Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLADID Þriðjudagur 21. jan. 1964. Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, • Eyjóifur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Útbreiðsiustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðs-lstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifturgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. 1 lausasölu kr. 4.00 eintakió. AÐ GEFNU TILEFNI f síðuistu viku skrifaði Tím- * inn mikið um það, að rík- isstjórnin gerði ekki nóg fyrir samvinnufélögin og sagði jafnvel, að þeim væri ætlaður verri hlutur en öðrum, þótt á almanna vitorði sé, að sam- vinnufélögin hafa ýmis for- réttindi. Blaðið leitaðist við að rökstyðja mál sitt og skal nú vikið að sjónarmiðum þess hverju fyrir sig. Því er í fyrsta lagi haldið fram, að afurðalán til land- búnaðarins séu svo skorin við nögl að kaupfélögin hafi orðið að „greiða bændum meira fyrirfram út á afurðir ög orðið að taka af naumu rekstr- * arfé sínu til'þess frá öðrum brýnum verkefnum.“ Morgunblaðið álítur raunar, að þessu sé öfugt farið, þ.e.a.s. að fremur sé það fé, sem bændur eiga að fá út á afurð- ir sínar, notað í rekstri sam- vinnufélaganna en hið’ gagn- stæða að rekstrarfé*félaganna sé greitt bændum út. Að minnsta kosti hafa ekki verið færðar sönnur að fullyrðingu Támans. Málgagn Framsóknarflokks ins kemst heldur ekki hjá að játa, að afurðalánin voru stór- aukin sl. haust, en vafasamt er að margir bændur hafi orð- ið þess varir, að þeir hafi miklu fyrr og betur fengið greitt fyrir afurðir sínar hjá kaupfélögunum en áður. Þá hneykslast Tíminn á því, að kaupfélögin skuli ekki fá leyfi til að taka stórlán er- lendis til vörukaupa. Hefur ríkisstjórninni þó mjög verið legið á hálsi fyrir það að leyfa almenn vörukaupalán, vegna þess að þau hafa aukið á þensluna innanlands. Þessi heimild til greiðslufrestar mun talsvert hafa verið mis- notuð og liggur það orð á, að ekki sé það sízt Sambandið, sem misnotað hafi þessar heimildir og stofnað til van- skila. En meginatriðið er það, að í þessu efni eins og öðrum finnst Framsóknarmönnum fráleitt að Sambandið sitji við sama borð og aðrir. Það á ekki einungis að hafa hinar almennu yfirdráttarheimildir, heldur á það líka að fá leyfi til að taka stórlán erlendis til vörukaupa. Þá hneykslast málgagn Framsóknarflokksins á því að Seðlabankinn skuli binda nokkurn hluta af innstæðufé í innlánsdeildum kaupfélag- anna. Innlánsdeildirnar eru sérréttindi, sem samvinnufé- lögin hafa umfram aðra verzl- unaraðila, en samt finnst Framsóknarforingjunum það vera afarkostir að láta al- menna bindingu sparifjár, sem gerð er til að standa und- ir veitingu afurðalána,. ná til þessara innlánsstofnana eins og annarra. Ætti það þó að vera afarkostir að láta al- eigendur þessa fjár, að hluti þess er bundinn í Seðlabank- anum, þótt meirihlutinn sé raunar í vafasömum rekstri sumra kaupfélaganna. HAFA BÆNDUR CREITT ÁBURÐ- INN? íminn ^heldur því fram, væntanlega í nafni Sam- bands íslenzkra samvinnufé- laga^ að Sambandskaupfélög- in þurfi að nota mikið af rekstrarfé sínu til að lána bændum og greiða þeim fyr- irfram út á afurðir, þótt af- urðalánin hafi verið stórlega hækkuð. í þessu sambandi er ekki úr vegi að beina