Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 11. jan. 1964
CTtgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Kom'áð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakió.
RÁÐHÚS
REYKJA VÍKUR
ITöfuðborgarbúar munu al-
mennt fagna því, að sá
skriður er nú kominn á ráð-
húsmál þeirra, að óhikað má
gera ráð fyrir að ráðhús
Reykjavíkurborgar muni rísa
á næstu árum, fagurt og glæsi
legt við hjartastað borgarinn-
ar. Enda þótt gert sé ráð fyrir
í kostnaðaráætlun, sem gerð
var sl. ár, að ráðhúsbyggingin
muni kosta um 120 millj. kr.,
er stærð hennar þó mjög stillt
í hóf. Samkvæmt tillögum
ráðhúsnefndar er gert ráð fyr-
ir að ráðhúsbyggingin verði
tveggja hæða hús með 6 hæða
hábyggingu, eða samtals 8
hæðir. Mun rúmmál hússins
verða um 28 þús. rúmmetrar
að viðbættum kjallara.
Eins og kunnugt er sam-
þykkti borgarstjórn árið 1955
með samhljóða atkvæðum, að
ráðhús borgarinnar skyldi
reist við norðurenda Tjarnar-
innar. Síðan hefur sérstök ráð
húsnefnd unnið að undirbún-
ingi málsins. Er Gunnar Thor
oddsen, fjármálaráðherra,
fyrrverandi borgarstjóri, for-
maður hennar.
Geir Hallgrímsson borgar-
stjóri gat þess í ræðu, er hann
flutti, er blaðamönnum voru
kynntar áætlanir, teikningar
og líkön að hinu nýja ráðhúsi,
að gert væri ráð fyrir 4—6 ára
byggingartíma. Hið nýja ráð-
hús á fyrst og fremst að ráða
bót á mjög erfiðri starfsað-
stöðu borgarstjórnar, borgar-
fulltrúa, borgarráðsmanna,
borgarstjóraembættisins og
annarra stofnana, sem tengd-
ar eru yfirstjórn borgarmál-
efna. Ennfremur er því ætlað
að vera vettvangur hátíða
borgarbúa og móttöku gesta
er sækja Reykjavík heim. Það
verður prýtt fögrum listaverk
um og verður að sjálfsögðu
daglega opið borgarbúum og
innlendum og erlendum gest-
um, sem sækja borgina og
landið heim.
★
Teikningar og líkön af hinu
fyrirhugaða ráðhúsi verða til
sýnis almenningi næstu daga.
Þarf ekki að draga í efa, að
marga mun fýsa að kynna sér
þær. Borgarstjórn Reykjavík-
ur mun svo taka endanlega á-
kvörðun um framkvæmdir í
málinu nk. fimmtudag.
Margt hefur verið rætt og
ritað um þessa fyrirhuguðu
ráðhúsbyggingu við norður-
enda Tjarnarinnar. Allir hafa
verið sammála um það, að ó-
hjákvæmilegt sé að byggja
myndarlegt hús yfir stjórn
borgarmálefna eins og tíðkast
í öllum höfuðborgum og flest-
um borgum heims. Ráðhús-
bygging hefur hinsvegar orð-
ið að sitja alllengi á hakanum
í okkar ungu höfuðborg, sem
haft hefur fjölmörgum öðrum
nærtækari verkefnum að
sinna í þágu borgara sinna.
En nú er svo komið að ráðhús
byggingu verður ekki lengur
skotið á frest. Málið hefur ver
ið vel og vandlega undirbúið
og mikil eining ríkir um fram-
kvæmd þess innan borgarráðs
og borgarstjórnar. Hinu nýja
ráðhúsi hefur verið valinn
staður við norðurenda Tjarn-
arinnar og þótt borgarbúa
hafi greint á um það staðar-
val, hljóta þeir að fagna því
að á næstu árum mun Reykja-
vík eignast myndarlegt ráð-
hús af hóflegri stærð.
HÚSNÆÐIS-
VANDRÆÐI
ALÞINGIS
Dygging nýs ráðhúss er á
U næsta leiti, en hvernig
tekst að ráða fram úr hús-
næðisvandræðum Alþingis?
Alþingishúsið var eins og
kunnugt er byggt árið 1881.
Það var mikil og glæsileg
bygging á sínum tíma, svip-
mikil og stílhrein. En hún er
löngu orðin gersamlega ófull-
nægjandi fyrir starfsemi lög-
gjafarsamkomunnar. Síðan
þingmönnum var fjölgað upp
í 60 eru jafnvel sjálfir þing-
salirnir svo þröngir, að mikil
vandræði eru að. Húsakynni
fyrir nefndarfundi eru í raun
og veru engin í þinghúsinu og
flokksherbergi eru ófullkomin
og óvistleg. Ríkisstjórnin hef-
ur ekkert herbergi til umráða
í þinghúsinu og þingmenn
hafa mjög erfiða aðstöðu til
þess að veita mönnum viðtöl,
sem við þá eiga erindi. Ekkert
bókasafn er í þinghúsinu og
skrifstofa Alþingis býr við
hinar erfiðustu aðstæður.
