Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 11. jan. 1964 „Hvernig ættum vér að syngja Drottins Ijóð i öðru landi? Ef ég gleymi þér, Jerúsalem, þá visni mín hægri hönd, Tunga mín loði mér við góm ef ég eigi man til þín ef Jerúsalem er eigi allra helzta yndið mitt.* (Úr 137. sálmi Davíðs). HIN sögulega dvöl Páls páfa VI í hinni helgu borg, Jerú- salem — þeirri borg, er hlaut níu mál fegurðar af þeim tíu, er jörðinni var úthlutað við sköpun hennar — er ekki að- eins talinn merkur atburður og ef til vill þáttaskil í sögu kristninnar. Hún er einnig talin mikill persónulegur sig ur fyrir Pál páfa VI. Fram- koma hans í ferðinni allri hefur vakið almenna virðingu og aðdáun þess fj ölda frétta manna — sem og annarra — sem með ferðinni fylgdust og er það margra skoðun, að með henni hafi Páll páfi VI stigið út úr skugga fyrirrennara síns, Jóhannesar páfa XXIII. Um Pál páfa VI hefur tíð- um verið sagt, frá því hann tók við embætti, að hann skorti þann persónuleika hlýju og manngæzku, er einkenndi Jóhannes páfa XXIII í svo ríkum mæli og vann honum elsku allra. En í ferðinni til landsins helga kom í ljós, að hann hafði þessa eiginleika vissulega til að bera. Og þol- inmæði hans, látleysi og trúar- ieg auðmýkt vakti aðdáun þeirra er sáu. Fréttamenn hafa haft við orð, að ferð páfa hafi nánast verið lífshættuleg för. Hann stóð hvað eftir annað augliti til auglitis við æstan múg, þúsundir Araba, kristinna og múhameðstrúa, er þyrptust svo að honum, að lögreglu- menn sem settir voru honum til fylgdar og verndar, fengu ekki við neitt ráðið og urðu að grípa til þess ráðs á ein- um stað að koma upp gadda- vírsgirðingum, til þess að páfi kæmist leiðar sinnar. Ferð Páls páfa hafði verið nákvæmlega og vandlega skipulögð af starfsmönnum Páfagarðs, en þegar á leið- inni til Leonardo da Vinci-flugvallarins brá hann út af áætluninni með þeim afleiðingum, að förin hófst hálfri stundu síðar en fyrirhugað var Þar sem hann ók um í bifreið sinni hafði geysilegur mannfjöldi safnazt saman til þess að kveðja trú- arleiðtoga sinn og stöðvaði hann bifreiðina nokkrum sinn um þess vegna. Á einum stað stanzaði hann t.d. til þess að heilsa sendinefnd fanga úr einu fangelsi Rómarborgar og í þorpinu Acilia gerði hann hlé á för sinni til þess að fara út úr bifreiðinni og blessa mannfjöldann. Á flugvellinum kvaddi hann helztu ráðamenn Ítalíu, þ.á.m. forseta landsins og försætisráðherra, og hóf að svo búnu ferðina, í þotu af gerðinni DC-8 — fyrstur páfa til að stíga upp í flugvél. • HUSSEIN KONUNGUR STJÓRNAÐI LENDING- UNNI. Himinninn var alskýjaður og kalt í iofti, þegar þota páfa kom tii Amman. Þoka hafði legið yfir flugvellinum fram eftir morgni og Huss- ein, konungur Jórdaníu, sem er þrautreyndur flugmaður, stóð sjálfur í flugturninum og hafði umsjón með lending- unni. Skotið var 21 fallbyssu skoti til heiðurs páfa, er hann sté út úr vélinni, og ungar stúlkur stráðu blómum á leið hans, Hussein, konungur, bauð páfa velkominn og fagnaði honum sem boðbera friðar og mannkærleika. Hussein hafði ákveðið, að heil herdeild fylgdi páfa á leiðinni til Jerúsalem, auk hinnar venjulegu lögreglu og þjóðvarnarliðs. Þegar til kom reyndist allur þessi skari eiga fullt í fangi með að gegna hlutverki sínu. Leiðin frá Amman til Jerú- salem er 86 km. löng og fór páfi og fylgdarlið hans þang- að í bifreið, en Hussein kon- ungur sveimaði yfir í þyrlu, er hann sjálíur stýrði. Á leið- inni hafði páfi viðdvöl við bakka árinnar Jórdan, þar sem Jóhannes skírari er tal- inn hafa skírt Jesús. Páll páfi ætlaði að halda stutta ræðu, þegar hann kæmi inn í hina fornu heilögu borg — Jerúsalem — en hann fékk aldrei tækifæri til þess. Því þegar biíreið páfa ók inn á torgið við Damascus hliðið kom mannhafið æðandi á móti. Fréttamenn, prestar, nunnur, börn og hermenn hörfuðu fyrir bylgjunni og í meira en hálfa klukkustund komst bifreiðin hvorki fram né aftur. Fagnaðarlætin voru svo áköf, að ísraelsmenn fengu ekki