Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 31
Sunnudagur 11. ian: 1964
MORGUNBLAÐIÐ
31
Greinargerð frá Trésmiðafélaginu
MBL. hefur borizt eftirfarandi
greinargerð frá Trésmiðafélagi
Keykjavíkur:
„Meistarafélag húsasmiða óg
Vinnuveitendásamband íslands
hafa nokkra undanfarna daga
haldið uppi áróðursskrifum í dag-
blöðum bæjarins til'framdráttár
málstað sínum í kjarádeilu okkar
trésmiða. Síðast undir fyrirsögn-
inni „Þeir sætta sig ekki við lýð-
ræðislegar reglur".
í þeirri ritsmíð meistara -leggja
þeir höfuðáherzlu á að sýna fram
á, með sínum rökum, hvað tré-
smiðasveinar séu voðalega ósann-
gjarnir, heimtufrekir og ólýð-
ræðislegir í garð húsbyggjenda.
Það sé nú eitthvað anrtað með
blessaða meistarana, sakleysi
þeirra er svo dæmalaust að yið
samanburð myndi meydómur
blikna (svo í grg.)
Og til þess nú a^ koma í veg
fyrir að sveinum haldist lengur
uppi að steyta görn framan í lýð-
ræðið og þjóðina, skulu þeir
hljóta gerðardóm „eins og aðrir
sem deila“, og þéir skulu bera
ábyrgð á að meistari standi við
kröfu stjórnar Meistarafélagsins
um að skila vinnuskýrslum.
Þetta kann þeim sem ekki
þekkja til að þykja ótrúlegt, en
lítum þá á eftirfarandi stað-
reyndir: 1953 gaf Trésmiðafélag
Reykjavíkur, sem þá var sameig-
inlegt félag sveina og meistara,
út Verðskrá yfir ákvæðisvinnu,
sem var samin af nefnd er í áttu
ssétt þrír meistarar en enginn
sveipn. Fljótlega var farið að
ylnna samkvæmt þeirri Verðskrá,
en þó ekki að marki fyrr en 1955
óg var æ síðan mjög mikið unnið
eftir henni, einkanlega í móta-
uppslætti. 1962 gefa Trésmiðafé-
lagið og Meistarafélagið sameigin
Islendingar sýna ekki
STÓRA heimssýningin í New
York, sem standa á 22. apríl til
18. október 1964 og 21. apríl til
17. október 1965, er nú í fullum
undirbúningi og verið að reisa
í Flushing 200 sýningarhús fyr-
Ensko
knattspyrnan
27. umferð ensku deildarkeppn
innar fór fram í gaer og urðu
úrslit þessi:
1. deild
Aston Villa — Blackpool .. 3—1
Bolton — Arsenal ....... 1—1
Burnley — Everton .... 2—3
Fulham — W.B.A............2—1
Ipswich — Sheffield W. .. 1—4
Leicester — Stoke.......2—1
Liverpool — Chelsea .... 2—1
Manchest. U. — Birmingh. 1—2
Sheffield U. — West Ham 2—1
Tottenham — Blacburn .. 4—1
Wolverhampt. — N. Forest 2—3
2. deild.
Charlton—Newcastle 1—2
Derby—Northampton 0—3
Grimsby—Middlesbrough - 3—1
Leeds—Manehester City 1—0
Leyton 0.—Swansea 4—0
Plymouth—Huddersfield 0—0
Portsmouth—Southampton 2—1
Rotherham—Swindon 0—0
Scunthorpe—Norwich 2—2
Sunderland—Bury 4—1
í skotlandi urðu úrslit m.a.
þessi í bikarkeppninni:
Dundee U.—St. Mirren 0—0
Stenhousemuir—Rangers - 1—5
StaSan er þá þessi:
1. deiid
1. Tottenham ................. 35 stig
2. Liverpool ................. 34 —
3. Blackburn ................. 34 __
4: Arsenal ......_ ......32 ________
5. Shelfield W..............„.. 31 _
ir 51 þjóð og 24 fylki Bandairíkj-
anna, auk sýningardeilda fyrir
350 bandarísk fyrirtæki.
