Morgunblaðið - 15.01.1964, Side 10

Morgunblaðið - 15.01.1964, Side 10
10 MORGU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 15. jan. 1964 DE GAULLE „Uppsker Frakkland kotnm- únisma af sáðkorni De Gaull- es?“ MARGIR dá hann, aðrir hata hann en ýmsir gera hvorttveggja. í sínu eigin landi hefur hann verið at- hafnasamari en nokkur ann- ar forustumaður þjóðar eftir stríðið — það verður með miklum rétti sagt, að hann hafi bjargað þjóð sinni. En á öld múghyggjunnar hafa ein- ræðisherrar vaxið upp einsog gorkiúlur og valdig vá þjóð sinni og hörmungum — allri veröldinni. Er de Gaulle á þeirri leið? spyrja. margir — líka í Frakklandi. Hann þykir óþjáll í samvinnu við banda- menn Frakklands og gefur olnbogaskot þeim vininum, sem í tveim heimsstyrjöldum gegndi hlutverki Jónatans er Davíð var í hættu. Hann vill ekki vera í samvinnu við Breta og U. S. A. um kjarn- orkuna, heldur vera sjálfum sér nógur. En hann hefur dekrað við Adenauer og Þjóð- verjann. Hvað segja Frakkar sjálfir um þetta? Það er vitað að öfgamenn í Alzírmálunum hata de Gaulle einsog pestina. En hvað segir allur fjöldinn? Ætla Frakkar að gera de Gaulle æfilangan hæstráð- anda, einsog Spánverjar Franco, eða steypa þeir honum þegar forsetatíð hans rennur út, 1965? — í grein eftir H. Wellejus, sem fer hér á eftir, nokkuð stytt, er varpað ljósi á ýmislegt um afstöðu for- ingjans til þjóðarinnar — innávið, en það er yfirleitt flestum miklu ókunnara en afstaða hans útávið: „Frakkar eru hættir að hafa áhuga á stjórnmálum. Þjóðin er sofnuð. Það eina sem lokk- ar eru krásir, helgafrí, kvik- myndir og bílar.“ Þessi vægð- arlausa gagnrýni kom fram í málinu gegn þeim, sem reyndu að ráða de Gaulle af dögum. Og það var einn afturhalds- hershöfðinginn sem gaf vott- orðið. En athyglisvert er það, að nýlega sagði kommúnistinn Jean-Paul Sartre svo að segja orðrétt það sama. Kaupendum stjórnarand- stöðublaðanna fer sífækkandi. Og fólk hafnar líka stjórnar- blöðunum. Það eru frásagnir „mislitu blaðanna“ um fátæk- ar stúlkur í París og um bros- andi bófa, sem fólkið viill lesa. Upplag þessara blaða er 12 milljónir. „L‘Express“ helzta vikublað stjórnarand- stöðunnar berst við dauðann og prentar aðeins 120.000 ein- tök. En nú hefur þetta blað hitt naglann á hausinn og ýtir vig lesendunum. Því hefur hugikvæmst að kynna þeim manninn, sem eigi að ráða niðurlögum de Gaulles og verða næsti forseti Frakk- lands. Hann er að svo stöddu kallaður „Monsieur X“ og Skuggamynd birt af honum en ekki ljósmynd. Hann á að sameina alla andstöðu gegn de Gaulle. Hann er vammlaus Og vítalaus. Barðist í leyni- hernum gegn Þjóðverjum. Landskunnur maður. Á ekki söik á neinu sem gerðist á hnignunarskeiði lýðræðisins, 4. lýðveldinu. Hann sækist ekki eftir völdum en þróttur valdsins er í honum. Þess- vegna er hann sá eini sem getur sameinað alla andstöðu „gegn monarkíi Charles de Gaulle". „Monarkí“ er ekki fallegt orð í Frakklandi frem- ur en „kapitalismi" meðal sósíalista. Þessvegna er það furðuefni, að hvergi í Veröld- inni er talað með meiri lotn- ingu um ríkjandi konunga en einmitt í Frakklandi. Hugdetta „L*Express“ hitti _ beint í mark. í fyrstu mun blaðið tæplega hafa gert sér ljóst, hverjum væri hugsan- legt að tefla fram gegn de Gau/lle. Ef margir flokkar tefla fram forsetaefnum gegn honum við kosningarnar 1965 ætlar að bjóða sig fram við forsetakjör og gerir sér von um að geta sölsað 20% af at- kvæðunum, sem erkióvinur- inn de Gaulle mundi annars fá. Vignancourt er nfl. sann- trúaður Pétain-áhangandi, dá- samar allt sem einhver fas- istakeimur er að. Frakkar sem orðið hafa að flytja bú- ferlum frá Alzír, bera hefnd- arhug til de Gaulle. Mennta- menn hafa lítið álit á honum. Eins var um álit þýzkra menntamanna á Adenauer. En vitanlega eru það ráða- mennirnir úr gömlu flokkun- um, sem mest fer fyrir í and- stöðunni gegn de Gaulle. Og þeir hafa ástæðu til þess. Hann hefur sýnt þeim fyrir- litningu og læst fyrir þeim dyrunum að virðingarstöðum riikisins. Sósíalistinn Guy Mollet, íhaldsmaðurinn Ant- oine Pinay og Pierre Pflimlin frá Elsass hafa allir horfið úr stjórn og frá allri sam- vinnu við de Gaulle. Paul Reynaud, sem í mannsaldur var einn helzti leiðtogi hægri manna, varð fyrir þeirri sneypu í síðustu kosningum, að falla fyrir Gaulle-fram- bjóðanda, sem ekkert veit um stjórnmál. Er líkt um fleiri gamla stjórnmálamenn. Mendes-France, sem um eitt og franskur oímetnaður getur ekki hjá því farið að hann verði endurkosinn, og þá er úti um þingræðið í Frakklandi, og þá yrðu allir stjórnarandstæðingar útilok- aðir frá embættum. Þessvegna verður að hefjast handa um samvinnu flokkanna strax og tryggja sér forsetaefni sem fyrst. Því að de Gaulle er ref- ur, og ef hann héldi að vin- sældir hans væru að þverra, gæti hann haft þag til að segja af sér strax og láta svo endurkjósa sig meðan tími er til. Hugmyndin um „Monsieur X“ mun í fyrstu hafa verið framkvæmd sem tilraun. En hún féll í góðan jarðveg. Von bráðar þóttist annarhver mað ur geta bent á hver „Monsieur X“ væri. Maður sem reykir ekki, drekkur ekki, hefur al- drei verið bendlaður við hneyksli — maður sem ekki sækist eftir lýðhylli, berst lítið á, hefur verið í andstöðu- hreyfingunni en aldrei óskað hlunninda fyrir þag né fyrir þjóðnýt stjórnmálastörf .... Þetta var borgarstjórinn í Marseille, Gaston Deferre.. Hann er 53 ára, sósíalisti en ekki marxisti. Hann sat í stjórn í tið 4. lýðveldisins án þess að fá á sig blett. Hann var virkur í þvi að afnema nýlenduyifirráð Frakka. Ehda var hann ekki andstæðingur de Gaulle 1958, en varð það þegar hershöfðinginn fór að koma fram í konunglegri dýrð. Þýzka sjónvarpið hefur átt tal við Deferre borgarstjóra. Hann gerði hvorki að j-áta því né neita að andstöðuflokkar de Gaulle ætli að bjóða hann fram í sameiningu við næstu forsetakosningar. En af brosi hans mátti ráða, að hann væri fús til þess að leika hlut- verk „Monsieur X“. Og de Gaulle lét nýlega svo um mælt, að einj hættulegi and- stæðingur við kosningarnar gæti orðið Deferre. DE GAULLE er hvergi shræddur. Á fjölmennum fundi í Vaucluse í S.A.