Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 28
M19 KTROLUX UMBOÐIÐ AUGAV6GI t> iími 21800 34. tbl. — Þriðjudagur 11. febrúar 1964 Fjórtán ára piltur drukknar í sundlaug FJÓRTÁN ára piltur drukknaði sl. sunnudag í sundlauginni að I» , kholti í Biskupstungum. — Hann hét Pétur Pétursson, til heimiiis *A Höfoaborg 11 í Reykjavík. Pétur dvaldist í vetur að bæm- um FelK í Biskupstunguim. Hann fór þaðan eftir hádegi sl. sunnu- dag og lét þess getið, að hann ætlaði í sundlaugina að Reyk- holti, sem er skammt frá Felli. Vítað er, að Pétur var að aynda í laugin.ru frá klukkan 15—15.30, en klukkan 15.40 sá ráðskonan að Reykholti sund- gieraugu íljóta á vatnimu. Hún gerði Ólafi Þórðarsyni, kennara við skólann í Reykfholti, þegar aðvart. Hartn sá strax, að piltur- inn lá á botni laugarinnar. Ólafur stakk sér til surndts og kafaði og náði piltinuim upp. Líftgunartilraunir voru þegar hafnar og hringt var eftir hér- BíII brennur austan Fjalls MVÍ klukkan eitt aðfaranótt mánudags var lögreglunni á Sel- fossi tilkynnt, að bíll væri að brenna á vegamótum Skeiðaveg- ar og Suðurlandí » ^ar. Lögregl- an fór þegar á staðinn og slökkvi liðsmaður með slökkvitæki. Þegar á staðinn kom var bíll- inn brurminn og er hann talinn gjörónýtur. ökumaður kvaðst ekki hafa fyrr vitað til, en allt í einu hafi eldur logað upp úr vélarhúsi bílsins. Var einn far- þegi í bílnum hjá ökumanní. Eíllinn var úr Rangárvalla- sýski og var af gerðinni Ford- Consul 1955. 2 togarar seldu erlendis í gær TVEIR íslenzkir togarar seldu afla sinn erlendis í gærmorgun, Þýzkalandi. Pétux Halldórsson seldi í Grimsby 155 tonn fyrir 12.367 sterlingspund- Harðbakur seldi í Cuxhaven 150 tonn fyrir 141.018 mörk. Kdpavogur SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa- ?ogs elnir til almenns fundar í Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi, Borgarholtsbraut 6, í kvöld kl. 8.30. Ræðumaður: Gunnar Thorodd- sen, fjármálaráðherra. Allt Sjálfstæðisfólk er hvatt til þess að mæta ^tundvíslega » funðinn. aðslækninuim í Laugarási, sem þegar kom á vettvang og hélt lífgunartilraunuim áfram. Lögreglan á Selfossi var beðin ura aðstoð og sendi hún sjúkra- bíl með súrefnistæki og var han>n kominn að Reyktholti kl. 16.45. Haldið var áfram lífgunar- tilraunum með aðstoo súrefnis- tækjanna í 3% tíma, en þær reyndust árangurslausar. ^^¦^^m^-y--^^^.:^:^:-y^:y^^/':-'^:y^ ..... : ¦ ^ Æ AuðlioItsh)áleigu þurfti að grípa til bátsins til að komast ieiðar sinnar vegna flóðanna. — Ljosm.: Georg Miohelsen. Flóðin úr Ölfusá báru með sér mikinn klaka og íshröngl svo vegir að bæjnum í Arnarbælis- hveríinu urðu ófærir. — Ljós.m.: Georg Miöhelsen. Bóndinn varð ai róa í beitarhúsin Mikil ílóð í Arnarbælishverfi í Ölfusi Hveragerði, 10. febrúar. MIKIL flóð voru í Arnarbælis- hverfi í Ölfusi um helgina og voru allir vegir heim að sex bæjum undir vatni. Þetta er mesta flóð, sem verður í hverf- inu frá árinu 1961, en þá var mikið flóð úr ölfusá, en klaka- burður var heldur minni nú en þá. Flóðið kom mjög skyndilega síðdegis á föstudag og til marks um má geta þess, að feðgarnir Guðmundur Steindórsson og Steindór frá Egilsstöðum fóru að Selfossi upp úr hádegi á jeppa sínuim en þegar þeir komu til baka síðdegis var vegurinn heim að bænum orðinn undir- lagður vatni, svo djúpu að þeir urðu að stanza. Steindór óð heim að Egilsstöðum, en Guð- mundur hélt að bænum Græn- hól og hafðist þar við uin nótt- ina. Ungur maður, Páll í Ósgerði, var við steypuvinnu í Hveragerði og varð hann að hætta við að fara heim að Ósgerðí vegna flóðanna. Einn bóndinn á flóðasvæðinu, Bjarni í Auðsholtshjáleigu, varð að róa á báti til að komast í beitarhúsin, sem eru nokkurn spöl frá bænum. Þá má geta 'þess, að börn frá þessum bæjum i við akstur. komust ek'ki