Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 23
Sunnudagur 11. jan. 1964 MORGUNBLADIÐ 23 tíðinc atriða varnarmiála, hafa styrkt þessa skoðun. AF boðskap ráðamanna stórveld- anna undanfarnar tvær vikur er ekki hægt að ráða breytta af- sttiðu til helztu ágreiningsmála. Gæbt hefur þar þeirrar friðsam- legu sambúðar, sem Krúsjeff, forsaetisráðherra Sovétríkjanna, hefur svo mjög haldið á lofti, og víðast hefur fallið í góðan jarðveg á Vesturlöndum. Sá andi svífur þó ekki yfir vötnum í Alþýðulýðveldinu Kína, sem nú iætur meira á sér bera en áður. Virðast ráðamenn þa,r nú leita fylgis allra, sem þeir mega, fyrst og fremst þó Asíu- og Afriku- þjóða, við þann sósíalisma, sem þeir telja stefnu Krúsjeffs alger svik við. Þó hefur ekkert kornið fram, sem bendir til, að alger klofningur alheimskommúnism- ens sé á naesta leiti. Það virðist því ljóst, að sam- búð Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna verður það, sem hæst ber á sviði alþjóðamáia næstu mán- uði, þótt margt bendi til, að markaðsmál Evrópu eigi eftir að koma allnokkuð vð sögu. Margir stjórnmálafréttaritarar hafa nefnt ummæli Krúsjeffs og Johnsons, Bandaríkjaforseta, nú nýverið, „friðarsókn“. Af sovézkri hálfu einkenndist „sókn in“ af hátíðarkveðjum til vest- rænna leiðtoga, a.m.k. þar til Krúsjeff lét hafa eftir sér, að þeir (sovézkir ráðamenn) ósk- uðu eftir „bættum samskiptum og friðsamlegri samvinnu, ná- ungakærleik og vinsemd Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna". Síðar var tekið dýpra í ár- inni þar eystra, og á fimmtu- dag í fyrri viku sendi Sovét- stjórnin ríkisstjórnum allra þeirra landa, sem hún hefur stjórnmálasamskipti við, langa orðsendingu (21 vélrituð siða), þar sem lagzt er gegn valdbeit- ingu til að leysa deilur um lands- svæði, og stungið er upp á samkomulagi til að tryggja, að þessi regla verði haldin. Káðamenn Vesturveldanna gáfu hins vegar engar slíkar yfir lýsingar af sinni hálfu, lögðu ekki til sáttmála eða samkomu- lag af þessu tagi í boðskap sín- um. Að loknum fundi þeirra Johnsons og Erhards, kanzlara V-Þýzkalands, í Texas, lýstu þeir því yfir í sameiningu, að þeir hygðust „halda áfram að rann- saka alla möguleika á bættri sambúð austurs og vesturs." Það kom einnig fram í hátíð- arboðskap Johnsons til Krúsjeffs, að bandarískir ráðamenn óskuðu eftir bættu ástandi á alþjóða- sviðinu. Talsmaður Hvíta húss- ins lýsti því síðar yfir, að Johnson hygðist halda uppi „lát- lausri friðarsókn", svo að draga mætti úr kalda stríðinu. Dean Rusk, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, reyndi að lýsa nánar tilgangi og ætlun Banda- ríkjastjórnar. Hann skýrði frétta- mönnum frá þvi, að stjórnin vildi gjarnan taka til umræðu gömul vandamál, t.d. Berlínar- málið og Þýzkalandsmálið. Hafa þessi uimmæli, svo og önnur höfð eftir málsmetandi ráðamönnum í V-Evrópu, leitt til þeirrar trú- er, að þessi mál muni bera hæst alþjóðamála, a.m.k. fyrrj hluta órs. Heimsóknir V-Berlínarbúa til A-Berlínar um hátíðarnar, __ grunsamleg þögn v-þýzkra ráða- manna og (að sumra sögn) breytt afstaða V-Þjóðverja til einstakra