Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 8
# MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. febr. 1964 Frá hinum fjölmenna fundl Stúdentafélagsins um lahdbúnaðarmál Landbúnaðarmálin brennandi umræöuefni Fjölmennur fundur um þou í Stúdenta- félagi Reykjavíkur STUDENTAFELAG Reykja- víkur efndi til umræðufund- ar í Lídó sl. laugardag um stöðu landbúnaðarins í þjóð- félaginu í dag. Fundurinn var f jölsóttur, en þar voru þó ekki mættir margir af framámönn um búnaðarmála, sem eðli- legt hefði verið að sætu slík- an umræðufund. Frummælendur voru þeir Gunnar Bjarnason, kennari á Hvanneyri, og Stefán Aðal- steinsson, búfjárfræðingur. Gunnar G. Schram, formaður félagsins setti fundinn og stýrði honum. Fyrri frummælandi var Gunn- ar Bjarnason. Veigamestu atriðin í ræðu hans voru þessi: „Vandamál landbúnaðar hjá ýmsum þjóðum fara eftir því, hvort þær eru vanþróaðar í at- vinnumálum eða háþróaðar. Hjá þeim vanþróuðu er barizt við hungrið en hjá hinum er barist við allsnægtirnar, eða offram- leiðsluna. Sjónarmiðin eru svo gjörólík, að vandinn verður ekki leystur, nema skilja þessi sann- indi til botns og beygja sig fyr- ir lögmálum hagfræðinnar og framvindunnar. Þjóðirnar þurfa að þekkja vitjunartíma sinn í landbúnaðarmálum. Hér á landi er vekjaraklukkan farin að hringja. Menn vakna með ýms- um hætti. Sumir glaðvakna glað ir og reifir. Aðrir láta klukkuna hringja lengi, en vakna að lok- um úrillir, og þegar þeir hafa skvett köldu vatni í andlitið syngja þeir oft vígdjarfastir bar áttusöng komandi dags. Vanþróuðu löndin verða ætíð að gráðuþróa framfarir í búskap, unz sulturinn er sigraður og fjár magn og þekking er fengin til að hefjast handa um vísindaleg an búskap og skynvæðingu (rat- ionaliseringu). . Tek dæmi um Bandaríkin. Þar sigruðu menn sultinn árið 1930, en það var ekki fyrr þekkt í þessum heimi að þurfa að berj ast við allsnægtir og offram- leiðslu. Þjáningin, sem þessi van kunnátta og þessi reynsluskort- ur, kostaði Vesturlönd er kallað heimskreppan mikla. Rosevelt og ráðgjafar hans glímdu við þennan vanda fram að styrjöld- inni 1939. Þá var bandaríska landbúnaðarmaskínan sett aftur í gang. Truman var vitur. Hann lét Marshall halda áfram styrj öidinni við fátækt og rústir, og hann lét aðra sérfræðinga glíma Tið offramleiðsluna til að fá var anlega lausn meðan Marshall saddi hungruð stríðsbörn. Bænd ur voru spurðir: Hvað græðið þið nettó á hverri ekru, sem þið ræktið. Þeir svöruðu því, án þess að vita hver tilgangurinn var. Gott, sagði stjórn USA. Við borg um ykkur gróðann í vasann, fyr ir hverja ekru, sem þið ræktið ekki. Gerið eitthvað annað i stað inn. Miljónir ekpa hafa verið teknar úr ræktun þannig í USA, og þannig er myndaður hinn ameríski jarðbanki. Þar lifa nú um 8% á landbúnaði og 10% bænda framleiða 50% af heildar framleiðslunni. Danir hafa nú skilið vitjunar- tíma sinn. Þeir eru leynt og ljóst að leita að færum leiðum til að fækka bændum um helming. Leggja niður búskap á minna landi en 12—15 hektörum, en 15 ha danskir gefa að minnsta kosti helmingi meira fóður en 25 hekt arar íslenzkir, ef vel er ræktað á báðum stöðum. í Danmörku og Hollandi er rætt um að breyta hálftómum eða auðum bændaskólum í skóla fyrir sveitafólk til að kenna því bæjarlífið og auðvelda því til- hugsunina um skipti á lífshátt- um og atvinnuháttum. Þetta er ég ekki að finna upp, heldur staðreyndir úr hinum menntaða heimi, sem er að glíma við vanda mál allsnægtanna, þ.e. offram- leiðsluna, og skipuleggur at- vinnulíf sitt að vitrænum leið- um. Við erum