Morgunblaðið - 01.02.1964, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 01.02.1964, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ LaugardagUT 1. febrúar 1964 Leikfélag Reylcjavíktir: Sunnudagur í New York Höfundur: Norman Krasna Leikstjóri: Helgi Skúlason Þýðandi: Loftur Guðmundsson í strætisvagninum. Frá vinstri: Erlingur Gjslason, Guðrún Ás- mundsdóttir, Brynjólfur Jóhannesson og Margrét Ólafsdóttir, LEIKFÉLAG Reykjavíkur frum- sýndi á þriðjudagskvöld gaman- leAinn „Sunnudagskvöld í New Yerk“ éftir bandaríska höfund- inn Norman Krasna, sem mun vera ýmsum leikhúsgestum að góðu kunnur fyrir gamanleikinn „Elsku Rut“, er sýndur var af Leikfélaginu tímamótaveturinn 1950—51. „Sunnudagur í New Yrk“ er annað verkgfni Leikfélagsins í vetur og m.a. valið „til að létta bsejarbúum geð í skammdeginu", eins og segir í Leikskrá. Hér er vissulega á ferðinni ósvikinn gamanleikur, þar sem beitt er ýmsum þeim^ brellurn í orðaleik og kátlegri atvikarás, sem væn- iegastar eru til að vekja hlátur á áhorfendabekkjunum. Höfundur- inn er mikill kunnáttumaður í sviðstækni, sérlega fundvís á skemmtileg leikbrögð og hefur gott lag á að stilla atvikum þannig saman, að úr verður mik- ið grín, en satt bezt að segja tefl- ir hann í því efni stundum á tæp- asta vað, enda er verkið í heild fremur farsakennt, a.m.k. eins og það er sett á svið hér. Hins vegar get ég hugsað mér, að með meiri stílfærslu og skýr- ari útlínum í túlkun persónanna hefði sýningin orðið í senn skemmtilegri og eftirminnilegri, því hér er vissulega um gott sviðs verk að ræða, þó lítið fari fyrir bókmenntagildinu. Samtölin eru víða hlaðin mikilli kímni ,sem af einhverjum ástæðum féll furðu- oft dauð til jarðar. Er þar vísast bæði um að kenna þýðingu og leikstjórn. Þýðing Lofts Guð- mundssonar er að mínum dómi alltof stirð og hátíðleg — orð- færið óeðlilegt og víða þvingað, sem er höfuðsynd í gamanleik. Hér dugir ekki annað en létt og leikandi orðræða. Sök leikstjórans, Helga Skúla- sonar, er sú, að hann virðist ékki hafa lagt nægilega rækt við inn- tak samtalanna — hann dregur ekki nógu skýrt frarn spaugilegar athugasemdir í orðaskiptum per- sónanna, og sums staðar tala þær of hratt til að ná fram réttum blæbrigðum. Hins vegar er sviðsetning Helga á margan hátt hugkvæmnislega unnin og sum atriðin býsna spaugileg, ekki sizt þar sem mest reynir á látbragðsleik, eins og í strætisvagninum og kvikmynda- húsinu. Galdur innskotsatriðanna hefur hann leyst mjög sómasam- lega, þó síðasta atriðið (í sport- bflnum) takist að vísu ekki sem skyldi. Vandi leikstjórans er fyrst og fremst í því fólginn að sameina farsann og alvöruna í leiknum. Grínið verður ekki verulega hug- tækt nema áhorfendur leggi trún- að á alvöruna, sem er forsenda þess, þ.e.a.s. sálarstríðið sem Eileen á í. Hér gerir höfundurinn leikstjóranum að vísu dálítið erf- itt fyrir, því hann beitir sums staðar óþarflega farsakenndum brögðum til að vekja hlátur, sbr. t.d. atriðið með týnda skóinn í seinna þætti. Eins valda fata- skipti Mikes í leikslok óneitan- lega talsverðum heilabrotum, því hann skilur fötin sín eftir inni hjá Eileen, læsir síðan svefnherberg- inu, fleygir lyklinum út um gluggann og ætlar burt í býtið næsta morgun. En þet-ta er kannski partur af farsanum og ekki fjarstæðara en ýmislegt ann- að í leiknum. Að mínu viti hefði bæði grínið og alvaran notið sín betur og myndað sterkari heild, ef hvort tveggja hefði