Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 10
10 MORCU N BLAÐIÐ Þriðjudagur 21. jan. 1964. Stúdentafélagsfu'ndur um Hansnes Hafstein og Dfppkastið Á fimmtudagskvöld kl. 8,30 efn ir Stúdentafélag Reykjavíkur til fyrsta umræðufundar sdns á vetr inuan, í Sigtúni (Sjálfstæðisihús- inu). Uonræðuiefnið er „Hannes Hafstein ög Uppkastið í ljósi sög unnar.“ Frummælendur yerða tveir, Iþeir Guðmundur G. Hagalín og Sigurðux A. Magnússom Þessi fundur Stúdentafélagsins er ekki aðeins opinn ölum stud entum, heldur einnig almenningi. Eins Og kunnugt er kom út fyrir jólin nýtt bindi af ævisögu Hannesar Hafstein, eftir Kristján Albertsson, og fjallar það m. a. um hina miklu baráttu uim Upp- kastið 1908. Hefur bókin vakið miklar umræður, bæði í blöðum Sigurður A. Magnússon Guðmundur G. Hagalín og mann á^meðal, og virðist á- hugi á þessu sögulega máli vera aimennur enn í dag. Má foúast við fjörugum umræðum á fund- inum. Eins og fyrr segir er öllum heimill aðgangur að fundinum og aðgangseyrir verður 25 kr. S.Þ. RÆÐI KASIIMIR- DEILUNA New oYrk, 20. jan. (NTB). Fakistan hefur farið þess á leit við Öryggisráð Samein- uðu þjóðanna verði kvatt sam an til að ræða deilu landsins við Indland um Kasmír. Mun Bhutto, utanríkisráðherra Pak. Lstan, vera viðstaddur umræð ur Öryggisráðsins. f Islan Einkaskeyti frá Kaup- mannahöfn, 20. janúar. „Á ÍSLANDI á ég heima,“ segir Konráð Kristján Arn- grímur Sigurðsson, forstjóri Dana Ford umboðsverzlunar- innar, í samtali við dagblaðið Berlingske Tidende. Konráð hefur tilkynnt eigendum fyr- irtækisins, að hann segi lausri forstjórastöðunni frá og með 1. marz n.k. til þess að- flytj- ast til íslands. „Foreldrar mínir voru frá Norðurlandi," segir Konráð ennfremur, og þótt ég sé fædd ur í Kaupmannahöfn, þá hef ég alltaf haft mikla löngun til að setjast að á fslandi. Ég tala málið ekki vel ennþá, en með hverri íslandsferð verð ég sannfærðari um það, að ég verð að skipta um útsýni frá því, sem ég hef nú úr skrif- stofustól hér á Austurbrú.“ Konráð Sigurðsson hefur unnið við danska bifreiða- verzlun í 34 ár. Hann hóf starfið í birgðaskemmu og sit ur nú í forstjórasæti eins af stærstu bílainnflutningsfyrir tækjum Danmerkur með ' 150000 d. kr. í árslaun (945 þús. ísl. kr.) Hann verður fimmtugur á þessu ári. Kon- ráð segir, að það kunni að virðast vanhugsað eða iTte g k CitJP Skipshöfnin á Go^anesinu við brottförina frá Þorlákshöfn. Skipstjórinn og annar eigandinn, Ragnar Jóhannesson, er lengst til vinstri. Fyrsta stýrimann vantar á myndina, Ljósm.: M. Bj. Goianes í sinni fyrstu ferð ÞORLÁ.KSHÖFN, 20. jan. —I hlotið nafnið Goðanes, fór sína ! mannaeyja kl. 8 í kvöld og átti Gamli Gautur, hefur I fyrstu áætlunarferð að vera komið til Vestmanna- eyja kl. 12 á ‘miðnætti. í fyrra- málið kl. 8 fer skipið aftur til Þorlákghafnar og verður þar á hádegi. Þegar skipið fór var vestan strekkingur og skipið toilldi illa við bryggju og slitnaði frá öðru hverju, þrátt fyrir sterk bönd. Farþegar komu tveir með bíl frá Selfossi og þegar sérleyfisbifreið in' frá Reykjavík kom, reyndust farþegar til Eyja með henni vera þrír. — M.Bj. ábirgðarlaust að segja upp svo góðri stöðu, en nú verði and- legur hagur hans að sitja í fyrirrúmi. Hann kveðst alltaf hafa verið hægfara og for- sjáll í fjármálum og á þessum 34 árum sparað saman nóg fé til að standa straum af þeim kostnaði, sem hið nýja líf hans á íslandi muni hafa í för með sér. Konráð og kona hans eiga engin börn. „Okkur hefur lengi langað til að skipta um loftslag, og einkum heilia afskekktir staðir okkur til sín“, segir Konráð. Hann kveðst fyrst ætla til ísrael, en síðan til íslands. Aðspurður um það, hvort hann óttist ekki að þetta reynist aðeins draum- ur, svaraði Konráð: „Hver þekkir sjálfan sig svo vel, að hann getið svarað slíku? En ég lít björtum augum á þessa framtið okkar, og ég hef allt- af álitið vinnu mína tæki fremur en takmark. Auðvitað mundi ég haga mér öðruvísi Guðmundur bílstjóri hjá Kristjáni Jónssyni sériej fishafa af- hendir fyrsta farþeganum frá Reykjavík með Goðanesinu, farangur sinn. „Hið frumstæða seiðir mig til sín,“ segir Konráð.