Sovétríkin ein komu fram með ákveðnar tillögur, og því beind- ist athyglin að viðbrögðum á Vesturlöndum. Þau voru ekki alls staðar jákvæð. Talsmaður f V'i er því haldið fram, að takmarkið sé sameining Þýzkalands. Þessi yfirlýsing brýtur í bága við viðleitni Sovétríkjanna til að halda A-Þýzkalandi í hópi komm únistaríkjanna. Þrátt fyrir san»- komulagið, sem leiddi til frjálsra ferða V-Berlínarbúa um alla borgina nú nýverið, og annars svipað samkomulags til lengri tíma, þá virðast litlar líkur til þess, að samkomulag náist, þ.e. að annar aðilinn breyti grund- vallarafstöðu sinni. Slík breyt- ing ein er talin munu nægja til endanlegrar lausnar vandamál- anna. Eitt bandarískt stórblað, a.m.k., lét að því liggja fyrir skemmstu, að fyrir dyrum stæði viður kenning á þrískiptingu Þýzka- lands, í V-Þýzkaland, A-Þýzka- land og Berlín. Fregn þessi var sögð komin frá London, en brezka utanríkisráðuneytið hefur nú fullyrt, að hún eigi ekki við rök að styðjast. Orðrómurinn um tekin til alvarlegra.r umræðu. • Vesturveldin kunna að hafa fallizt á þetta. Sé því svo farið, þá má búast við leik af þeirra hálfu, t. d. viðræðufundi við sovézka ráðamenn um Berlín og Þýzkaland. Dr. Schröder, v- þýzki utanríkisráðherrann, hef- ur lýst samþykki sínu við hug- myndir um al-þýzkar nefndir undir umsjón fjórveldanna. — Viðræðufundur af þessu tagi gæti mjög auðveldlega orðið ár- angurslaus, en tilraun hefði þó verið gerð til að sameina Þýzka- land, og stjórn Erhards myndi vaxa í áliti fyrir tilraunina, en kosningar eru fyrir dyrum í V- Þýzkalandi á næsta ári. • í staðinn fyrir sameiningar tilraunir myndi því fylgja já- kvæðari afstaða v-þýzkra ráða- manna til tilrauna, er miðuðu að því að bæta sambúðina við Sovét ríkin, þó að örlítið þyrfti að víkja frá öryggiskröfum þeim, sem nú eru taldar nauðsynleg' „Þeir lata sér nægja að hvísla gegnum sprungu á Shakespeare, 5. þáttur, 1. atriði. veggnum14 — Jónsmessunæturdraumur, eftir bandaríska utanríkisráðuneytis- ins lýsti því yfir, að „skref hefðu þegaæ verið stigin", er mið uðu að því að athuga efni til- lagnanna gaumgæfilega. í þeirri yfirlýsingu sagði ennfremur: — „Að því er virðist, þá er boð- skapur Krúsjeffs til forsetans ekki viðhlítandi yfiriýsing um deilur um landsvæði, og því veld ur hann (sem svar við friðar- boðskap forsetans) vonbrigðum.“ Þessi afstaða bandarískra ráða- manna er talin byggjast á því, að þeir telji tillögur Krúsjeffs sama eðlis og fyrri tilmæli for- sætisráðherrans um griðasátt- mála stórveldanna. Slíkt san.- komulag hafa þeir talið of ótryggt, og að sumu leyti ófram- kvæmanlegt. Það myndi, svo að vikið sé að nokkrum atriðum, sennilega ná til dvalar banda- rísks herliðs í Asíu, V-Þýzka- landi og V-Berlín, og e.t.v. rétt- inda Sameinuðu þjóðanna til að skerast í leikinn, þar sem til vandræða horfir, eins og t.d. í Kongó. Lausn þessara mála yrði því að fara undan, ekki í kjöl- far griðasáttmála. Þá er rétt að geta þess, að samkvæmt sovézku tillögunum yrðu sumar tegundir hernaðar leyfðar, þótt griðasáttmáli yrði gerður. Er þar átt við „frelsis- styrjaldir, sem beint er