Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 6
6
MORGU N BLAÐIÐ
Þriðjuclagur 21. jan. 1964.
Holsteinaverksmiðja
sett upp í Bjarnarflagi
Merk bók gefin út
Björk, Mývatnssveit,
janúar 1964.
ÁRIÐ 1963 er liðið í aldanna
skaut. Óefað verður það um
margt talið merkilegt ár. Árið
1964 er gengið í garð, enginn
veit hvað það ber í skauti sínu,
við skulum vona að nýbyrjað
ár verði öllum hagstætt bæði
til lands og sjávar.
Hér má kalla að í desember
hafi tíðarfarið verið gott, ein-
muna stillur, úrkoma lítil og
vægt frost, góð færð á vegum,
að vísu nokkuð svellað. Á jóla-
dag gerði þó hríðarveður, en
stóð stutt. Heilsufar er sæmilegt
hjá mannfólki og búpeningi. —
Fyrr í vetur urðu þó nokkrir
bændur fyrir því tjóni að missa
ær vegna ormalyfsinngjafar,
t. d. drápust 9 ær hjá einum
bónda.
Síðastliðið haust reyndust
dilkar hér óvenju lélegir. Nem-
ur það tjón, sem bændur urðu
fyrir þar, tugum þúsunda króna
á hvert bú, þrátt fyrir mjög
um búnaðarþróun
hækkað verðlag á landbúnaðar-
vörum. Má þa<r um kenna sér-
staklega óhagstæðu tíðarfari og
kuldum á liðnu sumri og jarð-
bönnum í september. Enn er
sauðfjárbúskapur hér á landi
að miklu leyti háðuir veðurfar-
inu og verður svo eflaust áftram.
Undanfarin ár hefur starfað á
Akureyri fyrirtæki er nefnist
Léttsteypan h.f., framkvæmda-
stjóri Árni Ámason. — Hefur
Léttstepan h.f. framleitt holstein
og milliveggjahellur úr hraun-
möl, sem hefur verið flutt aust-
an úr Mývatnssveit, enda er
mjög mikið magn þar til.
Eftirspum í þessa steina og
hellur hefur ætíð reynzt meiri
fen hægt hefur verið að anna.
Síðastliðið haust voru vélar
Léttsteypunnar fluttar hingað
aiustur og var þeim komið fyrir
í húsakynnum Brennisteinsvinnsl
unnar sálugu í Bjamarfflagi. —
Ýmsar endurbætur voru gerðar
áður á þeim húsum’, enda ekki
vanþörf, t.d. voru allar rúður
brotnar í gluggum. Hafa þar ver
ið að verki ferðamenn á undan-
förnum árum. Búið er að leiða
gufu frá borholunni inn í húsið
og var vegalengdin rúmir 200
metrar.
Nú er farið að steypa þarna
milliveggjahellur 50x50 sm og
7 sm að þykkt. Ekki er hægt að
segja annað en vel hafi gengið
að steypa, þrátt fyrir ýmsa byrj-
unarörðugleika. Hefur fram-
leiðslan verið yfir 700 hellur á
dag. Þ-eim er svo ekið inn í
sérstakan klefa hitaðan með gufu
og er 90 gráðu hiti þar inni. —
Hellurnar eru þurrkaðar þarna
yfir nótt og má svo flytja þær
næsta dag.
Nokkuð hefur þegar verið
flutt burtu héðan, aðallega til
Akureyrar. Vona menn hér, að
þetta fyrirtæki eigi framtíð fyr-
ir sér og skapi örugga atvinnu-
möguleika.
Enn er sami feikna krafturinn
í borholunni í Bjarnarflagi, heyr
ast drunur hennar víða. Menn
eru nú farnir að hugsa um, að
ekki megi láta þennan mikla
varma lengi streyma út í loftið
engum til gagns. Þess vegna
verði nú sem fyrst kannaður sá
möguleiki að leiða þennan hita
til byggða, en það munu vera
rúmir 3 km. Tel ég sjálfsagt, að
slík rannsókn verði látinn fara
fram á þessu ári. Hér er um
stórmál að ræða fyrir þetta
byggðarlag, enda mikið í húfL
Fullvíst má telja, að olíukaup
til upphitunar húsa hér nemi
hundruðum þúsunda króna á
Fyrir jólin kom út á vegum
Búnaðarsambands Suður-Þing-
eyjarsýslu bókin „Byggðir og
bú“. Greinir hún frá upphafi
skipulagðra búnaðarsamtaka og
þróunar þeirra í Suður-Þing-
eyjarsýslu á 100 ára tímabili,
skrásett af um 20 bændum í hér-
aðinu. Formála ritar Hermóður
Guðmundsson í Árnesi, formað-.
