Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.01.1964, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. jan. 1964* Bætur almannatrygginga hækki um 15% Ltgjaldaaukiiing Trygginga- stofnunarinnar 74,4 mill]. kr. 1 NEBRI deild voru fjögur mál í dagskrá i gær, en tvö þeirra voru tekin út af dagskrá. Fyrst var tekið fyrir frum- varp til laga frá ríkisstjórninni um hækkun á bótum almanna- trygginga. Mælti félagsmálaráð- herra. Emil Jónsson fyrir frum- varpinu. Frv. var vísaS til 2. umr. og heilbrigðis- og félags- málanefndar. Lögin hljóða svo: 1. gr. Frá 1. janúar 1964 skulu bæt- ur, samkvæmt lögum nr. 40 30. apríl 1963, um almannatrygging- ar, að undanskildum fjclskyldu- bótum, samkvæmt 15. gr. lag- anna, greiddar með 32.25% álagi í stað þeirrar 15% hækkunar, sem ákveðin var með lögum nr. 72 1963, um hækkun á bótum al- marmatrygginganna. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði til bráðabirgða: Tryggingastofnuninni er heim- ilt að greiða þá 15% bótahækk- un, sem felst í lögum þessum í einu lagi fyrir tímabilið 1. jan. 1964—30. júní 1964 með bóta- greiðslum fyrir júlímánuð 1964. Þegar lög þessi öðlast gildi, skulu framlög og iðgjöld til al- mannatrygginganna fyrir árið 1964 ákveðin að nýju, og ber framlags- og iðgjaldagreiðend- um að greiða framlög og iðgjöld á árinu 1964, samkvæmt þeirri ákvörðun. ★ í athugasemdum við lagafrum varpið segir svo meðal annars: „Þegar lög um hækkun á bót- um almannatrygginganna voru sett hinn 6. desember 1963, stóðu yfir almennar vinnudeilur, sem ekki var þá vitað hversu lykta mundi. í athugasemdum við frumvarp til þeirra laga, segir m. a. orð- rétt: „Ef um frekari launahækkanir verður að ræða, verður að sjálf- sögðu að endurskoða hækkun bótanna, þegar þær launahækk- anir liggja fyrir.“ Við lausn vinnudeilnanna verð ur að telja, að almenn launa- hækkun hafi orðið 15%. f samræmi við þá venju, sem skapazt hefur, að bætur almanna trygginga hækki til samræmis við almennar launahækkanir, er því óhjákvæmilegt að hækka nú enn bæturnar um 15% frá 1. janúar 1964. Þetta jafngildir því, að bætur almannatrygginga sam kvæmt hinum nýju lögum nr. 40/1963, sem öðluðust gildi hinn 1. janúar 1964, hækki frá þeim tíma um 32.25%”. Mikil útgjaldaaukning í fylgiskjali við stjórnarfrum- varpið segir svo um útgjalda- aukningu lífeyristrygginga á ár- inu 1964, miðað við 15% hækk- un bóta, annarra en fjölskyldu- bóta, að hún sé áætluð 74.4 millj. kr. Skiptist sú upphæð þannig, að ellilífeyrir hækkar um 47.3 milljónir króna, örorkulífeyrir og örorkustyrkur um 12.0 millj., aðrar bætur um 13.6 millj. og tillag til varasjóðs um 1.5 millj. Útúgjaidaaukhingin skiptist þannig á aðilja, að ríkissjóður greiði 26.8 millj. kr., hinir tryggðu 23.8 millj., sveitarsjóðir 13.4 millj. og atvinnurekendur 10.4 millj. Meðferð ölvaðra og drykkjusjúkra Hitt málið, sem rætt var í Nd, var stjórnarfrumvarp til laga um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra. Var það til 3ju umræðu og því vísað samhljóða til Efri