í skólann í Hvera- gerði á laugardaigsmorgun. Nokkrar skemmdir urðu ai völdum flóðanna og löskuðust símastaurar, lögðust á hliðina eða brotnuðu, svo símasambands- laust varð við bæina. Skemmdir urðu ekki á sjálf- um bæjunum, því þeir standa svo hátt, að vatnið nær ekki til 16 ára piltur ölvaður á stoln- um bíl KEFLAVÍKl'RLÖGREGLAN handtók 16 ára pilt um kl. 3.15 aðfararnótt sunnudags. Piltur- inn var ölvaður og réttindalaus til aksturs og í þokkabót var hann á stolnum bíl. Þá sömu nótt veitti Kefla- víkurlögreglan öðrum ökumanni eftirtekt en hann ók á brott með miklum hraða. Var honum veitt eftirför um stund, en því hætt af ótta við að skaði kynni að hljótast af kappakstrinum. Um morguninn fór lögreglan heim til mannsins, sem hefur verið kærður fyrur meinta öivun þeirra. Hins vegar voru túnin umflotin. Flóðin tóku að sjatna að- fararnótt sunnudags og voru þau orðin lítil á sunnudag, en veg- irnir voru ófærir frá Auðsholts- hjáleigu niður í Arnarbæli vegna mikils klaka á þeim og eins hafði veginum skolað burt á köflum. — Georg. Útgerðarmað- ur neitar að greiða sekt EINS og frá er skýrt í þing- fréttum í dag, kvaddi Björn Pálsson, alþingismaður, sér hljóðs, utan dagskrár, á fundi neðri deildar í gær. Skýrði hann frá því, að hneppa hefði átt Sturlaug Böðvarsson, út- gerðarmann á Akranesi, í varðhald klukkustund áður, en fundurinn hófst á Alþingi kl. 14. Tildrög þessa máls eru þau, að á árinu 1962 flutti fyrir- tæki Sturlaugs út síld til Þýzkalands, án þess að fyrir lægi leyfi fiskimatsyfirvalda. Vegna þessa var Sturlaugur ákærður fyrir meint brot á reglum um fiskimat og var dæmdur í héraðsdómi til þess að greiða 14 þús. kr. sekt og til vara varðhald í 32 daga. Dómi þessum var ekki á- frýjað. Sturlaugur hefur ekki greitt þessa sekt og átti hann því að taka út vara- refsinguna í gær. Ekki varð þó af því og var refsifram- kvæmdinni frestað. Sturlaug- ur mun hafa dregið greiðslu sektarinnar vegna þess að hann telur sig hafa ýmsar málsbætur, sem héraðsdómar- inn taldi ekki fært að taka til greina. 1 ) Þjófnaðaralcla um helgina Þremur bílum og hjólbörðum fyrir 30 þúsund krónum stolið ÞJÓFAR af ýmsum tegundum voru allaðsópsmikilir í Reykja- vík um helgina, en heldur hefur verið lítið um innbrot síðustu mánuðina miðað við það, sem oft hefur » -ið áður. Á laugar- dagskvöldið og aðfaranótt sunnu dags brá svo við að brotizt var inn á fjórum stöðum, og af ein- um þeirra stolið varningi, sem metinr » r á um 30 þúsund krón- ur. Hefur flutningurinn verið allfyrirferðarmikill, þar sem hér var um að ræða hjólbarða. Þá var þremur bílum stolið, og var öllum þeim þjófnuðum það sam- merkt, að hurðir bílanna voru ólæstar, og svo óvarlega gengið frá kveikjulási, að ekki þurfi að „tengja framhjá". Bílarnir hafa allir fundizt. Á laugardagsnótt var brotizt inn í verzlun í Blesugróf, en ekki varð séð að neinu hefði verið stolið. Einnig var brotizt inn í verzlunina Hrannarbúð í Blönduihlíð og þaðan stolið nokfc ur hundruð krónum. Þá var framið innbrot í hjófl- barðaviðgerðastöðina Hraunholt við Miklatorg. Þaðan var stolið 15—20 nýjuim hjólbörðum, af gerðunum Trelleborg og Metzel- er. Nemur verðmæti þeirra allt að 30 þúsund krónum. Eru það tilmæli rannsóknarlögreglunnar að þeir, sem kunna að hafa orðið varir grunsamlegra mannaferða og flutnings við Miklatorg á laugardagsmótt, geri henni að- vart, svo og, verði merm varir við að hjólbarðar af þessum teg- undum eru boðnir til kaups á gruinsamlegan máta. — Loks var brotizt inn í verzlun Silla og Valda í Bröttugötu. Stóð lögregl- an tvo menn þar að verki, og voru þeir gripnir með kassa ai niðursoðnum mat og ávöxtum. Þá var þremur bíluim stolið um nóttina eins og fyrr getur; Frainhald » síðu Vt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.