Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 17
M' Þriðjudagur 11. febr. 1964^ — Landbúnabarmál Framh. af bls. 15 heldur minna í aðra hönd fyrir framleiðsluna en henni var lofað, þannig að bændur hafa víða dreg izt aftur úr öðrum stéttum í tekj um. Ríkisvaldið í mörgum löndum erlendís hefur ýtt undir bændur að hætta búskap með því að greiða fyrir því að jarðir hafi verið stækkaðar með því að slá tveimur eða fleiri smábýlum sam an í eina stóra jörð, sem þolir vél tækni, en fólkinu á þessum jörð tim hefur oft verið gert kleift að búa áfram í íbúðarhúsinu á smá- býlinu sínu, þannig að land hef ur hvorki farið úr ræktun né íbúðarhús úr notkun. Gætum við keypt landbúnað arframleiðsluna erlendis frá með hagnaði? Gætum við hugsað okkur, að Btarfandi menn við landbúnað gætu framleitt útflutningsverð- mæti fyrir 1500 milljónir króna árlega með því að koma þeim fyrir við önnur störf en land- búnað? Nei! það eru engar líkur á því, að þeir gætu það! Þegar jörð fer í eyði hér á landi, skeður oftast hvorttveggja að íbúðarhúsið er yfirgefið og landið fer í órækt. Þegar saman er lagt verðmæti jarðarinnar, sem fer að mestu leyti forgörðum við það, að hún fer í eyði, og verð þeirrar íbúð- ar, sem bóndinn verður að afla sér yfir sig og fjölskylduna, þá er óhætt að fullyrða, að hver jörð, sem fer í eyði í landinu, kostar þjóðfélagið ekki undir einni milljón króna. Finnst ykkur nokkuð við það að athuga, þó við stöldrum að- eins við, áður en ákveðið verð- ur að fækka bændum niður í helming af því, sem nú er eða ennþá meir? Samkvæmt því, sem fiskifræð ingarnir segja okkur, fer nú óð- um að líða að því, að ekki megi mytja íslenzka fiskistofna meira en gert er nú þegar. Aukin nýting sjávarafla, eftir að hann er kominn á land, get- ur enn veitt mörgum atvinnu, en því hljóta líka að vera tak imörk sett, hversu mikið er hægt að vinna úr sjávaraflanum. Við eigum engar námur til að státa af og mjög lítið af verð- imætum jarðefnum, sem hægt er að nytja, en mikla orku í fall- vötnum og jarðhita. En okkur skortir tilfinnanlega fjármagn til að nýta þá orku. Atvinnumöguleikarnir í þétt- býlinu á' fslandi eru því ekkert sérstaklega glæsilegir, ef við eig um eingöngu að treysta á sjávar aflann og orkuna, sem atvinnu- veitendur framtíðarinnar. Við verðum vafalaust að efla iðnað á fslandi á næstu árum og áratugum og verðum að gera ráð fyrir útflutniragi á ið'naðarvarn- ingi. Ullin og gærurnar eru hvort- tveggja sérstæð hráefni, sem settu að geta orðið undirstöðu hráefni fyrir umfangsmikinn út flutningsiðriað. Vörur úr þessum hráefnum ættum við að geta selt án samkeppni við erlend fyrir- tæki á mjbg hagstæðu verði. MORGUNBLADID 17 Það eru ekki nema tvær leiðir til að losna -við útflutningsupp- bætur á dilkakjötinu, sem fylgir ullinni og gærunum. Önnur leið in er sú að lækka framleiðslu- kostnaðinn, en hin að afla kjöt- inu betri markaða og fá fyrir það hærra verð en áður. Báðar þessar leiðir virðast fær ar. Það virðist þurfa að lækka framleiðslukostnaðinn á kjúkl- ingakjötinu um 30—40 kr. á kg til þess að það standist sam- keppni við íslenzkt dilkakjöt. Framleiðsla á kjúklinga- og svínakjöti byggist auk þess að verulegu leyti á innfluttu fóðri, sem alltaf verður vandamál, með an gjaldeyrisstaðan er ekki betri en hún er. Þess vegna virðist vera