Morgunblaðið - 11.02.1964, Blaðsíða 21
'P Þriðjudagur 11. feTir. 1964
MORGUNBLAÐIÐ
21
Pétur Pétursson - Minning
ÞÓ nokkuð sé liðið frá andláti
vinar míns, Péturs Péturssonar,
vatnsmanns, eins og hann var
jafnan kallaður, þá vil ég samt
nú minnast hans nokkrum orð-
um, en í dag, 11. febrúar, hefði
hann orðið áttræður, ef honum
hefði endst aldur til, en hann
andaðist á sl. vori.
Pétur var fæddur í Bergvík í
Leiru, 11. febrúar 1884. Foreldr-
ar hans voru Pétur Friðfinnsson
og Guðrún Guðmundsdóttir bú-
endur þar.
Pétur Friðfinnsson var for-
maður í Njarðvíkum, Garðinum
og víðar, en föður síns naut Pét-
ur ekki lengi, því Pétur faðir
hans andaðist, er hann var á
barnsaldri.
í þá daga var erfitt að vera
ekkja með börn í ómegð, því
varð skólagenga Péturs heitins
ekki löng, aðeins tveir vetur í
barnaskóla, enda uppalinn við
mjög kröpp kjör og harðæri, svo
að menntaþrá hans varð að lúta
í lægra haldi, en hann þráði mjög
að geta gengið menntaveginn,
sem hefði áreiðanlega veizt hin-
um gáfaða manni létt, ef efnin
hefðu ekki hamlað því.
Átta ára réðst hann sem smali
upp í Borgarfjörð, og var þar í
allmörg sumur, þar af lengst á
Gilsbakka í Hvítársíðu, hjá séra
Magnúsi Andréssyni alþm. og
hans frú, en þau sumur seigst
honum hafa liðið hvað bezt á
ævi sinni, hjá þeim hjónum og
börnum. Sjá „Við sem byggðum
þessa borg“, 1956, en þar er við-
tal við Pétur heitinn.
Allt frá bernskuárum varð
hann að vinna fyrir sér hörðum
höndum.
Um aldamótin fer hann á sjó-
inn og var fyrst hjá Bjarna
skipstjóra Magnússyni frá Eng-
ey, síðan á sjónum samfleytt til
1909, fer þá í land í Reykjavík
og giftist það ár Jódísi Tómas-
dóttur, ættaðri úr Rangárvalla-
sýslu og Reykjavík.
Næstu ár voru erfið ár verka-
mannsins, með unga konu og vax
andi ómegð.
Árið 1913 verða þáttaskil í lífi
Péturs, því þá ræðst hann einn
af hinum fyrstu verkamönnum
að fyrstu framkvæmdum Reykja
víkurhafnar, og var fyrsta verk
þeirra að leggja járnbraut frá
höfninni upp í Skólavörðuholt
til grjótflutnings. Eftir það starf-
aði hann við Reykjavíkurhöfn ó-
slitið til ársins 1955, eða alls 42 ár.
Árið 1920 gerist hann fyrsti vatns
salinn, sem Reykjavíkurhöfn
hafði, en áður hafði Jes Ziemsen
séð um vatnsafgreiðslu fyrir
Reykjavíkurbæ og haft ýmsa
menn í þjónustu sinni við það
starf.
Vatnssalastarfið var mjög erf-
itt og útheimti mikla vinnu, auk
þess fylgdi þá þessu starfi eftirlit
og skráning allra vélbáta, sem í
hönfina komu, skriftir vatnssölu-
reikninga og innheimta þeirra,
þá var og gæzla Vitans á Vatns-
geyminum o.fl., enda var að
nokkrum árum liðnum bætt við
ítarfsmönnum.
