Morgunblaðið - 18.01.1964, Side 2
<
2
MORGUNBIAÐID
Laugardagur 18. jan. 1964
*
Kosið verður í félaginu um aðra helgi
Starfsmenn Grandavers, sem framkvæmdu skoðunina við gúmmíbát Hringvers.
(Ljósm. Mbl.: Ól.K.M.)
Gúmmíbátur Hringvers
viriist í fullkomnu lagi
Gúmmíbjörgunarbátur sá,
sem var um borð í Vest-
mannaeyjabátnum Hringver,
er skipið fórst á síldarmið-
unum s.l. mánudagsmorgun,
kom með Vatnajökli til
Reykjavíkur í fyrrinótt. Eins
og skýrt hefur verið frá í
fréttum, blés aðeins efri loft-
hringur bátsins upp, og varð
skipshöfn Hringvers að liggja
ofan á tjaldi því, sem yfir
bátnum á að vera, vegna
þessa. Báturinn var þegar at
hugaður af Skipaskoðun rík-
isins, og skýrði skipaskoðun-
arstjóri, Hjálmar B. Bárðar-
son, fréttamönnum svo frá í
gær, að báturinn virðist vera
i fullkomnu lagi.
Bátar af þessari gerð eru
útbúnir með einni flösku af
samþjöppuðu lofti, sem blæs
þá út, er kippt er í streng.
Tveir ventlar eru í sambandi
við loftflöskuna, sinn fyrir
hvorn lofthring bátsins. Svo
virðist að er Hringversmenn
kipptu í umrseddan streng,
hafi loftið af einhverjuim á-
stæðum, sem mönnum er ráð-
gáta, farið framhjá öðrum
ventlinum og eingöngu í efri
lofthringinn.
Hringvei-smenn reyndu að
blása út bátinn á þilfari skips
ins en í leiðbeiningum segir,
að sétja skuli bátinn í sjó, áð-
ur en kippt er í strenginn. Ef
þeim reglum er fylgt, verður
kæling minni við blásturinn
úr loftflöskunni, en hennar
gætir jafnan nokkuð. Kvað
skipaskoðunarstjóri enga skýr
ingu geta gefið á því, að
skipsmönnum skyldi ekki tak
ast að blása út bátinn, sem
skoðaður hafði verið tveim-
ur döguim fyrir slysið.
Hjálmar R. Bárðarson sagði,
að þó hefði verið hægt að
blása út bátinn með hand-
dælu, sem er inni í gúmmí-
bátnum, og því engri rýrð
kastað á gildi hans sem björg
unartækis. Til þessa hefði þó
ekki komið, þar sem Hring-
versmönnum var bjargað áð-
ur.
f GÆR var útrunninn frestur til að skila framboðslistum í Verka-
mannafélaginu Dagsbrún til stjórnarkjörs í félaginu, sem auglýst
hefur verið að fram fari 26. og 27. janúar næstkomandi.
Tveir listar verða í kjöri í félaginu: B-listi, sem borinn er fram
af andstæðingum kommúnista í félaginu og skipaður er lýðræðis-
sinnum, og A-listi, sem borinn er fram af fráfarandi stjórn og er
skipaður sömu kommúnistum og setið hafa í stjórn Dagsbrúnar
undanfarin ár.
Varastjórn Styrktarsjóðs:
Steinberg Þórarinsson, Teiga-
gerði 8, Guðmundur Kristinsson,
Sólheimum 27.
Endurskoðandi:
Sigurður Þórðarson, Hútúni 19.
mmm—mw—íi s j
Skera upp
herör gegn
Hallgríms-
kirkju
„Stúdentabiað“, gefið út
af Stúdentaráði Háskólans, er
komið út og að þessu sinni
helgað Hallgrímskirkju og
segir í orðsendingu frá rit-
stjórninni, að nú séu síðustu
forvöð fyrir almenning að
mótmæla byggingu kirkjunn-
ar, sem muni gnæfa yfir borg
ina „í allri sinni smekkleysu“.
„Stúdentablað“ leitar álits
ýmissa þekktra manna og
eru þeir flestir þeirrar skoð-
unar, að útlit kirkjunnar og
stíll geri það að verkum, að
ekki sé afsakanlegt að hrynda
slíku verki i framkvæmd
frekar en orðið er.
Þeir, sem svara spurning-
um blaðsins eru: Sigtryggur
Klemenzson, Þórir Kr. Þórð-
arson, Skúli H. Norðdahl,
Hannes Kr. Davíðsson, Pét-
ur Benediktsson, Sigurður
Líndal, Örn Ólafsson og EJS.
Ennfremur er þar grcinarstúf
ur eftir Thor Vilhjálmsson
úr óútkomnum Birtingi.