á mörkum hins van- þróaða og háþróaða. Við þurfum að taka vísindi í þjónustu okkar og leita miskunnarlaust að sann- leikskjarna málanna. Við erum nú með í gangi mörg sjónarmið í landbúnaðarmálum, sem eru frá leit, en kosta þjóðina milljónir, hreina vitleysu. Sumt er vel gert s.s. lögin um stofnlánadeildina, sem mun skapa grundvöll fram- faranna á næstu árum. Líkja má vandamálunum við dæmi. Þessi dæmi okkar virðast flest vera ýmist óreiknuð, hálf- reiknuð eða vitlaust reiknuð. Hér eru sýnishorn: Sjálf landbúnaðarstefnan er ó reiknað dæmi, grundvöllur vit- leysunnar — hún er milljónavit leysa. Þetta er stefnan: a. Bændum og jörðum skal ekki fækka. Nýbýli komi fyrir hvert eyðibýli. b. 5500 jarðir skulu verða eigi minni en 25 ha hver fyrir 1970. c. Undirstaða framleiðsluaukn ingarinnar skal vera sauð- fjárrækt til útflutnings. Sem sagt: gráðustækkun allra jarða í landinu og við- hald stéttarinnar og þá helzt fjölgun. Ef þessi vitleysa tekst, lítur dæmið út þannig í kringum 1970: 140 þús. hektarar fóðra 175 þús und framleiðslukúgHdi, en þarf- ir til alls kjöts (dilkakjöts) og mjólkurafurða verður þá um 85 þúsund kúgildi! Til útflutnings verða SO þúsund kúgildi, sam- svarandi 1,8 millj. áa, sem mun gera ca. 28 þúsrfnd tonn af dilka kjöti til útflutnings. Nú eru útflutningsuppbætur á dilkakjöti nálægt 40 milljónum. Þegar marki þessarar stefnu er náð verða uppbæturnar að öll- um aðstæðum óbreyttum um 700 milljónir. Nú spyr ég, sagði ræðumaður: Hver er ábyrgur fyrir útreikn- ingi þessarar stefnu? Hvaða ráðunautar eða stjórn- málamenn hafa lagt þessa útreikn inga fyrir stjórnarvöld þessa lands? Stjórnarvöldin vilja gera vel í búnaðarmálum, en hver er höfundur þessarar hringavit- leysu? Heildarútkoman verður þessi: a. Dilkakjötið er í hámarks- verði og þessvegna greitt nið ur til neytenda. b. bændur eru kauplausir við framleiðslustörfin. c. Svo skal leysa vandann með útflutningi og selja fyrir verð, sem er um helmingi lægra en innanlandsverð. Greiða mismuninn með upp bótum. Komi þeir nú hér, sem vilja segja mér hverra hagSjmunum þessi vitleysa þjóni og einnig væri gott fyrir alla þjóðina að fá upplýsingar um hvað mikið af afturkræfum og óafturkræfum lánum á að fara í fyrirtaekið. Svo hrukku menn við um dag inn, þegar búið var að boða 1 stefnunni að 6 milljónir áa skyldu kroppa landið í stað ura 700 þúsund nú. Ingi Þorsteinsson o. fl. hafa sannað með enn ómót mæltum rökum, að eyðing lands sé meiri en græðsla. Þá var boð aður nýr tími. Fénu skal beitt á ræktað land. Gott. Það þarf með friu sumarfóðri á og lömb um 6,5 fóðureiningar til að fram leiða fcitt kg. af dilkakjöti, en ef sumarbeitin skal líka greiðast 1 ræktun, þá þarf 10—12 fóðurein ingar. Hverjum er ætlað að greiða þann aukakostnað? Hvar eru hagspekingar og reiknimeist arar landbúnaðarstefnu okkar i dag til að standa fyrir máli sínu hvað þetta snerti? Fleiri bændur, fleiri bændur. Það er þjóðarnauðsyn. Hver hef ur heyrt nokkra stétt segja svip að. Gætu verkamenn sagt: Fleiri verkamenn, um að gera að fá at- vinnuleysi og atvinnubótastyrki? Þá getur atvinnulífið fengið ó- dýrara vinnuafl. Bændur eru farnir að sjá þessa blekkingu, því að hún er að afhjúpa sig sem vitleysa og rökleysa, ein alls- herjar þjóðfélagsleg della. Stefnan leggur við og marg- faldar. Raunveruleikinn hins vegar dregur frá og deilir. Svona er samkvæmnin og vitið í þessu. Á fjórum árum, 1958—1962, fóru 44 jarðir í eyði í 16 hreppum á Aust urlandi. Það var hóglátt, alls- laust og margblekkt og svikið fólk, sem yfirgaf þessar jarðir og