deildar. Ekki ókveðið að kaupa Canadair Vegna blaðaskrifa spurði Mbl, Kristján Guðlaugsson, stjórnar- formann hjá Loftleiðum, hvort félagið hefði ákveðið að kaupa skrúfuflugvél af gerðinni Can- adair. Kristján sagði að Canadair væri ein af þeim flugvélum, sem komið Kefði til greina að kaupa, en ekki væri búið að taka neina ákvörðun um hver af hugsan- legum flugvéiategundum # yrði endanlega valin. Um veiðimál Árnesinga t MBL. s.l. sunnudag birtist harð orð grein eftir Ólaf Þorláksson, bónda að Hrauni í ölfusi. Fjallar hún um veiðimál Árnesinga og stangaveiðimenn, og er tilefnið viðtöl, sem fyrir nokkru birtust í Mbl. um sama efni. Mbl. hefur nú snúið sér til þeirra manna, sem þá svöruðu spumingum þess, og spurt þá álits á grein Hraun- bóndans. Fara svör þeirra hér á eftir: Guðmundur J. Kristjánsson, for maður Landssambands íslenzkra stangaveiðimanna: „Varðandi um mæli bóndans um forystumenn veiðimála, skal ég viðurkenna að ég hef ásamt öðrum barizt fyrir bættri veiðilöggjöf, þar sem ég hef talið að hún eigi að koma í veg fyrir ofveiði í áin og vötn- um landsins, jafna veiðihlunn- indum milli áreigenda, og bæta þannig hag þeirra, sem lönd eiga að fiskivötnum. Bóndinn talar um tvo hópa stangaveiðimanna. Skiilst mér á greininni, að hann óski eftir fullri greiðslu frá stangaveiði- mönnum fyrir veiðileyfi, en virð- IIMGI R. JOHANIMSSOIM SKRIFAR UIVI 8KÁKMIÓTIÐ Tal var í taphættu gegn Jóni — en tókst þó að tefla til 4. UMFERÐ Tal — Gllgoric. Byrjun: Spá.nski leikur. AÐ VANDA lék Tal e2-e4, sem Gligoric varðist með spánskri uppbyggingu. f 14. leik kom Tal með nýlegan leik, sem hann ásamt Geller höfðu rannsakað á skákanót- inu í Havana. Það fór fyrir Gligoric svipað og mér, hon- um tókst aldrei að frýja stöðu sína fyllilega. Tal færði sér í nyt örlítið frjálsara ta-fl á meistaralegan hátt. Hann fl/utti drottninguna og annan riddarann sinn yfir á kóngs- væng og tókst að þvinga af andstæðing sínum skiptamun. Þrátt fyrir það virtist sem Gligoric ætli að geta varizt lengi, en með nokkrum sterk- um leikjum knúði ,,ex“ heims meistarinn andstæðing sinn tid uppgjafar í 40. leik. Friðrik — Ingvar. Byrjun: Schlegther-vörn. Friðrik náði snemma betra tafli, eftir að Ingvar hóf ótima bærar aðgerðir á miðborðinu. Ingvari tókst aldrei eftir e7-e5 að ná nægilegu mót- spili til þess að vega upp á móti yfirburðum hvíts. Frið- rik vann síðan skákina í rösik um 20 leikjum. i ^ Freysteinn — Ingi R. Byrjun: Kóngsindversk-vörn. Freysteinn fékk góða stöðu upp úr byrjuninni, þar sem ég veigraði mér við að þiggja peð sem hann bauð snemma í skákinni. í flækjum mið- taflsins missti Freysteinn sig oftar en einu sinni, og tókst rniér þá að rífa upp kóngs- væng hans með f4-f3, og í kjölfar þess fylgdi kóngssókn sem endaði með því að Frey- steinn missti tvö peð og síðan mann. Skákin varð 39 leikir. Guðmundur - Jón. Byrjun: Kóngsindversk-vörn. Guðmundur náðj snemma mjög góðri stöðu, sem hann fylgdi fast eftir, þrátt fyrir það að Jón væri í sókn á drottningarvæng. Þegar