Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 11. jan. 1964 MORCUNBLAÐIÐ . •' - . • r J. ■' Soffía Sch. Thorsteinsson NÝTT áor er byrjað. Ungir sem aldnir ráðgera margt og mikið á nýja árinu, eins og títt er um hver áramót. Allt eru það óskir og vonir og með öllu óvíst hversu mikið af því kemst í framkvæ-md eða rætist. Allt er það háð vilja skap- arans og hversu hann hefur ætl- að okkur verkefni á hverjum tíma. Nýjárs Ó9kum minum og svo fjölmargra annarra til handa frænku minni Soffíu Sch. Thor- steinsson hafði skaparinn ekki ætlað að rætast. Við ólum í brjósti einlægar vonir um að hún fengi á hinu nýbyrjaða ári bata við þeim sjúkdómi, sem hún hafði átt við að stríða um all langt skeið. Við vonuðumst eftir og báðum almáttugan Guð, að með hækk- andi sól mundi henni veitast kraftur á ný til þess að yfirstíga sjúkdóm sinn. Kn „vegir Drottins eru órann- sakanlegir“ og æði oft torráðnir okkur mannana börnum. Þannig var það, er frænka min,Soffía var héðan kölluð í blóma lífsins um hádegisbilið 7. jan. s.l. Við fáum ekki skilið slikan dóm, ebki hvað sízt þegar Drott- inn kallar til sín æskufólk, sem manni virðist að eigi ólokið mifclu dagsverki áður en hvíldin kemur. Lát Soffíu kom mér á óvart. Ég hafði trúað því og treyst, að það væri skaparans vilji, að hún fengi enn um langan tíma að umvefja börn sín og eiginmann ástúð sinni. Það var vissulega þungbært elskulegum eiginmanni os litlu börnunum þeirra, foreldrum hennar og systur, öllum ættingj- urn og vinum að fá þennan dóm, en staðreyndunum verðum við að taka, þær eru Guðs vilji og hann einn gefur ofckur styrk og kraft þegar syrtir að. Soffía Sch. Thorsteinsson var fædd í Hafnarfirði 3. ágúst 1930. Dóttir þeirra hjóna Jakobínu og Jóns Mathiesen, kaupmanns. Ólst hún upp í foreldrahúsum ásamt yngri systur sinni Guð- finnu, hjá elskulegum foreldrum, sem hún ætíð mat mikils og gat seint full þakkað þá miklu ást- úð sem þær systur jafnan nutu hjá þeim . Er hún lauk bamaskólanámi bóf hún nám við Flensborgar- Skóla og síðar Menntaskólann í Reykjavík as lauk þaðan stú- dentsprófi 1950. Síðar stundaði hún tungumála- nám við Háskóla íslands svo og erlendis og hafði á hendi kennslu við Flensborgarskóla í Hafnar- firði um skeið. Hinn 18. apríl 1953 giftist hún eftirlifandi eiginmanni sínum Davíð Sch. Thorsteinsson, fram- kv.stjóra. Stofnuðu þau heimili sitt að Snorrabraut 85 Rvik, og þar bjuggu þau í hamingjusömu hjónabandi þau tæp 11 ár sem þeim var ætlað að lifa samvist- um. Eignuðust þau þar yndislegt (heimili og þrjú elskuleg börn Lauru, Hrund og Jón. Það var mikill gæfudagur í lífi Soffíu er hún giftist Davíð, enda mat hún hann og fjölskyldu hans mjög mikils, en þau reynd- ust henni eins og bezt var á kosið. Lifssaga Soffíu var ekki löng aðeins rúm 33 ár, en þegar við rennum huganum til baka er þessi stutta ævi okkur, sem eftir lifum furðu mikill lærdómur. Góð, grandvör og hlýðin dótt- ir, systiur sinni ævinlega ástúð- leg og umhyggjusöm, skóla sín- um og kennurum ætíð til sóma og félögum sínum heilsteypt fyrirmynd. Síðan frábær eigin- kona og elskuleg móðir. Þegar nú leiðir skiljast korna minningarnar í huga mér hver af annarri og mér finnst svo stutt siðan við vorum börn í foreldra- Minning húsum, frændsystkin sem bund- ust tryggðarböndum, sem aldrei bar skugga á. Ég minnist þess frá bernsku árunum okkar, hve mikið líf var ætíð þar sem hún var. Öll hennar framkoma Var með þeim hætti, að þeir sem voru í návist hennar einu sinni, óskuðu gjarnan eftir því að eiga samverustundir með henni síðar. Félaga eins og Sossa var