Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 6
6
MORGUNBLAÐID
Þriðjudagur 11. febr. 1964
Merkjasala Rauða krossins
Á MORGUN er hinn árlegi fjár-
söfnunardagur Rauöa kross ís-
lands um land allt, og munu all-
ar deildir hans annast merkja-
sölu, hver á sínu svæöi, auk
margra einstakiinga, þar sem
deildir eru ekki starfandi. Alít
sem inn kemur, skiptist milli
deildanna og Rauða kross ís-
lands.
Rauði kross íslands, sem verð-
ur 40 ára á þessu ári, hefux tekið
þátt í starfi alþjóða Rauða kross-
ins, og hefur hann styrkt og
safnað fé til bágstaddra, erlendis
og innanlands og tekið að öðru
leyti þátt í alþjóða líknarstarfi,
eftir því sem geta hefur leyft
hverju sinni. Á síðastliðnu ári
stofnaði Rauði kross íslands sér-
stakan hjálparsjóð, sem áformað
er að efla, svo að hann verði
þess umkominn að hjálpa fljótt
og vel, áður en tími hefur unn-
izt til sérstakrar fjársöfnunar í
því skyni. Ástæða er til að benda
þeiim á, sem styðja vilja líknar-
mál almennt að efla þennan sjóð,
svo að hann verði sem fyrst
hlutverki sínu vaxinn. Minning-
arkort Rauða krossins eru einn-
ig vel til þess fallin að efla
sjóðinn.
Rauði kross íslands hefur stað-
ið fyrir fjársöfnun til styrktar
bágstöddum á Kúbu og Sikoplje
og fleiri stöðum, auk þess sem
hann hefur safnað fé og stutt
fjölskyldur sem orðið hafa fyrir
sérstökum óhöppum innanlands.
Sjö félagsdeildir annast sjúkra
flutninga, tvær reka sumardval-
arheimili fyrir börn, átta annast
lán á sjúkragögnuim, ein rekur
ljósbaðstofu, sex hafa kennt hjálp
í viðlögum o.s.frv. Að sjálfsögðu
er stærsta Rauða kross deildin
hér í Reykjavík og hafa borgar-
búar daglega fyrir augum til
hvers meðal annars fé því er
varið, sem inn kemur. Má þar
til nefna sjúkrabifreiðirnar. Þær
fóru árið 1963 á sjöunda þúsund
ferðir með sjúka og slasaða. Ein
ný sjúkrabifreið var tekin í not-
kun og aðra verður að kaupa
mjög bráðlega, því eftirspum
eftir sjúkraflutningi eykst stöð-
ugt vegna fólksfjölgunar á því
svæði sem bílamir aka.
Sumarið 1963 dvöldust á veg-
um Reykjavíkurdeildar Rauða
krossins 205 börn á sumardvalar-
heimiliunum að Silungapolli og
Laugarási, alls 11165 dvalardaga.
Dvalartími barnanna var frá
6—11 vifcur eftir atvikum. Nám-
Evrópusamningur
um einkaleyfi
A VEGUM Evrópuráðsins hefur
nýlega verið gengið frá saminingi
um einkaleyfi. Sérfræðinganefnd
samdi texta samningsins, og átti
Brynjólfur Ingólfsson ráðuneytis
stjóri sæti í henni.
Efni samningsins er að til-
greina, hvenær veita má einka-
leyfi. Skal það jafnan heimilt
nema það sé andstætt góðu sið-
ferði eða allsherjarreglu eða um
sé að ræða atriði, sem teljast
mega nátengd lífsstarfsemi jurta
eða dýra. Hins vegar segir, að
veita megi einkaleyfi á lyfja-
gerðaraðferðum, en það er nú
óheimilt í mörgurn Evrópurikj-
Uffl.
Af íslands hálfu hefru- samn-
ingur þessi ekki verið undirrit-
aður, og ekki heldur tveir eldri
Evrópuráðssamningar um form
og flokkun einkaleyfauimsókna.
skeið í hjálp í viðlögum var hald
ið eins og jafnan áður, og verða
haldin framivegis á sama hátt.
Eins og áður er getið, er
merkjadagur Rauða krossins á
morgun, sem er öskudaguriinn,
og verður merkjasalan með sama
sniði og áður. Hundruð ungra
námsmeyja úr Kvennaskólanum
í Reykjavík, Húsmæðraskóla
Reykjavíkur, Hagaskólanum og
Hjúkrunarkvennaskóla íslands
hafa á liðnurn árum annazt
stjórn á sölu merkjanna á út-
sölustöðum víðsvegar um borg-
ina og svo munu þær einnig
gera hér. Þúsundir barna selja
merkin og sýna mikinn og góðan
vilja og veita ómetanlega hjálp
við þetta. Foreldrar eru vinsam-
lega beðnir að hvetja börn sín til
merkjasölu og xoma á útsölu-
staðina sem taldir eru hér á
eftir á öskudagsmorguninn kl.
9.30. Börnin fá 10% sölulaun.
Merkjasala Rauða krossins er
jafnan mjög vinsæl meðal bæjar
búa.
