Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.01.1964, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLADIÐ Sunnudagur 11. jan. 1964 GAVIN H O L T: 29 ÍZKUSÝNING Eg sagði honum, hvernig far- ið hefði fyrir Bede. Hann kæmi líklega bráðum með Schlussberg með sér, ef hann þá væri ekki að háma í sig súpu hjá honum. — Við þurfum að fá fingraför in hans Schlussberg til þess að geta lokið við þau öll. Það er verið að tefja fyrir okkur, kvart aði hann. — Þú ættir að segja mér, hvað maðurinn sagði þér, og ekki á neinni hrognajúðsku, ef þér væri sama. Eg gaf honum það í sem stytztu máli, en það virtist ekki auka miklu við fróðleik hans. Joel var að tauta fyrir munni sér: — Cleeber, Cleeber, fant- urinn! Gefur það nokkra bend- ingu? — Hann ber nafnið hans Cli- baud svona fram, sagði ég. Joel sendi mér drepandi augna- ráð, en ég hafði engan tíma fyrir hugsanir hans, hverjar sem þær kynnu að vera. Eg sagði: — Svo kom stúlka meðan ég var að tala við hann, og fór inn til frúarinnar. Dyrnar voru lokaðar, svo að ég sá hana ekki. Hún talaði við frúna í eld- húsinu, en ég heyrði ekki til þeirra, enda hafa þær víst talað þýzku eða júðsku. — Hvað er athugavert við það þó að frúin fengi heimsókn? — Það er nú einmitt það, sem er að veltast fyrir mér. Eg vildi að ég hefði séð hana. Fyrst hélt ég, að þetta væri Sally Dutton. — Af hverju það, ef sú sást hana alls ekki? — Þetta er ég sjálfur að spyrja um. — Hefurðu kannski eitthvert sjötta vit? Burchell fór líka að senda mér eitrað augnatillit. — Ungfrú Dutton hefur ekki hreyft sig héðan. Eg hafði nú verið að athuga umhverfið þarna, eh þar var ekki mikið að sjá. Einu auka- mennirnir, sem enn voru á staðn um, voru fingrafaramaðurinn og aðstoðarmaður hans, og þeir voru að krúnka yfir því, sem þeir höfðu fundið, við skrifborð ið. Selina var horfin og frændi hennar sömuleiðis. Joel starði út um gluggann og honum leið fjandalega. — Þessi dóttir Schlussbergs vann hjá Cleeber í París, eða hvað? spurði hann snögglega og sneri sér við. — Cleeber? Var þetta smit- andi? — Jæja, hvað um það? sagði ég. Mér skildist á Abe, að þau hefði öll þrjú í fjölskyldunni unnið hjá Clibaud í París. — Og dóttirin strauk til Eng lands með einhverjum dela. Hvar er hún þá niður komin núna?_ — Átti ég að fara að snuðra í fjölskyldumálum Schlussbergs? spurði ég fyrtinn. Mér fannst ég hafa sýnt sæmilega framtaks semi með því að leita uppi Abe sjálfan, og fékk ekki svo mikið sem svei þér í þakkir. — Mér var greinilega gefið í skyn, sagði ég, — að þessi dóttir væri ekkert velkomin heim, svo að ég vildi ekki fara að koma með nein ar vandræðaspurningar, allra sízt ef það væri tilgangslaust. En hversvegna hefur þú svona mikinn áhuga á þessu? — Af því að hún var einu sinni nákomin Clibaud-fyrirtæk- inu, og afþví að sjálfur faðir hennar hefur ekkert nema það versta um hana að segja. Að hvaða leyti er hún slæm? — Gettu tvisvar, sagði ég. — Sjálfur þyrfti ég ekki að geta nema einu sinni. — Maður kemst nú ekki langt á eintómium getgátum, sagði Joel spekingislega. — Ertu spæj- ari eða ertu leikíhúsfifl? — Líklega það síðarnefnda. En hvað hefur gengið fyrir sig í ykkar ágætu snillingaheilum? — Hefur Thelby v£rið keyrður burt í lögreglubíl? Burohell svaraði: — Hann er uppi og tveir menn hjá honum. Hann bauð þeim að líta yfir skrifstofuna sína. Segist engu h_Jia að leyna. Og hann segir sömu söguna og