Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 27
Þriðjudagur 11. febr. 1964
MORGUNm ADID
2?
Ný gögn í
itiáli Oswalðs?
Móðir hans til
yíirheyrzlu
Vopnahlé
í írak?
Washington, 10. febrúar.
NTB
Móðir Lee Harvey Os-
walds, frú Marguerite Os-
wald, kom í dag til yfir-
heyrslu hjá Warren-nefnd
inni, sem rannsakar morð-
ið á John F. Kennedy for-
seta Bandaríkjanna. Frúin
hafði meðferðis stóran
pakka, vafinn í brúnan
pappír, og sagði frétta-
mönnum, aðspurð, að þar
væri hún með ný sönn-
unargögn fyrir sakleysi
sonar sína.
Eftir þriggja klukku-
stunda yfirheyrslu fór hún
á brott, án þess að tala
við fréttamenn- og Warr
en, dómari, sem gjarna
hefur spjallað stundarkom
við fréttamenn að loknum
yfirheyrslum, neitaði al-
gerlega að tala við þá í
dag.
Smyglað
áfengi
finnst
í togara
SL. laugardagskvöld gerðu toll-
veriðir leit í togaranum Hauki,
sem var að koma frá Þýzkalandi.
Fundust í skipinu 360 flöskur af
áfengi, svo sem vodka og gene-
ver, og var talsvert af vodkanum
15%. Iȇ fundust einnig 2.200
sígarettur. Rannsóknarlögreglan
fékk málið til rannsóknar, og ját
uðu tveir skipsmenn á sig smygl
Ið í gærmorgun.
Beirut, 10. febr. — NTB
Foringi Kúrda í Norður-
írak, Mullah Mustapha
Barzani, sem stjórnað hefur
uppreisninni gegn stjórn
landsins, og forseti íraks, Ab-
del Salam Arif, gáfu í kvöld
skipun um að þegar í stað
yrði bundinn endi á vopna-
viðskipti herjanna. — Voru
tilkynningar þeirra lesnar á
arabísku í Bagdad-útvarpið
án frekari skýringa.
Framlag kvenna-
deildar SVFI um
240 þús. kr. sl. ár
KVE,NNADEID Slysavarnarfél-
ags íslands í Reykjavík hélt aðal
fund sinn 3. febrúar sl.
Gjaldkeri félagsins gerði grein
fyrir ársreiknmgum deildarinnar
og skýrði frá því, að framlag
deildarinnar til S.V.F.Í. á árinu
hefði numið kr. 239.347,62. Auk
þessa hafði deildin áður afihent
slysavarnarfélaginu kr. 100 þús.
til kaupa á talstöðvum fyrir
björgunarsveitirnar.
Deildin mun eins og að undan
förnu hafa merkjasölu á góu-
daginn 23. febrúar til ágóða fyrir
slysavarnarstarfsemina og heitir
á góðar undirtektir almennings
nú sem fyrr.
Stjóm deildarinnar var öll
endurkosin, en hana skipa: Gróa
Pétursdóttir, formaður; Hlif
Helgadóttir, gjaldkeri; Eygló
Gísladóttir, ritari.
Meðstjórnendur: Ingibjörg Pét
ursdóttir, varaformaður; Þórhild
ur Ólafsdóttir, Guðrún Ólafs-
dóttir, Guðrún Magnúsdóttir,
Steinunn Guðmundsdóttir, Sig-
ríður Einarsdóttir.
VeiðimáJ í Árnes-
í GREININNI Veiðimál í Árnes-
sýslu eftir Hór Guðjónsson, veiði-
málastjóra, sem birtist í blaðinu
á sunnudaginn, féllu niður nokk-
ur orð úr einni setningu, er
breyttu merkingu hennar. —
Nefnd setning hljóðar þannig í
samihengi:
„Ágreiningur hefur verið um
arðskiptingu, veiðitilhögun, veiði
útbúnað, veiðieftirlit, getu lax-
veiðilaganna til þess að vernda
fiskstofnana á félagssvæðinu
fyrir ofveiði, skilning, sem
leggja beri í einstök ákvæði lax-
veiðilaganna og fleira.“
M.A. nemend-
nr sýnn „Er
á meðan er“
Akureyri, 10. febrúar.
LEIKFÉLAG M.A. hefur
nú sýnt sjónleikinn „Er á
meðan er“ fjórum sinnum og
er fimmta sýningin í kvöld.
Jafnan hefur verið húsfyllir
á sýningunum viðtökur leik-
húsgesta hinar ágætustu.
Næstu sýningar eru á'kveðn
ar þriðjudag, miðvikudag,
föstudag, laugardag og sunnu-
dag. Ennfremur er fyrirhug-
uð leikför til Siglufjarðar um
aðra helgi, en það er gömul
venja Leikfélags M.A. að
sýna verkefni sín þar-
1 lok frumsýningar ávarpaði
Þórarinn Björnsson, skóla-
meistari, leikendur og leik-
stjórann, Jónas Jónasson, og
þakkaði þeim góða frammi-
stöðu.
