Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 14
14 MORCUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 11. febr. 1964 Utgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árm Garðar Rristinsson. Utbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Að^lstræti 6. Auglýsjngar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Áskrifkjrgjald kr. 80.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. 4.00 eintakifc. RANNSOKN Á GREIDSLUÞOLI Í sl. sumri varð samkomu- . lag um það milli ríkis- stjórnarinnar og samtaka launþega og vinnuveitenda, að skipuð skyldi sérstök nefnd til þess að rannsaka greiðslugetu atvinnuveganna og athuga, hvort hægt væri að hækka kaup launþega þannig að af því yrði raun- veruleg kjarabót. í þessa nefnd voru síðan skipaðir fulltrúar frá verkalýð og vinnuveitendum og hefur hún starfað allmikið að þeim verkefnum, sem henni voru fengin. Því miður reyndist tíminn of naumur til þess að nokkur leiðbeining yrði að riiðurstöðum nefndarinnar í hinum miklu vinnudeilum fyrir síðustu áramót. Nefndin hafði í raun og veru ekki komizt að neinni niðurstöðu. Hún hafði aflað sér margvís- legra gagna og upplýsinga en ekki dregið af þeim ályktan- ir, sem talið væri fært að byggja á. Fyllsta ástæða er til þess að leggja áherzlu á, að greiðslu- þolsnefndin, en svo hefur þessi nefnd verið kölluð, haldi áfram störfum og leggi kapp á að komast að niðurstöðu að rannsókn sinni lokinni. Skip- un nefndarinnar kann að vísu að vera þannig, að erfiðleikar geti orðið á að komast að sam eiginlegri niðurstöðu. En þess verður þó að vænta, að sú hugmynd verði ekki látin niður falla, sem lá bak við skipun nefndarinnar. Við íslendingar verðum að gera okkur ljóst, að það er ó- hugsandi að eðlileg þróun og uppbygging haldi áfram í þjóðfélagi okkar, ef við neit- um að taka tillit til afkomu höfuðatvinnuvega okkar og mijðum eyðslu okkar og kröf- ur til lífsins við eitthvað allt annað en greiðslugetu þeirra á hverjum tíma. Sérstaklega verðum við að vita, að það er útflutningsframleiðslan og arðurinn af henni, sem lífs- kjörin verða að miðast við. Ef greiðsluþolsnefndina vantar sérfræðilega aðstoð til þess að geta hraðað störfum sínum og unnið þau með sem mestum árangri, þá á hún að fá slíka aðstoð. Hún verður umfram allt að vinna verk sitt og komast að niðurstöðu. Auðvitað verður svo að ráð- ast, hvern trúnað þjóðin legg- ur á þá niðurstöðu. En sjálf- sagt er að keppa að því að hún verði sem beztum rökum studd og feli í sér sem mestar og sannastar upplýsingar um raunverulega greiðslugetu bjargræðisveganna. SIR ALEC í KEFLAVÍK Oeimsókn Sir Alec Douglas Homes, forsætisráðherra Bretlands, og Richards Butl- ers, utanríkisráðherra, til Keflavíkur, hlýtur að teljast merkur viðburður á íslandi. Það er ekki á hverjum degi sem jafn virtir forystumenn lýðræðisþjóðanna koma við hér á landi til stuttra við- ræðna við íslenzka ráðherra. Augljóst var að Bretarnir höfðu hina mestu ánægju af dvöl sinni hér á landi, þó ekki hafi verið um að ræða neina opinbera heimsókn. Fátt er eins drjúgt til skiln- ings þjóða í milli og kynni for ystumanna þeirra, viðræður þeirra og túlkun hvers á mál- um sinnar þjóðar. Þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að íslenzku þjóðinni er bæði hollt og nauðsynlegt að forystumenn hennar hafi sem persónulegust tengsl við ráðamenn annarra þjóða. Þó ekki væri af öðrum sökum er fullkomin ástæða til að fagna því, þegar forsætisráð- herra Bretlands kemur við hér á landi með fríðu föru- neyti og ræðir við forsætis- ráðherra íslands. NATO OG KÝPUR Ý"miss vandamál bíða nú úr- lausnar þeirra manna, sem leiðtogahlutverk hafa á hendi, þannig má telja vafa- laust að brezka stjórnin lítur hinum alvarlegustu augum á atburðina á Kýpur. Er enginn vafi á því, að óeirðirnar og deilurnar þar hafa valdið ráðamönnum lýðræðisríkj- anna á Vesturlöndum hinum mestu áhyggjum. Sir Alec sagði við íslenzka blaðamenn á sunnudag, að brezka stjórn- in hefði reynt eftir megni að koma á sáttum í deilu þess- ari. Krúsjeff, forsætisráð- herra Sovétríkjanna, reynir nú aftur á móti að ala á ó- ánægju og sundrung vegna þessarar viðkvæmu deilu. Eins og alkunnugt er eiga tvö Atlantshafsbandalagsríki hér hlut að máli, auk Breta, þ. e. Grikkir og Tyrkir. Er UTAN ÚR HEIMI Blanda Sovétríkin sér nú í Kýpurdeiluna — Tillögum Vesturvelda mótmælt; margir telja nú, að skipta verði eYJurmi milli þjóðarbrotorma ALLT virðist nú benda til þess, að ástandið á Kýpur sé að komast á nýtt, e.t.v. mjög hættulegt stig, og hafa þó staðið þar bardag- ar nær samfellt frá því í desember. Þeirri skoðun hefur jafn framt