staðizt forvitni sína og kíktu yfir borgar- mörkin, vitandi, að þeir gætu átt von á byssukúlu frá Ar- öbum, — a.m.k. undir eðli- legum kringumstæðum. Rétt áður en páfi kom að hliðinu smeygði hann sér út úr bifreiðinni og stóð þá þegar augliti til auglitis við þús- undir manna, er hrópuðu á mörgum tungum „Lengi lifi páfinn“ og skvettu á hann ilm efnablönduðu vatni úr ánni Jórdan. Páfi tók þessu bros- andi, en hinir arabísku her- menn voru lítið hrifnir. Þeir veifuðu byssum yfir höfðum sér, rifu trjágreinar úr hönd- um fagnandi barna og sveifl- uðu í kringum sig, í tilraun til að brjóta páfa leið áfram. • LEIÐ AÐ GOLGATA. Páfi barst með mannfjöld- anum eftir Salomonsstræti og sneri þaðan tii hægri inn á Via Dolorosa, götuna, seim Kristur gekk píslargönguna með krossinn upp að hæð- inni Golgata. Á meðfylgjandi korti af Jerúsalem eru merktir hinir fjórtán áfangastaðir Via Dol- orosa, en hver og einn þeirra hefur sérstaka þýðingu. Hinn fyrsti er Gabbata, þar sem Kristur var framseldur og annar, þar skammt frá, — þar sem hann tók við kross- inum. Páll páfi VI hóf leið- ina eftir Via Dolorosa við þriðja áfangastað, í lítilli kap- ellu, sem kaþólskir Pólverj- ar reistu fyrir nokkrum ár- um. Þar kraup páfi frammi fyrir myndastyttu, er sýnir Jesús hrasa í fyrsta sinn með krossinn. Via Dolorosa er þröngt stræti, með verzlunum og veitingastofum til beggja hliða. í giuggum getur að líta ýmiss konar varning, kjöt og ávexti, japanskt krydd, niðursuðuvarning frá Bandaríkjunum og tékknesk- an skófatnað. Fjórði áfangi strætisins er þar, sem Jesús á að hafa séð móður sína og fimmti áfangi, þar sem Simoni frá Kyrene var fenginn krossinn. Þaðan fer að halla upp í móti. Á einum stað skagar trésmíða- verkstæði út í þrönga göt- una og áður en komið er að sjötta áfangastað er farið um bogadregin undirgöng og þangað berst ilmur frá ilm- efnaverksmiðju í grendinni. Aftur er farið um undirgöng að sjöunda áfanga nú veit- ingastofa. Á áttunda áfangastað á Kristur að hafa sagt við hinar grátandi konur, er fylgdu hon um: „Jerúsalems dætur grát- ið ekki yfir mér, en grátið yfir sjálfum yður og yfir börnum yðar. Því að sjá, þeir dagar munu koma, að menn munu segja: Sælar eru ó- byrjur og þau móðurlíf, er ekki hafa barn alið, og þau brjóst er ekki hafa gefið að sjúga. Þá munu menn taka að segja við fjöllin: Hrynjið yfir oss, og við hálsana: hylj- ið oss. Því að ef menn gjöra þetta við hið græna tré, hvernig mun þá fara fyrir hinu visna.“ (Lúk. 23. Níundi áfangi er þar, sem talið er, að Kristur hafi hras- að í þriðja sinni og þar sem á kortinu er merkt 10—14 er þar sem hann var sviptur klæðum, negldur á krossinn, líflátinn ásamt illvirkjunum tveim og loks þar sem Jósef frá Arimaþeu lagði líkama hans í hina höggnu steingröf. För páfa um Via Dolorosa lauk með þvi, að hann söng messu í Grafarkirkjunni, sem var svo þéttskipuð, að menn gátu sig hvergi hrært. Aldrað- ur múnkur fékk aðsvif og var borinn burt. Eldur kom upp í rafmagnsleiðslum, er bætt hafði verið við vegna sjón- varpsstökumanna og öll raf- ljós í kirkjunni slokknuðu, svo að páfi varð að ljúka messunni við kertaljós. Ró sinni virtist hann halda ó- skertri hvað sem á gekk. En haft er eftir sjónarvottum, er nærri stóðu, að tár hafi glitr- að á vöngum hans, meðan hann söng guði sínum lof fyrir að hafa leitt sig til þessa staðar. Að messu lokinni baðst páfi fyrir í einrúmi í graf- hvelfingunni. • f GETHSEMANE Um kvöldið heimsótti páfi Gethsemane garðinn, — eftir að honum hafði gefizt tóm til þess að snæða kvöldverð og ræða lítilsháttar við trúar- leiðtoga Jórdaníu. Mannfjöld inn var þá sízt minni en fyrr um daginn og tóku hinir ara- bísku hermenn nú til bragðs að ryðja páfa brautina með brynvarinni bifreið. Eins og áður tvístraðist fylgdarlið pafa, og eitt sinn, er Tisser- ant kardináli, sem er nær átt ræður, reyndi að komast til herra síns, var hann sleg- Framh. á bls 16

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.