Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 3
I>rið.iudagtír 21. ian. 1964. MOff CUNfíl AOIÐ 3 Einkaskeyti til Mbl. trá Osló, 18. jan. ÍSLENZKA bókaisýningin í Blindern við Oslóarháskóla var opnuð í dag kl. 14,30. — Mikill fjöldi gesta var þar saman kominn. Auk próifless- ora frá hinum ýmsu deildum Háskólans voru viðstaddir gamlir íslandsvinir, eins og t.d. Robbestad prófessor. Enn fremuir næstum öll íslendinga nýlendan. v Rektor Háskólans, Hans Vogt, flutti innilegt ávarp til íslands og drap á menningu þess fyrr og síðar. Síðan opn- aði dr. Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra, sem liú er í heimsókn og fyrirlestra- ferð í Noregi, sýninguna með s stuttri ræðu. Hann sagði með- al annars: „Leiðin milli ís- lands og Noregs er löng, en Frá opnun sýningarinnar. Gestir virSa fyrir sér bækurnar, 1 i i það hefur aldrei verið langt unum afí í starfi og gleði í milli íslendinga og Norð- hvild.“ manna. Sameiginlega ættar- þekkingar, sem kannske er tréð stendur dj úpum rótum í „Bókin hefur verið ómet- langiri sögu og fornnorrænum anleg til aukningar þeirrar arfi, sem veitir báðum þjóð- mikilvæg,“ sagði dr. Gylfi, Dr. Gylfi Þ. Gíslason flytur opnunarræðu Bókasýningarinnar. síðar í ræðu sinni. „Þekkingu mannsins á sjálfum sér. Bók- in er í rauninni sá spegill, sem maðurinn É&t sjálfan sig L“ Ræða menntamálaráðheinr- ans vakti einstaka- athygli allra gesta. Að henni lokinni voru skoðaðar allar hinar ágætu bækur, sem sýndar verða í BlincLer'n næsta hálfail mánuð. Mesta athýgli held- ég þó að ljósprentun Guðbrand- arbiblíu hafi vakið. í gær hélt dr. Gylfi P, Gíslason erindi í „Garnla há- tíðarsal__ Háiskólans. Fjallaiði það um þau vandamál, sem leysa vetrður á íslandi á kom- andi árum. Á urndan erindinu flutti ' menntamálaráðheira Noregs, Helgi Sivertsen, inn- gangsræðu, en á eftir las leikkonan Eva Ström Aastorp úr íslenzkum nútímakveðskap í norskri þýðingu. — esská. Helge Sivertsen, menntamálaráðJierra Norðmanna, Kristján Karlsson, bókmenntaíræðingur, og dr. Gylfi Þ. Gislason, menntamálaráðherra. - SAS-menn Framh. af bls. 1 gjöldunum hefur verið afhent öllum viðkomandi flugmála- stjórnum, en verða bersýni- lega alls staðar lagðar fyrir ríkisstjórnirnar. Ekki er auð- ið að segja hvenær endanlegar ákvaraðnir liggja fyrir. Stokkhólmi, 20. jan. (TT) Fargjaldastríðið milli SAS og Loftleiða er orðið lang- vinnt. Síðasti opinberi leikur- inn í því kom frá SAS, og felur í sér verulegar far- gjaldalækkanir með þotum. í upphafi var það 750,00 sænsk- um krónum (um kr. 6.200,00) ódýrara að fljúga fram og til baka yfir Atlantshafið með skrúfuvélum Loftleiða en þot- um SAS. Þessi samkeppni reyndist SAS svo erfið að svar félagsins var að hefja ferðir með skrúfuvélum á sömu far- gjöldum og hjá Loftleiðum, jafnframt því sem þotuferð- unum var haldið áfram. Þessi nýja ráðstöfun SAS reyndist þó ekki eins árangursrík og búizt hafði verið við. Að vísu dró hún úr farþegafjölda Loft- leiða, en SAS átti í erfiðleik- um með að ná sér í tilætlað- an farþegafjölda. Þessu næst ákvað SAS því að lækka far- gjöld sín með þotum milli Norðurlandanna og Ameríku um 10—15%. Hinn 3. janúar sl. ákvað SAS að snúa sér formlega til flugmálastjórn- anna í Bandaríkjunum og öðr- um viðkomaridi löndum með ósk um að fá lægri fargjöldin viðurkennd. Nú nýlega hafa Löftleiðir , boðað enn lækkuð fargjöld með skrúfuvélum yf- ir Atlantshafið. Aðildarfélög Alþjóðasam- taka flugfélaga, IATA, sátu ráðstefnu í Montreal fyrir skömmu, og fór þar fram skrif leg atkvæðagreiðsla um lækk- un fargjalda yfir Atlantshaf- ið. Því\miður náðist ekki fullt samkomulag um lækkunina, en þrátt fyrir það mun SAS lækka fargjöld sín hinn 1. apríl, ef samþykki viðk,om- andi ríkisstjórna fæst. *Sú ráðstöfun SAS, sem mesta at- hygli vekur, eru ný fargjöld fram og aftur, er gilda í 21 dag, og eru þau 1.035 sænsk- um krónum lægri (kr. 8.570, 00) en núverandi lægstu þotu- fargjold. Með þessari lækkun verða fargjöldin frarri og aft- ur yfir Atlantshafið sem hér segir: 271,50 dollarar milli New York og Glasgow, 300 dollarar