Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 15
f Þriðjudagur 11. febr. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
Brezku forsætisráSherrahjónin ásamt Guðmundl 1. Guðmu ndssyni, utanríkisráðherra, ganga inn í flugvallarht » lið.
— Forsætis-
ráðherrar
' Framh. af bls. 1.
son, ráðuneytisstjóri, Pétur Guð-
mundsson, flugvallarstjóri á
Keflavíkurflugvelli, en auk
þeirra E. Basil Boothby, sendi-
herra Breta á íslandi, og Buie að-
míráll, yfirmaður bandaríska
sjóliðsins á KeflavíkurfluVelli.
Bretarnir gengu út um fram-
dyr flugvélarinnar; Sir Alec
fyrstur, brosandi og eirvs og á
báðum áttum, þegar hann sá hóp-
inn sem fyrir var að taka á móti
þeim. Hér var ekki um neiha
opinbera heimsókn að rseða,
heldur hafði íslenzkum ráða-
mönnum verið tilkynnt, að
brezku ráðherrarnir mundu
koma við á Keflavíkurflugvelli
um sex-leytið og bvíla sig
stundarkorn, áður en áfram væri
haldið til Kanada. Boð þessi
bárust seint á sunnudag og því
lítið svigrúm, en samt má full-
yrða að móttökur hafi verið hin-
ar ágætustu, og var auðheyrt á
Bretunum, þegar þeir fóru, að
þeir voru mjög glaðir og ánægð-
ir með viðdvölina á Keflavíkur-
flugvelli. Guðmundur í. Guð-
mundsson, utanríkisráðherra,
gekk fyrstur til brezka forsætis-
ráðherrans og kynnti hann
fyrir Bjarna Benediktssyni, þá
Butler og frúrnar báðar. Var
síðan gengið inn í hótelið.
Sir Alec, Butler og konur
þeirra voru vel búin, enda hafa
þau búizt við að allra veðra von
væri á íslandi um þetta leyti.
Létu þau í ljós undrun sína yfir
því, hversu hlýtt væri í veðri.
Einn Bretanna sagði undrandi:
„Hvað er þetta, hér er hlýrra
en heima í London."
A leiðinni heim að flugvallar-
hótelinu gekk Guðmundur í. Guð
mundsson með Sir Alec og
frú, en Bjarni Benediktsson
ræddi við frú Butler. Hún sagð-
ist hafa komið áður til Islands.
Talið barst stuttlega að íslenzkri
veðráttu, og sagði forsætisráð-
Iherra frúnni m.a. frá því, að
ekki væri alltaí svona dimr á
íslandi sem nú, því íslenzikar
sumarnætur væru bjartar.
Þess má geta hér, að frú Butl-
er var áður gift brezkum heim-
skautakönnuði, sem hét Court-
ault og hafði með höndum rann-
sóknir í Grænlandi. Frúin kvaðst
hafa komið til íslands einu sinni
áður í sambandi við Grænlands-
ferði-r fyrri manns hennar: „Það
var sama árið og Pourqois Pas
fórst,“ sagðj hún.
Bretunum var boðið upp i svít-
una, í flugvallarhótelinu, og þar
voru bornar fram veitingar. Voru
þeir kampakátir og virtust hafa
gaman af að skrafa við íslend-
ingana. Ráðherrarnir ræddu sitt
á hvað um almenn efni, en að
því er Morgunblaðinu er bezt
kunnugt, voru engin sérstök mál
tekin til meðferðar, hvorki var
rætt þar sérstaklega um fiski-
málaráðstefnuna í London né
landhelgismál. Því má skjóta hér
inn í til gamans, að ilady Horne
sagði, að sér hefði þótt mjög leitt
hversu dimrnt hafi verið orðið
þegar flugvél þeirra nálgaðist fs-
land, því þau hefðu verið' mjög
spennt að sjá gosið í Surti, en
það hefði ekki verið hægt. Hafði
frúin mikinn áhuga á þessu gosi
Vestmannaeyinganna, enda hef-
ur mikið verið um það rætt í
fréttum í Bretlandi.
Blaðamannafundur með
Sir Alec
Þegar hér var komið sögu gekk
Sir Alec inn til blaðamannanna
og átti stuttan fund með þeim.