þeirri spurn- ingu til forystumanna SÍS, hve mikið bændur skuldi kaupfélögunum af áburðar- úttekt sinni frá sl. vori. Skipta þessar skuldir bænda við kaupfélögin út af áburðar- kaupum fyrir tæpu ári e.t.v. milljónum eða tugum millj- óna? Jafnframt væri fróðlegt að fá upplýsingar um það, hve mikið Sambandið og kaupfé- lögin skulduðu Áburðarverk- smiðjunni enn af þessari út- tekt. Væntanlega stendur ekki á þessum upplýsingum, og mun þá skýrast, hvort heldur er, að Sambandskaupfélögin styðji bændur stórlega með því að taka af rekstrarfé sínu til að lána þeim, eða hvort fjármunir bænda eru notaðir í rekstri kaupfélaganna. 703 MILLJ. ÚR STOFNLÁNA- DEILD LAND- BÚNAÐARINS i sl. ári lánaði Stofnlána- deild landbúnaðarins 1510 lán, samtals að upphæð 102,9 millj. kr. Er hér um að ræða langhæstu lánveitingar, sem um getur til landbúnaðarins og fleiri lán en nokkru sinni fyrr. Eins og- sést af þessum miklu lánveitingum er þegar farinn að koma í ljós árang- urinn af löggjöfinni um Stofn lánadeild landbúnaðarins, en hagur hennar á þó eítir að KAJSTNIST T>ér ' við málverk Van Gogh’s „Stjörnuskin að kvöldlagi"? I>ér haldið þá kannske, að stóru skýin tvö, sem þyrlast ‘um myndina og vefjast saman rétt vinsira meg in við hana miðja, séu í raun og veru ský? Og að * stóru kýprusviðartrén vinstra meg- in séu bara tre? Og stjörn- umar með þyrilbaugama um- •hverfis séu bara venjulegar stjörnur? ónei, þvi fer fjarrL Skýin em elskendur í faðm lögum, skýjamyndanirnar eru í raun og veru gömlu kín- versku táknin fyrir kveneðl- ið og karleðlið, Yin og Yang, í dálítið breyttri mynd. Trón Efri myndin sýnir meðfærilegan þrumuveðurathugara, sem notaður er til þess að fylgjast með háttalagi skýja. Með plastbelgnum er mælt rafmagn í skýjunum og hringloftnet- in eru hluti radartækis, sem mælir þéttleika þeirra og úrkomu mettun. — Full kanna af vatni og —42 gráður skapa í sam- einingu þetta myndarlega ísþokuský. Engin takmörk sett þegar tdknin hlaupa með mann í gönur sem teygja sig upp I himin- inn tákna karimemisikuna, stjörnurnar sæði. Rámar yður ef til vill í „La Berceuse",. mynd Van Gogih’s af bóndal^onu, er situr í hægindastól Og heldur hönd um í kjöltu sói um band- spotta, og ruggar þanmig ó- sýnilegri vöggu? Það er hreint enginn venjulegur bandispotti. Hann táknar nefnilega nafla strenginn. Nafn málarans, — Vineent, — málað smáum stöfum á armbríik rtólsins, sem umlykur hv/lduga kon- una? Jú, það gefiur okkur í skyn tilfinningar þær, sem listamaðurinn bar í brjósti til Mme. Roúlin, sem sat fyrir „La Berceuse", löngun hans til að nálgast hana, einis og barn móður sína. Og hvað um hinar ýmsu gerðir „Sólblóma“- myndanna þar sem sum kronulblöðin eru oddhvöss og stingandi eins og spjótsoddar en önnur deyfðar leg og sölnuð? Þau marka hæðir og lægðir í samskiptum Van Gogh’s við Theo bróður sinn Og vini hans. (Þetta er ég handviss um, aö yður datt ekki í hug). Mál tákna og líkinga. Þetta stendur að minnsta kosti skrifað í nýútkominni bók eftir H.R. Graetz, sem heitir „The Symbolic Langu- age of Vincent Van Gogh". Mér er tjáð, að Mr. Graetz sé sjálfur hvorki sálfræðing- ur né listfræðingur. Hann er iðjuhöldur, sam nú hefur dreg ið sig í hlé og segir sjálfur í formála að bók sinni, að hann hafi byrjað fyrir um það 10 árum að rannsaka hið tákn ræna innihald listar Van Gogh’s, enda þótt það hefði fundið hljómgrunn í sál sinni fyrir rnörgum áruim. Það er athyglisvert, að ann ar rithöfundur, hinn velmetni listfræðingur og sagnfræðing- ur, prófessor Meyer Schapiro, lítur „Stjörnuskin að kvöld- lagi“ allt öðrum augum. 