Morgunblaðið - 09.02.1964, Blaðsíða 10
V
10
MORGU N BLAÐIÐ
Sunnudagur febr. 1964 ^
„Framundan bíða
mörg verkefni“
Fréttamaður „Aktuelt44 ræðír
við Carl Th. Dreyer 75 ára
FRÆGI danski kvikmynda-
leikstjórinn Carl Th. Dreyer,
varð 75 ára 3. febrúar síðast
liðinn. Jlér á landi þekkja
menn hann t.d. af myndum
hans „Heilagri Jóhönnu“ og
„Orðinu“ eftir sögu Kaj
Munks.
Dreyer hóf kvikmyndaleik-
stjóm 1918 eftir að hafa starf
að nokkur ár við klippingar
í tæknideild Nordisk film.
Fyrsta kvikmynd hans var
„Forsetinn“ gerð eftir sögu
Franzos og síðan hefur hann
stjórnað myndum, er hafa
hlotið heimsfrægð til dæmis
„Heilagri Jóhönnu" með
frönsku leikkonunni Falcon-
etti i aðalhlutverkinu. Drey-
er er nú að undirbúa töku
kvikmyndar, sem nefnist
„Gertrud“, á vegum Nordisk
film. Taka myndarinnar hefst
í apríl n. k.
Viðtalið við Dreyer, sem
hér fer á eftir örlítið stytt,
birtist í danska blaðinu
„Aktuelt" í tilefni afmælis
hans. Viðtalið skrifaði Björn
Ra.ssmu.ssen og hefst það á
því, að hann spyr Dreyer um
ástæðuna til þess að hann tók
að starfa við kvikmyndir.
— I>egar ég var unguf
blaðamaður við ,-,Extra-
bladid", hefur Dreyer frá-
sögn sína, ók ég dag einn með
kvikmyndastjóranum A. Kii-
hle út í kvikmyndaverið til
Olaf Ussing snoðklipptur í
„Degi Reiðinnar“.
þess að fylgjast með nokkr-
um atriðum úr kvikmynd,
sem verið var að taka.
Ég ætlaði að skrifa um þetta
í blaðið. Mér fannst Kúhle
dapur á leiðinni og fámáll og
ég spurði hann hvort éitt-
hvað amaði að. Hann svar-
aði játandi og sagðist fyrir
stuttri stundu hafa lokað leik
konuna Gudrun Houlberg
inni í tumi, þ.e.a.s. í kvik-
myndinni, en hann vissi ekki
hvemig hann ætti að segja
henni á hvern hátt hún kæm-
ist út aftur. Þá datt út úr
mér: „Það eru til bréfdúf-
ur.“ Bréfdúfur þurfa auðvit-
að að vera kunnugar umhverf
inu til þess að geta flutt skila
boð, en Kúhle féllst á hug-
mynd mína. Skömmu síðar
sagði hann: „Þér hljótið að
geta skrifað kvikmyndahand
rit.“ Ég herti upp hugann og
svaraði játandi. Hann bað mig
þá um að skrifa handrit, sem
hann sagðist þurfa að nota
eftir þrjá daga. Hann setti
þrjú skilyrði um efnið. Dans-
meyjabrunnurinn átti að sjást
í kvikmyndinni, mestur hluti
hennar átti að gerast heima
hjá Hansen bruggara í
Glostrap, og í þriðja lagi átti
að vera eitt atrið þar sem
hestum var naumlega bjarg-
að úr eldsvoða. Hansen, brugg
ari í Glostrup, var góður vin-
ur Kúhlers, sem hafði lofað
honum, að næsta kvikmynd
skyldi tekin heima hjá hon-
um. Við Viggo Cavling
Á AFMÆLI Dreyers birt-
ust í danska blaðinu
„Poíitiken“ kveðjur til
hans og ummæli um hann,
skrifuð af leikurum og
öðrum, sem starfað hafa
með honum við kvik-
myndirnar. Hér á eftir fer
úrdráttur úr þessum um-
mælum.
Hamingjuóskir
Leikonan Clara Pon-
toppidan, sem lék m.a. í
„Blöð úr bók Satans“,
sendir Dreyer eftirfarandi
kveðju:
„Kæri Carl Th. Dreyer!
Ég er stolt af að hafa
upplifað með yður eitt
hinna listrænu hamingju-
augnablika, þegar allt
gleymist nema listsköpun-
in. Ég er yður þakklát
fyrir þetta augnablik og
svo margt annað.“
Ský á rangri leið
Preben Lerdroff Rye
sömdum hið umbeðna kvik-
myndahandrit á einni nóttu,
skiluðum því daginn eftir og
fengum borgað orðalaust. —
Úr því varð kvikmyndin —
„Dóttir bruggarans". Kúhler
var mjög snjall og hafði til-
finningu fyrir kvikmyndum.
Fyrirtæki hans gerði marg-
ar spennandi og athyglisverð-
ar kvikmyndir og við þau
eintök, sem send voru til
Rússlands, var skeytt óhugn
anlegum endi. Jæja, nú hef ég
stagt frá fyrstu kynnum mín-
um af kvikmyndum.
— Það leið ekki á löngu
þar til þér réðust til Nordisk
film?