Þannig mætti lengi telja.
Það er þess vegna óhjákvæmi
legt að gera alveg á næstu ár-
um ráðstafanir til þess að
bæta úr húsnæðiserfiðleikum
Alþingis. Hefur verið rætt um
ýmsar leiðir til þess, þar á
meðal að byggja hús af hóf-
legri stærð við hlið gamla
þinghússins en þó ekki sam-
byggt því, og koma þar fyrir
skrifstofum þingsins, flokks-
herbergjum, fundarsal fyrir
ríkisstjórnina, bókasafni, veit-
ingasölu o. s. frv. Slíkum um-
bótum væri hægt að koma í
MENNINA hefur alltaf langað til
að lifa lengur og laeknavísindin
hafa unnið ötullega að því að
skapa þeim lengri lífdaga. Um
miðja tuttugustu öldina var svo
bomið, að óskir manna urn lang-
lífi höfðu rætzt að marki og þá
var hafizt handa um að gera
mönnnm kleift að njóta til fulls
þessara viðbótar-lífdaga. Reynt
var að vinna bug á hinum ýmsu
sjúkdómum og fylgikvillum ell-
innar, svo menn mættu halda
fullu andlegu og líkamlegu
þreki fram á efri ár, allt að 100
ára aldri eða lengur.
Rannsóknir miða nú einlkum
að því að auka mótstöðuafl
gegn veikindum, en það minnk-
ar jafnan eftir því sem menn
Xil að rannsaka áhrif ellinnar á mannslíkamann nota banda-
rísku heilbrigðismálastofnanirnar m. a. tæki það sem sést hér
á myndinni og kallast ergometer eða afkastamælir. Hjartaslög
mannsins sem snýr sveiíunum eru mæld með rafskauti sem
tyllt er á bringu hans. Andlitsgrímuna ber hann til þess að
hægt sé að mæla hve tniklu súrefni hann andi að sér og hve
mikill koldíoxið sé í lofti því er hann andar fra sér.
Elli kerling gerð afturreka
eldast. Krabbamein og ýmsir
hjartasjúkdómar eru helztu dán-
arorsakirnar, en auk þess tak-
marka þessir sjúltdómar eðlilegt
l£f og starf fjölda aldraðs fóliks.
Ört vaxandi vísindagrein
Síðustu 100 árin hafa rann-
sóknir læknavísindanna aðallega
beinzt að smitandi sjúkdómum,
sem áður voru valdir að flestum
dauðsföllum og örorku manna.
En ný lyf, hollara mataræði og
batnandi lífsskilyrði hatft heft
framgang sjúkdóma þessara að
miklu leyti.
Það er þetta, ásamt meiri kunn
áttu í meðferð slasaðra og með-
höndlun nær allra sjúkdóma og
fjölda nýjunga á hinum ýmsu
svðium læknistfræðinnar, sem
lengt hefur líf manna svo um
munar. Sakir þessa er vísinda-
grein sem áður var lítill gaumur
gefinn, geriatrics eða ellisjúk-
dómafræði, nú í örum vexti.
Ellin sjáltf er enginn sjúkdóm-
ur. Það er eins eðlilegt að eldast
og að fæðast. Þeir eru ekiki marg
ir, sem deyja af elli einni saman.
Læknavísindunum er það samt
ennþá hulin ráðgáta hversvegna
líkaminn eldist, hvers vegna líf-
færastarfsemin breytist og henni
framkvæmd á tiltölulega
skömmum tíma. Með því væri
starfsaðstaða Alþingis bætt
verulega.
KOMMÚNISMINN
ÁNORÐUR-
LÖNDUM
að er þjóðum Norðurlanda
til hins mesta sóma, hve
kommúnisminn á þar yfirleitt
litlu fylgi að fagna. Á þingum
Danmerkur og Noregs eiga
kommúnistar enga fulltrúa.
Svokallaður Sósíalískur þjóð-
flokkur á að vísu tvo þing-
menn í norska Stórþinginu af
150 þingmönnum, og Aksel
Larsen stofnaði við síðustu
þingkosningar í Danmörku
nýjan sósíalískan þjóðflokk
sem hlaut 11 þingmenn. En
báðir þessir flokkar þykjast
vera óháðir Moskvu og af-
neita kommúnismanum.
hnignar þegar aldur færist yfir
menn, og ekki er heldur ljóst á
hvern hátt þessar breytingar
eiga sér stað. Ennþá meiri ráð
gáta er mönnum það, hvers
vegna sumir einstaklingar eldast
fyrr en aðrir.
