Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 17
Sunnudagur 11. Jan. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 Endurmmningar Edens Anthony Eden hlaut litla sæmd af Súezmálinu á sínum tíma og varð að segja af sér stjórnarstörfum skömmu síðar sökum sjúkleika. Engu að síður verður Eden ætíð talinn meðal merkustu stjórnmálamanna, sem komu við sögu síðari heimsstyrj- aldarinnar, aðdraganda hennar og uppgjörs. Hann þótti glæsi- legur maður og þó e.t.v. heldur litlítill, en hann sá óneitanlega margt betur fyrir en valdameiri samtímamenn hans. Eden, sem nú nefnist jarlinn af Avon, hefur skrifað endur- minningar sínar, tvö stór bindi, og kom hið síðara út fyrir rúmu ári. Nefnist það „Facing the Dictators", sem á íslenzku mætti nefna „Andspænis einvaldsherr- unum“, og fjallar um aðdraganda styrjaldarinnar. Fyrra bindið, „Full Circle“, „Hringnum lokað“, REYKJAVÍKURBRÉF var um síðari atburði, einkanlega réttlæting á Súezævintýrinu. Ekki verður sagt um þessar endurminningar, að þær séu beinn skemmtilestur né fjör- lega skrifaðar. En fróðlegar eru þær um margt og við lestur síð- ara bindisins hljóta menn að vakna til hugsunar um, hversu valdahlutföll og rikjaskipun hef- ur gerbreytzt frá því, sem var fyrir 25—30 árum. Á hverfanda hveli Eden lagði sig allan fram um að bægja frá þeirri hættu á stór- styrjöld, sem hann sá yfir vofa. í þessu skyni bariðst hann af þrautseigju fyrir að halda við og efla myndugleik og styrk Þjóða- bandalagsins gamla og síðan fyr- ir vígbúnaði Breta sjálfra í tæk- an tíma. Hvort tveggja tókst mið- ur en skyldi og er það lengri og flóknari saga en hér verði rakin. Fyrst eftir að Eden fór að láta verulega að sér kveða, var uppi mikill fjandskapur milli Sovét- ríkjanna og Hitlers-Þýzkalands. En Eden sá, að andstæðurnar voru ekki eins miklar og látið var. Fjandskapurinn gat innan stundar snúizt upp í samsæri gegn heimsfriðnum. í desember 1937 aðvaraði Eden t.d. helztu samstarfsmenn sína innan brezku stjórnarinnar og herforingjaráðs- ins með þessum orðum: „Helztu einkenni stjórnmála- ástandsins nú er hversu það er ákaflega breytilegt. Ómögulegt er að segja fyrir hverjir hafa muni samvinnu í alþjóðamálum að ári liðnu. Hver getur t. d. sagt, hver endurskipan Stalíns á stefnu Rússa muni verða? Ef hún skyldi enda í Moskva-Berlín-öxli, verður það ægilegri samsteypa en núverandi Róm-Berlín-öxull- inn.“ Revndist sannspár Um þetta reyndist Eden sann- spár. Stalín og Hitler höfðu gert blóðbandalag sitt áður en tvö ár væru liðin og hleyptu þar með nýrri heimsstyrjöld af stað. Gegn síbreytilegri sundrung Evrópu hefði öruggt bandalag Breta, Frakka og Bandaríkjamanna eitt nægt til að tryggja friðinn. En á þessum árum héldu Bandaríkja- menn fast við algert hlutleysi og fengust ekki til þess að skipta sér af málefnum Evrópu á neinn raunhæfan hátt. í því fólst mesta ógæfan. Helzta umbótin nú er atbeini Bandaríkjanna að málum Evrópu og forysta þeirra í heims- málum. Styrkur þeirm er örugg- asta tryggingin fyrir viðhaldi friðar. Þeir, sem vilja hrekja Laugard. 