Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 20
20 MQRGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. jan. 1964. * GAVIN HQLT: 36 ÍZKUSÝNING í forstofunni var dyravarðar- borð með símaskipti, en enginn dyravörður. Lyftan kom hvín- andi einhversstaðar að ofan. Ég óttaðist mest, að dyravörðurinn kynni að vera í henni, svo að ég gekk upp í stigann. Ég vissi númerið á íbúðinni, en ég vildi fyrir hvern mun forðast allt sím tal á undan mér. Ég var að gá að D. 11. Ég gekk upp stigann þangað til ég fann rétta bókstafinn og síðan eftir gangi, tíl að finna númerið. Þetta hús leit helzt út eins og fangelsi af betra taginu. Ekkert svar kom þegar ég hringdi. Mér datt í hug, að ef til vill væri stúlkan enn ekki komin heim. Og kæmi kannski alls ekki heim. Ég reyndi hurð- arlásinn, en árangurslaust. Ég hringdi aftur. Ég athugaði læs- inguna, en hún var ekki ein þessara, sem hægt er að opna með hárnál. Ég þrýsti á bjölluhnáppinn í þriðja sinn og lagðist á hann. Ég fór að geta mér til um í hvaða átt hún hefði hlaupið, ef hún setlaði sér að hlaupa burt, og Höfum flutt raftækjaverzlun okkar að langavegi 172 Vekla alltaf lá ég á hnappnum. En þá var hurðin allt í einu rifin upp og hún stóð þarna. Hún var í ljósrauðum innislopp, sem hefði aldrei haldið á henni hita að vetrarlagi. Og svo var hún bál- vond. — Til hvers er verið að hringja svona hjá mér? spurði hún. —Afsakið, en ég hélt, að þér væruð ef til vill sofandi, sagði ég. — Að rninnsta kosti *voruð þér lengi að koma til dyra. — Ég er allan þann tíma, sem mér sýnist, að því, þegar það er minn eigin tími, svaraði hún. — Og ég tala ekki við gesti, nema koma þeirra sé tilkynnt áður. Ég mældi ha"na ofan frá svarta hárinu og niður í rauðu inni- skóna og hugsaði mér að vera nú harðneskjulegur. — Gott og vel. Ég skal fara niður til dyravarðarins og láta hann tilkynna komu mína. Þér verðið kannski ekkert hrifnar af því, en hitt skal ég bölva mér upp á, að þér látið mig ekki bíða lengi. — Hvað viljið þér? Hver eruð þér? — Ég er lögreglumaður. Þér höíðuð skipun um að vera heima, ef yðar gerðist þörf. Ég hringdi upp hjá yður og þér komið ekki til dyra, svo að ég hringi dálítið meira. Henni var órótt. — Hvernig átti ég' að vita,' hver þetta var? kvartaði hún, og var enn móðg- uð. — Mér var aldrei sagt, að ég mætti ekki fara í bað eða laga mig til í framan. — Ég vona, að ég megi laga á mér andlitið? — Auðvitað, sagði ég.— And- litið eigið þér sjálf. -—Það var nú það, sem ég var að gera, þegar þér hringduð. — Mér datt það næstum í hug, sagði ég. — Og eins hitt, að þér væruð að nota ofmikið af ósýni- legu kremi, og þessvegna hélt ég áfram að hringja. — Hvað eigið þér við með því? sagði hún og sendi mér eitrað augnatillit. — Notið yðar eigin dóm- greind, sagði ég. — Þér vitið mætavel, hvernig á stendur fyr- ir yður. — Þér eruð óþarflega ósvíf- inn, sagði hún, — Þér ættuð heldur að nota einhverja dóm- greind sjálfur, eða þá ég kæri yður fyrir ósvífni við mig. Það er víst ætlazt til þess að rann- sóknarlögreglumenn sýni fólki sjálfsögðustu kurteisi — Ég er nú ekki þannig lög- reglumaður, sagði