ur Búnaðarsambandsins. Lýst er
einstökum sveitum og öllum
byggðum býlum í sýslunni, —
búnaðarástandi þeirra og bú-
stofni árið 1960, með myndum
af húsum og húsráðendum. —
Birt er skrá um eyðibýli og
skýrslur um framleiðsluþróun
landbúnaðarins um árabil. Bók-
in er prýdd fjölda mynda, alls
un) 1000, af mönnum og mann-
virkjum úr öllum byggðum
sýslunnar, sveitum og sjávar-
plássum, auk nafnaskrár og
landslagsmynda af fögrum og
sérkennileguim stöðum í hérað-
inu. Mjög hefur verið vandað
til þessarar útgáfu.
Eins og áður er saigt var hér
hríðarveður á jóladag og jafn-
vel illfært á milli bæja. Þann
dag varð að aflýsa fyrirhugaðri
messu í Skútustaðakirkju. Þó
messaði sóknarprestuirinn í
heimahúsum. Á annan í jólum
var betra veðor og messað í
Reykjahlíðarkirkju. Þar voru
einnig skírð tvö börn og gefin
saman ein hjón, Guðrún Þór-
arinsdóttir frá Tálknafirði og
Jón Illugason, verzlunarstjóri
við útibú Kaupfélags Þingeyinga
í Reykjahlíð. Um kvöldið var
mörgum boðið á heimili brúð-
hjónanna á Bjargi. Voru þar
frambornar rausnarlegustu veit-
ingar.
Á milli jóla og nýárs fór fram
bridgekeppni í Skjólbrekku. —•
Áttust þar við spilagarpar frá
Húsavík og Mývetningar. Keppt
var á 9 borðum og báru Hús-
víkingar sigur úr býtum í þeirri
viðureign. Þá hélt ungmenna-
félagið sína árlegu jólaskemmt-
un. Þar fór fram myndasýning,
einleikur á píanó, upplestur og
að lokum mikill fjördans. —•
Barnaskemmtun var einnig
haldin svo sem venja er. — Þar
mættu á annað hundrað börn
ásamt möngum foreldrum. —
Gengið var í bringum fagur-
lega skreytt jólatré. Þá komu
jólasveimarnir Giljagaur og son-
ur hans Litligaur í heimsókn og
skemmtu með söng og sögum
við mikil fagnaðarlæti. Séra
Örn Friðriksson spilaði á píanói,
sýnd var mjög falleg kvikmynd,
„Vorið er komið.“
Hér er verið að æfa leikritið
„AUira meina bót.“ Leikstjóri er
Birgir Brynjólfsson. Gert er ráð
fyrir að sýna leikritið á næst-
unni. — Kr. Þ.
ári.
„í trássi“ við
meirihlutann
Og nú eru menn farnir að
deila um Hallgrímskirkju enn
á ný. Stúdentaráð Háskólans
hefur sent frá sér fjölritað blað
um málið og er það örvænting
arfull tilraun til þess að reyna
að stöðva byggingu kirkjunnar
áður en það verður um seinan.
Hún á að verða fullgerð árið
1974 samkvæmt síðustu áætlun-
um — og verður þá þrisvar
sinnum hærri en Hótel Borg —
og að rúmmáli svipuð Bænda-
höliinni.
í ávarpsorðum ritstjórnar
segir að fámennur hópur
manna ætli að reisa bygging-
una í trássi við vilja meirihluta
borgarbúa og eru þar taldir
upp ýmsir nafntogaðir menn
með Jónas Jónsson, fyrrum ráð
herra, í fararbroddi.