11. jan. Bandaríkjamenn frá Evrópu og knýja þá til að taka upp að nýju einangrunar- og hlutleysisstefnu, vilja einnig skapa á ný sams kon- ar óvissu og leitt hefur til tveggja heimsstyrjalda. Abessyníukeisari enn á ferli Eden getur þess, að af þeim mektarmönnum, sem hann á ár- unum 1934—1938 hitti á alþjóða- ráðstefnum, hafi Haile Selassie Abyssiníukeisari einn verið við völd síðast þegar Eden sótti slík- ar samkomur 20 árum síðar. Og enn er þessi sögufrægi þjóðhöfð- ingi á ferli. Hann mátti greina í fremstu röð meðal þeirra, er fylgdu Kennedy Bandaríkjafor- seta til grafar. Valdaferill Abessyníukeisara var ekki óslitinn á þessu tíma- bili. Einn eftirminnilegasti hlut- inn af endurminningum Edens fjallar einmitt um Abessyníu- styrjöldina, þegar Mussolini lagði það land undir sig og gerði þar með útaf við Þjóðabandalag- ið. En Haile Selassie átti aftur- kvæmt til lands síns. Fátt sýnir betur þá gerbreytingu, sem orð- ið hefur, en örlög hans og raun- ar allra Afríkuþjóða. Ekki eru full 30 ár frá því, að ein helzta menningarþjóð Ev- rópu lét sér sæma að ráðast með her manns inn í miðja Afríku og leggja þar að ósekju undir sig með vopnavaldi ævagamalt þjóð- ríki. Um svipað leyti var það til alvarlegrar umræðu í Bretlandi, hvort Bretar ættu að afhenda Hitlers-Þýzkalandi yfirráð yfir nýlendum í Afríku, sem Bretar höfðu hrifsað frá Þjóðverjum í fyrri heimsstyrjöld. Þá var Af- ríkubúum sem sagt ráðstafað af stórveldunum án þess, að nokkr- um kæmi til hugar að spyrja um vilja þeirra og óskir. Nú er stöð- ugt verið að stofna ný sjálfstæð ríki í Afríku, og aðrar þjóðir, hvítar og gular, keppast um að vinna hylli þeirra. F Fordæmi Islands Þegar þetta er haft í huga, má með nokkrum rétti segja, að verið sé að deila um keisarans skegg, þegar þrætt er um áhrif ein- stakra atburða í langri sjálfstæð- isbaráttu okkar litlu þjóðar. Þró- un heimsmálanna hefur vissulega verið sú, að hvernig sem menn hefðu snúizt við einstökum til- boðum fyrir 50—60 árum, eru all- ar líkur til, að endirinn hefði orðið sá sami. Eftir að íslenzku þjóðinni óx fiskur um' hrygg, hefði Dönum aldrei komið til hugar að viðhalda yfirráðum sín- um hér með valdi. Engu að síð- ur gildir það um íslendinga eins og aðra, að til þess að fá og halda sjálfstæði, verða þeir að hafa sjálfstæðisvilja. Það er þessi sjálfstæðisvilji lít- illar þjóðar, sem vakið hefur at- hygli á fslendingum meðal for- ystumanna okkur gerókunnugra, miklu stærri þjóða, sem átt hafa í harðskeyttri sjálfstæðisbaráttu. Á alþjóðafundum hafa íslend- ingar stundum hitt slíka menn. Þeir hafa vitað ótrúlega mikið um okkar hagi. Við eftirgrennsl- an hefur komið í ljós, að for- dæmi íslendinga hefur orðið þeim til nokkurrar hvatningar. Þeir hafa hugsað sem svo, að úr því að jafn fámenn þjóð í erfiðu landi vildi vera sjálfstæð, og gæti haldið við sjálfstæði sínu, þá væri fráleitt að þeirra eigin þjóðir, margfalt mannfleiri, sættu sig við yfirráð annarra. Úr þessu fordæmi íslendinga má ekki of mikið gera, en þó er gam- an að hafa orðið þess var, að menn af hinum ólíkustu þjóð- ernum hafa hugsað til okkar með þessum hætti. Löp;vernd og landshættir Okkur hefur oft hætt til að gera of mikið úr mætti lögvernd- arinnar einnar. Allir hugsum við nú til þess með ugg og hryllingi, ef aðrar margfalt mannfleiri þjóð ir hefðu rétt til þess að nýta land okkar til jafns