sér- stök ástæða til að efla þær grein ar landbúnaðar hér, sem byggja hvað minnst á innfluttu fóðri, en þar er sauðfjárræktin fremst í flokki. Sauðfjárræktin getur byggzt svo til eingöngu á grasfram- leiðslu og grasið er ein hinna fáu náttúruauðlinda þessa lands. Sauðfjárræktin er sá atvinnu vegur, sem samgrónastur er land inu og þjóðinni, landið er harð- býlt og veðráttan duttlungafull, og við eigum ekki margra kosta völ í hráefnafátæku landi. Þess vegna skulum við athuga vel þá möguleika, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni, áður en við ákveðum að fækka bænd- um, áður en við leggjum sauð- fjárrækt í landinu niður að mestu og áður en við ákveðum að byggja landbúnað okkar á inn fluttum fóðurvörum og án gras nytja að mestu leyti í kornlausu landi". Að loknum ræðum frummæl- enda tóku til máls: Jónas Jónsson, búnaðarkandi- dat vitnaði^ til framleiðslu land búnaðar á ítalíu og í Frakkiandi og sýndi fram á að þar væri fram leiðsla á bónda mun minni en hér. Gat hann þess að óvíða hefði verið jafn mikil framleiðsluaakn ing í landbújiaðinum og hér á landi. Taldi hann búnaðinn hér hafa verið á góðum framfaravegi miðað við hin Norðurlöndin og mælti gegn tillögum Gunnars Bjarnasonar. Gunnar Guðbjartsson formað- ur Stéttarsambands bænda taldi þörf á öðru fremur hér en bylt ingu í búnaði. Hann taldi hins vegar að minnka þyrfti kostnað við búskapinn, hér væri of lítil tækninýting, heyframleiðsla væri of lítil, bændur skorti lánsfé, rekstrarvörur væru of dýrar, vextir of háir og menntun sveit anna of lítil. Hann taldi nauð- syn viðhalds byggðarinnar um allt landið. Ómar Ragnarsson taldi byggð- irnar við sjávarsíðuna hafa orð ið á undan í þróuninni, því hefði flóttinn komið úr sveitunum. Taldi hann betra að hafa helm- ingi færri bændur í landi hér, sem hefðu góða afkomu og gætu unað glaðir við sitt, en hafa þá helmingi fleiri og að þeir væru óánægðir með kjör sín. Gísli Kristjánsson ritstjóri kvað nauðsyn að líta á málin eins og þau stæðu í dag og erfitt væri að spá fram í tímann. Hann taldi búskapinn þurfa að sérhæf ast meir, en eðlileg þróun yrði að ráða framgangi mála. Viggó Oddsson myndmælinga maður taldi þjóðina ekki tilbúna að taka á móti tækninni. Hann kvað verkamenn á móti hagfræð ingum og bændur á móti búfræð ingum, hefðu jafnvel hótað þeim lífláti fyrir kenningar sínar. Síð an tók hann dæmi um hve land- búnaðarvörur hér væru dýrari en ódýrast gerist erlendis. Hann taldi að sporthokur ylJli hér að hverfa. Björn Pálsson alþingismaður sagði að þeir menn sem teldu landbúnaðinn í vanda í dag og þörf þar gagngerðra breytinga á, væru menn sem ekki hefðu get að búið sjálfir. Þetta sífellda væl um slæma stöðu landbúnaðarins væri kjaftæði. Hann kvaðst vera búinn að búa í 30 ár og væri hann búinn að græða svo mikið að hann vissi ekki hvað hann ætti við peningana að gera. Hann kvað ekkert betra til en að búa. Umræðum þeim og tillögum sem hér hefðu borið á dagskrá ætti ekki að svara. Guðjón bóndi á Marðarnúpi í Vatnsdal óskaði eftir dómi manna um það hvernig bændur hefðu staðið sig að undanförnu. Hann taldi óhikað að sá dómur yrði bændum í vil. Hann kvaðst glaður yfir að hafa feng ið að lifa upp þetta mikla fram faraskeið landbúnaðarins. Þó hefði jafnvel verið gengið á hlut bænda er stöðva hefði átt dýr- tíðina. Hann taldi