Um aldamótin var uppi sú
kenning, að ellin hægði á etfna-
skiptum líkamans þannig að
hreinsun eiturefna yrði ónóg og
aðaláherzlan fyrir sliti líkamans
væri hægfara eitrun af þessum
sökum.
Eins og úrverk
önnur kenning hélt því fram,
að líkaminn væri ems og úrverk,
þannig að meginfjöðrin gengi
hægar og hægar, en af því leiddi
svo rýrnun líffæra og vefja unz
allt stanzaði uim síðir.
Arfgengi hefur alltaf skorið
úr m langlífi manna og svo
er enn. Þeir sem eiga sér langlífa
foreldra, afa, ömmur og aðra áa
eru líklegri til þess að lifa lengur
en þeir sem eiga til skammlífra
að telja.
Bandarísku heilbrigðismála-
stofnanirnar hafa gengizt fyrir
víðtækum rannsóknum til þess
að grafast fyrir um leyndardóma
í Svíþjóð hafa kommúnist-
ar 5 þingmenn af 232 í annarri
málstofunni og 2 þingmenn af
151 í fyrri málstofunni. Þar
hafa * kommúnistar nýlega
skipt um leiðtoga. Hefur hinn
nýi formaður flokksins lýst
því yfir að hann muni fylgja
„þjóðlegri11 stefnu, sem nálg-
ast stefnu sósíalísku þjóðflokk
anna í Noregi og Danmörku.
í Finnlandi eru kommún-
istarnir sterkastir. Þar eiga
þeir 47 þingmenn af 200 og
eru annar stærsti þingflokk-
urinn. Valda hér að sjálfsögðu
mestu um rík rússnesk áhrif,
ekki sízt á efnahag landsins,
sem jafnan grúfa eins og
dimmur skuggi yfir finnsku
þjóðinni.
Hér á íslandi eiga kommún-
istar eins og kunnugt er 9
þingmenn af 60 á Alþingi.
Mestu máli skiptir að
kommúnisminn er á undan-
haldi á Norðurlöndum.
ellinnar. Tilraunir voru gerðar
á hundruðum manna frá 20 til
90 ára og leiddu þær í ljós að
menn á aldrinum 70—90 ára
höfðu ekki nema % starfsþreks
á við hina 20—30 ára gömlu, og
að við áreynslu var blóðrás
hinna fyrrnefndu helmingi hæg-
ari, og blóðið flutti helmingi
minna magn súrefnis frá lungum
þeirra en hinna yngri. Ellinni
fylgiir líka minnkuð aðlögunar-
hæfni og verði einhver rösikun
á líffærastarfsemi aldraðs manns
kemst hún ekki eins fljótt né
eins auðveldlega í samt lag aftur
og ef um yngri mann væri að
ræða.
Nýjustu kenningar sem fram
hafa komið og byggðar eru á
þessuim rannsóknum, eru þá leið
að ástæðunnar fyrir hinni al-
mennu hnignun sé sennilega að
leita í rýrnun líkamsvefja, t. d.
vöðva, sem m. a. kernur fram I
þyngdartapi aldraðs fólks og i
hrukikum og slappleik í húð þess.
Vísindamenn telja þetta vera að
kenna hvarfi fruma, sem ein-
hverra hluta vegna auki ekki
kyn sitt.
Þegar vísindamennirnir hafa
leyst gátuna um eðli þessa frumu
hvarfs — og einkum þá er þeir
vita hvers vegna það verður mis-
munandi ört og á mismunandi
aldri — geta þeir hafizt handa
um að finna leiðir til að draga
úr því.
Enginn getur vænzt sigurs !
glímunni við Elli kerlingu og
ekki verður heldur umflúin glím
an sú. En það líður kannske að
því að við getum gert kerlinguna
afturreka um stundarsakir þegar
okikur þykir hún mæta otf
snemma til glímunnar.
— Ferð páfa
Framh. af bls. 10
inn í höfuðið með regnhlíf.
í kirkjunni í Gethsemane
garðinum hafði páfi 40 mín-
útna bænastund með 1500
boðsgestum. Prestar sungu
guðspjöllin á sex tungum og
páfi blessaði viðstadda. Síðan
gekk nann fram og heilsaði
kirkjugestum, er fögnuðu hon
um ákaft. Grísk-kaþólskur
biskup féll hrærður á kné
fyrir páfa og kyssti hring
hans, en Páll páfi reisti hann
upp og kyssti kinnar hans, —
fagnaðarlæti viðstaddra bár-
ust út yfÍT- Gethsemane garð.
garð.