“ í fá- menninu er auðveldara að leita sannleikans. Bæði ég og kona mín höfum alltaf haft mikla löngun til að koma til Landsins helga og skoða sögu staði Biblíunnar, meira af for vitni en hreinum trúaráhuga. Kannske er samband milli þessa áhuga og löngunarinn- ar til fslands. Við viljum hafa ró til að hugsa, en það er bezt, þar sem maður hefur nána snertingu við náttúruöflin. Á íslandi finhast staðir, þar sem hvarflar að mönnum, að sköpun heimsins sé ekki lok- ið.“ „Haldið þér, að þér* munið una yður við spartverska lífs hætti Norðlendinga?“ spyr blaðamaður. „Þér skuluð spyrja mig að því eftir eitt ár. Þótt veðrið sé ekki alltaf gott á íslandi, þá er þar mest% sældarlíf innanhúss. Það er ekki svo slæm tilhugsun að koma heim 'eftir fjallgöngu eða aðra útiveru og fá sér glas af svarta dauða með lambakjötinu eða fiskinum. En hvers vegna sitjum við hér og tölum eins og verið sé að kveðja tilveruna, — nú ætlum við einmitt að fara að njóta lífsins." Ryt^aard. ef ég ætti börn, en þar sem svo er ekki, þarf ég ekki að halda áfram að safna fé. Hins vegar tel ég mig hafa annarri skyldu að gegna, að fá?t síðari hluta ævi minnar við þau verkefni, sem meiri eru, eða réttara sagt innihaldspieiri." „Til hvers munuð þér nota hina löngu- daga, þegar þér eruð orðnir sjálfs yðar herra?“ spyr blaðamaðurinn. „Ég vona bara, að dagarnir verði ' nógu langir,“ svaraði Konráð. „Hingað til hefur vinnan gleypt allan minn tíma. Ég hef stundað þýðing- ar af ensku og hef mikinn áhuga á málum. Ég hlakka mjög til að kynnast nýjum löndum, ekki sízt íslandi. Kannske kaupi ég hluta í fyr- irtæki þar, eða tek þátt í stofnun nýrra, — kannske geri ég það ekki. Það má gjarna líða drjúgur tími áður en ég dregst aftur inn í hrmg iðu viðskiptalífsins. Fimmtugur íslenzkur kaupsýsSumaður með tæplega miISjón króna érsiaun, segir upp starfi sínu til að flytjast tSS ðslands Sendilierra Sovét ríkjanna kveður A. M. ALEXANDROV, sem verið hefur 9endiherra Sovét- ríkjanna hér á landi síðan 1958, og frú hans fóru frá Reykja- vík í gærmorgun kl. 8 með flug- vél Flugfélagsins til Kaupmanna hafnar. í . kveðjuávarpi, sean sendiherrann flutti i útvarpið á surtnudagskvöld, sagði hann m. a.: ' f þau rúm fimm á,r sem ég hefi dvalizt hér á íslandi áttj ég kost á því að ferðast víða um landið og kynnast mörgu og margvíslegu fólki.. Og það miua ekki orðum aukið að segja að ég mun alltaf eiga ánægjulegar endurminningar um landið og bera hlýjan hug til marigra þeirra seun ég hefi hitt hér. Orðum sínum lauk sendiheirr- ann með þassum orðum: Að lokum vil ég óska hinnl dugmiklu íslenzku þjóð friðar og velmegunar og láta í ljós von mína að á nýbyrjaða árinu muni ný skref stigin til þess að draga úr viðsjám á alþjóðavett- vangi, bæta sambúð milli ríkja og stuðla að áframhaldandi heppilegri þróun í samskiptum milli íslands og Sovétríkjamma. Þökk fyrir athyglL ■fia Þýzkur 20 marka seðill úr gildi SAMKVÆMT bréfi frá Deutscha Bundebank 20. desember 1963 hefur verið ákveðið að 20 marka seðill — fyrsta og þriðja útgáfa — gefinn út af Bank Deutscha Lander, hætti hinn 31. janúar n.k. að vera löglegur gjaldmiðilL Seðillinn er innleysanlegur hjá Deutsche Bundebank, Frank- furt eða útibúum bankans til 30. apríl 1964 en eftir þann tíma verður hann verðlaus. (Frá Seðlabankanum).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.