1 bók sinni um Van Gogh sér hann „í hinum risavaxna skýjavafningi og skærlýsandi skarðmána — afbrigðilega táknmynd tungls og sólar og jarðarskugga, læist í myrkva —• ef til vill ómeðvitað leið- sögustef Opinberunarinnar um ksonu í barnsnauð, með sól og tungl umhverfis og stjörnur fyrir ofan, en dreki hefur í hótunum Við nýfætt barnið“. Og hana nú! Það geta orðið allir tekið þátt í þessum tálkn leitarleik. Listaverk eru að sönnu oft verðmætar heimildir til vís- indaiegra rannsókna á skap- gerð listamannanna sjálfra. Og tákn þau og líkingar, sem sálfræðingar hafa þótzt finna í sígildum og ópersónulegum listsköpunum á borð við jón- íska og korinþiska súlnagerð, eggja- og örva skreytinguna og hin síendurtekmu form skelja, hella, stiga, opinna glugga, tunglsins, jafnvel hurð arhúna, geta eflaust frætt okk ur um margt og mikið varð- andi undirvitund mannfélags- ins í heild, eins og hún hefur birzt í listaverkum þeim sem hann hefur haft í kringum sig. En í hamingju bænum, við eigum fullt í fangi með ab- straktmálarana núr.a. Það er nógu erfitt að komast að raun um hvað eigi að mierkja ein lína niður miðja mynd, þegar línan er það eina, sem á mynd inni er, („Línan mikla, sem skilur milli lífs og dauða“, sagði einn meistari línugerðar innar), eða svartir hringir á hvítum fleti („Konur“, sem annar, og bættx því við, að svarti liturinn táknaði hve mjög alH væri á huldu um þær). En því ekki að leyfa okk- ur að ráða í merkingu venju- legra „gamaldags“ málara sjálf eða njóta listar þeinra, þó svo að við séum jafn nær um það, hvað þeir í raun og veru eigi við með því sem þeir eru að mála? Haldið þið það sé til einhvars nýtt að lesa sér til, eins og ég gerði í útlistuir Lionel Gotstein’s á táknum í bók hans „Listin og undirvitundin“. að það sem málari hafi í huga þegar hann málar hundkvikindi sé gagn- rýnandinn? (Grein eftir Emily Genauer Herald Tribune Bureau). stórbatna, þannig að hægt verði að gera þau stórátök í framkvæmdum í þágu land- búnaðarins, sem nauðsynleg eru á næstu árum og áratug- um. í skýrslu Búnaðarbanka ís- lands er einnig getið um það, að veðdeild bankans hafi lán- að á síðasta ári rúmar 6 millj. kr. og voru öll lánin veitt til jarðakaupa. Slíkar lánveit- ingar greiða auðvitað fyrir því að nýir ábúendur geti tek- ið við jörðum, sem ella kynnu að fara í eyði. Hagur Búnaðarbankans er góður eins og áður. Skuldlaus eign bankans nemur nú 70 millj. kr. og á síðasta ári jókst sparifé bankans um nærri 20%. Hins vegar er rekstrarhagn- aður sparisjóðsdeildar mun minni en árið áður og mun svo vera í öllum bönkunum, vegna þess að Seðlabankinn hefur lækkað vexti af bundnu fé og allmikil launahækkun hefur orðið í bönkunum. En aðalatriðið er að Búnað- arbankinn og sjóðir þeir, sem undir hann heyra, eru öflug- ar lánastofnanir> sem greiða fyrir 'framförum í sveitum landsins í sívaxandi mæli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.