Butler kom í humátt á eftir hon-
um og lagði einnig orð í belg,
þegar Sir Alec hafði lokið sinni
tölu. Forsætisráðherrann sagði
eitthvað á þessa leið:
Ég er mjog glaður og ánægð-
ur yfir því að vera kominn hing-
að til íslands og ég skuli hafa
hitt íslenzka ráðamenn. Þetta er
í fyrsta skipti sem ég kem til
lands yðar. Ég á mjög ánægju-
legar endurminningar um sam-
starf okkar Guðmundar í. Guð-
mundssonar, því að við leystum
landhelgisdeiluna milli Bretlands
og íslands. Einnig hugsa ég með
ánægju til heimsóknar forseta
íslands til Bretlands nú fyrir
skemmstu.
Nú liggur leið mín til Kanada
til þess að hitta og ræða við
Lester Pearson. Munum við
ræða saman um öll málefni, sem
varða sameiginleg áhugamál
okkar sem þátttakendur í sam-
veldinu og bandamenn. Enn-
fremur fer ég á fund Johns-
ons Bandaríkjaforseta í Wash-
ington, og er það í fyrsta skipti
sem við ræðumst við um póli-
tísk málefni síðan hann varð
forseti og ég tók við forsætis-
ráðherraembætti. Við munum
taka til meðferðar ýmis vanda-
mál sem að steðja og úrlausnar
krefjast bæði í austri og vestri,
t.d. vandamálin í Suðaustur Asíu,
við Miðjarðarhaf og í Afríku, en
á þessum stöðum reynum við
Bretar að leggja okkur fram
um það að halda reglu og kyrrð.
Við munum hafa nóg að tala
um.
Lengri var ekki ræða brezka
forsætisráðherrans að þessu
sinni Hann yppti öxium og
spurði: „Er þetta ekki nóg fyr-
ir ykkur?“ Gekk síðan fram að
dyrum. Þá var hann spurður
um Kýpurdeiluna. Hann svaraði
brosandi: „Við höfúm gert það
sem við höfum getað gert til
þess að leysa hana. Annars vil
ég ekki tala frekar um það mál
hér, af því að nú er málið til
umræðu í London.“ Butler
skaut inn í og sagði. „Já, þeir
komu saman til fundar í morg-
un að ræðast við um málið.
Þangað er kominn varautanríkis
ráðherra Bandaríkjanna, George
Ball. Síðan gekk Sir Alec fram
á gang, og Butler á eftir honum,
en þá var Butlar spurður um
fiskveiðiráðstefnuna í Lundún-
um. Hann stanzaði og svaraði
spurningunni á þá leið, að hann
vildi sem minnst um rnálið ræða,
af því ráðstefnan mundi aftur
koma saman 26. febrúar næst-
komandi. Þó bætti hann við: „Við
höfum miklar vonir um að okk-
ur takist að ná samkomulagi
um fiskveiðimálin við nágranna
okkar í Vestur-Evrópu.“
Að lokum var Butler spurður,
hvort hann héldi að íhaldsmenn
mundu sigra Verkamannaflokk-
inn í næstu kosningum. „Við
skulum vona það“, sagði hann
og brosti framan í spyrjandann,
Benedikt Gröndal ritstjóra.
Sir Alec er meðalmaður á hæð,
grannholda, einstaklega alúðleg-
ur og blátt áfram í framkomu og
býður af sér sérlega góðan
þokka. Hann virðist vera bros-
mildur og er þægilegur I við-
kynningu. Fréttamanni Morg-
unblaðsins virtist sem hann
mundi ekki taka alla hluti of
alvarlega eða of nærri sér; hann
virðist vera snar og ákveðinn
eins og vel sézt af svarinu til
Krúsjeffs á laugardagskvöldið.
Butler er mikili persónuleiki
og traustvekjandi. Hann
er hár maður vexti og þrekleg-
ur og virtist mikill á velli, þeg-
ar hann var kominn í svartan
frakka með loðkrögum. Hann
virðist vera mjög athugull mað-
ur og fylgjast vel með því sem
fram fer í kringum hann. Ró-
lyndi leynir sér ekki í fasi hans.
Eins og kunnugt er voru margir
15
forsætisráðherra eftir Macmili-
an, en það varð ekki. Mun hann
þó á sinum tíma hafa notið ekki
minni vinsælda innan brezka
Ihaldsflokksins en Home, en þeg-
ar hann varð undir í átökun-
um um forsætisráðherraembætt
ið tók hann að sér embætti ut-
anríkisráðherra. Hann virtist
heldur þreyttur þegar hann kom
til Keflavíkur, enda hefur hann
haft nóg að gera að undanförnu.