-Frakklandi lýsti hann yfir því fyrir fyrir skömmu að hann teldi sig hafa nægilegt þrek til að gegna forsetaembættinu ei-tt kjörtímabil enn (hann er 73 ára). Þetta vakti athygli, þvi ag hann gerir sér sjálfur ljóst, að bæði þrek hans og þjóðar- fylgi fer þverrandi. En það var honum líkt að tilkynna þetta einmitt í Vaucluse, þvi að í þessu amti var mikill meirihluti andstæður honum við síðustu forsetakosningar. Vitanlega getur hann treyst fullu fylgi „UNR“, síns eigin flokks. Við kosningarnar í nóvember 1962 stóðst enginn þeim flokki snúning, en hann hefur enga aðra stefnuskrá en að fylgja de Gaulle gegn- um þykkt og þunnt. Fyrir noikkrum árum barðist hann gegn „landráðamönnum“ og fyrir „frönsku Alzír“, en síðar kom annað hljóð í strokkinn. Nú vill „UNR“ verða leiðandi valdaflokkur os erfa valda- aðstöðu þá, sem de Gaulle hefur nú. En andstæðingar hans telja engan vafa á, að undireins og de Gaulle hverfur muni flokkurinn tvístrast í marga smáflokka. Einvaldsstjórn de Gaulle vekur mótspyrnu og hefndar- hug í andstöðu'flokkunum, sem að öðru leyti eru hver öðrum svo fjarstæðir að þeir geta ekki verið undir sama þaki. Afturhalds-lög- maðurinn Tixier-Vignanoourt skeið var talinn siðbótarmað- ur í sftjárnmálum, hefur líka dregið sig i hlé. Hefndarhugurinn fylgir eft- ir högginu sem nú er reitt gegn hinum ráðríka forseta lýðveldisins. Og de Gaulle veit að „Monsieur X“ getur orðið banamaður hans. En hershöfðinginn veit líka að kjósendahópar sem eru hon- um fjarstæðir, greiða ekki alltaf atkvæði eftir þeirn lín- um sem dregnar eru í skrif- stofum flokkEinna. SUMIR ympra á því, að „þjóðfylking“ verði stofnuð í Frakklandi til þess að mynda gleggri línur í stjórnmál- unum, ef til breytinga kæmi á stjórnarfarinu. En vafasamt er hvort fyrirheit um þetta kæmi að gagni sem vopn í kosningabaríáttu. Franska þjóðin hefur ekki gleymt þjóðfylkingarstjórn Leon Blum. Það var þá, sem efna- legt og siðferðilegt mótstöðu- afl Frakiklands leystist upp. Við kosningarnar í fyrra biðluðu kommúnistar til sós- íalista Gui MoUet og fleiri sósíalistar hefðu ekki komist á þing ef ekki hefði verið samvinna við kommúnista. En kommúnistar gera sig ekki ánægða með litlafingurinn. Og það notar de Gaulle ósleiti" lega í áróðri sinum. De Gaulle leggur mikla á- herzlu á endurreisn franskrar „gloire" (frægðar) í ræðum sínum. En öll gloría bliknar þegar dýrtíðin vex og verð- lagið hækkar. Eftir að for- vextir voru hækkaðir nýlega lýsti Guiscard d'Estaing fjár- málaráðherra yfir því, að nú væri allrj verðhækkun lokið. En það hafði verið sagt svo oft áður. Síðan de Gaulle tók völdin hefur vöruverð hækk að um 20% og síðustu 12 mánuði um 8%. Ýmsar ástæð ur eru til þessa, en sú sem maður helst rekur augun í er, að atvinnulífinu og efna- hagsmálunm er sumpart stjórnað af ríkinu. Eftir stríð hafa fjórar fjárhagsáætlanir verið í framkvæmd í Frakk- landi. Sú fjórða gildir árin 1962—65 og miðar meðfram til umbóta í félagsmálum, en hefur leitt af sér hverja krepp una eftir aðra. DE GAULLE hefur ótak- markaða fyrirlitningu á stjórn málamönnum en í stjórn sína og önnur embætti hefur hann samt skipað ,teknokrata‘.