Það má segja að Ptéur hafi séð
og með störfum sínum fylgzt með
vexti hafnarinnar allt frá fyrsta
steininum til þess, sem hún er í
dag, og ekki er kastað neinni
rýrð á aðra starfsmenn, þó full-
yrt sé að Pétur heitinn hafi verið
með allra skylduræknustu starfs-
mönnum hafnarinnar, svo mikið
kapp lagði hann á að vera ávallt
á réttum tíma á sínum stað.
í hópi starfsmanna hafnarinn-
ar eignaðist Pétur heitinn sína
beztu vini, hvort heldur var um
starfsfólk á skrifstofum eða sam-
starfsmenn úti við að ræða, og
mat þá mikils, enda naut hann
líka ríkulega gagnkvæmrar vin-
áttu og tryggðar þeirra sömu
manna.
Ég kynntist Pétri heitnum
fyrst fyrir rúmum aldarfjórð-
ungi, en þá kom hann fyrst á
heijnili mitt að Stórahrauni, og
þótti okkur það þá, og jafnan
síðan góður gestur, var þá margt
spjallað og gjarnan tekið lagið,
því Pétur var söngelskur mjög
og hafði góða söngrödd og var
unnandi góðrar hljómlistar. Sér-
stakar mætur hafði hann á allri
klassiskri músík, og sat sig aldrei
úr færi að hlýða á hljómleika,* ef
þess var nokkur kostur.
Yf.irleitt var Pétur unnandi
alls, sem fagurt var, hvort held-
ur var um að ræða hljómlist,
myndlist, talað og ritað mál,
enda sílesandi og fróðleiksfús í
bzta lagi. T.d. las hann mikið af
lækniingabókum, bæði innlend-
um og sérstaklega danskar sjúk-
dóma- og lækningabækur.
Á góðra vina fundum fannst
Pétri sjálfsagt að láta „guða-
veigar lífga sálaryl“ og var þá
manna glaðastur.
Gaman var að sitja hjá Pétri
og spjalla við hann, því hann
var skemmtilegur og ræðinn og
gat þá oft verið mjög viðkvæm-
ur, en það var ekki sú hliðin,
er sneri að heiminum daglega,
því hið ytra var hann oft harð-
ur og nokkuð óbilgjarn og lét
þá ekki hlut sinn, við hevrn sem
var að eiga, og hvort sem um var
að ræða pólitík eða önnur dæg-
urmál.
Árið 1934 varð Pétur heitinn
fyrir þeirri sorg að missa konu
sína eftir langvarandi veikindi
hennar og margar spítalalegur.
Þó tókst honum alltaf að halda
heimilinu saman, fyrst með að-
stoð elztu dóttur sinnar og síðar
með yngri dætrum sínum.
Gestrisin var Pétur í bezta lagi
og var gaman að koma á heim-
ili hans, því þá leið honum vel
að taka á móti gestum sínum og
spjalla við þá, því nóg átti hann
jafnan af umræðuefni, hvort
heldur var um trúmál, því um
þau hafði hann lesið sérstaklega
mikið, t.d. trúarbrögð Austur-
og Vesturlanda, enda átti hann
gott bókasafn, og þá var það
pólitíkin. Þar hafði hann, sem á
öðrum hlutum, sínar föstu skoð-
anir, sem ekki varð haggað, og
var þar róttækur mjög, en önnur
skemmtileg áhuagmál átti hann
eins og áður er sagt.
Þeim Pétri og konu hans, Jó-
dísi, varð 7 barna auðið, en 6 af
þeim náðu fulloriðnsaldri. Þau
eru:
Ragnar, Sigrún, gift Sigurði
Árnasyni, bókara, Anna Lovísa,
Guðrún, gift Gunnari Eysteins-
syni, verzlunarmanni, Ingibjörg,
gift Jóni Þorsteinssyni, verk-
stjóra, Elsa, gift Einari Bene-
diktssyni, hagfræðingi. Öll eru
þau búsett hér í Reykjavík.
