Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 21. jan. 1964. MOXGUNBLA&IÐ 17 Sextán staðir voru at- hugaöir undir ráðhús Rætt við Þór Sandholt skólastjóra SÝNINGUNNI á líkaninu af ráS húsi Reykjavíkur lauk á mið- vikudagskvöld og hefur ráðhús málið verið afgreitt í bæjar- stjórn. Munu á þriðja þúsund manns hafa skoöað líkanið í Hagaskólanum. Þór Sandholt, skólastjóri, hefur manna lengst unnið að þessu máli, sem nú er að komast í höfn. Sem starfs- maður við skipulag bæjarins vann hann m. a, að því að at- huga staðartillögur um ráðhús, og síðan farið var að teikna bygg inguna hefur hann verið fram- kvæmdastjóri arkitektanefndar- innar. Mbl. hringdi til Þórs og spurði hvort hann væri ekki feginn að málið væri að komast í höfn. 1 — Að sjálfsögðu erum við ánægðir, bæði arkitektarnir og ráðhúsnefndin, að nú er komið’ að því að slá botn í þetta, þannig að ákveðið verður hvort haldið verður áfram eða tekið hlé. Ég vona að sjálfsögðu að haldið verði áfram. ' — Það komu upphaflega ýms- ir staðir tii greina undir ráð- húsið. Er ekki eitthvað af þeim stöðum, sem þið skoðuðuð, sömu staðirnir sem nú er verið að stinga upp á? — Jú, í ágústmánuði 1952 var samvinnunefnd um skipulagsmál falið að skoða 16 staði, sem stungið hafði verið upp á. Hún skrifaði svo greinargerð um þessa staði, sagði löst og kost á hverjum stað og gerði síðan til- lögu um málið. Þeir staðir sem til greina komu voru: 1. Arnar- hóll, 2. lóðin við Lækjargötu milli Bankastræti og Antnianns- stígs, 3. við Lækjargötu og Frí- kirkjuveg, en sá staður hafði á sínum tíma fengið góðar undir- tektir í samkeppni sem fram fór 1946 um staðina. Veitt vorú fyrstu verðlaun fyrir tillögu um barnaskólalóðina, og önnur tvenn verðlaun fyrir tillögur um ráðhús í norðurenda Tjarnarinn- ar. En staðurinn í Tjörninni hafði þá verið lengi á döfinni, svo sem tillaga fyrri ráðhús- nefndar frá 1943 bar með sér. 4. staðurinn, sem samvinnu- nefndin athugaði, var við Lækj- argötu og Vonarstræti, þar sem Iðnaðarbankinn er nú. 5. sunn- an við Vonarstræti þar sem ráð- gert er að byggja húsið nú. 6. við Aðalstræti á móti Austur- stræti 7. Aðalstræti við Tún- götu 8. við Skothúsveg 9. við Suðurgötu sunnan Hringbrautar, nálægt gamla íþróttavellinum 10. Hringbraut við Barónsstíg, þar sem umferðarmiðstöðin er 11. Klambratún við Lönguhlíð 12. við Hamrahlíð, þar sem menntaskólanum var síðar ætlað ur staður 13. á Háaleiti 14. við Háaleitisveg 15. við Suðurlands- brautina, þar sem malarnámið er nú 16. í Laugarásnum i hæð- inni ofan Laganesvegar. Þessir 16 staðir voru nefndir og athug- aðir og borgarráð skoðaði þá alla. — Og þegar búið var loks að velja staðinn árið 1955, þá var tekið til starfa? — Já, þá var byrjað að gera áætlanir um hvað þyrfti að vera í ráðhúsinu og tekin ákvörðun um að efna til samkeppni. Haft var samband við Arkitektafélag- ið, en því miður gat ekki orðið af henni. Þegar nefndin hafði ákvörðun um að hætta við sam- keppnina, var 8 arkitektum boð- ið að teikna húsið í samráði við ráðhúsnefnd. Aðeins 6 tóku þessu og tóku að sér að vinna verkið. 4 eru enn starfandi, þeir Einar Sveinsson, Gísli Halldórs- son, Halldór H. Jónsson og Sig- valdi Thoroddsen, en 2 eru látn- ir. Ég starfaði svo með nefnd- SKV. skýrslu byggingarfulltrú- ans í Kópavogi voru í byggingu á árinu 1963 670 íbúðir, að stærð 307.744 kúbikm. Voru fullgerðar í árslok 60 íbúðir, alls 24.429 kúbikmetrar og þegar komnar í notkun 190 íbúðir, sem ekki voru fullgerðar enn. 174 íbúð- irnar voru fokheldar eða lengra komnar. 