Þess ir menn telja sig arftaka hins „ancien regime", en hafa misst öll tengsl við þjóðina og sér í lagi við verkamanna- hreyfinguna. Þjóðnýtingin fyrir og eftir stríðið gerði ríkið að stærsta vinnuveitanda landsins. En ‘helstu ríkisfyrirtækin — kola námur, orkuver og járn- brautir eru rekin með tekju- halla sem nemur yfir 18 millj. ísl kr. á ári. Og samt hafa starfsmenn þessara fyrirtækja 10—15% lægra kaup en einka fyrirtækin borga. Fyrir að- eins 4 árurn varð Renault- bílasmiðjunum vel ágengt á Ameríkumarkaðnum og fram leiddi allt að þvi eins mikið og Volkswagen. En nú sendir Volkswagen 8—10 sinnum fleiri bdla á markaðinn. Þessi ósigur er þeim mun eftirtekt- arverðari sem Ameríkumenn iga nú 63% af hlutafé Simca- smiðjanna og hafa lagt mikið fé í verksmiðjur í Frakklandi. Það er óneitanlegt að Frakk ar hafa fengig traust á gjald- eyri sínum í stjórnartíg de Gaulles. Mestur hluti þess fjár, sem flýði land er kominn heim aftur, en það er geymt sem gull og verðbréf í kjall- ara þjóðbankans. Gjaldeyris- eign Frakka í gulli er orðin 180 miljard ísl. kr. En minna er um traust fjöldans á þeim atvinnufyrirtækjum sem rík- ið stjórnar. DRAUMUR de Gaulles er sá að efla Frakkland með þvi að gera það að miðstöð fyrr- verandi nýlendusvæða sinna. Þessvegna eys hann 60 mil- jarð krónum á árj í Alzír, Tunis, Marokko og nýju svert ingjaríkin í Afríku. En heima sveltur gamla fólkið. Ekkja í París fær 123 franka á mán- uði í „eftirlaun". Hún borgar 30 í húsaleigu. Til þess að seðja hungur sitt verður hún sér úti um æti í sorpkirnunum eins og margt annað „eftir- launafólk“. Peninganna sem eytt er í nýlendurnar fornu sjá skatt- greiðendurnir aldrei aftur. Og hver er pólitiski hagnaður- inn af þeim? Blakki forsetinn á Fíla- beinsströnd, Houphnet-Boign- ny segir: „Sendi maður son sinn til Moskva kemur hann heim sem and-kommúnisti. Sendi maður hann á Sor- bonne í París kemur hann heim sem kommúnisti! Á Frakkland eftir að upp- skera kommúnisma af þvi sem de Gaulle hefur sáð? — esská. Borað niður ú 1700 m. á Húsavík HÚSAVÍK, 9. jan. — Vinna með norðurlandsborinn hætti á Húsa vík sl. vor, þar sem þá voru ekki til borsköft til að bora lengra niður en á 1100 m. dýpi, en sérfræðingar vildu ekki hætta við þá borholu, sem byrjað var á fyrr en komið væri dýpra. En a meðan var borinn fluttur að Námaskarði við Mývatn og vann hann þar í sumar með góðum árangri. Nú er búið að flytja borinn aftur til Húsavíkur og setja hann upp norðan í Húsa- víkurhöfða og var í dag byrjað að bora í sömu holunni og hætt var við í vor. Með þeim sköft- um, sem nú eru til, er áaetlað að hægt verði ag fara niður á 1700 m. dýpi og mun ætlunin að bora svo djúpt þarna, ef ekki fæst vatn áður. Undirbyggt hefur verið fyrir borinn á öðrum stað, á Húsa- víkurtúni, rétt neðan við prests- setrið. — Fréttaritari. riiM \*\ lilræoio við Nkrumah láta- læti? London, 10. jan. N.T.B. • Lundúnablaðið „Daily Tele- graph“ kveðst í dag hafa eftir all áreiðanlegum heimildum, að tilræðið við Kwame Nkrumah, forseta Ghana á dögunum, hafi verið láitalæti ein. Morðtilraunin hafi verið fyrirfram ákveðin og á svið sett. Undir þessa staðhæf- ingu blaðsins tekur einnig Dr. Busia, leiðtogi stjórnarandstöð- unnar í Ghana, en hann er nú landflótta.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.