Síðustu 10 árin var Pétur heit-
inn í skjóli elztu dóttur sinnar,
Sigrúnar og manns hennar í Stór
holti 32, er voru bæði samhent
um að gera honum daga efri ár-
anna sem bærilegasta.
Ég þakka þér kæri vinur góða
vináttu þína til mín og fjöl-
skyldu minnar, og ég þakka
skemmtilegar samverustundir og
gestrisni á heimili þínu á Óðins-
götu 4 og hlýju þína og síðasta
handtakið þitt.
Þórarinn Árnason.
EFTIR því sem árin líða, er það
hlutskipti allra að sjá æ fleiri
vini hverfa af sjónarsviðinu og
við lútum höfði í samúðarfullri
þökk fyrir samfylgdina, þann
fróðleik, þekkingu og þroska sem
hún hefur fært manni.
Líf þeirra sem kveðja nú á átt-
ræðisaldri er máske andstæðu-
fyllra og því litauðugra en líf
þeirra talinna ára hefur nokkru
sinni áður verið í sögunni og því
forvitnilegra er það líf yngri
mönnum, sem það hefur verið í
nánari snertingu við hin erfiðu
kjör lífsbaráttunnar. Sé það líf
auk þess borið uppi af óvenju
opnum huga og almennum á-
huga, augun vökul fyrir öllu
því er manninn varðar er eigi
að undra, þótt margir ungir hafi
því mikið að þakka fyrir þá
hjálp, sem það veitir þeim í því
að skilja og meta tvenna tíma
og með því að brúa bilið milli
þess sem var og er.
Sá sem við kvöddum á sl. vori,
Pétur á Óðinsgötunni, en þar bjó
hann lengstum í Reykjavík, lifði
slíku lífi.
Hið ytra var líf hans í engu
frábrugðið lífi annarra alþýðu-
manna. Að sönnu varð hann fyr-
ir þeirri þungu sorg að missa
unga konu sína frá sex börnum
en lánaðist þó að halda heimilinu
saman með aðstoð elztu dætra
sinna. En hann hafði þá lífssýn
til að bera sem allir mættu af
læra- og ætti að vera stéttar-
bræðrum hans jafns sem öðrum
eftirbreytnisverð.
Það var sama hve seint hann
kom frá vinnu eftir hrjúf hand-
tök liðins dags, sem hann þó
bar lítið úr býtum fyrir, þá setti
hann sig aldrei úr færi að bæta
við sig andlega, sækja fræðslu-
fundi, fyrirlestra eða lesa bækur
um þjóðlegan fróðleik, ferðasög-
ur eða annað sem efst var á
baugi hverju sinni. Manni di^d-
ist heldur ekki að hann fann
sárt til þess hve margir alþýðu-
menn færu á mis við þann and-
lega auð sem lífið og umhverfið
hefur upp á að bjóða. Hann
ræddi oft um það hve þreyta of
langs vinnudags drægi mátt úr
mörgum, svo þeir nytu sín aldrei,
heldur koðnuðu niður við sín
kröppu kjör.
Ekkert var Pétri heitnum and-
stæðara en að láta daglangt erf-
iði fjötra sig. Það var furðulegt
hve víða maður rakst á hann á
mannafundum þótt fámennir
væru. Þar sem eitthvað var að
ske mátti maður ætíð eiga von
á því að hitta Pétur heitinn og
njóta þeirra ánægju á heimleið-
inni að ræða við hann, hvort
heldur var á bókmenntakynn-
inngu, í kirkju eða á fræðslu-
fundum ferðafélaga.
Hann sótti sína hvíld frá dag-
legu brauðsttriti til þeirra staða
sem nærðu anda hans. „Það er
helzt hvíld í því“, sagið hann
sjálfur, „að heyra eitthvað nýtt,
reyna að skilja það og leiða hug-
ann að því síðar við vinnu eða
heima.“
Hann ferðaðist víða um land-
ið í hópferðum og oft var þvi
unun á að hlýða er hann sagði
frá þeim stöðum sem hann heim-
sótti og maður þóttist sjálfur
nokkuð kunnugur, hve mörgu at-
hyglisverðu hann tók eftir, sem
kunnugum hafði yfirsézt. Þá var
það annar þáttur hópferðanna,
sem hann naut í ríkum mæli,
en það var að kynnast áhuga-
sömu og oft sérstæðu fólki, sem
hann með frásögn sinni kynnti
manni síðar.