Við lestur blaðsins skilst
manni, að hér sé alls ekki ráð-
izt gegn því að kirkja rísi á
Skólavörðuholti, aðeins gegn
því að hún verði í fyrirhug-
aðri mynd. Og þar sem blað
þetta kemst sennilega ekki í
allar hendur en er að mörgu
leyti skemmtileg lesning, ekki
sízt vegna baráttuhitans, sem
einkennir flestar 'greinarnar,
þá langar mig til að gefa ykk-
ur smásýnishorn:
Beðið um „smákrafta-
verk“
Sigurður Líndal: „Enn er
hægt að snúa við, en nú- eru
hins vegar síðustu forvöð . .
. . . bygging kirkjunnar „yrði
slys, sem valda mundi óbætan-
legum útlitsspjöllum á borg-
inni“.
Sigtryggur Klemenzson: „Að
mínum dómi verður Hallgríms-
kirkja glæsileg og fögur bygg-
ing, Reykjavíkurborg og öllu
landinu til sóma“. Sigtryggur
er sá eini, sem hælir kirkjunni
í þessu blaði, en þess er getið,
að Jónas Jónsson og Björn Guð-
mundsson, fulltrúi Framsóknar
í borgarstjórn, hefðu neitað að
svara spurningum blaðsins.
Skúli H. Norðdahl: „Hall-
grímskirkja á Saurbæjarströnd
er fordildárlaus minnisvarði
um Hallgrím og er þjóðkirkj-
unni verðugra viðfangsefni að
gera þann garð allan að líknar
og minningarreit til heiðurs og
minningu Hallgríms, fremur en
láta nokkra pótintáta knýja
okkur til óhappaverka hér 1
Reykjavík fyrir persónulegan
metnað þeirra og ráðríki í garð
almennings".
Hannes Kr. Davíðsson: „Minn
isvarðinn er alltaf lýsing á
þeim, sem minnast, en óviðkom
andi þeim, sem minnst er“.
Pétur Benediktsson: „Fyrir
röskum þrjátíu árum átti ís-
land um skeið svolítinn harð-
stjóra og eins pg harðstjórum
er títt átti hann sér hirðarki-
tekt“ . . . „Arkitektar og aðrir
hafa fyrir löngu sýnt fram á
hve undursamlega það hafi tek
izt í þeim drögum, sem til eru
að ytra og innra svip þess
húss að sameina stíl allra alda
og allra þjóða í æðra veldi stíl
leysisins stóru' smekkleysu".
Svo biður Pétur um „smá-
kraftaverk* og spyr: „Mætti
ekki tefja smíði hennar (þ.e.
kirkjunnar) þangað til tekizt
hefur að bylta teikningunum f
það horf að hún verði minn-
ingu sálmaskáldsins samboð-
in?“
Fjörlega ritað
Satt að segja er þetta blað
það fjörlega ritað, að maður
hættir ekki lestrinum fyrr en
síðustu greininni er lokið. En
að lestri loknum fór ég að hug-
Ieiða hvort ekki væri höggvið
full nærri hinum látna arki-
tekt með öllum þeim orða-
flaumi, sem þarna er prentað-
ur. Að undanförnu hafa orðið
mikil blaðaskrif vegna nýrit-
aðrar ævisögu — einmitt vegna
þess, að menn eru hörundssárir
vegna ummæla um forfeður,
ættmenni og látna vini. Gildir
ekki sama í þessu máli? Og
ekki síður vegna þess, að Guð
jón Samúelsson teiknaði ýms-
ar byggingar okkar, sem marg
ir bera nú hlýjan hug til. Hve
margir hafa ekki tekið ást-
fóstri við Háskólann?
En útgáfustarfsemi þessi er
e.t.v. réttlætanleg, ef ummæli
Skúla H. Norðdahls eru tekin
sem einskonar fyrirvari fyrir
blaðinu: „Með þriðjungs aldar
afkastaríku starfi hefur Guð-
jón eftirlátið þjóð sinni slíkan
fjölda verka þessu fremri að
ástæðulaus er væmin við-
kvæmni fyrir því að hér sé
verið að kast á glæ kórónunni
á ævistarfi hans. Hallgríms-
kirkja er barn síns tíma, sem
húgmynd, er ekki var að fullu
unnin af höfundi sínum. Þvl
tel ég okkur sýna Guðjóni
heitnum meira tillit og virð-
ingu með því að láta sitja við
hugmyndirnar einar en að
basla við að samræma þær nýj
um viðhorfum, enda verður þá
ekki byggð kirkja Guðjóns“.