1 byggingu á árinu voru 8 opinberar byggingar. í ársbyrj un voru 4 byggingar í smíðum, að stærð 12.157 kúbikm og auk þess hafin á árinu bygging Digranesskóla, Sparisjóðbygg- ingu, kyndistöð og vistheimili, alls 9.266 kúbikm. að stærð. Af þes®um 8 byggingum eru komn- ar í notkun, þó ekki sé það full- — Fiskverb Framhald af bls. 24. albátur sá, sem við var miðað, út með þörf fyrir kr, 4.06 til þess að rekstur hans yrði halla- laus. Við ákvörðun meðalverðs er það tillaga fulltrúa fiskkaup- enda, að það verði af yfirnefnd- inni ákveðið kr. 2.87 fyrir kg. (þorsk og ýsu sl. m. haus), en af hálfu fulltrúa fiskseljendá er tillagan sú, að meðalverðið verði ákveðið kr. 3.95 pr. kg. Oddamaður yfirnefndar telur, að þegar tekin er ákvörðun um verð á ferskfiski þeim, sem hér er um að tefla, beri að fylgja ákvæði 1. mgr. 7. gr. laga nr. 97/1961 um verðlagsráð sjávar- útvegsins, en þar segir, að ákvarðanir um lágmarksverð „skuli byggðar á markaðsverði sjávaraifurða á erlendum mörk- uðum.“ Fram er komið, að nokk ur hækkun varð á útflutnings- verði sjávarafla (fireðfisks) — árið 1963, sem telja má, að ork- að geti sem svarar 4—5% hækk- un á hráefnisverði. Þar á móti kemur hins vegar mikil hækk- un á framleiðslukostnaði og fastakostnaði hjá frystihúsunum vegna kaupgjaldshækkana á ár- inu 1963, sem eru eigi lægri en 30% og orka beint eða óbeint á venjulegan hluta af framleiðslu- kostnaði firystihúsanna. í þessu sambandi er rétt að taka fram, að fiskseljendur hafa réttmætra hagsimuna að gæta um það, að eigi verði annað talið til firam- inni. Samstarf arkitektanna hófst á árinu 1957. Hefur arki- tektanefndin að jafnaði haft fundi tvisvar í viku og við höf- um lagt fram all margar tillög- ur, sem ráðhúsnefndin hefur svo rætt og viljað fá ýmislegt endur skoðað. Við höfum haft sérstaka teiknistofu. Guðni Magnússon hefur unnið þar að staðaldri og margir aðrir, bæði arkitektar og nemendur í húsagerðarlist starfað þar um skemmri eða lengri tíma. Arkitektarnir unnu einnig að all ýtarlegum tillög- um um heildarskipulag miðbæj- arins, sem þeir lögðu fyrir próf. Bredstof á sl. vori og vetri, til að sýna fram á skynsamlega stað setningu ráðhússins í heildar- skipulagi miðbæjarins. Þá var rædd afstaða væntanlegs ráð- húss til annarra hluta bæjarins. Þetta er nú í stuttu máli saga málsins, sem nú er komið á þenn an rekspöl. frágengið síroahús og félags- heiimili að stærð 7.013 kúbikm. og auk þess fokhelt eða lengra komið 5.320 kúbikmetrar af rými eða samtals 12.333 kúbik- metrar. Fjögur verzlunarhús eru i byggingu, alls 4.710 kúbikm. að stærð og var hafin smíði þriggja þeirra á árinu. f ársbyrjun 1963 voru 7 iðnað- arhús í byggingu og á árinu haf- in bygging 16 iðnaðarhúsa, alls 23, að stærð 44.500 kúbikmetrar. í árslok voru fullgerð 5 iðnaðar- hús alls og 11 fokheld og lengra komin, eða 11 hús -samtals, að stærð 30.685 kúbikm. Þax af eru komin í notkiun 4 hús. leiðslukostnaðar en þar á heima og á athugun sú, sem áður er getið, á fasta- og framleiðslu- kostnaði frystihúsanna m.a. að gefa fiskseljenáum tækifæri til hagsmunagæzlu gagnvart fisk- kaupendum að þessu leyti. Að því er varðar þá 15% kauphækkun, er varð í desem- bermánuði sl., ber sérstaklega að gæta þess, að miðað er við, að firystihúseigendur muni af opin- berri hálfú fá aðstoð til þess að mæta þeim kostnaðarauka, er nefnd kauphækkun