Þegar Pétur heitinn hafði náð
aldursmarki starfsmanna borg-
arinnar, var von mín sú að hann
fengi að njóta sinna mörgu á-
hugamála í rikara mæli en áður.
En þá tók heilsa hans að bila
og varð hann um margt ófær að
sinna hugðarefnum sínum. Hann
naut þó nokkurra umhyggju-
samra ára í skjóli elztu dóttur
sinnar, Sigrúnar, og tengdason-
ar, við lestur góðra bóka og naut
þess að hafa yfirsýn yfir stóran
ástvinahóp.
Áhugi hans var lifandi til
hinztu stundar þótt líkamskraft-
ar þrytu.
Það var nokkrum mánuðum
fyrir andlát Péturs heitins, að ég
færði honum bók, sem ég vissi
að hann mundi fýsa að lesa. Síð-
ar naut ég þess að ræða við hann
um efni hennar og duldist þá
ekki óvenjulegur trúarstyrkur
hans. Hann kveið því ekki að
fara í hinztu förina að leita sér
hvíldar á guðs vegum.
Far þú í frði og hafðu þökk
fyrir samfylgdina.
Árni Pálsson.
82 þús. kr. til SVFÍ
Frá aðalfundi Hraunprýðis
Hafnarfirði — NÝLEGA hélt
slysavarnadeildin Hraunprýði að
alfund sinn. Fundarstjóri var
frú Björg Guðnadóttir. Fyrst
flutti formaður félagsins, Sólveig
Eyjólfsdóttir, yfirlitsskýrslu um
starfsemina á liðnu ári.
Deildin hefur sína ákveðnu
fjáröflunardaga. 1. vetrardag og
11. maí er kaffi og merkjasölu-
dagurinn. Höfðu þessir dagar
verið sérstaklega tekjuhéir þetta
ár.
Að loknum aðalfundi afhenti
Hraunprýði til aðalstjórnar Slysa
varnafélags íslands rúmlega 82
þús. kr„ sem er hin hæsta upp-
hæð, sem afhent hefur verið frá
Hraunprýði. — Deildin hafði
gefið til hjálparsveitar skáta í
Hafnartfirði kr. 10 þús. og 15 þús.
til kaupa á talstöðvum fyrir
björgunarsveit Slyisavarnafél. ís-
lands. Þá hefur Hraunprýði
keypt tvo gúmmíbáta, sem stað
settir verða við hötfnina.
Núverandi stjórn skipa þessar
konur. Sólveig Eyjólfsdóltir
forim., Jóhanna Brynjólfsdóttir
ritari, Sigþrúður Jóinsdóttir gjald
keri, Hulda Sigurjónsdóttir vara
form., Ingibjörg Þorsteinsd. vara-
ritari, Vilborg Guðjonsd. vara-
gjaldkeri. Meðstjórnendur eru
Soffía Sigurðard., Ester Kláusd.,
Sigríður E. Sæland. Endurskoð-
endur Jenny Guðmundsd., Lilja
Eyjólfsd., Halldóra Aðalsteinsd.
Sigríður Magnúsdóttir, sem
verið hefur gjaldkeri deildarinn-
ar sl. 17 ár, baðst undan endur-
kosningu. Einnig lét af störtfum
í stjórninni frú Marta Eiríks-
dóttir. Þökkuðu fundarkonur
Framhald á bls. 18.