verið hafið upp á annað plan í stílfærðari túlkun. Hinu er samt ekki að neita, að Helgi Skúlason ljær sýningunni samfelldan svip og gæðir hana því rétta andrúmslofti stórbor'g- arinnar. Nýtur hann í því efni góðrar aðstoðar Steinþórs Sig- urðssonar, en leiktjöld hans, í senn stílfærð og glæsileg, eiga ólítinn þátt í stemingunni sem skapast á sviðinu. Þeir hafa í sam einingu leyst ýmis erfið vanda- mál sviðsetningarinnar af hug- kvæmni og smekkvísi. Um frammistöðu leikenda er það helzt til frásagnar, að þeir eiga flestir góða spretti, eij, inn á milli eru lægðir, sem hægt hefði verið að komast hjá með einbeitt- ari undirstrikun á orðaleikjum textans. Guðrún Ásmundsdóttir leikur Eileen Taylor, stúlkuna sem allt snýst um. Guðrún túlkar hlut- verkið á mjög geðþekkan og fjör- legan hátt, nær fram ungáeðis- legri kankvisi og skemmtilegum duttlungum hinnar óreyndu ævin týrakonu, en er ekki sannfærandi í túlkun sinni á hinni menntuðu og orðskáu. blaðakonu, sem veit sínu viti þrátt fyrir allt. Eileen er í rauninni dæmigerð bandarísk stúlka af „betra fólki“, sem hef- ur til að bera það sem enskir kalla „sophistication", en er svo bamslega óreynd þegar kemur til hinna svokölluðu „staðreynda lífs ins“. Mér virðist leikstjórinn eiga nokkra sök á brestunum í túlkun Guðrúnar, því hann ýkir um of látbragð hennar á stöku stað, einkanlega í atriðinu þar sem hún kemur fram úr svefnherberginu vaggandi mjöðmunupi- Þar datt hún alveg út úr rullunni. Fram- sögn Guðrúnar mætti líka vera skýrari. Gísli Halldórsson leikur flug- manninn Adam Taylor, bróður Eileenar og vemdarengil, Og á satt að segja í talsverðum brös- um við að koma hlutverkinu til skila, þó mörg tilsvör hans veki hlátur. Túlkunin í heild er of þunglamaleg, og sinnaskiptin í japanska veitingahúsinu skortir þann sannfæringarkraft, sem gefi atriðinu hinn rétta skoplega blæ. Erlingur Gíslason leikur Mike Mitchell, kvennagullið sem reyn- ir að taka Eileen á löpp, en verð- ur „fórnarlamb" hennar áður en yfir lýkur. Leikur Erlings er víða tilþrifamikill og mun öruggari en hann hefur áður verið (þegar frá er talin túlkun hans á Don Sjúan í ,,Köngulónni“). Þó vantar hér herzlumuninn að hann nái full- um tökum á hlutverkinu, og má vera að taugaóstyrkur valdi. Framsögnin er víða ógreinileg og handahreyfingar óeðlilega um- fangsmiklar, svo það spillir heiídaráhrifum. Eins hefði loka- atriðið mátt vera rismeira í túlk- un hans. En margt í leik hans er mætavel gert, og honum er sér- lega lagið að draga fram skopið, þó deila megi um aðrar hliðar á persónunni, eins og hann túlkar hana. Sævar Helgason leikur Russell Wilson, fyrrverandi unnusta Ei- leenar, röggsaman og sjálfumglað an auðmannssoii. Sævar er ný- liði, og ber leikur hans nokkur merki þess, framsögnin dálítið upplestrarkennd og látbragðið stundum í þvingaðra lagi, en gervið er mjög gott og frammi- staða hans lofar góðu. Brynjólfur Jóhannesson bregzt ekki frekar en fyrri daginn í gríninu. Smáhlutverk hans setja svip á sýninguna fyrir hnitmið- aða og spaugilega túlkun. Atriðin í kvikmyndahúsinu og strætis- vagninum eru bæði bráðvel gerð, og þjónninn í fyrra'þætti er vissu lega skýr manngerð. Margrét Ólafsdóttir leikur kven — Cóð heimsókn Framh. af bls. 11 ar togarinn Elliði fórst hér við Snæfellsnes, hversu öllu var boð- ið út til að bjarga og ekkert spar- að og gladdi það hvern og einn hversu almenn sú leit o'g þátttaka var. Þess vegna tel ég, að