Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 19
J Sunnudagur 11. jan. 1964 MORGUNBIADIÐ 19 Einbýlishús — Vesfurbœr Höfum til sölu glæsilegt og vel byggt einbýlishús nálægt sjávarsíðunni í Vesturbænum. Frekari upplýsingar gefa undirritaðir (Ekki í síma). MÁLFLUTNINGS- og FASTEIGNASTOFA Agnar Gústafsson, hrl. Björn Pétursson, fasteignaviðskipti. Austurstræti 14. Lögmenn Eyjólfur Konráð Jónsson Jón Magnússon Tryggvagötu 8. PiSKmill Ul MHUtÍEYJA on MAJOU Hin árlega, vinsæla og ódýra páskaferð okkar til sólskinseyja á suðlægum höfum hefst 26. marz — 14 daga ferð, lengri en nokkru sinni fyrr, — 8 dagar á Kanaríeyjum — 5 dagar á Majorka — einn sólarhringur í London á heimleið. Dvalist á fínustu hótelum, eins og venjulega, með einkabaði og sólsvölum á hverju herbergi. — Undanfarin ár hafa aldrei komist allir, er vildu í þessa ferð, vegna mikillar aðsóknar og strax nú er búið að ráðstafa um helm- ing þeirra 80 sæta, sem hægt er að taka. — íslenzk flugvél alla leið lækkar ferðakostnaðinn um helming. Ferðaskrifstofan 5UIMMA Bankastræti 7 — Sími 16400. ÚTSALA Á SKÖFATNAÐI HELDUR ÁFRAM. Seljum meðal annars: Kuldaskó úr leðri fyrir kvenfólk, drengi og börn fyrir kr. 198.— (áður kr. 389.—) Strigaskófatnað og inniskófatnað fyrir kvenfólk. Fjölmargar gerðir. Verð frá kr. 50.— og margt fleira fyrir mjög lágt verð. Gúmmískór fyrir börn og unglinga Verð aðeins kr. 64.0 — 74.— Vinnuskór karlmanna úr leðri með gúmmísóla fyrir kr. 277.— Skóbúð Austurbæjar LAUGAVEGI 10 0. 4 LESBÓK BARNANNA Jobbi og baunagrasið 1. Kinu sinni var fátæk ekkja. Hún átti beima í sveit- inni og átti aðelns einn son, sem var kallaðui Jobbi. Jobbi ólst upp í miklu eftirlæti og mamma hans á- vítaði hann sjaldan. Hún sagði honum ekki heldur, hvað hann ætti að gera, eða hvað hann skyldi ekki gera. Hann varð því fremur ódæll, þegar hann Stækkaði. Þótt þau væru fá- tæk, nennti hann ekkert að gera, og hverjum eyri, sem móðir hans ai?aði og, gat séð af, eyddi hann 1 fánýtl og heimsku. 2 í hvert skipti, sem hann vantaði skotsilfur, vaxrð ekkj- an að selja eitthvað af eig- um sínum. Loks átti hún að- eins einu kúna sina eftir. Þá fór t ekk.ian að gráta. þótt hún gæti sjálfri sér um kennt að hafa eyðilagt Jobba á eftirlæti. Tók hún nú að ásaka hann um það, hvernig fyrir þeim var komið. „Þú lætur þig einu skipla, hvernig okkur reiðir af, van- þakkláti og kæruiausi strák- ur, ‘ sagði hún ávítandi. „Nú verð ég að seija einu kúna okkar til að afla okkur svo- lítils matarbita, og það er eingöngu því að kenna, að þú ert latur og eyðslusamur*4 Framhald næst. Gátur 1. Hvað er það, sem getur gengið á vatninu og farið gegn um það án þess að vökna? 2. Hver þarf ekki að taka hattinn ofan, jafn- vel þótt hann sitji fyrir framan drottninguna? Fjórmagn og reynzla Forstjóri nokkur, sem gekk heldur illa í við- skiptalífinu, heimsótti eitt sinn milljónamæring í því skym að fá hann til að leggja fé í nýtt fyrirtæki. „Við hljótum báðir að hagnast á því að vinna saman", sagði forstjórinn. „Þér hafið fjármagnið og ég hefi reynzluna". „Já, og ég geri ráð fyr- ir, að hugmynd yðar með samvinnunni sé sú,“ svar aði milljónamæringurinn, „að þér fáið peningana, en ég verði reynzlunni ríkari.:‘ Gleðilegt nýár!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.