gegn ný- lendusinnum og kúgurum“. Það endurskoðun Vesturveldanna á ar. Erhard hefur þegar sýnt, að Þýzkalandsmálinu hefur þó ekki verið kveðinn niður, og sterk- astur hefur hann verið í Lond- on. í Washington hefur fátt heyrzt um málið, annað en það, sem opinberlega hefur verið lát- ið uppi, í yfirlýsingu Johnsons og Erhards og af hálfu utanrík- isráðuneytisins. í París er hermt, að eitthvað sé í aðsigi um Þýzka- landsmálið. Ekkert hefur þó heyrzt um þetta mál í Bonn. Þó er fullyrt, að breytt afstaða V-Þjóðverja á NATO-ráðstefnunni í París ný- verið styðji orðróminn. Frétta- menn segjast hafa það eftir á- reiðanlegum heimildum, að v- þýzka afstaðan til „skyndiárás- ar“ sé í rauninni önnur, en lát- ið sé vera á yfirborðinu. Fram til þessa hefur afstaða V-Þjóðverja til þessa máls verið ákveðin. Er rætt hefur verið um griðasáttmála Atlantshafsbanda- lagsins og Varsjárbandalagsins (næsta skrefið eftir Moskvusátt- málann), hefur verið gert ráð fyrir eftirlitsstöðvum í löndum bandalaganna. Bonnstjórnin hef- ur haldið fast við þá skoðun, að þær stöðvar skuli hafðar víðar en í A- og V-Þýzkalandi. — Vesturveldin hafa fylgt þessari skoðun. Það kann því að virðast eihkennilegt, ef v-þýzkir ráða- menn hafa allt í einu breytt um nafn hafa ráðamenn kommún- skoðun á þessu máli; hins vegar ista gefið hernaðaraðgerðum sínum í Asíu og víðar. Margir stjórnmálafréttaritarar hafa bent á, að Ludwig Erhard sé frjálslyndari maður en Konrad Adenauer, og því líklegri til samninga við Sovétríkin. Andi sá, sem ríkti, er þeir Johnson og Erhard ræddust við, gefur til kynna, að þeir hafi í huga að beita sér fyrir nýjum Umræðum um Berlínar- og Þýzkalandsmál- ið. Þess ber þó að gæta, að í yfirlýsingu þeirri, sem gefin var út að umræðunum loknum, kann það að varpa nokkru ljósi á það, sem valdið hefur svo mikl um umræðum. Stjórnmálafréttaritarar hafa reynt að átta sig á gangi mála, með þetta í huga. Niðurstaða þeirra er eitthvað á þessa leið: • Bandaríkin og Bretland vilja bæta sambúðina við Sovét- ríkin, skref fyrir skref. Næsta skrefið snertir þó hernaðaröryggi V-Þýzkalands — eftirlitsstöðvar, o. s. frv. — og fram til þessa hef- ur stjórnin í Bonn haldið því fram, að engar breytingar á sviði hermála megi framkvæma, án þess, að vandamál Berlínar og sameining Þýzkalands verði I fordæmi“ í boðskap sínum, td. hann fylgir sveigjanlegri stefnu en Adenauer gerði. Margt bendir einnig til þess, að ráðamenn í A-Evrópu séu að búa sig undir nýjar viðræður. Talið er, að sovézkir ráðamenn hafi lagt að Walter Ulbricht, forsprakka kommúnista í A- Þýzkalandi, að leyfa heimsóknir til A-Berlínar um hátíðarnar. Margir búast við því, að slíkar heimsóknir verði teknar upp aftur, enda hefur Willy Brandt, borgarstjóri V-Berlínar, nú verið falið sérstakt vald til slíkra samn inga, þótt með takmörkunum sé. Krúsjeff hélt nýlega til Póllands, þar sem hann hefur átt viðræður við Gomulka og fleiri valdamenn. Um sama leyti kom i Ijós, að verið er að hrinda af stað endurskoðaðri, gamalli áætlun um kjarnorkuafvopnun í Mið-Evrópu. 