Guð- miundur átti aðeins skammt í land, þá urðu honum á slæm mistök er gáfu Jóni færi á drottningarfórn, sem að vísu gaf aðeins tvo létta menn, en tryggði-stöðuna svo, að vafa- samt má télja hvort Guðm. gat unnið þá stöðu. Stuttu síðar lék Guðm. svo illilega af sér og tapaði skákinni. Arinbjörn — Magnús. Byrjun: Kóngsindversk-vörn. Þessi skák var viðburðar- snauð, nema hvað snertir upp skiptalei/kfléttu sem leiddi til jafnteflis."" Noná — Johannessen. Byrjun: Sikileyjarvörn. Nona fékk heldur liprari stöðu í miðtaflinu, en Svend lét engan bilbug á sér finna og smám saman jafnaðist tafl- ið. Undir lok tímamarkanna þegar staðan var dautt jafn- tefli lék Nona af sér peði, sem áT þó tæplega að nægja til vinnings fyrir Norðmann- inn. Biðstaðan: Hv. Kg2, He5, peð h2, g3. Sv. Kh7, Hc5, peð h6, g7, dö. Trausti — Wade. Byrjun: Tarrasch-vöm. Fram að þessu hefur vinur okkar Wade ekki sýnt mikil tilþrif í ^kákum sínum, og í skák sinni við Trausta hall- aði yfirleitt á Wade. Hann slapp þó með skrikikinn og nældi sér í jafntefli. 5. UMFERÐ. Jón — Tal. Byrjun: Sikileyjarvöm. Þetta varð mjög söguleg skák. Jón fórnaði manni fyrir tvö peð og virtist sem Tal ættj ekki betri möguileika en að þráleika. Hann var þó ekki ánægður með það! Tal gaf andstæðing sínum kost á að vinna drottninguna fyrir biskup og hrók auk þess sem Jón fékk tvö peð í kaup- bæti. Skákin varð afar spenn- andi og tókst Tal smá saman að ná heiftarlegri kóngssókn sem Jón fékk ekki ráðið við. Fullvíst má þó telja að skákin hafi verið töpuð fyrir Tal á tíma'bili, samkvæmt þeim at- (hugunum sem gerðar voru eftir að skákinni lauk. En staðreyndin er sú, að sterki maðurinn heíur með sér heppnina. Ingi R. — Nona. Byrj. Móttekið drottningarbr. Ég vann peð upp úr byrjun * inni, sem að vísu verður þó að teljast fórn af hálfu Nonu. Ég gat staðsett biskupa mína mjög vel, og tókst þannig að fypirbyggja öll sóknaráform heimsmeistarans. Eftir að drottningarkaup áttu sér stað, verður að telja að ég hafi átt fast að unninni stöðu, en mér varð á örlítil ónákvæmnl í útfærslu á endataflinu, sem gerði það að verkum að and- stæðingi minum tekst að svifta mig biskupaparinu, og þar með hurfu allar vinnings- vomr mínar sem dögg fyrir sólu. -/ Gligoric — Arinbjöm. Sikileyjarleikur. Gligoric háði harða baráttu við Arinbjörn eftir að drottn- ingarkaup áttu sér stað snemma tafls .Upp kom enda tafl með ósamlitum biskup- um og hrók hjá hvorum, en júgóslavinn átti peði meira. Það má segja, að leikurinn vinnings hafi borizt aftur og fram um skákborðið þar sem skiptist á sókn og vörn. í tímaeklu fann Arinbjörn ekki beztu leiðina og tapaði skákinnL Wade — Guðmundur. Byrjun: Slavnesk vörn. Wade átti heldur betri stöðu, að því er virtist aHa skákina út, en Guðmundur varðist af seiglu, og hélt sín- um hlut. Ingvar — Trausti. Byrjun: Pirc-vöm. Ingvar tefldi óvenju „pass- ivt“ byrjunina, og gaf Trausta kost á hagstæðu enda tafli. Trausti komst þó ekki mikið áleiðis, og þegar skákin fór í bið var hún mjög tvi- sýn. Friðrik — Johannessen. Skákinni var frestað vegna veikinda Friðriks. Magnús — Freysteinn. Kóngsindversk-vöm. Byrjunin tefldist fremur ó- hagstætt fyrir Freystein Magn ús notfærði sér vel yfirráð sín á g-línunni, og áður en setunni lauk, sá Freysteinn sig kniúðan til uppg jafare Staðan eftir 5 umferðir. 