við okkur sjálfa. Engu að síður höfum við þó meirihluta þess tíma, sem við höfum verið sérstök þjóð, orðið að búa við slíkt ástand í landi okkar. Norðmenn og siðar Dan- ir, lengst af báðir saman, töldu sig öldum saman hafa jafnrétti við okkur á íslandi. Samband okkar við þessar þjóðir varð okk ur til margháttaðs tjóns. En fólks flutningar frá löndum þeirra sköðuðu okkur aldrei, einfaldlega vegna þess að þeir áttu sér aldrei stað svo orð væri á gerandi. Þeir urðu ekki vegna þess, að allir aðrir en við sjálfir höfum talið landið lítt byggilegt. E.t.v. sézt þetta bezt á viðhorfi Breta á meðan þeir hugðu á landvinn- inga víðs vegar um heim. Þá var þeim oft í lófa lagið að leggja undir sig ísland og gátu áreið- anlega stundum fengið það með góðu samþykki konungs. Þeir kusu aldrei að ásælast landið vegna þess að þeir töldu hér ekki eftir neinu að slægjast. Útflytj- endur jafnt í Bretlandi sem í veldi Danakonungs vildu heldur freista gæfunnar í suðlægari lönd um en að leita hingað norður til elds og ísa. Erfiðir landkostir hafa reynzt okkur betri vörn en nokkur lagabókstafur. Ný viðhorf Vaxandi mannmergð, aukin þ(íkking og ný tækni kann að breyta þessu öllu. Nú kunna því að vera hættur, sem alls ekki voru raunv.erulega fyrir hendi áður, jafnved þó að við óttuð- umst þær. Nýr hugsunarháttur þar með viðurkenning á sjálfs- ájcvörðunarrétti þjóðanna, jafn- vel þótt litlar séu, er okkur ó- metanleg vörn. Á neyðartímum kann þó út af að bregða. Fjar- stæða er t. d. að ætla, að hlut- leysisyfirlýsingar vernduðu okk- ur, ef til stórstyrjaldar kæmi, þar sem aðstaða á fslandi hefði verulega þýðingu. í öllum samskiptum við okkur hafa Bandarikin sýnt, að þau vilja virða rétt okkar. Herafli þeirra kom hingað með sam- þykki réttra íslenzkra stjórn- valda og íslendingar hafa ein- hliða rétt til að segja varnar- samningnum upp með áskildum fyrirvara. Bretar hernámu land- ið að vísu án okkar samþykkis, en á hernámsárunum lögðu þeir áherzlu á góð samskipti við landsmenn. Síðar hófst landhelg- isdeilan og henni lyktaði með fullum sigri íslendinga. Samn- ingurinn við Breta frá 1961 trygg ir okkur í einu og öllu þær ítr- ustu kröfur, sem Alþingi allt varð sammála um að samþykkja vor- ið 1959. Ef við sjálfir kunnum með mál okkar að fara og höld- um á þeim með hófsemi og gætni, þarf ekki að óttast samskipti við þessi voldugu nágrannaríki. Nýlendustefna enn í stórum hluta lieims Fyrir hinu tjáir ekki að loka augum, að nýlendustefna ræður enn í stórum heimshluta. Berlín- armúrinn er skýrasta vitni þeirr- ar valdbeitingar, sem enn þjáir hundruð milljóna. Það þykir sæta tíðindum að næstu nágrönn um sé á stórhátíðum hleypt inn fyrir múrinn, en hins er vand- lega gætt að enginn heimamanna, að fáum útvöldum undanteknum, sleppi út fyrir hann óskotinn. Bevin, utanríkisráðherra verka- mannaflokksins brezka, komst einhverju sinni að orði eitthvað þá þá leið, að friður væri þá fyrst kominn á þegar menn gætu ferðazt hvert sem þeir vildu vegabréfalausir. Þvílíkt ferða- frelsi á áreiðanlega langt í land, og víst mundu hinar undirokuðu þjóðir sætta sig við eitthvað minna. En á meðan ófrelsi ræður heilum meginlöndum og stjórn- endur þar telja sig til þess kjörna