Hann er nýkominn úr opinberri
heimsókn til Danmerkur, þar
sem hann hélt m.a. ræðu í boði
danskra íhaldsstúdenta. 1 ræðu
þessari beindi Butler orðum sín- ■
um til de Gaulle Frakklandsfor-
seta, og sagði, að vafasamt gæti
orðið fyrir hann að taka upp á
sitt eindæmi samvinnu við Pek-
ingstjórnina í því skyni að hrinda
í framkvæmd eigin hugmyndum
,um hlutleysi í Suðaustur-Asíu.
Þar yrði að koma til samvinna
og sameiginleg stefna Vestur-
veldanna, byggð á sleitulausum
og hreinskilnum viðræðum. Butl
er ræddi s.l. miðvikudag rið
Jens Otto Kraglh, forsætisráð-
herra Danmerkur, og utanríkis-
ráðherrann, Hækkerup, m.a. um
Kýpurdeiluna. Hann hafði orð
á þessari opinberu heimsókn
sinni til Danmerkur, meðan hann
dvaldist á KeflavíkurflugvelH,
og minntist m.a. á, að í Dan-
mörku hefði verið rætt um fisk-
veiðilandhelgi við Færeyjar. Það
mál virtist koma í hug hans, nú
þegar hann var kominn til ís-
lands.
Til Kanada
Bretarnir dvöldust á Keflavík-
urflugvelli rúman klukkutíma.
Þeir gengu út í flugvélina aftur
um hálfátta leytið. Sir Alec og
Bjarni Benediktsson gengu sam-
an að vélinni og ræddust við.
Sir Alec þakkaði fyrir góðar
viðtökur og kvaddi. Butler sagði
við Guðmund I. Guðmundsson,
þegar hann kvaddi hann: „Ég
mun hafa samband við yður,
áður en langt um líður.“ Síðan
gengu Bretarnir og frúr þeirra
upp landgöngustigann, Butler
veifaði til gestgjafa sinna. Fyrstu
heimsókn Sir Alec Douglas
Homes, forsætisráðherra Bret-
lands, til íslands var lokið.
Þess má að lokum geta að
Macmillan staldraði tvisvar sinn
um við á Keflavíkurflugvelli,
meðan hann var forsaetisráðherra
Bretlands og átti í síðara skipt-
ið frægar viðræður við Ólaf
Thors, þáverandi forsætisráð-
þeirrar skoðunar að Butler yrði I herra, um landhelgismálið.
— Landbúnaðarmál
Framh. af bls. 8
er lítill * hluti af kostnaðarverði
þessara eigna. Fólkið tapar öllu
sínu. Þegar við hugsum um fólk
hinna auðu fjarða og dala, þegar
við mætum því á götunum meg-
um við roðna og blygðast okkar.
Við skuldum því að það var
hvatt og með ráðum og framlög
um til að stunda dauðadæmdan
atvinnurekstur við vonlausar að
stæður. Það eru sannarlega von-
lausar aðstæður, þar sem ekki
fæst túskildingur fyrir jörð, rækt
un og hús.
Brezkur búnaðarfrömuður í
Oxford M. Colin Clark segir, að
það sé skylda þjóðfélagsins að
koma svona fólki til hjálpar á
stund neyðarinnar. Þetta sama
þekkist í Bretlandi. Sams konar
vitleysa þekkist í fleiri löndum
Menn leyta að höfundunum, en
þeir finnast hvergi. Mörg fleiri
dæmi um vanreiknuð dæmi má
taka, en það verður að bíða
vegna tímaskortsins.
Þá vil ég í lokin benda á, hvað
á að gera, hvers konar stefnu
við eigum að taka, þegar við
höfum komizt að raun um að
við viljum gera okkur grein fyr
ir sannleikarium í þessum mál-
um, viljum komast úr sjálfheldu
blekkinganna.
Leiðin er: Skipulag framleiðsl
unnar við:
a. þarfir þjóðarinnar og
b. síðar til útflutnings, ef
seinna kynni að finnast vit
grænn grundvöllur fyrir út-
flutningi.
Það þarf að hjálpa bændum
frá vonlausri aðstöðu og stuðla
að fækkun þeirra unz hæfir svo
að unnt sé að beita stórrekstri
og skynvæðingu. Það er nú orð
ið svo auðvelt að framleiða mat-
væli í stórum stíl til að mæta
jafnvel skyndilegum þörfum t.d.
á kjötvörum, að framleiðslumagn
ið er ekki vandamál lengur, held
ur er vandinn að finna hina
réttu framleiðslu og framleiða að
hæfi einhvers skynsamlegs mark
aðar.
Sem dæmi um þessa fram-
leiðslumöguieika og skynvæð-
ingu vil ég segja frá dönskum
manni, sem hér er mynd af.