1. Tal 5 vinninga 2. Friðrik 3% + 1 óteflda 3. Gligoric 3+1 biðskák 4. Ingi R. 2Vz + 1 biðskák 5. Sv. Johanness. 2 + 2 b.sk. 6—9. Gabrindasvili 2+1 biðsk. Magnús 2 Wade 2 Ingvar 2 + 1 biðskék 10. Guðm. lVz + 2 biðskákir 11. Jón lVz + 1 biðskák 12. Arinbjörn 1 13. Trausti Vz + 2 biðskákir 14. Freysteinn Vz ist skipta litlu máli hvort þeir fá eitthvað fyrir það í veiði. Hann talar um ósvífna og freka menin í greininni. Mér er ekki kunn- ugt um að stangaveiðimenn, er veiða við árósa ölfusár, hafi brot ið neitt af sér, og ekki er mér kunugt um neinar kærur á hend ur þessuam mönnum liggi fyrir. Ef svo væri, væru þeir að sjálf- sögðu burtrækir úr félagsskap stangaveiðimahna. Það væri gott ef Hraunsbóndihn upplýsti les- endur Morgunblaðsins um, hvort slíkar kærur læglju fyrir, og þá ekki síður hvort kærur lægju fyrir um ólöglegar veiðar neta- manna við ósa Öliusár. Þá fengi lesandinn samanburðinn. „Annars er þessi dæmalausa grein Hraunsbóndans svo mót- sagnakennd og ofstækisfull, að ég sé ekki ástæðu til þess að ræða hana frekar í bili. Það fyrsta sem mér datt í hug er ég leit yffr hana, var ofstækis- fulur útgerðarmaður í Grimsby og viðbrögð hans við friðun fisikiimiðanna við Island“. Jörundur Brynjólfsson formað ur Veiðifélags Árnesinga: „Eins og skilja má, vil ég leiða hjá mér að segja nokkuð um þessi mál á þessu stigi, til þess stend ég of nærri þeim. Stjórn Veiði- 'félagsins þarf að ræða málin (þ.e. leigutilboð SVFR — innskot Mbl.) sín á milli og boða sáðan til féiagefundar. Meira get ég ekki sagt að svo stöddu". Óli J. Ólason, formaður SVFR: „Ég hefi ekki farið gaumgæfi- lega yfir grein bóndans á Hrauni, en stjórn Stangaveiðifélagsins mun athuga hana náið, og gera þær leiðréttingar sem r auðsynleg ar eru á því, sem þarna er mis- sagt eða ofsagt". Víglundur Möller, ritstj. Veiði- mannsins: „Ég álít það broslega fjarstæðu að stangaveiði á Hrauni hafi drepið niður stóra silunginn þar. Bóndinn vitnar 10—15 ár aftur í timann, og seg- ir að þá hafi 5—8 pund verið algeng stærð á sjóbirtingi. A þessurn tíma var ég vel kunnug ur á Hrauini, og var það atlgjör undantekning að 5—8 punda fisik ar fengjust. Yfirleitt kemur ekki til nokkurra mála, ekki sízt á vatnasvæði sem þessu, að stanga veiði geti unnið stofninum nokk urt tjón. Mitt sjónarmið er að það eru netin, en ekfki stöngin, sem þarna þarf að varast“. Þór Guðjónsson, veiðimála- stjóri kvaðst ekkert hafa um grein Hraunsbóndans að segja að svo stöddu. 110 FÓRUST Formósu, 20. jan. (AP) Miklir jarðskjálftar urðu á Formósu á laugardag. Vitað er nú að 110 manns hafa far- izt, en 480 eru særðir, þar af 130 alvarlega. Um 4.700 hús gjöreyðilögðust.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.