Jakoh Jakobsson
EKKI eru liðin nema rúmlega
6 ár síðan við bekkjarsystkinin,
stúdentar frá Menntaskólanum á
Akureyri 1957, gengum glöð og
brosandi út í sólskin sumardags-
ins með hvítu kollana okkar.
Síðan hafa þó fimm úr hópnum
látizt af slysförum, og er þar
höggvið óvenju stór skarð í fá-
mennan hóp.
Síðasta fórnin á altari sláttu-
mannsins mikla var Jakob Ja-
kobsson, er lézt af slysförum í
Þýzkalandi 26. janúar síðastlið-
inn.
Jakob var fæddur á Grenivík
við Eyjafjörð 20. apríl 1937, son-
ur hjónanna Matthildar Stefáns-
dóttir og Jakobs Gíslasonar.
Ungur fluttist hann til Akur-
eyrar með foreldrum sínum.
Fljótt komu í ljós hæfileikar
hans til margra hluta.
Ungur komst hann í kynni við
knattspyrnuíþróttina. Mun það
fyrir tilstuðlan föður hans, er var
kunnur knattspyrnumaður. Tók
Jakob hinu mesta ástfóstri við
íþrótt þess.
Námshæfileikar komu og
snemma í ljós. Var hann því er
fram liðu stundir settur til
mennta við æðsta menntasetur
Norðurlands, Menntaskólann - á
Akureyri. Hóf hann þar nám í
1. bekk og lauk landsprófi úr
miðskóladeild skólans. Hélt síð-
an áfram námi í framhaldsdeild.
Tókst þar með okkur vinátta
sem hélzt síðan.
Jakob kom sér ákaflega vel
í skóla. Kom þar til hin frjáls,-
mannlega og hispurslausa fram-
koma hans ásamt einstakri glað-
værð og meðfæddri kímnigáfu.
Félagslyndur var Jakob mjög og
skorti aldrei félagsskap, hvorki
innan skólans né utan.
Alltaf var eitthvað að gerast
kring um hann. Meinlausar
stríðnisglettur við náungan
ásamt smitandi hlátri, héldu öll-
um velvakandi. Aftur á móti, ef
eitthvað á bjátaði, var hann boð-
inn og búinn til varnar og hjálp-
ar. Þessu hlaut að fylgja mikil
og traust vinátta enda var hann
vinafleiri en flestir er ég hefi
þekkt.
Forystumaður var hann ætíð í
íþróttum í bekknum, einkanlega
í knattspyrnu og fimleikum. Eng
an mann hef ég hitt fjölhæfari
til íþrótta en Jakob, sérstaklega
er að knattleikjum laut. Hann
kannski hóf iðkun einhvers
knattleiks og að stuttum tíma
liðnum hafði hann náð þeim ár-
angri, er aðrir með langa mark-
vissa þjálfun að baki, voru stolt-
ir af.
Að loknu stúdentsprófi hélt
Jakobs til Þýzkalands til náms
í tannlækningum. Jafnframt jók
hann knattspyrnumennt sína og
það svo að hjá honum rættist sá
draumur er flesta knattspyrnu-
menn dreymir. Hann klæddist
landsliðsbúningi þjóðar sinnar
og tók þátt í að verja heiður
hennar á knattspyrnuvellinum.
Tannlæknisnámið sóttist hpn-
um vel og var hann þar við leið-
arlok. Hann beið þess að hefja
bráðlega lífssstarf sitt með þjóð
sinni, eftir langa dvöl erlendis.
En maðurinn með ljáinn er alls
staðar nálægur. Það er hann sem
ákveður lífsskeið okkur.
Ég kveð þig Jakob og veit að
ég mæli fyrir munn allra bekkj-
arsystkinana, er ég vonast til, í
fyllingu tímans, að hitta þig glað
an og reifan á sléttunni miklu,
umkringdan vinum, fornum og
nýjum.
Foreldrum, ættingjum og vin-
um hins látna votta ég mína innl
legustu samúð.
Vignir Einarsson.