Þá þökkuðu nemendur skóla
meistara og Árna Kristjáns-
syni, kennara, ágætan stuðn-
ing við leikíélagið og voru
þeim færð blóm.
Á hópmyndinni eru m.a.
Jónas Jónasson, þriðji frá
vinstri, skólameistari og Árni,
lengst til hægri.
Tvídálka myndin er al
Alice (Helgu Jónsdóttur) og
Tony (Vilhjálmi Vilhjálms-
syni). Myndirnar tók E.
Sigurgeirsson.
Konur Kópa-
vogi
SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉ-
LAGIÐ Edda heldur sniðnám-
skeið á næstunni í Sjálfstæðis-
húsinu, Kópavogi. Þær félagskon
ur eða aðrar, sem óska eftir upp-
lýsingum eða að innrita sig á
námskeiðið eru beðnar að gefa
sig fram í símum 41286, 40708 og
40954.
Malinovskí harmar friðsemdar-
stefnu sovézkra listamanna
Moskvu — NTB
Landvarnaráðherra
Sovétríkjanna hefur ráðizt
með hörku gegn því, sem
hann kallar „tilhneigingar
til friðsemdar“ í sovézkum
bókmenntum og listum. —
Harmar hann að dýrkun
sovézkra listamanna á
sönnum hermannlegum
hetjudáðum hafi minnkað
verulega.
Ráðherrann, Rodion Malin-
ovskí, setti fram þessi sjónar-
mið í ræðu, er hann flutti á
ráðstefnu, er landvarnaráðu-
neytið og menntamálaráðu-
neytið boðuðu til. Voru fund-
ir þar haldnir fyrir lokuðum
dyrum. Aðalumræðuefni ráð-
stefnunnar var hvernig
styrkja mætti föðurlandsást
Rússa.
Ræða Malinovskís var birt í
„Rauðu stjörnunni“, mál-
gagni landvarnaráðuneytisins.
Vestrænir fréttamenn í
Moskvu telja, að ráðherrann
hafi með ræðunni fyrst og
fremst túlkað skoðanir sov-
ézkra hernaðarsinna, sem
ekki eigi almennt fylgi meðal
forystumanna sovézka komm-
únistaflokksins. Benda þeir á,
að Tass-fréttastofan hefur
ekki á ræðuna minnzt og
Pravda aðeins getið þess í fá-
um orðum, að Malinovskí
hafi haldið merkilega ræðu.
Önnur blöð en „Rauða stjarn-
an“ hafa ekki birt ræðuna.
Hæstu viiminp;ar
r
happdrættis H.I.
Hæsti vinningurinn, 200,000
krónur, kom á heilmiða númer
33,797, og voru báðir heilmiðarn
ir seldir í umboði Guórúnar
Ólafsdóttur, Bókaverzlun Sig-
fúsar Eymundssonar, Austur-
stræti, Reykjavík.
100,000 krónur komu einnig á
heilmiða númer 54,831. Voru
báðir heilmiðarnir seldir í um-
boðinu á Suðureyri við Súganda-
fjörð.
- íþróttir
Framh. af bls. 26
jafnteflið gefið réttasta mynd af
leiknuim, en með sigri virðist
ekkert nema stórslys geta kom-
ið í veg fyrir að Fram vinni bik-
arinn í þriðja sinn í röð.
Víkingur — ÍR 27-24
Víkingur og ÍR háðu alljafna
en að sama skapi lélega baráttu
í fyrri leik kvöldsins. ÍR liðið
var án Gunnlaugs og missti við
fjarveru hans næstum allan svip
og alla sigurorku. En leikurinn
var jafn þar til á síðustu mínút-
um að Víkingum tókst að trygigja
sigurinn og komast úr bráðustu
falLhættu.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 14
arra Vesturvelda, séu ekki á
rökum reistar.
í>að hafið verið margra trú
allt fram á föstudag, að Sovét
ríkin myndu ekki skerast í
leikinn vegna Kýpur. Ætli
þau nú hins vegar að hindra
NATO-gæzlulið í að halda til
Kýpur, eða beita sér gegn
svipaðri lausn, þá kann svo
að fara, sem margir hafa nú
fengið aukna trú á: S>kipta
verði Kýpur milli þjóðarbrot-
anna.
— Þjófnaðaralda
Frh. af bls. 28
og var þannig gengið frá þeirn af
eigendum að þjófarnir áttu ekki
í erfiðleikum, eins og fyrr getur.
Einn billinn fannst óskemmdur
í Höfðaborg í gær. Annar hafði
verið tekinn í Meðaiholti, og
fannst í Skaftahlíð. Sprungið var
á bílnum, og var hon.uim ekið
þannig. Skildu þjófarnir bílinn
eftir í gangi, og hafði öll olía
lekið af honum er hann fannst.
Þriðji bíllinn var tekinn á Hrísa-
teigi og fannst fastur í leðju ut-
an við veginn í Mosfellssveit,
nánar tiltekið skammt frá Lamb-
hagabrú. Rannsóknarlögreglan
biður þá, sem upplýsingar gætu
gefið má þessi, að gefa sig
fram.