að þrengja sínum stjórnarháttum upp á allt mannfólkið, þá er allra veðra von. íslendingar hafa lært það, að nokkrir hlákudagar merkja ekki, að vetur sé liðinn. Nýlenduþjóðir Vestur-Evrópu héldu ekki sjálfar, að þær væru að leiða ógæfu yfir þær þjóðir, sem undirokaðar voru. Þvert á móti var talað um „byrði hvíta mannsins", og jafnvel Mussolini taldi ítölsku þjóðinni trú um, að hún væri að vinna menningar- afrek með því að „friða“ hið ósiðaða Abessyníuland. Fyrir okkur er þess skemmzt að minn- ast, að Danir töldu sig ætíð hafa kostnað af íslandi og lögðu sig jafnvel á einokunartímunum, fram um það að verða íslandi að gagni, enda þótt allt snerist öfugt vegna vanþekkingar á landshögum. Skopstæling sjálfstæðis- baráttu Það er sannarleg skopstæling sjálfstæðisbaráttu íslenzku þjóð- arinnar ,þegar málsvarar og verj- endur hinnar einu nýlendustefnu, sem nú er uppi í heiminum, þykj- ast vera arftakar forvígismanna hinnar fornu sjálfstæðisbaráttu. Forvígismenn hennar gerðu sér ljóst, að varnarleysi landsins væri það úrlausnarefni, sem erf- iðast væri við að ráða. Þeir gerðu þó minna úr því en ella, vegna þess að þeir töldu Dani alls ó- megnuga að verja ísland, ef í odda skærist, og m.a.s. kynni svo að fara, að samband íslands við Danmörku færði yfir okkur hættur, sem ella væru ekki fyr- ir hendi. Hvort tveggja þetta reyndist rétt í síðari heimsstyrj- öldinni. Hitt sannaðist raunar samtímis, að það úrræði, sem fundið var 1918, hlutleysisyfirlýs ingin, var jafn áhrifalaust. Þetta viðfangsefni er engan veginn nýtt. Jón Sigurðsson vildi leysa það m.a. með því, að íslendingar kæmu sér sjálfir upp nokkrum vörnum. Sú skoðun hefur ekki fengið stuðning hjá síðari kynslóð um. Enda má segja, að nú á dög- um sé hættan þeim mun miklu geigvænlegri en hún var fyrir 100—120 árum, að okkar eigin varnir megni þar ekkert á móti. Nú telja hin öflugustu stórveldi sér lífsnauðsyn að hafa varnar- samtök við aðra. Hvað mundi þá um hinar máttarminnstu? Skilj- anlegt er, að þeir, sem telja, að nýlendustefnan boði frelsun mannkyns, vilji, að ísland sé op- ið og óvarið fyrir henni. En þessir menn eiga ekki að leyfa sér að bera tal um sjálfstæði lndsa og þjóðar sér í munni, held- ur játa, að fyrir þeim vakir allt annað en meginþorra þjóðarinn- ar. Skoðun þeirra er málstaður fyrir sig, þótt ógeðfeldur sé, en hann verður fals og fláræði, ef yfir hann er breidd svikagæra umhyggju fyrir sjálfstæði og frelsi íslenzku þjóðarinnar. Sízt hættuminni Almenningur hefur fyrir löngu séð úlfshárin, sem gægjast út fyr- ir gæruna, sem þessir menn reyna að breiða yfir skoðun sína. Héðan af skapa þeir sjálfstæði Islands því vonandi ekki veru- lega hættu. Öllu fremur þarf nú að gæta sín á hinum, sem þykjast vera með varnarsamtökum lýð- ræðisþjóðanna ætíð meðan ekki reynir á, en keppa að því að skapa tortryggni og hamla á móti hvenær, sem þess er óskað að íslendingar leggi eitthvað fram til sameiginlegra varna. Þessir menn þykjast nú vera hin- ir einu sönnu íslendingar, sem varast vilji erlend áhrif. Jafn- framt segjast þeir þó vilja læra af öðrum þjóðum. En einnig í því tali kemur fram sami óskýr- Framhald af bls. 31

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.