Foreldrar ættu umfram allt að
minna bömin á að vera hlýlega
búin. Kl. 9.30 verður byrjað að
afhenda börnunum merki á út-
sölustöðunum. Það er til þess
ætlazt að bömin hafi skilað af
sér fyrir kl. 5.
Rauði krossinn treystir því að
borgarbúar taki vel á móti böm-
unum, og er þeim sem búa í
stórhýsum sem hafa dyrasíma,
bent á að greiða götu barnanna,
svo þau komist inn í húsið. —
Aðstoðið Rauða krossinn í mann-
úðarstarfinu. Afgreiðslustaðir
merkjanna:
Vesturbær:
1. Skrifstofa Rauðakross ís-
lands, Thorvaldssensstræti 6.
2. Efnalaug Vesturbæjar, Vest-
urgötu 53.
3. Melaskólinn (kringlan) við
Furumel.
4. Sunnubúðin, Sörlaskjóli 42.
5. Síld & Fiskur, Hjarðarhaga
47.
6. Austurver, Fálkagötu 2.
7. KRON, Þvervegi 2, Skerja-
firði.
Austurbær A:
8. Fatabúðin, Sliólavörðust. 21A
9. Axelsbúð, Barmahlíð 8.
10. Silli & Valdi, Háteigsvegi 2.
11. Austurver, söluturn, Skafta-
hlíð 24.
12. Lyngás, Safamýri.
13. Breiðagerðisskólinn.
14. Borgarkjör.Borgargerði 6.
15. Árbæjarskólinn.
16. Silli & Valdi, Ásgarður 20-24.
17. Strætisvagnabiðskýli, Háa-
leiti.
Stjórnarmeðlimir Rauða krossins, sem voru á blaðamanna-
fundi í gæ>r. Talið frá vinstri. orleifur Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri R.Í., Óli J. Ólason, formaður stjórnarinnar í for-
föllum séra Jóns Auðuns, dómprófasts, Gísli Jónasson og Jón
Helgason.
Austurbær B:
18. Skúlasikeið, Skúlagötu 54.
19. Elís Jónsson, Kirkjuteigi 5.
20. Valgeirsbúð, Laugarnesv. 116
21. Laugarásbíó, Laiugarási.
22. Búrið, Hjallavegi 15.
23. U.M.F.R. við Holtaveg.
24. Borgarbókasafnið, Sólheim-
um 27.
25. íþróttahús Í.B.R., Háloga-
landi.
MÉR hefur borizt bróf vegna
skrifa minna og annarra um
fegrunariðju og fegrunarlyf.
Greinilegt er, að bréfritari,
sem nefnir sig Medicus, hefur
velt vöngum yfir „lifandi frum-
um“, sem borið hefur á góma í
þessu sambandi, en hér kemur
bréfið:
ir Lífið í sunnudagsglasinu
Veivakandi minn.
Ég hef frétt, að þú sért að
fetta fingur út í fegrun kvenna
hér í höfuðborginiii. Mér finnst
þetta ljótt af þér. Yfirleitt hef-
ur maður því meiri ánægju af
konum, sem þær eru fallegri.
Og þér sæmir ekki að særa þá,
sem vinna fórnfúst og óeigin-
gjarnit stárf í þágu kvenlegrar
fegurðar. Hinsvegar hef ég
frétt, að til sé fólk út í löndum,
sem hefur stórbisness af að
búa til kvennamálningu. Þetta
fólfc virðist á allt öðru máli en
aðrir um hlutverk og byggingu
mannlegrar húðar. Stundum
býr það t. d. til næringarkrem
og „vædsker", sem næra húð-
ina í gegnum sjálfa sig. Vís-
indamenn og aðrir einfeldn-
ingar segja okkur að húðin sé
yzit gerð úr dauðum hornplöt-
um, sem mynda þétta skán, er
ekkert komist inn úr, nema
kannúki milljónasti partur úr
milligramm.i af efnum, sem
unnt er að leysa upp í fitu. Svo
gleyma þessir bissnesmenn
stundum að athuga hvort máln-
ingin er eitruð. Mig minnir að
einar 30 stúl'kur hafi öðlast
eilift líf af þessum sokum í
Belgíu fyrir nokfcrum árum.
En líklega er þetta allt mis-
skilningur, að maður geti ekki
nærst gegnum húðina. Ég gæti
bara vel trúað, að þau börn,
sem maka mest framan í sig af
sósunni og mömuim stæfcki
langmest. Og hverjir hafa fínni
húð en einmitt börnin?