Mbl. spurði Má Elíasson, fram
kvæmdastjóra Vörusýningar-
nefndar, hvort íslendingar
mundu taka þátt í sýningunni.
Hann sagði að ákvörðun hefði
verið tekin um að gera það
ekki. Heimssýningar væru að
mestu sýningar, þar sem stór-
þjóðirnar skarta og sýna yfir-
burði sína, en lítið ber á smá-
þjóðunum við hliðina á þeim.
Það eru meira þjóðlífssýningar
og yfirburðasýningar en vöru-
sýningar Var haft samband við
hinar Norðurlandaþjóðirnar og
mun Danmörk ein líklega sýna
þar.
Bókasýning opnub
Ameríska bókasýningin í Boga
sal Þjóðminjasafnsins var opnuð
í gær kl. 4, en hún ber nafnið
„Art, Architecture, Americana“.
Verður nánar sagt frá opnuninni
síðar í blaðinu.
Sýningin er opin kl. 14—22,30.
CHOU EN-LAI i GHANA
Accra, Ghana, 11. jan.
(AP-NTB): —
Chou En-Iai, forsætisráðherra
Kína, og utanríkisráðherrann
Chen-yi marskálkur, komu í
dag í opinbera heimsókn til
Ghana i boði Nkrumah for-
seta. Þeir munu dvelja um
vikutíma i Ghana. Ekkert hef
ur verið látið uppi um væntan
legar viðræður Kínverjanna
við yfirvöld Ghana, en líklegt
er talið að þeir muni leggja
áherzlu á að leita stuðnings
við kröfu sína um að Kina fái
sæti hjá Sameinuðu þjóðun-
um.
UM hádegi í gær var all-
crjúp lægð fyrir norðan land
og V-stormur með éljagangi
á annsejum og miðunum norð
an Lands. Hins vega<r var lægð
in að fjarlægjast og útlit fyr
ir batnandi veður hér á landi. 1
Ný lægð var í uppsiglingu
vestan við Labrador og má
enn búast við umhleypinga-
samri veðráttu um sinn.
lega út nýja verðskrá og hafði 6
manna nefnd, 3 frá hvoru félagi,
samið hana. Sú verðskrá er sam-
komulag um nokkur þúsund mis-
munandi einingaverð.
Síðan hafa verið haldnir í þess-
ari sömU verðskrárnefnd 32 fund-
ir og hafa 75 mál hlotið af-
greiðslu, þ. e. breytingar á eldri
verðlagningum, skilgreining vafa
atriða og nýjar verðlagningar.
Við gerð kjarasamninga á síðast-
liðnu sumri sömdu stjórnir félag-
anna beint um ýmsar breytingar
á verðskránni, og fyrr í vetur var
gengið frá bréytihgurrí eftir sam-
eiginlegúm tillögum eins mæling-
áffulltrúa ' Trésmiðafélagsins og
annafs endurskoðanda Meistara-
félagsins. Breytingar og ný verð
eru því nú á öðru hundraðinu og
allar gerðar með samkomulagi.
Aðalbreytinguna í sumar hafði
sveinahluti taxtanefndar fallizt
á, en meistarar fellt á jöfnum at-
kvæðum.
Nú geisa meistarar fram á rit-
völlinn og segja almenningi, að
sveinar hafi með jöfnum atkvæð-
um fellt flestar tillögur, að
minnsta kosti um lækkun.
3. gr. Málefnasamnings milli fé-
laganna hljóðar þannig:
,,a) Félögin tilnefni þrjá menn
hvort í fastanefnd, er heiti verð-
skrárnefnd, er vinni að endurbót-
um á verðskrá húsasmiða á hverj
um tíma. Skal hún ákveða fastan
fundartima og halda fundi eigi
sjaldnar en hálfsmánaðarlega.
Hlutverk hennar skal vera sem
hér segir:
1) Að verðleggja nýja vinnu-
liði, er upp kunna að koma
í faginu.
