, hvernig og af hvaða hvötum við öflum þekkingarinnar, alveg eins og sá er líklegri til að fara vel með efni sín, sem hefur aflað óeirra með ástundun, en hinn, - sem hefur erft þau og aldrei kynnzt öðru en allsnægtum, og á hinn fyrri sér hugsjón með efnum sínum og öflun þeirra. Guðspjall dagsins er ekki frá- saga af undrabarni, en þær eru algengastar. Frægur Gyðingur rifjar upp, að er hann var & aldur við Jesúm, komu borgar- ráðsmenn til hans til þess að leita ráða hjá honum um málefni borgarinnar. Að vísu er getið um skilning Jesú og viturleg andsvör, en hann er hér fyrst og fremst nem andinn. Gleði spurningarinnar ljómar einmitt um hann, og getum við séð hann ljóslega fyrir okkur, leiftrandi af áhuga, spyrja um svo margt, er móðir hans hefur vakið hann til umhugsunar um, heilög ritning og átthagarnir I Nazaret veitt honum örvun að íhuga í einveru, líkt og skáldið lætur íslenzka sveitan’áttúru og við sjóinn móta eðli unglings- ins til skilnings atgervis og átaka. Það að spyrja er að menntast. En spurningin sprettur af áhuga, og þá kemur til vandans, hvernig eigi að vekja áhugann. Víst er, að menn þurfa að finna vaxtar- og þorskagleðina í námi sínu og þekkingaröflun. Þekkingargleðin ein getur far- ið út í öfgar eins og aðrar söfn- unarhneigðir, séu þær án æðra takmarks. Vaxtarhugsjónin verð ur að vera í fyrirrúmi. Við verð- um að stefna að því, að þekk- ingarforðinn verði okkur til mannbóta, eins og matur er manns megin, geti líkaminn til- einkað sér hann. Námsefnið þarf að hitna í afli sköpunargleðinnar og hrifninn- ar að læra og vaxa. Sagnfræð- ingurinn heimskunni E. Gibbon segir einhvers staðar, að hann vildi ekki skipta á öllum auð- æfum Indlands og lestrarlöngun sinni, sem vaknaði snemma og var óbugandi. Menn eru læsir vel, en vafa- samt er talið, að menn lesi nú meira en áður. Bókaútgefendur segjast minnka upplög bóka sinna. Vinnudagur margra er langur, en hefur, ef til vill, nám- girnin þorrið? Raunar taka kvikmyndir og sjónvarp tíma frá mörgum. En, hvernig fer um þroskann, tileinkunar- og vaxtargleðina? Miklu máli skipt ir þar, hver á heldur. Þegar unglingarnir fóru áður fyrr að heiman, var oft sagt við þá: „Komdu þér nú vel, barnið gott. Vafalaust segja foreldrar þetta enn við börn sín. Þó kveð- ur víða við: „Berðu sem mest úr býtum“. Slíks er þörf, en íhugum lokaorð guðspjallsins. Hann óx að „náð hjá Guði og ffiönnum." Þar er um að ræða takmark mannlegs vaxtar og þroska: „Guðsríki drottni, dauðans vald þrotni komi kærleikans tíðir.“ Menn vilja menntast, stundum ekki menntunarinnar vegna og mannbóta hennar, heldur í ávinn ings augnamiði, menn vilja vaxa og verða miklir, en náðargjöf þroskans er avötur sjálfsræktar og ástundunar velvildar og þjón- ustu við meðbræðurna. Þetta nám stundaði 12 ára drengurinn í guðspjalli dagsins svo vel, að hann varð sjálfur Frelsarinn. Megi þroskaferill hans verða okkur æðsta fyrir- mynd og til hjálpræðis. Amen. T_

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.