vildu allir eiga, enda varð vina- og kunningjahópurinn stór strax á æskuárum hennar og hann óx með hverju árinu sem leið. Öllum sem kynntust henni þótti vænt um hana, hina ljúfu og glöðu framkomu, samfara heilsteyptri persónu. Þegar frænka mín Soffía er kvödd hinztu kveðju, en á morg- un fer útför hennar fram, vil ég færa henni þakkir frændsyst- kina hennar, sem sárt sakna, hennar úr hópnum. Við biðjum Guð að blessa þig, biðjum hann að vaka yfir börn- unum þínum litlu og eiginmanni og fjölskyldu þinni aillri og veita þeim styrk og blessun í sorg sinnL Matthías Á. Mathiesen. + ÞAÐ var árdegisstund á önd- verðri jólaföstu að við Sossa, en svo var hún jafnan kölluð, sát- um saman með syni okkar unga á hnjánum dilluðum þeim og gældum við þá og veltum fyr- ir okkur framtíð þeirra og okk- ar. Eins og endranær var hún geislandi af tápi og fjöri, og var mér sem betur fer hulinn sá skuggi, sem hvíldi yfir henni. — Við kvöddumst með innileg- um jóla-óskum, og bað hún mig að líta inn að hátíðum loknum, ef hún yrði þá ekki fyrri til að drífa sig upp eftir til mín. En, — „enginn ræður sínum næturstað". Þetta var endirinn á langri og góðri viðkynningu og vináttu, er hófst síðsumars árið 1945. — Það var hópur af skátastelpum, sem þrömmuðu frá Ljósafossi að Úlfljótsvatni. Leiðin var torsótt og þýfð, skórn ir særðu og böndin á bakpokun- um nudduðu. Þá voru það tvær úr Hafnarfjarðarhópnum, sem héldu uppi „húmornum“ með gamanyrðum og kátínu, svo bak pokarnir virtust léttast og leið- in styttast. Var Sossa önnur þeirra. í hálfan mánuð, er við dvöld- umst þarna, áttum við margar skemmilegar stundir, og dróst maður ósjálfrátt að þessari upp- sprettu lífsgleði og þróttar, sem einkenndu hana aila tíð. Ári síðar settumst við svo í 3. bekk Menntaskólans í Reykja vík, og hófst þá vinátta, er stað- ið hefur æ síðan. Soffía var eldri dóttir hjón- anna frú Jakobínu og Jóns Matth iesen í HafnarfirðL Ólst hún upp og mótaðist í föðurgarði við gnægðir, en hvergi óhóf, lífs- gleði og hæfilegan strangleika og festu og bar hún ávallt greinileg merki þessa vegarnest- is. í skóla tók hún virkan þátt í öllu félagslifi, var alltaf með í öllu og til í allt, þó aldrei í fremstu víglínu, ef svo má segja enda engan veginn gefin fyrir að trana sér fram. Hún hafði sjálfstæða skoðun og þorði að standa ein móti margnum, ef því var að skipta. Hún hafði farsælar gáfur, sam vizkusöm að eðlisfari og sóttist námið vel. Að stúdentsprófi loknu dvaldi hún um skeið í Frakklandi. Kom síðan heim og stundaði þá kennslu í Flensborg á morgnana, en vann á skrif- stofu hjá íþróttasambandi ís- lands síðari hluta dags. Ég dáð- ist oft að henni fyrir dugnað hennar að geta tekið að sér kennslu í unglingaskóla, því að eins og allir vita þarf bæði á- ræði og persónulegan styrk til að kenna gáskafullum ungling- um á erfiðasta skeiði. Að kennslu ári loknu, 18. april, 1953, gekk hún að eiga eftirlifandi mann sinn, Davíð Sch. Thorsfeinsson. Stofnuðu þau heimili að Snorra- braut 85 og bjuggu þar æ síðan. Það er erfitt að ætla að reyna að lýsa látinni vinkonu. Soffía var á margan hátt óvenjuleg manneskja, já, jafnvel að flestu leyti. í vöggugjöf hafði hún hlot- ið það hnoss, sem flestar reyna að hreppa, en fáum tekst, lífs- hamingjuna. Ekki þá lífsham- ingju, sem keypt verður fyrir peninga, heldur þá hamingju, sem kem,ur innan frá, hamingju hjartans, sem fóstrar af sér innra jafnvægi, sálarró, bjart- sýni, lífsgleði og kærleika. Alla þessa eiginleika hafði hún í rík- um mælh og þeir geisluðu frá henni, svo að öllum leið vel í návist hennar. Þar