Listi lýðræðissinna er þannig
skipaður:
Aðalstjórn:
Björn Jónsson, form., Fríkirkju
vegi 1; Karl Þórðarson, varafor-
maður, Flókagötu 14; Haukur
Guðnason, ritari, Veghúsastíg 1A;
Tryggvi Gunnlaugsson, gjaldkeri,
Melgerði 26; Sigurjón Bjarnason,
fjármálaritari, Álftamýri 44; Þor-
grímur Guðmundsson, Sólheim-
um 27; Sumarliði Ingvarsson,
Sogavegi 136.
Varastjóm:
Gunnar Sigurðsson, Skipholti
45, Halldór Runólfsson, Hverfis-
götu 40, Þorbjörn Sigurhansson,
Skólabraut 7, Seltjarnarnesi.
Stjórn Vinnudeilusjóða:
Sigurður Guðmundsson, Freyju
götu 10 A, Guðmundur Sigurjóns-
son, Gnoðavogi 32, Þórður Gísla-
son, Meðalholti 10.
Varastjórn:
Jón Arason, Ökrum v/Nesveg,
Guðmundur Jónsson, Baldurs-
götu 36.
Endurskoðendur:
Guðmundur Sigurðsson, Digra-
nesvegi 54, Kristinn Engilberts-
son, Skúlagötu 74.
Varaendurskoðandi:
Agnar Guðmundsson, Bjarnar-
stíg 12.
Stjórn Styrktarsjóðs
Dagsbr únarmanna:
Daníel Daníelsson, Þinghóls-
braut 31. Kópavogi, Halldór Blön-
dal, Baugsvegi 25, Örn Aðalsteins
son, Eskihlíð 35.
jæmdur Fálkaorðunni
FORSETI íslands hefir í dag
sæmt Óttarr Möller, forstjóra hf
Eimskipafélags ísilands, riddaira-
krossi hinnar íslenzku fálkaorðu
í tilefni af 50 ára afmæli félags
ins.
(Frá orðuritara)
Lýðræðissinnar leggja
fram lista til stjórnar-
kjors ■ Uagsbrun
S j ólf stæðisf ólk!
Varðarkaffi i Valhöll
kl. 3—5 í dag
12
KvUosb!
/ Hihtki
NA !5 hnúiar I
SV50hr.úisf -* Oi! -
H Sn/iioma
(7 Skirir
Z Þrumur
H H*l
LJsd.
EINMUNA blíða er nú uim
allt land dag eftir dag. Eink-
anlega er þó skemimtilegt veð
ur um norðanvert lamdið, því
að vindur er þar hægur og
veður bjart og nlýtt. Um há-
degið var 10 stiga hiti í Vopna
firði og 9 stig á Akureyri,
Sauðárkróki og Galtarvita.
Sunnan lands er miklu
vætusamara. Til dæmis mæld
ist næturúrkoman 16 mm ó
Kiirkjubæjarklaustri, 12 á
Fagurhólsmýri c- 10 á Þing-
völlum í fyrrinótt. Þá var
líka hvassviðri suðvestan
lands.
Verkfallsverðir hindra akstur Landleiða hf. milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Lögðu þeir bif-
reiðum fyrir strætisvagninn í Lækjargötu í gærmorgun. (Ljósm.: Sv. Þ.)
— Verkfall
Framhald af bls. 24.
Hafnarfjarðar og Reykjavíkur
eða frá kl. 7 að morgni til kl. 9
f.h., frá kl. 12 til kl. 2 e.h., frá kl.
6 til kl. 9 e.h. og fara eina ferð
kl. 11 e.h. frá Reykjavík og kl.
11.30 frá Hafnarfirði. Ekið verð-
ur á heilu tímunum frá Reykja-
vík, en hálfu tímunum frá Hafn-
arfirði.
Framkvæmdastjóri Norður-
leiða hf. fór í áætlunarferð til
Akureyrar í gærmorgun og mun
reyna að halda uppi áætlun að
einhverju leyti.
Kaupfélag Árnesinga á Sel-
fossi hefur sámið við sína starfs-
menn og mun halda uppi ferðum
á sínum áætlunartímum, en hins
vegar er verkfall gegn Steindóri,
sem einnig heldur uppi áætlunar-
ferðum austur fyrir Fjall.
Strætisvagnar Kópavogs halda
uppi sínum áætlunarferðum,
enda eru bifreiðastjórar fyrir-
tækisins bæjarstarfsmenn og eru
ekki í verkfalli.
Morgunblaðið hefur fregnað,
að sérleyfishafar hafi boðið kjara
dóm í málinu í fyrrinótt, en því
ekki verið sinnt. Ekki hafði sama
ingafundur verið boðaður í gær->
kvöldi.
Verkfall bifreiðastjóra hefur
valdið miklum erfiðleikum fólks,
einkum þeirra, sem þurfa að
ferðast milli Hafnarfjarðar og
Reykjavíkur, og til Suðurnesja
vegna vinnu sinnar.
»