Ég sá nú að ein/hver Lucky
hefur fundið upp sunnudags-
glas, og fyllt það af lifandi
frumurn. Og einhver kona hér
fórnar nú fé óg dýrmætum
tíma til að breiða það út hérna
svo að íslenzka kvenfólkið
verði ennþá fallegra og meiri
landkynning. Ég er alveg voða-
lega forvitinn um þetta. Ég
hef nefnilega haft dálítil kynni
af frumum. Hversfconar frumur
eru þetta eiginlega? Og hvað
eiga þær að gera á húðinni
eða í henni? Eiga þær bara að
liggja og spóka sig á jómfrúr-
vöngum, eða eiga' þær að grafa
sig niður í húðina, inn úr
dauða laginu? Eru þetta spen-
dýrafrumur eða fiskafrumur
eða bara einhverjir gerlar eða
sýklar — þeir eru lifandi frum-
ur líka. Það er bara svo af-
skaplega erfitt að halda dýra-
frumum lifandi utan við lík-
amann. Helzt þarf að nota
legvatn úr viðkomandi dýra-
tegund til að það takist. Ein-
hver var að tala um lyophili-
zation — en lyophilization er
fólgin í að frysta viðkomandi
efni við svona 100 gráðu frost
og þurrka svo í sama frosti í
lofttómu rúmi. Ég hef bara
aldrei getað varið lyophilizer-
aða hluti fyrir skemmdum þeg-
ar búið var að þíða þá upp,
og ég á bágt með að trúa, að
nofckur kona fáist til að pústa
hundrað gráðu köldu dufti
framan í sig á sunnudögum.
Eða kann þessi Luoky að gefa
frumium eilíft líf?
Öll þessi vandamál eru að
sjálfsögðu úr sögunni, ef hinar
lifandi frumur í glasinu eru
gerlar eða sýklar. Reyndar er
þá öll lypahilization óþörf, því
slíkar frumur lifa næstum hivar
sem er. Þá msetti lífca segja, að
allar snyrtivörur innihaldi lif-
andi frumur, því gerlar eru
allsstaðar. Og sérhver maður
ber þannig bilijónir af lifandi
fruroum utan á sér — og eru
þó margir ljótir — hugsið ykk-
ur þá ástandið, ef húðin væri
gerilsneydd? Maður veit meira
að segja um mýmörg dæmi
þess, að lifandi frumur bora
sér inn í húðina (hvað gera
frumur Luokyar?) Mannslík-
aminn er hinsvegar svo treg-
gáfaður, að þola ekki fram-
andi frumur innan sinna endi-
marka, heldur drepa þær og
leysa UPP- En stundum mis-
tekst honum þetta og þá verð-
ur líka árangurinn frábær hjá
frumunum: Hugsið ytokur til
dæmis ungling með graftar-
bólur í andlitinú, og billjónir
af lifandi frumum í hverri
bólu? eða eksem, geitur og
sýfilis — allt er þetta verk
lifandi fruma. Mig dreymir nú
samt ekki um, að frumur Luck-
yar séu svona áhrifaríkar.
Glasfrumurnar kváðu gefa
alvég frálbæra raun. Sennilega
ætti að nota lifandi fegrunar-
lyf meira en gert er. Til dæmis
má nefna rækjur. í heitum höf-
um lifa rækjur, sem hafa at-
vinnu sína af að hreinsa fiska.
Menn hafa prófað að setja þær
í fiskabúr, og stinga svo hend-
inni niður í búrið. Þá koma
blessaðar rækjurnar þjótandi
og tafca til starfa. Þær krafsa
alilt laust af húðinni með litlu
tolónum sínum og bitkjáikun-
um, skafa undan nöglum og
sjúga meira að segja öll dhrein-
indi úr svitaholunum.
Svona rækjur ætti að hafa 1
fiskabúri á öllum snyrtistofum
og dýfa andliti viðsfciptavin-
anna ofan í bau. Aufc þess jafn-
ast það á við bezta nudd þegar
rækjurnar trítla yfir húðina á
litlu krabbafótunum sínum.
Og hvernig væri að fara aft-
ur að bera lifandi smádýr í
hárinu í minu ungdæmi þóttu
þær konur, sem voru úandi,
hafa fegurst hár. Óþægindin
eru smávægileg: dálátill kláði,
svona framan af, en hann kvað
venjast prýðilega.
Jæja, ég var nú að skrifa
þér þetta af því að mér finnst
þú ekki tala nógu virðulega
um sunnudagsglasið, og svo
er ég svo fáfróður um svona
lífselixíra, að ég vona eftir
fræðslu einlhversstaðar að.
Þetta er allt svo dularfullt.
Svo bið ég guð að gefa, að
þeir sem eru að vinna óeigin-
gjarnt og fórnfúst brautryðj-
endastarf í íslenzkum fegrunar-
málum eigi aldrei eftir að
verða auglýsingabrellum óhlut-
vandra manna í útlandinu að
bráð.
Þinn Medicus
Ps. Dóttur mína langar til
að vita, hvenær maður á að
bera þessar lifandi hraðfrystu
frumur á sig til að fá bezt not
af þeim, þegar maður fer út
að djamma á laugardagskvöld-
um.“
Þetta segir Medicus. Margir
hafa komið að máli við Vel-
vakanda og spurt hvers kon ar
„lifandi frumur“ sé hér um að
ræða — og hvaða hlutverki
þær gegni utan á eða inni 1
húðinni. Vonandi verður ein-
hver til að upplýsa okkur un>
það.
DURRHLODUR
ERL ENDINGAKBEZTAR
BRÆÐURNIR ORMSSON hí.
Vesturgötu 3.
Simi 11467.