2) Að endurbæta gildandi upp-
mælingataxta, ef sannan-
lega er sýnt fram á það með
rökum, þ.e. með vottfestum
tímaskýrslum af sveinum og
meistara, að einhver hluti
hans sé verðlagður of hátt
eða of lágt.
b) Meistarar skulu láta svein-
um sínum í té vinnulista í tvíriti,
og skulu sveinar færa á þá vinnu-
tíma hvers dags, en afhenda síð-
an meistara annað eintakið.
c) Óeðlilegt telst ekki, þó ágóða
hlutur í verðskrárvinnu sé 25 til
50% á sveinakaup í tímavinnu i
sérhverju verki. Ekki skal talin
ástæða til endurskoðunar á verð-
lagningu taxtans, þótt frá þessu
bregði í einstökum tilvikum".
Það skal skýrt tekið fram og
undirstrikað, að hjá taxtanefnd
hafa ekki legið, né liggja neinar
óafgreiddar tillögur frá meistur-
um samkvæmt því sem 3. grein
gerir ráð fyrir.
Meistarar segjast eiga fullt af
vottfestum vinnuskýrslum, en
þrátt fyrir beiðni okkar þar um,
höfum við ekki enn fengif að sjá
þær skýrslur, og hafa fulltrúar
Trésmiðafélagsins í taxtanefnd
því aldrei fengið tækifæri til að
fella neinar tillögur á jöfnum at-
kvæðum þótt þeir vildu. Samt er
sú fullyrðing höfuðröksemd meist
ara fyrir að krefjast gerðardóms.
Eins og kemur fram í 3. grein
Málefnasamningsins skulu svein-
ar skrifa vinnutíma hvers dags og
afhenda meistara. Hafi meistarar
trassað að sjá um framkvæmd
þessa ákvæðis, er það Meistarafé-
lagsins að refsa sínum meðlim-
um. en ekki Trésmiðafélagsins að
refsa sveinum fyrir trassaskap
meistara með því að neita að
mælæa upp eins og Meistarafé-
lagið krefst nú.
Það eina sem er hægt að ásaka
sveina fyrir í þessum efnum, er
að hafa ekki frekar en gert hefur
verið, haft frumkvæðið um leið-
réttingar á verðskránni. Úr því
vildum við hins vegar bæta og
buðumst því til, áður en samið
var við önnur félög, að semja um
að standa að skipun hlutlausrar
nefndar til gagnasöfnunar og
rannsóknar á ákvæðisvinnu, svo
hægt væri að hrinda í fram-
kvæmd 2. tölulið 3. greinar MáJ
efnasamnings, þar sem meistarar
fást ekki til að leggja fram þær
vinnuskýrslur sem þeir segjast
eiga.
Þessu neituðu meistarar lengi
vel, en halda fast við áð láta
Vinnuveitendasambandið nota
sig til að hrinda í framkvæmd
hugsjón þess um að ná samnings-
réttinum úr höndum verkalýðs-
hreyfingarinnar og setja gerðar-
dóma í staðinn.
Til frekari glöggvunar á vilja
meistara til að lækka byggingar-
kostnað i þágu húsbyggjenda,
skulu eftirfarandi dæmi nefnd:
Með samanburði á eldri verð-
skrá, sem meistarar sömdu, við
núgildandi Verðskrá, sem meist-
arar og sveinar sömdu, er stað-
reyndin sú, að einingaverð á
mótauppslætti í blokkbyggingum
hefur lækkað um 15—25%.
Sámá vinná í verzlunar- óg iðn-
aðarhúsnæði og hliðstæðum verk
um, hefur lækkað um 20—30%,
en þessi vinna er verulegur hluti
þeirrar vinnu sem skylt er að
vinna í Upþmælingu og urthin
hefur verið síðastliðið hálft ann-
að ár.
Þá er það einnig staðreynd að
á sama tíma kröfðust meistarar
og fengu fram, 50% hækkun á
álagningu sinni á ákvæðisvinnu,
einnig þegar þeir semja við okk-
ur sveina 1962 eftir hörð átök
um 8—17% kauphækkun,
skammta þeir sjálfum sér kaup-
hækkun upp á 20—40%.