21. januar nefst á ný afvopn- unarráðstefnan í Genf, en þar taka fulltrúar 17 þjóða enn upp þráðinn. Stórveldin hafa þó ekki komið sér saman um neitt það, sem líklegt er til að leiða til lausnar á vandamáli, sem lengi hefur verið glímt við, þ.e. eftir- liti innan landamæra ríkja kjarn- orkuveldanna. Því óttast margir, að Moskvusáttmálinn verði enn um skeið síðasta skrefið á sviði afvopnunair, og því muni ráð- stefnan, eins og oft áður, fyrst og fremst verða vettvangur áróð urs og stóryrða. Þrátt fyrir, að ekki sé því gert ráð fyrir lausn stórvandamála á næstunni, þá vænta margir góðs af betra andrúmslofti í sam skiptum stórveldanna. Það eitt, þótt ekkert annað áynnist, kynni að koma í veg fyrir nýjar ógn- anir, eða yfirvofandi átök, eins og Kúbudeiluna 1962. Hins veg- ar mætti ná betra samkomulagi á ýmsum sviðum, t.d. í viðskipt- um. Þá má ekki gleyma því, sem Krúsjeff nefndi „gagnkvæmt lækkuð útgjöld til hermála. «— Ræða Johnsons, Bandaríkjafor- seta, nú á miðvikudag, virðist í anda þessa „fordæmis", svo ekki sé dýpra tekið í árinni. Sovétríkin eiga enn við marg- vísleg vandamál að etja, bæði heima fyrir og erlendis, og ráða- menn þar virðast óska eftir auknu svigrúmi í sambúð sinni við Vesturveldin. Ekki er heldur ólíklegt, að stjórn Johnsons óski eftir átakalausri. sambúð næstu mánuði, a.m.k., enda fara kosn- ingar senn í hönd vestra. Stjórnmálafréttaritarar eru því margir á þeirri skoðun, að heildarþróuninn á næstunni kunni að einkennast ní viðleitni beggja til að leysa sín eigin vandamál, innbyrðis. DeGaulle, Frakklandsforseti, sem fram til þessa hefur verið helzti þrándur í Götu samstarfs Vesturlanda, lýsti því yfir í fyrri viku, að hann óskaði eftir starfa í anda vilja annarra Evrópulanda og Bandaríkjanna. Fullyrðingar for- setans um önnur mál — kjam- orkuvopn, verzlun, varnarmál — gefa þó fyllilega til kynna, og staðfesta þau vandamál, sem bandamenn á Vesturlöndum eiga við að stríða, sín á milli. Eitt þeirra, og ekki hvað minnst, er hvort eða hvernig skuli samið við Sovétrikin. De- Gaulle hefur tekið upp nokkur samskipti, varfærnisleg að vísu, við Alþýðulýðveldið Kína, hlut- leysissinna í SA-Asíu og jafn- vel kommúnista á Kúbu, þótt hann sýni hins vegar stöðugt mikla andúð á öllum samnixug- um við Sovétríkin. Þetta hefur gert sambúðina milli Frakklands og Bandaríkjanna enn erfiðari, en þau hafa fylgt nær algerlega andstæðri sbefnu. Verði af þeim fundi æðstu manna Efnahagsbandalagsins, sem látið hefur verið liggja að, að haldinn verði á næstunni, þá kunna línumar að skýrast um innbyrðis samkomulag, þótt þær viðræður fjalli vafalaust ein- göngu um efnahags- og viðskipta mál. Takizt hins vegar vel um lausn þeirra mála, kann bætt sambúð Vesturlanda á öðrum sviðum að fylgja á eftir, fyrr en margir munu nú telja. Kennsla Lærið ensku á mettima i hinu þægilega hótell okkar við ijávarsíðuna nálægt Dover. Fá- mennar bekkjadeildir. Fimm slukkustundir á dag. Engin ald- urstakmörk. Stjórnað al kennur- um menntuðum i Oxford. Sérstök námskeið fyrir Chambridge Certi- ficates’. England. The Regency, Ramsgate,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.