Sally Dutton um fötin, sem þau ætluðu að fá til láns. Við höfum engar sannanir, nema af atvikum. En þær hefðu verið sterkari ef Sohlus&berg ’hafði hitt Linu lifandi þegar hann fór út. Það er ekki hægt að hengja mann fyrir að vera á staðnum á þeim tíma, sem morð- ið kynni að hafa verið framið. Hann hefur gengizt fríviljuglega við öllum sínum athötfnum og hreyfingum. — Það er nú heldur ekki verra, úr* því að frú Firnes sá hann, og hann skildi auk þess eftir fingraförin sín á hurðarlásn um að utan. — Og þessi fingraför eru næst- um fjarverusönnun, fullyrti Bur- chell. Hans fingraför eru hvergi á allri leiðinni nema á lásnum að verkstæðinu. Morðinginn hef ur ekki skilið eftir nein merki. Þau eru engin á snúrunni engin á skáphurðinni nema ykkar ung- frú Dutton. Maður neyðist til að halda heldur en ekki neitt, að morðinginn hafi verið með hanzka. — Svo hann hefur þá sett þá upp, þegar hann var kominn inn í verkstæðið, áður en hann opn- aði skútffuna til að ná í snúruna. Ég hreyfði einhverjum mót- mælum, en af engri sanntfæringu. Burchell hristi höfuðið. — Thelby hefði aldrei verið nógu klókur til að finna það upp, sem vísvitandi blekkingu. Hann hetfði sett upp hanzkana áður en hann kom niður. Að mínu viti hetfur morðinginn verið með hanzka áður en hann kom á vettvang. Málið er því alveg augljóst. Hver, sem á annað borð hafði lykil gat komizt inn, kyrkt kon- una og gengið síðan út. — Það er nú ekki svo augljóst, sagði Burchell. — Verkið var framið a1 einihverjum, sem vissi um smúruna í verkstæðinu, ein- hverjum, sem var þaulkunnugur á staðnum, og gat komizt nærri þeirri myrtu, án þess að vekja nokkurn grun. — Ert þetta þú, Jónatan? SHÍItvarpiö Sunnadagur 12. janúar 8.30 Létt morgunlög. 8.55 Fréttir og útdráttur úr forustu- greinum dagblaðanna 9.10 Veðurfregnir. 9.20 Morgunhugleiðing um músik: Leifur Þórarinsson kynnir streng jakvartetta Ludwigs van Beet- hovens. 9.40 Morguntónleikar: a) Strengjakvartett í Es-dúr op. 127 eftir Beethoven (Amadeus- kvartettinn leikur). b) Dietrich Fischer-Dieskau syng ur .skozka söngva og þjóðlög* eftir Beethoven og Haydn. c) Flautukonsert í D-dúr eftir Haydn (Kurt Redel og kamm- erhljómsveitin í Múnchen leika; Hans Stadlmair stj.) 11.00 Messa í Dómkirkjunni (Prestur Séra Hjalti Guðmundsson. Organ leikari: Dr. Páll ísólfsson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.10 Nýr erindaflokkur útvarpsins: Hverasvæði og eldfjöll; I. erindi: Geysissvæðið (Trausti Einarsson prófessor). 14.00 Miðdegistónleikar: Músikkveðja til Reykjavíkur frá borginni Portland í Bandaríkjun um: Portland Maine sinfóníu- hljómsveitin leikur. Stjórnandi: Arthur Bennett Lipkin. Einsöng- vari: Norman Scott. (Hljóðr. á tónleikum 19. nóv. s.l.). a) „Vakna, Síons verðir kalla*4, kórforleikur eftir Bach. b) íslenzkur forleikur eftir Jóa Leifs. c) Tvær óperuaríur eftir Mozart tvær eftir Verdi og ein eftir Rossini. d) Fantasíu-tilbrigði eftir Ulyssee Kay; frumflutn. e) Sinfónía nr. 7 í e-moll (Frá nýja heiminum) op. 95 eftir I Ðvorúk. 15.50 Kaffitíminn: — (16.00 Veður- fregnri). a) Búlgösk þjóðlög sungin og leikin. b) Jónas Dagbjartsson og félag- ar hans leika. 16.30 Endurtekið efni: Halldór Kiljan Laxness svarar spumingum á blaðamannafundl með dr. Gunnari G. Schram, Bjarna Guðmundssyni og Matt- híasi Johannessen (Áður útv. 30. des. s.l.). 