hægfara þró un það bezta. Þorsteinn Sigurðsson formað ur Búnaðarfélags íslands kvað ánægjulegt að stofnað skyldi til þessa fundar. Hann taldi nauð- synlegt að málin væru kynnt og rædd. Þá sagði hann að timi eft irgjafa íslenzkra bænda væri hð inn. Hann kvað þá hafa á skömm um tíma skapað nýja jörð hér á landi og framfarir hefðu verið riiiklar og staða landbúnaðarins væri góð. Kristján Friðriksson forstjóri ræddi um iðnvæðingu í landinu og taldi að byrja hefði átt að undirbúa hana fyrir 20 árum. Hlutur landbúnaðarins gæti aldrei orðið stórvaegilegur henni. Kristján Karisson erindrekl taldi tillögur Gunnars Bjarnason ar bólu, sem aldrei kæmi til fram kvæmda. Frummælendur svöruðu síðan athugasemdum og annar þeirra kvað það ámælisyert að margir fundarmanna hefðu komið með fyrirfram samdar ræður, sem ekki hefðu snert mál frummæl enda og vítti hann þá f ramkomu. SÆNSK VARA Mál Ruby fyrir rétt 17. febrúar Dómarinn vísar frá kröfum verjanda hans Daillas 10. febr. — NTB JOE Brown, dómari, vísaði í dag frá þeirri beiðni lögfræð- inga Jack Rubys um að réttar höldin í máli hans færu fram í einihverri annarri borg en Dallas. Ruby er ákærður fyr- ir drápið á Lee Harvey Os- vald, manni þeim, sem talinn er hafa vegið Kennedy for- seta. Brown dómari vísaði einnig frá ýmsum öðrum kröf um verjenda Ruby's, svo sem þeim að þeir fengju þegar í hendur allar sannanir gegn Ruiby, að allt sem blöð hafa skrifað um Ruby yrði lesið upp í réttinum til þess að sýnt yrði fram á hve mikil áhrif þau hefðu á almennings álitið, og hversu þau gaetu haft áhrif á kviðdómendur. Blaðamenn sikiptust á nokkr um orðum við Ruby áður en rétturinn var settur í dag. Hann virtist oft gráti næst, en hann sagði aQ hann hefði fengið mikinn póst í fangelsið og að bréfin hefðu styrfct hann siðferðilega. Brown dómari staðfesti, að mál Rubys mundi koma fyrir rétt- inn 17. febrúar nk., eða að viku liðinni. 4 m Gerð MS/UABD 0,25—15 ha. ASEA GIRMÖTOR — einn gír fyrir hvern rekstui — er hin rétta lausn á orkuflutnings- vanda yðar. JOHAN KONNING HF. Skipholti 15 — Sími 10632 .¦..WVrtWW* JARÐTÆTARAR - „AGROTILLER" Margra ára reynsla er af þessum tæturum hér á landi, og hafa þeir reynzt: >f. EINFALDIR STERKIR — ENDINGARGOBIR Þeir eru framleiddir í tveim styrkleikaflokkum: „standard" og „heavy duty", — hinir fyrrnefndu fyrir minni dráttarvélar- (upp í 40—45 hö) og eru ýmist lyftu- tengdir eða dragtengdir, en hinir síðarnefndu fyrir stærri dráttarvélar og eru þeir allir sterkbyggðari og dragtengdir. Snúningshraði tætaranna er breytilegur með því að nota mismunandi tannhjóla- samstæður í keðjudrifinu á hlið tætarans. — Miðað við 540 minútusinúninga á PTO-öxli dráttarvélar getur tætarinn snúizt frá 136 til 232 snúninga. Áætluð verð án söluskatts: A. Lyftutengdir af ,^standard"-gerð: Vinnslubreidd 40" aflþörf a.m.k. 25 hö um kr. _ 50" — — 30 — — — — 60" — — 35 — — _ _ 70" _ _ 45 — — — B. Dragtengdir af „standard"-gerð: Vinnslubreidd 60" afiþörf a.m.k. 30 _ 70" — _ 35 - C. Dragtengdir af „heavy-duty"- gerð: hö um kr. Vinnsl ubreidd 60" 70" 80" aflþörf a.m.k. 35 hö um kr. 45 — — — 50 — — _ 24.100,00 24.800,00 25.600,00 28.100,00 31.400,00 32.200,00 36.100,00 37.000,00 38.500,00 —HAGSTÆÐUSTU VERÐ Á MARKAÐNUM— —DRAGIÐ EKKI AÐ PANTA— ÁJF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.