— Nei, það var skömmu
síðar. Fyrst samdi ég texta,
sem fluttir voru með þöglum
myndum, las kvikmynda-
handrit, sem bárust, og skrif-
aði nokkur sjálfur. Síðan
starfáði ég um skeið við
klippingar í tæknideild Nor-
disk film, fyrst sem aðstoð-
armaður Stæhrs, forstjóra.
lék bæði í „Orðinu" og
„Degi reiðinnar“. Hann
segir:
„Frá því að ég lék í
myndum Dreyers, eru mér
minnisstæð mörg einstök
smáatvik, sem hvert um
sig ber þvi glöggt vitni,
að hann lætur ekkert fram
hjá sér fara og hugsar
jafnt um það minnsta sem
stærsta. Þegar verið var
að taka „Orðið“ í Vedersö,
rigndi stanzlaust í hálfan
mánuð, en þegar loksins
stytti upp kom glampandi
sólskin. Framleiðandinn,
Tage Nielsen, kom einmitt
í heimsókn þann dag og
sagði ánægður: „Nú getið
þið haldið áfram.“ En
Dreyer svaraði: „Nei! Við
verðum að bíða eftir skýj-
unum.“ Nielsen benti þá
upp í himinn og sagði: —
„Þarna er ský“. Dreyer
hristi höfuðið: „Þetta ský
er ekki á réttri leið, það
fer inn yfir land, en okk-
— Fylgdust þér með upp-
tökum á þessum tíma?
— Aldrei.' Þegar upptöku
var lokið, sendu leikstjór-
arnir hráefnið í klippinga-
deildina og við klipptum
myndirnar.
— í samráðf við leikstjór-
ana?
— Það var ekki venja. En
þegar mér datt í hug að gera
verulegar breytingar, ákvað
ég oft að ræða þær við leik-
stjórana, en ég hafði fullt
vald til þess að breyta öllu
eins og ég vildi. Stæhr var
mjög strangur en einnig rétt-
látur. Ég lærði mikið af hon-
um.
— Hvernig var framleiðsl-
unni háttað. hjá Nordisk film?
— Kvikmyndirnar voru
teknar á sumrin meðan bjart
var lengi dags, en hætt á
haustin þegar dimma tók. Á
veturna unrium við ekkert.
Við klipptum filmurnar jafn-
óðum og kvikmyndunum var
lokið og það tók ekki langan
tíma því að margir urjni við
það. Leikstjórarnir Robert
Dinesen og Holger Madsen
kepptu um hvor gæti lokið
ur vantar ský, sem stefnir
út yfir hafið.“ Ef til vill
var þetta aukaatriði, en
það og önnur slík hafa
trúlega átt sinn þátt í
sköpun meistaraverka
Dreyers . . . .“
Góðir menn
Eftirfarandi kveðja er
frá Birgitte Federspiel,
leikkonunni, sem fékk
Bodilverðlaunin fyrir leik
sinn í „Orðinu":
„Kæri Carl Th. Dreyer!
Margir og ólíkir menn
verða á vegi okkar á lífs-
leiðinni. Við gleymum
nokkrum þegar í stað,
aðra munum við stutta
stund, en svo eru hinir,
sem með rósemi sinni,
mannkærleika og þolin-
mæði hafa mikil áhrif á
okkur og við gerum okk-
ur síðar grein fyrir því
hve mikilsvert hefur verið
Framhald á 19. síffu.
Carl Th. Dreyer.
við fleiri myndir á sumri og
stundum tóku þeir 17 eða
18 hvor. Þeir voru oft ekki
nema fimm daga að ljúka við
mynd, það gekk eins og á
færibandi. Um leið og annar
hætti kvikmyndatöku, hóf
hinn störf og þannig koll af
kolli. Stundum var haegt að
nota tjöld og skreytingar úr
síðasta atriði einnar myndar
í fyrs'ta atriði þeirrar næstu
og þótti slíkt mjög hagkvæmt.
Væri sviðið stofa með hús-
gögnum, var röðun þeirra að-
eins breytt. Húsgögnin feng-
um við alltaf að láni hjá
sömu húsgagnaverzlun bæði
í stofur, borðstofur, svefn-
■herbergi og eldhús af ýmsum
gerðum. Starfsmenn verzlun-
arinnar voru orðnir svo vanir
viðskiptunum við okkur, að
þeir spurðu aðeins hvort það
ætti að vera sú græna eða
rauða, þegar við hringdum og
báðum um stofu. Kvikmynd-
irnar voru ekki langar og
sjaldan þurfti að klippa mik-
ið úr, oft ekki nema 50 metra
af 350 metra filmu. Ég nýt'
enn góðs af því, sem ég
lærði meðan ég vann við
klippingarnar. Þegar ég vinn
að flóknu atriði, klippi ég það
í huganum á meðan á tök-
unni stendur.
— Þér hófuð leikstjórn
1918?
— Já. Fyrsta mynd mín
var „Forsetinn" eftir sögu
Franzos. Ég fékk að reyna
einfaldara skreytingaform en
áður hafði tíðkazt Oíg mynd-
irnar urðu fegurri. Einnig
fékk ég að ráða gamalt fólk
til þess að leika gamla fólk-
ið í myndinni. Það þótti mjög
óvenjulegt. Áður voru ungir
leikarar alltaf útbúnir með
grátt hár og skegg, ef leika
þurfti öldunga og þeir litu
hræðilega út. Já, ég lærði
mikið á þeim fimnj árum,
sem ég sat og klippti myndir
annarra og átti því betra með
að gera mér grein fyrir skoð-
unum mínum á kvikmynda-
töku. Mér fannst t.d. stofurn-
ar eiga að endurspegla per-
sónuleika íbúanna, þannig er
það í lífinu. Þegar komið er
í fyrsta skipti’ inn í stofu horf
ir maður ósjálfrátt í kringum
sig og fær fyrstu hugmynd
um persónuleika íbúans.
— Úr næstu mynd yðar
„Blöð úr bók Satans“, er
Clara Pontoppidan minnis-
stæðust í finnska atriðinu.
Þar beittuð þér áhrifamikilli
tækni.
Framhald á 19. síffu.
Falconetti í hlutverki Heil agrar Jóhönnu.
Ummæli samstarfsmanna
Dreyers ú afmæli hans
\