milli New York og London, ‘379,80 milli New York og Kaupmannahafnar eða Osló, og 437,40 milli New York og Stokkhólms. Arne Wiekberg framkvæatnda stjóri SAS, sem var fulltrúi félagsins á IATA-ráðstefn- unni, sagði við lok ráðstefn- unnar hinn 3. þ.m.: — Flugfélögin urðu ekki ásátt um ályktanir ráðstefn- .unnar, og þess vegna ríkir eng in IATA samþykkt um far- gjöldin, sem eru í rauninni opin. SAS harmar mjög að ekki var unnt að ná samkomu lagi á ráðstefnunni, en vonar að þær reglur um ákvörðun alþjóða flugfargjalda, sem gefizt hafa vel til þessa, jjom- ist á að nýju. Eins og er verð- ur SAS hins vegar að gera þær ráðstafanir,' sem hugsanlegar eru, til að tryggja sér áfram- haldandi rekstur á Atlants- hafsleiðunum, með því að hraða tilkomu lægri fargjalda. Við álítum ekki nýju fargjöld- in hin ákjósanlegustu. Við hefðum kosið enn nieiri lækk- un og fyrirkomulagsbreyt- ingax. Með því að leggja far- gjöldin fyrir viðkomandi rík- isstjórnir, reynum við hins vegar að fá ákveðnar þær mestu lækkanir, sem vi<5 telj- um sennilegt að ríkisstjórnirn- •r geti fallizt á. STAKSTtliAR Rúblan 1 ilar FORYSTUGREIN „Dags“ 8.L laugardag ber ofangreint nafn. Þar segir svo: „Þjóðviljinn, sem út kom 10. jan. var með hátíðlegu yfirbragði og hafði mikiar fréttir áð færa, er verma skyldi hin trúu hjörtu í landinu kalda norður við heims skautsbaug. Það hafði verið mik ill dagur í austri, byltingardagur inn sæli 7. nóvember, því að ein- mitt þá, „á 45 ára afmælisdegi októberbyltingarinnar miklu“, eins og það er orðað, var opnuð í Póllandi 5500 km. löng olíu- veita, sem „á upptök sín austan við Volgu, liggur yfir 18 stór- fljót og .440 minni ár, læki og gil og meira en 200 akvegi — meira en einn metri í þvermál — á sér engan líka neins staðar i heiminum — er meiri en tvöföld á lengd við hina frægu Arabíu- olíuleiðslu og Big Inch í Banda- ríkjunum — geymar, sem gætu rúmað 12 hæða hús — “. Þessi mikla leiðsla er nú ekki aðeins komin til Póllands, segir blaðið, helur einnig til Tékkó- slóvakíu og Ungverjalands og væntanleg til y».-Þýzkalands. Hún heitir: „Olíuveitulína vin- áttunnar“, segir Þjóðviljinn. „Vináttulínan“ Og leiðari „Dags“ heldur afram: . „Síðan segir svo: „Vináttulín- an er tekin til starfa. Eins og sameining orkuveitukerfanna í löndum Efnahagssamhjáli>arráðs- ins var þetta marmvirki glæsi- legt dæmi um bróðurlega sam- vinnu margra þjóða með áðUr óþekktum hætti“. O-jæja. í Vest ur-Evrópu er nú víst fyrir hendi eitthvað, sem líka kann að vera hægt að kalla „bróðurlega sam- vinnu margra þjóða“. ef einhverj um sýnist, bótt ekki sé nefnt eins hugljúfu nafni og „Efnahagssam- hjalparráðið“ í Þjóðviljanum, heldur hara Efnahagshandalagið, og ekki alltaf með mikilli and- agt! Trúlega skilja það flestir, sem líta á hlutina með raunsæi, að hin mikla olíuveita úr Volgu- byggðum, vestur í Mið-Evrópu, er ekki „vináttulína" og ekki nema að nokkru leyti ætluð til flutninga á þeim nauðsynjavör- um, sem olía og benzín eru nú á tímum í daglegu tali. Hún er jafnframt, og trúlega fyrst og fremst eitt af mestu hernaðar- mannvirkjum i veröldinni. Hún er hinn fyrirhugaði mikli afl- gjafi skriðdreka — flugskeyta — og sprengjufluffvéli stöðva í hugs anlegri styrjöld við Vesturlönd. Þetta hefur stjóm Vestur-Þýzka- lands trúlega gert sér ljðst. þeg- ar hún gerði efni hennar að hern aðarbannvöru“. „Andstæðingjar okkar“ r= íslendingar Forystugrein „Dags“, endar þannig: „Sú ráðstöfun reyndist þó ár- angurslítil, segir Þjóðviljinn og bætir við talsvert kampakátur: REIKNINGAR ANDSTÆÐINGA VORRA FENGU EKKI STAÐ- IST“. Hvað kemur til, að þannig er að orði komizt? Er hægt að telja þá, sem líta þetta mikla mannvirki Rússa hornautra, til „andstæðinga vorra“ (fslend- inga) af beim sökuir.? Ekki erum „vér“ fslendingar að byggja þessa margfrægu „vináttulínu". Orðbragðið er óskiljanlegt, nema að greinin um „vin -ttulínuna„ sé samin í rússneska utanríkisráðu- neytinu og að gieymst hafi að breyta orðalagi á tilhlýðilegan hátt, áður en hún birtist í Þjóð- viljanum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.