ég. — Ég er einkaspæjari. Ég heiti Tyler og ég var ráðinn af frú Thelby tii að rannsaka trúnaðarmál. — Þá gétið sér snautað burt. Ég hef ekkert við yður að tala. Hún reyndi að loka dyrunum, en ég var með fótinn á milli. Það jók reiði hennar uip allan helming. Hán ýtti við mér. Hún hótaði að kalla á lögregluna. Ég ýtti henni inn fyrir og fór á eftir henni. Þó ekki langt. Rétt inn fyrir þröskuldinn. ■»— Bíðið andartak, sagði ég. — Ég trúi ekki öðru en þér hafið sitthvað við mig að tala, ung- frú Schlussberg. Höfuðið á henni hrökk til baka, rétt eins og hún hefði feng ið högg undir hökuna. Og hit- inn í henni lækkaði svo mjög, að ég var hræddur um, að hún gæti haft verra af því. — Ég heiti Lacoste, sagði hún og röddin var næstum hvísl. — Það þýðir nú ekki annað en það, að þessi maður hefur gifzt yður, svaraði ég. — Mér er nú nokkurnveginn sama, hvort þér heitið Josie Schlussberg eða Jos- ette Lacoste. En aðalatriðið er, að' þér eruð dóttir hans Abe Schlussberg. — Snáfið þér út! — Þér voruð ekki svona staf- fírug í París forðum. Þér lædd- ust burt meðan tækifæri var til, þegar þar fór að hitna. Þér vild- uð láta yður líða vel, eða voruð þér kannski hrædd? En í dag sýnduð þér foreldrum yðar meiri ræktarsemi. Þér höfðuð áhuga á að bjarga atvinnu föður yðai fyrir hann. Þér hlupuð til hans Thelby til að biðja hann að sker- ast í leikinn, þegar rifrildið hófst niðri. Þegar lögreglan sleppti yður eftir morðið, fóruð þér ekki eftir skipun hennar um að vera heima. Þér þutuð út í White- chapel til þess að vara við alvar legri vandræðum. Var þetta af eintómri ræktarsemi, eða sáuð þér yður sjálfri einhvern hag í því? Eða urðuð þér kannski hrædd —- ennþá hræddari en í fyrra skiptið? — Út héðan! æpti hún og var nú enn grimmari en áður. — Þa_ð skal ég gera ef þér viljið. Ég hálfsneri mér við og tók eitt skref áleiðis til dyr- anna, en hafði þó aldrei augun af henni. — Ég skal fara út úr íbúðinni yðar, frú Lacoste. Ég skal fara beint niður. Ef til vill nota ég lyftuna. Svo ætla ég að fá lánaðan síma hjá dyraverðin- um, og hvað haldið þér, að ég geri svo næst? Ég ætla að hringja í Bursihenn lögreglufull- trúa og biðja hann að skreppa hingað, og eftir nokkrar mínút- ur fáið þér svo ánægjuna af að hitta hann, og segja honum, hvaða erindi þér áttuð í skrif- stofuna hennar frú Thelby um miðja nótt. Hún stirðnaði upp. Stóð þarna með galopinn munninn, en kom engu orði upp, langa stund. En loks þegar það varð, talaði hún ekki annað en vitleysu. — Þetta er lygi! sagði hún. Ég kom ekki nærri skrifstofunni. Ég var í leikhúsinu. Ég spurði ekki, hvað leikritið hefði heitið, enda áhugalaus um það. Ég sagði bara: — Þá slepp- ið þér. Það eina, sem þér þurfið að gera, er að sanna það. En svo ætla ég að segja Burchell, að ég hafi séð yður hjá Clibauds á sama tíma og svo getur hann ákveðið, hvort okkar hefur á réttu að standa. — Hvað á þetta að þýða? sagði hún. — Er það ætlun yðar að kúga af mér fé? — Svo að þér þekkið eitthvað til þeirra hluta? hvæsti ég á móti. 3|tltvarpiö JÚMBÓ og SPORI ~Teiknari: J. MORA Þegar galdramaðurinn var farinn, kallaði drottningin fyrir sig herfor- ingja sinn. „Maur minn góður“, sagði biui, „ég skipa þig hérmeð foringja þessarar herferðar. Taktu með þér þá hermenn sem til þarf. „Skal gert, Yðar Náð,“ svaraði herforinginn. 