Ótalmargt fleira má nefna sem
sýnir hug þeirra í garð húsbyggj-
andans.
Að öll deilumál séu útkljáð
með gerðardómi er furðuleg full-
yrðing að afloknum víðtækustu
verkföllum í sögu þjóðarinnar.
Að okkur sveinum hafi alltaf
staðið til boða 15% kauphækkun
eins og öðrum, er vissulega
hraustlega mælt af fulltrúum fé-
lags, sem daginn áður felldi að
gera samning þar um. En það
hinsvegar kennir okkur sveinum
enn betur að meta orð og athafnir
meistara.
Trésmiðafélag Reykjavíkur“.
— Reykjavikurbréf
Framh. af bls. 17
leikinn eða óheilindin, hvort
heldur líklegra þykir. Ýmist segj-
ast þeir vera íifandi eftirmynd
jafnaðarmannaflokka á Norður-
löndum eða þeir senda fulltrúa
á þing frjálslyndra í öðrum lönd-
um og telja sig þá vera grein af
þeirra meiði hérlendis. Er “það
raunar eftir öðru, því að svo-
kallaðir frjálslyndir flokkar eru
víðs vegar hinnar ólíkustu teg-
undar. Sumir hinir römmustu
afturhaldsmenn.aðrir raunveru-
legjr milliflokkar og enn aðrir
einberir hentistefnumenn. Um
eftirapendúr þeirrd " hér, Fram-
sóknarmenn, er það mála sann-
ast, að vart má á milli sjá hvört
þá einkenni fremur afturhalds-
semi eða hentistefna.
— Stórhýsi
Framh. af bls. 13.
ih að utan, og tvær efstu hæð-
irnar tilbúnár undir tréverk.
Húsið er þrjár hæðir og kjallari
og er hver hæð 7.95 fermetrar
að flatarmáli. Þá má geta þess,
að innveggir eru flestir úr tré,
en burðarsúlur steinsteyptar.
Undirstöður hafa verið lagðar
að síðari áfanganum, sem eru af
greiðsiu- og veitingasalir. Er sú
álma 955 fermetrar að flatarmáli
tvær hæðir og kjallari. Verður
byggingu hennar hraðað eftir
föngum. Teiknistofa Gísla Hall-
dórssonar sá um teikningu Loft-
leiðaby ggingarinnar.
Lokað
vegna jarðarfarar eftir hádegi á mánudag.
Prentsm. Viðey
Útför bróður míns
SIGTRYGGS S. SIGURÐSSONAR
múrara, ættaðs frá Vífilsstöðum
verður gerð frá Fossvogskirkju, þriðjudaginn 14. jan-
úar kl. 1,30 e.h.
Sigrún Sigurðardóttir,
Hoítúni, Garðahreppi.
Konan mín, móðir okkar og tengdamóðir
GUÐBJÖRG BJARNADÓTTIR
andaðist í sjúkrahúsinu á Þingeyri 10. janúar sL
Bergur Bjarnason,
Snorri Bergsson, #
Sigurður Bergsson,
Þóra Bergsdóttir,
Hrefna Stefánsdóttir,
Þorbjörg Ólafsdóttir.
Jarðarför móður okkar
GUNNDÓRU BENJAMÍNSDÓTTUR,
.. Bárugötu 7,
sem andaðist 7. janúar sl., fer fram frá Fossvogskirkju
miðvikudaginn 15. janúar og hefst kl. 10,30.
Nína Tryggvadóttir,
Viggó Tryggvason,
Ólafur Tryggvason.
Innilegar þakkir sendum við öllum er sýndu okkur
samúð og hluttekningu vegna fráfalls eiginmanns míns,
sonar okkar og tengdasonar
BIRGIS ANDRÉSSONAR
vélstjóra
Ulla Valborg Þorvaldsdóttir,
Rannveig Erlendsdóttir,
Andrés Andrésson,
Valgerður Kanneworff. ..