var aldrei dauft eða leiðinlegt, þar sem Sossa var. Hún var hressileg og hafði alltaf frá mörgu að segja. Enginn hlutur var svo hvers- dagslegur eða smár, að maður veltist ekki um af hlátri, þegar hún sagði frá. Hún var opinská og einlæg, en innstu tilfinningum sínum flíkaði hún ekki. Já, daufara verður nú yfir saumaklúbbnum og bekkjarhóf- unum, þegar hún er öll. Hún var alltaf sama góða Sossa í augum okkar og deildi einlægri gleði okkar vinkvennanna, þegar bætt ist í bú okkar, en miklaðist aldrei yfir sínu. Bemskuvinkonur hennar hurfu henni, fluttust af landi brott. Fyrst Nína, síðan Halla og að lokum Guðfinna systir hennar og mun það hafa tengt hana fastar foreldrum sínum og eiginmanni. Þau hjónin voru á- kaflega samhent í einu sem öllu, í hjálpfýsi, greiðasemi og gestrisni. Hvar sem Soffía fór, var fólki starsýnt á hana, ekki á glæsi- legan búing hennar, heldur þetta elksulega og einlæga bros, sem geislaði frá henni og náði hjartarótum manns. Mikið hafa dætumar, Laura og Hrund, misst, því að hún var félagi þeirra í leikjum, sumar og vetur, úti og innL Hún var mikill unnandi úti- vistar og heilbrigðra íþrótta, og lengi frameftir hausti fór hún daglaga í sund og gönguferðir og hugðist með því koma á kné þeim vágesti, sem tekið hafði sér bólfestu í henni, en sem betur fer vissi hún ekki, blessunin, við hvert ofurefli var að etja. Og nú að leiðarlokum erum við bekkjarsystkinin þessi ósam stillti hópur, loksins samtaka í 9org okkar og söknuði, þegar við fylgjum Sossu nú í land birt- unnar og hvíldarinnar, þar sem hún mun halda áfram að veita af gnægtarbrunni kærleika síns sálum, er þess þurfa með. Ingibjörg Ýr Pálmadóttir t SOFFÍA Sch. Thorsteinsson er látin. Dauðinn er furðuleg ráðgáta og mönnum óskiljanleg. Óskiljan legast af öllu er þó, þegar ungt fólk í blóma lífsins er hrifið í fcurt frá mikilvægu Mutverki. Það er óendanleg huggun að vita að Soffía lifir handan hafsins mikla, en söknuðurinn og sikarð- ið, sem eftir er skilið í þessuim heimi, er ekki minna fyrir það. Börnin ungu, eiginmaðurinn, for eldrarnir og systirin hafa misst rnest, en einnig er stór hópurinn af vinum og kunningjum, sem innilega sakna hinnar glaðværu, glæsilegu og Skynsömu Sossu, eins og kunnugir kölluðu hana. Það hefur verið auðfundið síð- ustu daga. Soffía hafði margvíslegustu áhugamál. Strax að loknu stú- dentsprófi hóf hún tungumála- nám við Háskóla íslands og kenndi síðan dönsku og fleiri greinar við Flensborgarskólann í Hafnarfirði í tvo vetur. Einna mestur var þó áhugi hennar á ýmsum listum. Tónlistina minnt- ist hún oft á og gerði sér far um að kynnast tónverkum meistar- anna. Sama var að segja um ljóð, og mun Soffía hafa kunnað fleiri kvæði en flestir aðrir af hennar kynslóð. Þá hafði hún •sérstakt yndi af fallegum hlutum og gott lag á að láta fara sme-kk- lega í kringum sig. 1 hljóðláfcum samræðum á ró- legum kvöldum gat Soffía svo leikið á enn aðra strengi. Þá ræddi hún gjarna um mannleg samskipti og þörf okkar allra fyrir betri heim. Einnig voru henni trúmál stundum ofarlega í huga, og fram kom einlæg trú þeirra hjóna á framhald eftir dauðann á okkar einkennilegu tilveru. Nú er hún horfin í ann- an heim, en Davíð nýtur vissunar um eilíft líf. Blessuð sé m-inning hennar. Valdim.ar Kristinsson. + f HINTJM víðáttumikla heimi okkar, búa í dag þúsundir millj- óna manna, sem samstarf og sam hugur hafa gert okkur hverjum einum meira og minna viðfcom- andi og jafnvel nákomna, lífs- baráttan með kvöl sinni og sælu endurrómar í hjörtum folks frá Afríkuströndum tiil Grænlands- jökla. Er