við verð- um líka að hugsa um þá, sem eru að farast í áfengisflóðinu, svo að segja við tærnar á okkur, verðum að hætta að horfa á þá með hugs- unarleysi og jafnvel fyrirlitningu og segja: Blessaður komdu þér Upp úr fyrst þú komst þér í þetta. Sama gildir um márgs konar annað böl. Heimili fyrir afbrotaæsku og afvegaleidda, regluleg hjálpar- stöð fyrir þá, sem villast af leið, er skýlaus krafa í dag, ef þjóðin á að halda þeim manndómi og því áliti, sem við öll viljung að hún haldi Myndin hans Magnúsar er hér rödd hrópandans í eyðimörk- inni. Það sem gladdi mig mest við sýningu hennar er hversu fólkið, sem sá hana, skildi hana vel og tók henni og málefninu innilega. Svona mun það hafa verið allsstaðar þar sem myndin var sýnd. Milli þátta flutti Magn- ús erindi um þetta og minntist á þörf fyrir heimili fyrir þá, sem lent hafa á refilstigum þjóðlífs- ins, og kom margt athyglisvert fram. Þá vakti ekki síður athygli fólks, hversu vistheimilið í Breiðuvík í Rauðasandshreppi hefir áorkað miklu. Kom það mér ekki á óvart, því hinn kunni og dugmikli iþróttakennari Axel sál. hlutverkin fjögur á móti Brynj- ólfi og gerir margt vel, einkan- lega er atriðið í kvikmyndahús. inu eftirminnilegt í túlkun henn- Andrésson hafði áður sagt mér margt um starfsemina, því þar var hann góður gestur sem kenn- ari unglinganna. Hann var ekki í vafa um, að þarna var stórt spor stigið í gæfuátt. Mynd Magnúsar er skip*t í þrjá athyglisverða kafla. Stærsti kafl- inn fjallar um afbrot unglinga. Annar kaflinn um, hvernig búið er að afvegaleiddri æsku í ná- grenni okkar (Norðurlöndum). Inn á þann kafla talar biskupinn yfir íslandi, hérra Sigurbjörn Ein arsson. Þriðji kaflinn er svo um vitsheimilið í Breiðavík og starf- ið þar og er í lokin sýnd ijokkur fangelsi og drykkjumannahæli lahdsmanna til samanburðar. — Myndin hefir mikinn boðskap að flytja hinni íslenzku þjóð, og ég er viss um, að hún á eftir að sam- eina hana til verulegra átaka, ef allt fer eins og á horfist. Bókin, sem fylgir myndinni, er merkilegur þáttur útfaf fyrir sig. Hún sýnir hversu mikið traust Magnús ber til almennings i þessu máli, og hve Ijós honum er máttur samtakanna. Ég vona, að honum verði að trú sinni, og vissu lega fer málið vel af stað með forseta íslands og biskup efsta á blaði, ásamt mörgum frammá- mönnum. Bókin er mikill kjörgripur og ætluð til fjársöfnunar þessu máli til styrktar. Jafnframt mun húa geyma nöfn styrktarmanna. Þær fregnir, sem borizt hafa af móttöku bókarinnar, eru glæsi- legar og almenn þátttaka gæti leyst brýnustu þörfina fljótt. Árni Helgason. t, K Hjartkær eiginmaður minn ARNÓR GUÐMUNDSSON fyrrverandi skrifstofustjóri, lézt 31. janúar síðastliðinn. Fyrir hönd aðstandenda. Margrét Jónasdóttir. « SVEINBJÖRG SVEINSDÓTTIF fró Vattarnesi, andaðist í Eiliheimilinu Grund 29. þessa mánaðar. Fyrir hönd aðstandenda. Aðalbjörg Þorsteinsdóttir. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jaðrarför föður okkar JÓNS ÖGMUNDSSONAR Lágafelli, Hveragerði. Börn hins látna. Útgerðarmenn Höfum til sölu nælonnót, nýja 60 umför á alin, lengd efri teinn 133 faðmar, neðri teinn 153 faðmar, dýpt um miðju 36 faðmar. Þetta er samskonar nót og m.s. Vonin, Keflavík keypti af undirrituðum og not- aði veturinn 1963 við loðnu- og þorskveiðar með mjög góðum árangri. NETAGERÐIN ODDI H.F., Akureyri Sigfús Baldvinsson. Sigurður A. Magnússon.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.