flúði til annarra atvinnustétta. Hvar mættu blekkingapostularn- ir þessu rúineraða fólki? Ríkið þurfti ekki að sjá eftir framlög- um sínum og styrkjum, en það Framhald á 15. síðuu ™ÆiBmMim. FUNDIR voru í gær í báðum deildum Alþingis. f efri deild var rætt um frumvarp ríkis- stjórnarinnar um hækkun á bót- um almannatrygginga. Málið er komið frá neðri deíld. Þá var rætt um frumvarp Jóns Þorsteins sonar um sparifjársöfnun ung- menna og urðu nokkrar umræð- ur um þessí mál. Þeim var báð- um vísað til Z. umr. og nefnda. í neðri deild var framhald um- ræðu um frumvarp ríkisstjórnar- innar um breytingu á lögunum um stofnlánadeild landbúnaðar- ins. Jónas Pétursson flutti breyt- ingartillögu við frumvarpið og urðu nokkrar umræður um þessi mál. Umræðunni var frestað. BUSTOFNSLAN Jónas Pétursson mælti fyrir breytingartillögu sinni við stofn- lánadeildarfrumvarpið. Fjallar það um, að heimilt sé að veita hreppsfélögum lán til bústofns- auka, en síðan megi leigja frum- býlingum og þeim, sem orðið hafi fyrir óhöppum, er valdi skepnumissi, búfé. Lánstími sé eigi skemmri en 6 ár og sé þá hinn lánaði bústofn greiddur í sama. f framsöguræðu sinni sagði Jónas m.a.: I lögum um stofnlánadeild landbúnaðarins er gert ráð fyrir því, að lána megi til búfjár- auka. — Þetta hefði þó ekki komið enn til framkvæmda, einkum vegna framkvæmdalegu formi. Nauðsyn á slíkum lánum væri þó brýn. Tillagan væri í því fólgin að setja nýtt form fyrir bústofnslán, þar sem hrépparnir væru gerðir að aðilum að mál- inu, enda uppfylli þeir viss skil- yrði til tryggingar þvi, að lánin nái tilgangi sínum. Með því að lána búfé á fæti í stað peninga, þá væru þessi lán verðtryggð. Hugmyndin að bústofnsleigu- sjóðnum væri komin frá bónda austan lands, sem gaf hreppi sín- um 100 gimbrar til slíkra ráðstöf- unar. Þær hefðu um skeið mynd- að nokkra uppistöðu í bústofni frumbýlinga í hreppi hans. erfiðleika á Að lokinni ræðu Jónasar töl- uðu þeir Lúðvík Jósefsson og Eysteinn Jónsson. f efri deild mælti Emil Jóns- son, félagsmálaráðherra, fyrir frumvarpinu um hækkun bóta almannatrygginga. Alfreð Gísla- son tók til máls á eftir framsögu ráðherrans og gagnrýndi einstök atriði. Ráðherrann svaraði gagn- rýni þingmannsins. Jón Þorsteinsson mælti fyrir tillögu sinni um sparifjársöfnun ungménna. í umræðum um mál- ið töluðu þeir Ólafur Jóhannes- son, Ólafur Björnsson og Alfreð Gíslason. TVEIM þingsályktunartillögum var dreift á Alþingi í gær. Frá Páli Þorsteinssyni o. fl. um at- hugun á þörf atvinnuveganna fyr ir tæknimenntað fólk og frá Hannibal Valdemarssyni um ferjubryggjur í Norður-ísafjarð- arsýslu. Þá hefur frumvarp um breyt- ingu á lögum um eyðingu refa og minka verið afgreitt frá landbún- aðarnefnd efri deildar og var álitinu dreift í gær. AÐUR en gengið var til dag- skrár í neðri deild, kvaddi Björn Pálsson sér hljóðs utan dagskrár. Sagðist hann hafa heyrt sögu um viðskipti út- gerðarmanns nokkurs við dómsmálastjórnina. Hafði út- gerðarmaðurinn brotið reglur fiskimatsins og verið dæmdur í fjársekt, en varðhald til vara. Útgerðarmaðurinn hafði ekki greitt sektina og væri nú komið að því, að hann yrði að taka út vararefsinguna. Sagði Björn þetta vera í samræmi við aðra „vitleysu" í okkar þjóðfélagi og væri nær að fangelsa yfirmenn fiskimats- ins o. fl. Forseti deildarinnar bjóst til þess að áminna Björn um þinglegt orðbragð, en þá hafði Björn lokið þess- ari „ádrepu" sinni og sneri broshýr til sætis. Frá tildrögum þessa máls er skýrt j frétt hér í blaðinu i dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.