leggur á framleiðslu þeirra. Er miðað við, að sú aðstoð geti numið allt að kr. 0.30 á hvert kg. hráefnis, þannig að hækka megi áætlað viðmiðunarverð úr kr. 2.55 í kr. 2.85. Þegar þessi atriði eru virt, og litið er til gagna þeirra og upp- lýsinga, sem tiltæk hafia verið, telur oddamaður eigi fyrir hendi grundvöll samkvæmt megin- reglu 1. mgr. 7. gr. laga nr. 97/1961 til þess að hækka við þessa verðlagningu meðalverð það á fierskfiski, sem samþykkt var af yfirnefnd í janúar 1963 og gilti til loka þess árs. Er atkvæði oddamanns samkvæmt því það, að meðalverðið kr. 3.24 á slægð- um þorski og ýsu með haus standi óbreytt, enda er við þá ákvörðun höfð í huga batnandi framleiðni 'frystihúsanna, er gefa á möguleika til betri greiðslugetu, og svo líkur til þess, að verðlag á erlendum markaði á íslenzkum sjávairaf- urðum hækki frekar en lækki. Með því að tillaga oddamanns um meðalverð liggur þannig milli framangreindra tillagna fulltrúa fiskkaupenda og fisk- seljenda, verður samkvæmt venjulegum dóimskaparreglum meðalverð það, er hún felur í sér, kr. 3.24, það verð, er gilda skal eigi skemur en verðlags- tímabilið irá 1. janúar til 31. maí 1964, sbr. 7. gr. laga nr. 97/1961, en tekin verður sérstaklega ákvörðun um það, hvort þessi verðákvörðun skuli gilda leng- ur. VQNDUÐ II n FALLEG H ÚDYR u n Sjqurþórjónssoti &co ÍS Jiafiuxistiirti k Miklar byggingafram kvæmdir í Kópavogi Sextugur i dag: Páll Schevingr verksmiðjustjóri SEXTUGUR er í dag Péll Schev- ing, verksmiðjustjóri hjá Lifrar- samlagi \'estmannaeyja. Hann er fæddur í Eyjum, sonur hjón- anna Sveins Schevings, hrepp- stjóra og lögregluþjóns og Kristó- línu Bergsteinsdóttur. Páll hefur löngum látið félags- mál og íþróttamál til sín taka, enda hefur hann helgað ^gim krafta sina. Hann var einn af stofnendum og fyrsti formaður Vélstjórafélags Vestmannaeyja. var reyndar formaður þess oftar en einu sinni og fulltrúi þess á Alþýðusambandsþingum. Þá var Páll einn af stofnend- um Knattspyrnufélagsins Týs og var ritari þess fyrstu 5 árin. Lagði hann mikla stund á íþrótt- ir á fyrri árum og átti m.a. ís landsmet í langstökki um tíma og varð fyrstur íslenzkra hástökkv- ara til að beita svokallaðri „hvolf stökksaðferð", en var meinað að beita því á kappmótum. Páll Scheving hefur starfað mikið og gerir ennþá, í Sjálfstæð- isfélagi Vestmannaeyja. Var hann formaður félagsins sl. 12 ár, eða þar til 10. jan. sl„ er hann baðst undan endurkjöri. Páll sat.í bæjarstjórn af hálfu' Sjálfstæðismanna í 8 ár sam- fleytt og í bæjarráði í 4 ár. Starf aði hann m.a. í byggingarnefnd og rafmagnsnefnd og er reyndar formaður hennar enn þá. Kvæntur er Páll Jónheiði Steingrímsdóttur Scheving, ætt- aðri frá Akureyri. Eiga þau þrjú J börn, Helgu, sem er gif,t Hall- dóri Bjarnasyni, verkstjóra; — Margréti, sem. er gift Ingvari Viktorssyni, stúdent, og Sigiur- geir, kaupmann, sem er kvænt- ur Sjöfn Sigurbjörnsdóttur frá Reykjavík. Allir hinir fjölmörgu vinir og kunningjar Páls Sohevings senda honum og fjölskyldu hans beztu árnaðaróskir á þessum tímamót- um í ævi hans. — B Skrifstofustulkur Viljum ráða i eða 2 skrifstofu- stúlkur strax. Hf. Eimskipafélag íslands Teknir upp i dag KVEIMKULDASKÓR VERÐ: KR. 215— Stærðir: 36—41. LITUR: BRÚNN. EINNIG FRANSKIR KVENKULDASKÓR LITUR: SVART — MJÓR HÆLL. RAUTT LOÐFÓÐUR — ÓVENJU FALLEGIR VERÐ KR. 669.— Skóhúsið . Hverfisgata 82. Sími 11-7-88.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.