17.30 Barnatími (Skeggi Ásbjarnarson) a) „Ættleiðing” saga eftir Helgu Þ. Smára (Elfa Björk Gunn- arsdóttir les). b) Úr póstkassanum. c) Hugrún skáldkona flytur frá- sögu um læmingja og spjallar við 11 ára telpu. 18.20 Veðurfregnir. 1C.30 „Ég veit að metorð og völdin há”, Gömlu lögin sungin og leikin. 19.00 Tilkynnfngar. 19.30 Fréttir. 20.00 Tónleikar 1 útvarpssal: Joseph Plon leikur á píanó. a) Impromptu í B-dúr op. 142 nr. 3 eftir Schubert. b) Sónata op. 1 eftir Alban Berg. 20.15 í erlendri stórborg: Lissabon (Guðni Þórðarson). 20.45 Óperettumúsik: Útvarpshljóm- sveitin í Vínarborg leikur lög úr „Leðurblökunni” eftir Strauss og „Dansadrottningunni” eftir Kálman; Benedict Silberman stj, 21.00 >rMoll-skinn með útúr-dúr”, nokk uð af áramótagamninu endurtelc ið. Flytjendur: Árni Tryggvason Egill Jónsson, Ellý Vilhjálms, Gunnar Eyjólfsson, Karl Guð- mundsson, Ómár Ragnarsson oJEL 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Syngjum og dönsum: Egill Bjarnason rifjar upp íslenzk dæg urlög og önnur vinsæl lög. 22.30 Danslög (valin af Heiðari Ást- valdssyni). 23.30 Dagskrárlok. Mánudagur 13. janúar 7:00 Morgunútvarp (Veðuríregnir — — Tónleikar — 7:50 Morgun- leikfimi — 8:00 Bæn — Veður- frgnir — Tónleikar 8:30 Fréttir — Tónleikar — 9:00 Útdráttur úr forustugreinum dagblaðanna — 9:10 Veðurfregnir — 9:20 Tón- leikar — 10:00 Fréttir). 12:00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12:25 Fréttir og tilkynningar). 13.15'Búnaðarþáttur: Gísli Kristjáns* son með hljóðnemann að Hálsi i Kjós 13.30 Við vinnuna: Tónleikar. 14.40 Við sem heima sitjum: Ragn- hildur Jónsdóttir les söguna Jane eftir Somerset Maugham 4 15.00 Síðdegisútvarp (Þorsteinn Helgason) 17.05 Sígild tónlist fyrir imgt fólk 18.00 Úr myndabók náttúrunnar: Kett ir (Ingimar Óskarsson náttúru- fræðingur). 18:20 Veðurfregnir. 18.30 Þjóðlög frá ýmsum löndum 18:55 Tilkynningar. 19:30 Fréttir. 20.00 Um daginn og veginn (Séra Sveinn Víkingur). 20.20 íslenzk tónlist: Verk eftir Þórar- in Jónsson. 20.45 Spurningaþáttur skólanemenda (4): Kennaraskólinn og Menntaskól- inn á Laugavatni keppa. 21.30 Útvarpssagan: Brekkukotsann- áll eftir Halldór Kiljan Laxnese; XXI. (Höfundur les). 22.10 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Daglegt mál (Árni Böðvarsson). 22.15 Hljómplötusafnið (Gunnar Guð- mundsson). 23.05 Dagskrárlok. JÚMBO og SPORI of- — --k- Teiknari: J. MORA „Auðvitað væri ágætt að við bætt- um fyrir misgerðir manna fyrr á tím- um“, sagði Mökkur, „en gáið að því að þá breytist mannkynssagan. — Hver verður árangurinn þá? Eintóm óreiða og ruglingur! „Gott og vel, prófessor, þá erum við ekkert að því,“ sagði Spori, „en nú tefjum við ekki lengur héma, við skulum koma okkur heim.“ „Gefið þið mér nokkurra stunda umhugsunarfrest“, sagði prófessor Mökkur í bænarrómi. „Það er sjálfsagt", sagði Júmbó, „en við Spori höldum af stað heim- Jeiðis í dögun þó svo þér verðið eftir“. I fjarska heyrðist hvíslað sigrihrós- andi „Þetta grunaði mig, að þeir væru ekki vinir í raun ....“. KALLI KUREKI Teiknari; FRED HARMAN Hægt og hægt fara Gamli og Jenny lengra inn á eyðimörkina og þræða vatnsbólin. Við æjum við Indíánageymi í kvöld, Jenný og vatnið þaðan verður að duga okkux næstu fimmtíu mílur. Næsta dag: Við verðum að fara sparlega með þetta, kelli mín. Eina skál af vatni handa þér einn kaffibolla handa mér .... meira fáum við ekki í kvöld. og og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.