vaxið fylgi, að sú lausn ein komi til greina, að eyjunni verði skipt milli grísku og tyrknesku þjóð- arbrotanna. Þá hafa aukin afskipti Sovétríkjanna af deilunni valdið því, að menn óttast nú jafnvel meiriháttar átök. í kjölfar þeirrar frétt ar á föstudag, að bardagar hefðu hafizt á eyjunni að nýju, kom yfirlýsing Krús- jeffs, forsætisráðherra Sov étríkjanna, þar sem hann heldur því fram, að ríki Atlantshafsbandalagsins ætli að taka Kýpur her- skildi. Er ekki annað að sjá, en íorsætisráðherrann telji liðssafnað þeirra ríkja, svo nærri landamærum Sovétríkjanna, beina ógn- un. f sovézfku yfirlýsingunni seg ir, að VesturveVdin ætli sér að koma í veg fyrir, að Makari- os, érkibisfcup og forseti Kýpur, leggi Kýpurdeikina fyrir öryg.gisráð Samieinuðu þjóðanna. Yfirlýsirvgih var samdœgurs afhent apmtoassa- doruim Bretlands, Frakk- lands, Bandaríkjanna, Tytfk- lands"' bg Grikklands í Moskvu. Krúsjeff telur, að ástandið á Kýpur kunni að hafa ,.alvar legar alþjóðlegar afleiðingar". Telur forsætisráðherrann til- lögur Vestur » ldanna tilraun til þess að taka eyjuna her- skildi. Orðrétt sefiir: „Sovét- rikin geta ekki horft á það aðgerðarlaus, í hverja átt þró- unin í málefnum landanna við Miðjarðarhaf ? • nir — svæði, sem liggur svo nærri Sovét- ríkjunum." Síðan segir, að Tyrkneskt þorp á Kýpur. Hér var barizt fyrir nokkrum dögum. Ibúarnir hafa haldið frá .» imilum sinum. Bóndinn er með eigur sínar á bakinu. „einstök lönd" hafi reynt að þröngva lausn á Kýpurbúa, með aðstoð hers á eyjunni, sem þangað yrði sendur á veg um Atlantshafsbandalagsins. Sovétríkin hafa alltaf hald- ið því fram, að það væri Kýp urbúa sjálfra að leita lausn- ar. Nú séu Vesturveldin að reyna að koma í vag fyrir, að sú leið verði farin, auk þess, sem hindra eigi afskipti örygigisráðsins af málinu. Á laugardag var sent auka- lið til Kýpur, þ.e. nýtt lið brezkra hermanna. Brezka lið ið, sem fyrir er, hefur haldið uppi gæzlu, með linnulausum 4 stunda vöktuim, allt frá þvi í desember. Heíur enginn þeirra manna komizt í leyfi síðan, og margir hermann- anna sagðir' illa haldnir. Fyrir helgina komu Bretar og Bandaríkjamenn sér sa.m- an um nýjar tillögur til lausnar Kýpurdeilunni. Voru þær sendar stjórnuim Tyrkja og Grikkja, en Makarios fekk þær éinnig. Bkkert hefur ver- ið tótið uppi um efni til- lagnanna, en baft er fyrir satt, að þær komi til móts við nokfcrar helztu kröfur Kýpurforseta. Þó mun kjaani þeirra vera svipaður og áður, þ.e., að gæzlulið nokkurra NATO-ríkja verði látið halda friði Bkki mun vera ráð fyrir því gert í nýju til- lögunum, að liðið verði undir algerri ¦ stjórn SÞ, eins og Makarios hefur talið æskilegt. ]>ó kann einhverskonar íhlut- usi að koma til greina. Stjórn- málafréttaritarar í London, þar sem ráðstefnan um Kýpur hefur staðið, eru þeiirair skoð unar, að verið sé að gefa Makarios tækifæri til að ganga að meginefni fyrri til- iagna, án þess að setja ofan. Grísk blöð hafa haldið uppi árásum á stjórn Bandaríkj- anna og Bretlands, og er sú síðarnefnda sökuð um eigin- hagsmunas tef nu. Frá Ankara herma fréttir, að stjórnarvöld þar óski helzt eftir NATO-gæzluliði, sem starfi í samráði við SÞ. Hins vegar mun stjórn landsins ekki geta talið sig fallizt á, að tyrkneskir henmenn verði brott af eyjunni. Sir Alec Douglas Home, for sætisráðlherra Breta, svaraði yfirlýsingu Krúsjef.f á laugar- dag, áður en hann og Butler, utanríkisráðherra, héldu vest- ur um haf. Home tekur djúpt í árinni, og segir Breta ekki þörf „neinnar kennslu í því hvernig stofnsamningur SÞ skuli haldinn". Segir forsætis- ráðherraiin að ásakanir Sovét ríkjanna í garð Breta, og ann Frh. á bls. 27 deila þessi því mjög viðkvæm fyrir bandalagið og mundu kommúnistar áreiðanlega gera sitt til þess að nota hana í því skyni að skaða banda- lagið innan frá, ef þeir mættu. Orðsending Krúsjeffs í síð- ustu viku sýnir ljóslega að Rússar ætla ekki að láta deilu málin afskiptalaus, en Sir Alec var fljótur til svars og lýsti því yfir, að ásakanir Sovétstjórnarinnar í garð Vesturveldanna, m.a. þess efnis að Vesturveldin hefðu gert hernaðarinnrás á Kýpur og hygðust hernema landið, væru gersamlega úr lausu lofti gripnar og bein móðgun. Sir Alec virðist vera harð- ur í horn að taka, ef á reynir, og óhræddur að tala við kommúnista á því máli, sem þeir bezt skilja. íslenzka þjóðin vonast til þess að þeim leiðtogum sem leiða eiga Kýp urmálið til lykta og önnur þau mál, sem nú steðja að í heiminum megi takast að framkvæma þá stefnu lýð- ræðisríkjanna að friður ríki í hverju landi, lýðræði. frelsi og mannréttindi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.