2. Allt í einu var kominn allur ann- vr svipur á rústimar. Það var eins og jörðin yrði lifandi, fram úr öllum krokum og kimum komu mauraher- menn, það mátti sjá á þeim, að þeir vi ru á leið í stríð. 3. Meðan á þessu gekk lá Spori andvaka. Það var ekki vandi hans aila jafna .... og hann lá þarna og bugsaði um það hve oft hann hefði ekki feginn viljað gefa mikið til að geta sofið .... en ekki sofnaði hann bí því. KALLI KÚREKI —Teiknari; FRED HARMAN ÞriSjudagnr 21. Janúar 7.00 Morgunútvarp (VeSuríregnir Tónleikar — 7.30 Fréttir — Ton„ leikar — Morgunleikfimi — 8.00 Bæn — Veðurfregnir — Tón- leikar — 8.30 Fréttir — Tónleikar — 9.00 Úrdráttur úr forustu- greinum dagblaðanna — 9.10 Veðurfregnir — 9.20 Tónleikar — 10.00 Fréttir). 12.00 Hádegisútvarp (Tónleikar — 12.25 Fréttir og tilkynningar). 13.00 „Við vinnuna". Tónieikar. 14.40 „Við sem heíma sitjum": Margrét Margeirsdóttir flytur erindi um vandamál ungiinga. 15.00 Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. —Tónleikar — 16.00 Vpðurfregnir — Tónleikar — 17.00 Fréttir — Endurtekið tóniistarefni). 18.00 Tónlistartími bamanna (Jón O. Þórarinsson). 18.20 Veðurfregríir. 18.30 Þingfréttir. — Tónleikar 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Einsöngur i útvarpssal: Einar Sturluson syngur. Við hljóðfær- ið: Dr. Hallgrimur Helgason a) Tvö lög eftir Áskel Snorrason „Sólkveðja" og .Kvöid'. b) Tvö lög eftir Bjarna Þor- steinsson: „Vor og haust" og „Taktu sorg mína". e) „Vor" eftir Pétur -Sigursson. d) „Ef engill eg væri" eftir Hall« grím Helgason. Y0U LUCKY' S’POSá M£ NOFINDYOU ,YOU D£A0 LAST Nlö WILLYOU SELLME ONEO’YOUe BURROS, A LITTLE&I2UB, AN’A CANTEEN O’ WATER? WHAT YOU OOTFOR TEADE? Pi Nú varstu heppinn. Hefði ég ekki fundið þig í gærkvöldi værirðu dauð- vr. Ég hef aldrei verið liættar kominn. Hvað ætlarðu nú að gera? Nú langar mig bara til að fara Jieim. Ég hef fengið nóg af sand- auðninni. Þessi ferð verður mín sein- asta. Yiltu selja mér annan asnann þinn, eitthvað í svanginn og einn brúsa af vatni. Hvað hefurðu að bjóða í staðinn? 20.20 Erindi: Austræna kirkjan (Hend rik Ottósson fréttamaður) 20.45 TónIeikar: Serenata í A-dúr eftjr Stravinsky (Charles Hosen leik- ur á píanó). 21.00 Þriðj udagsleikritið „Höll hatt- arans", eftir A. J Cronin, i þýð„ ingu Áslaugar Árnadóttur; X. kafli — lokaþáttur; Oft kemur skin eftir skúi. — Leikstj órij Jón Sigurbjörnsson. 21.40 Tónlistin rekur sögu gjna (Dr, Hallgrímur HeJgason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir 22.10 Kvöldsagan: „Óli frá Skuld" eft- ir Stefán Jónsson; HI. (Höfund- ur les). 22.30 Létt músik á siðkvöldi: a) „Bláa griman", óperettulög eftir Raymond (Einsöngvarar kór og hljómsveit flytja, Stjórnandi: Fraz Marszalek). b) Hljómsveit Kikisóperunnar 1 Berlín ietkur forleik eftir Nicolai, Weber og Humper- dinck; Arthur Rother stj. 23.20 Dagskrárlok-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.