Hann á nýtt alifuglabú. Hann
vinnur 6—8 stundir á dag og
kaupir litla vinnu að. Hann fram
leiðir árlega 400 tonn af kjúkl-
ingakjöti, en það þarf um 25 þús
und íslenzkar ær til að gefa sama
kjötmagn. Hann notar ódýra
nýja tækni og allan öryggisút-
búnað til að tryggja framleiðsl-
una. Hann er aldrei þreyttur.
Mjög svipað dæmi má taka úr
svínaræktinni. Hér er um að
ræða eiginleika, sem miklu máli
skiptir í búfjárræktarvísindum,
þ.e. frjósemina. Hæna gefur um
200 kg af kjöti í ársafkvæmum
sínum, gyltan gefur um 1000 kg,
en ærin gefur um 16 kg af kjöti,
1,5 kg af ull og 3—4 kg af gæru.
Þetta eru örlagaríkar staðreynd-
ir fyrir íslenzka sauðfjárrækt.
Það má nota talsvert af íslenzk-
um fóðurefnum til þessara nýju
búgreina, ef rétt er á haldið, fiski
mjölstegundir og grasmjöl. Aðr
ar þjóðir byggja kjúklingaeldi
líka á innfluttum kolvetnum.
Skynvæðing er ekki ný hér á
landi. Gömlu samvinnufrömuðn
ir okkar og bændaleiðtogar tóku
slátrun búfjár úr höndum 6—7
þúsund bænda, og létu fáa fram
kvæma þetta verk í góðum slát
urhúsum. Tóvinna var tekin úr
þúsundum handa um allt land
og sett í verksmiðjur. Gefjun og
Álafoss eyðilögðu vökustaurana.
Skyrgerð óg smjörgerð var tek-
in úr heimilunum og nú vinna
fáir menn að þessum störfum við
fullkominn þrinfað ‘ á nýtízku-
legum mjólkurbúum. Þetta var
skynvæðing.
Nú er komin röðin að hirðingu
nautgripanna. Ráðsmaðurinn
okkar á Hvanneyri, Guðmundur
Jóhannesson, er óþreytandi
glímumaður við margvísleg
vandamál í daglegum störfum
bóndans. Hann hefur sýnt fram
á að það er ódýrara að reisa
eitt 500 kúa fjós í hreppi en 20
25 kúa fjós. Með félagsreknu
fjósi er hægt að fullnýta vinnu
t.d. 7 vinnumanna við mjaltir.
Bændur gætu skaffað heyin, unn
ið við fjósið að einhverju leyti,
haft ungviði og geldneyti heima
og séð um sauðféð, alifugla' eða
svín, en sá bústofn bindur ekki
bóndann eins og hirðing kúa og
mjaltir.
Fundurinn í Borgarnesi sl.
laugardag sýnir að bændur eru
að vakna, þeir sjá, að framtíð
þeirra þarf að byggjast á fræði
lega traustum grundvelli“.
Síðari frummælandi Stefán Að
alsteinsson sagði m.a.:
„Við erum hér saman komin
til að ræða ástandið í íslenzkum
landbúnaði. Það hefur mikið ver
ið um það rætt og ritað undan-
farið og sitt sýnst hverjum.
Bændur og leiðtogar þeirra
hafa bent á, að framleiðsla land
búnaðarafurða hefur vaxið stór
kostlega hin síðari ár, þrátt fyr
ir verulega fækkun fólks við
landbúnaðarstörf.
Afkoma bændastéttarinnar er
hins vegar ekki eins góð og bezt
væri á kosið.
Því hefur verið haldið fram, að
með nýjustu tækni ætti enn að
vera unnt að auka verulega fram
leiðsluna á hvern starfandi mann
við landbúnað, þannig að bænd
um megi enn fækka og það veru
lega.
Tækniþróuðu þjóðirnar vilja
allar sporna við offramleiðslu-
hættunni. Þessar þjóðir gera þvl
eins konar samning við landbún
að sinn. Þjóðfélagið ábyrgist
þeim ,sem atvinnuveginn stunda
trygga afkomu, gegn því, að at-
vinnuvegurinn ábyrgist þjóðinni
næga matvælaframleiðslu á sem
sanngjörnustu verði.
I reyndinni hefur útkoman úr
þessum samningum milli þjóð-
félagsins og landbúnaðarins orð-
ið sú, að bændastéttin hefur yfir
leitt framleitt heldur meira en
af henni var krafizt, en fen-gið
Framhald á bls. 17.