„Ekki meir, ekki meir!“
En það er sama hversu marg
ar bækur og blöð yrðu ritaðar
um Hallgrímskirkju, sama hve
margar þúsundir blaðsíðna það
yrðu — allt bundið í laglega
bók og vandaða með gylltum
kili. Allt mundi það sennilega
glcymast í framtíðinni. Eg hef
það á tilfinningunni, að það,
sem lifi, verði eitt lítið ljóð —
og það mun líka lifa lengi.
Kannski verður það á endanum
hið eina, sem minnir á allar
þessar deilur. Og það er þetta
litla ljóð hans Steins Steinarrs
um húsameistara ríkisins og
Hallgrím sáluga Pétursson, þeg
ar hann kom til húsameistara
og sagði: „Húsameistari ríkis-
ins! / Ekki meir, ekki meir!“
Enn eru menn að taka undir
þetta. Eg vona samt, að við
eignumst veglega og stóra
kirkju í Reykjavík — og veit,
að margir eru mér sammála.
Það færi vel á að hún gnæfði
yfir bæinn — en hvort æski-
legt væri, að kirkja sú risi eft
ir núverandi teikningu eða
ekki — það er aftur á móti mál
út af fyrir sig.
Afbragðs þjónusta
Kunningi minn í Kópavogi
hringdi í mig um helgina og
sagðist hafa ætlað að ná í mig
í hálfan mánuð en aldrei tekizt
vegna ólags á símakerfi kaup-
staðarins. Sagði hann, að þeir
hefðu átt að birta fleiri mynd-
ir í blöðunum frá opnun nýju
símstöðvarinnar þarna suður
frá, því þegar hún hefði verið
tekin í notkun hefði allt gengið
úr lagi. Nú væri ekki hægt að
„ná út“ nema með höppum og
glöppum — og þá sjaldan slíkt
tækizt gæfi stöðin oftsinnis vit
laust númer. Þannig hefði hann
lent í að fá vitlaust númer allt
að fjórum sinnum áður en hið
rétta kom. Hann sagðist ætla
að skrifa mér næst, þegar hann
þyrfti að hafa samband við mig.
Það væri ódýrara en að borga
svo og svo mörg umframsím-
töl fyrir að fá vitlaust númer,
þegar hann reyndi að ná sant-
bandi við mig.
Eg verð því miður að segja,
að sjálfur hef ég orðið fyrir
svipaðri reynzlu. En í einu hef
ur síminn aldrei brugðizt mér:
Reikningarnir hafa alltaf kom-
ið tímanlega og símanum er
lokað upp á dag þó reikningur-
inn sé ekki nema 10 krónur.
Og á meðan svo er, er varla
hægt að kvarta yfir lélegri þjón
ustu.
Það ódýrasta!
Úr því að ég er farinn að
minnast á Kópavoginn, þá má
ég til með að segja litla sögu
af öðrum kunningja, sem fór
prúðbúinn með frú sína í heim
sókn í Kópavog í bíl sínum 1
síðustu viku. Á leiðinni lentu
þau í skvompu einni mikilli á
miðjum vegi og skipti engum
togum, að bíllinn sat þar fastur
og vildi ekki lengra. Var þá
ekki um annað að ræða en
stíga út og vaða forina "upp
fyrir ökla — „ og loka augun-
um“, því bæði voru í spariskón
um. Þegar hjónin komu til
vinafólksins og sögðu sínar far
ir ekki sléttar sagðist húsráð-
andi ekki vera hissa: Það væri
nefnilega ekki rokið til að gera
Við, þegar pyttirnir kæmu 1
veginn í þeirra nágrenru. í
stað þess væri sett upp eitt
spjald við hvern pytt og á þvi
stæði „Varúð". Þetta væri ó-
dýrast.
ÞURRHlÖfiUR
EKU ENDINGARBEZXAR
BRÆDURNIR OKMSSON hf.
Vesturgötu 3.
Simi 11467.