heimurinn kannsfce smám saman að verða ein fjöl- skylda, samábyrg stofnun, þar sem kappsamlega er að því unn- ið að losa hinn aflvana einstak- ling úr ánauð vandamála sinna og deila byrðum lífsins á svo margar herðar að enginn kikni? Óneitanlega hefur heimur okkar breytzt á síðustu áratugum, og á margan hátt á betri veg. En á stærstu augnablikum lífsins er þó öll alþjóðleg aðstoð annað- hvort óþörf eða næsta máttvana; I ástinni og dauðanum. Þar er teflt um örlög ofar mannlegri þekkingu og samhjálp. Á morgun, er gkammdegissólin fikrar sig hægt úr hádegisstað, kveður ung móðir, Soffía Soh. Thorsteinsson, smábörn sín þrjú, eiginmann og aðra ástvini í þeirri öruggu vissu, sem ein- kenndi allt hennar líf, að jafn- vel á hátindi þess beri möglunar laust að hverfa að brýnna lífs- starfi, ef til er og þess er kraf- ist. Allar þær milljónir manna, sem fylla heim okkar tárum gleði og sorga-r, fúsar að taka höndum saman, að fá þokað til Ivliðar tjaldinu, sem aðskilur ást vini, mega gín jafnlítið og veikur armur brjóstbarnsins, sem leitar í fyrsta sinni uppað móðurvör- um. Ekkert í heiminum getur kom ið íslendingi í stað hins sól- bjarta júlídags, ofstækisfullra töfra himinsins hér yfir okkur né hyldýpi öræfakyrrðarinnar. Sossa Soh. Thorsteinsson var hrífandi rammíslenzk manngerð, með sól í augum, ásthrein eins og foreldrar hennar, himinglöð eins og íslenzkt hásumar, er allt lék í lyndi, en traust eins og bjargborg í brotsjóum lífsins, og hún brást hetjulega við er hún var fyrirvaralaust kölluð til þjón ustu fjarri oæskufullri dýrð lífs íns. En börnunum þínum smáu, sem þér gafst svo skammur tími að búa að heima, finnst að skjótt hafi Guð brugðið gleði. Minningin um óvenjulega hreina, djarfa og heillandi mann eskju, mun varpa ljóma á veg- inn hjá okkur hinum. K J. , Guðleif Oddsdóttir níræð FYRIR 90 árum, á morg- un var í heiminn borin ein sú ágætasta kona, sem ég hefi kynnzt. Það er ekki ætlan mín að fflytja henni lof og prís, enda henni ekki að skapi. Aðeins að þakka henni góða viðkynningu. Lífið er hverfult og mannanna börn kunna yfireitt misjanlega að meta það a@ verðléikum- Ein er sú kona, sem öðrum frem- ur virðist kunna slíkt, en það er einmitt Guðleif. Birtan og ylurinn, sem frá henni geislar, fer ekki fram hjá samferðafólki hennar. Það er milkið lán hverjum þeim manni, sem kynnist slíki konu og finn- ur þá hlýju og þá lífsgleði, sem umleifcur hana. f augum yngra fólks mætti ætla að undangengnir ævidagar hennar hafi ekki allir verið rós- um stráðir enda óeðlilegt að ætla slíkt, þar sem kjörin í heimin- um voru áður fyrr oft mj(>g hörð. Þegar við Guðleifu er rætt virðist slíkt hafa farið fram hjá henni, svo mjög ann hún lífinu Og tilverunni. Viðhorf hennar til guðs og samferðafólksins mót- ast af þakklæti og sérstaklega góðum huga og er það ógleym- anlegt öllum sem henni kynnast. Einn er sá þáttur í skapgerð hennar, sem hún ber utan á sér, en það er sérstök snyrtimennska, enda ber handbragð hennar þvi glöggt vitni. Það er ánægjulegt að sjá fallegu vettlingana og sokkana, sem hún prjónar á barnabörn sín, en á þeim hefur hún sérstakt dálæti. Ekki mun ég a@ sinni fjölyrða um eða skjalla Guðleifu, enda átti þetta aðeins að vera þakk- lætis og virðingarvottur og til þess að láta í ljósi sérstaka ánægju yfir því að hafa kynnzt svo góðri konu. Hamingjan hossi henni á ókomnum árum. Guðleif dvelst á afmælisdag- inn hjá vinafólki sínu, hjónun- unum Hallgrími og Guðrúnu Bjarnadótfcur að Faxabraut 25 í Keflavík. — H. Guðleif Oddsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.