Morgunblaðið - 11.02.1964, Side 28
mn
E LE KTROLUX UMBOÐIÐ
Í.AUGAVEGI 69 Si'mÍ 21800
34. tbl. — Þriðjudagur 11. febrúar 1964
Fjórtán ára piltur
drukknar í sundlaug
FJÓRTÁN ára piltur drukknaði
sl. sunnudag í sundlauginni að
1• . kholti i Biskupstun°um. —
Hann hét Pétur Pétursson, til
heimilis að Höfðaborg 11 í
Reykjavík.
Pétur dvaldist í vetur að bæn-
um FelH í Biskupstungum. Hann
fór þaðan eftir hádegi sl. sunnu-
da.g og lét þess getið, að hann
ætlaði í sundlaugina að Reyk-
holti, sem er Skammt frá Felli.
Vitað er, að Pétur var að
aynda i lauginni frá klukkan
15—15.30, en klukkan 15.40 sá
ráðskonan að Reykiholti sund-
gleraugu fljóta á vatnimu. Hún
gerði Ólafi Þórðarsyni, kennara
við skólann í Reykholti, þegar
aðvart. Hann sá strax, að piltur-
imn lá á botni la.ugari.nnar.
Ólafur stakk sér til sunds og
kafaði og náði piltinum upp.
Lítfgunartilraunir voru þegar
hafnar og hringt var eftir hér-
Bíll brennur
austan Fjalls
UM klukkan eitt aðfaranótt
mánudags var lögreglunni á Sel-
fossi tilkynnt, að bíll væri að
brenna á vegamótum Skeiðaveg-
ar og Suðurlandí • ;ar. Lögregl-
an fór þegar á staðinn og slökkvi
liðsmaður með slökkvitæki.
Þegar á staðinn kom var bíll-
inn brunninn og er hann talinn
gjörónýtur. ökumaður kvaðst
ekki hafa fyrr vitað til, en allt
í einu hafi eldur logað upp úr
vélarhúsi bílsins. Var einn far-
íþegi í bílnum hjá ökumanní.
Bíllinn var úr Rangárvalla-
sýslu og var af gerðinni Ford-
Consul 1955.
2 togarar seldu
erlendis í gær
TVEIR íslenzkir togarar seldu
afla sinn erlendis í gærmorgun,
Þýzkalandi.
Pétur Halldórsson seldi í
Grimsby 155 tonn fyrir 12.367
sterlingspund-
Harðbakur seldi í Cuxhaven
150 tonn fyrir 141.018 mörk.
Kopavogur
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa-
vogs efnir til almenns fundar í
Sjálfstæðishúsinu í Kópavogi,
Borgarholtsbraut 6, í kvöld kl.
8.30.
Ræðumaður: Gunnar Thorodd-
sen, fjármálaráðherra.
Allt Sjálfstæðisfólk er hvatt til
þess að mæta stundvíslega á
fundinn.
aðslækninum í Laugarási, sem
þegar kom á vettvang og héit
lífgunartilraunum áfram.
Lögreglan á Selfossi var beðin
um aðstoð og sendi hún sjúkra-
bíl með súrefnistæki og var
hann kominn að Revkiholti kl.
16.45. Haldið var áfram lífgunar-
tilraunum með aðstoð súrefnis-
tækjanna í 3 Vz tíma, en þær
reyndust árangurslausar.
1 Auðholtshjáleigu þurfti að gripa til bátsins tíl að komast ieiðar sinnar vegna flóðanna.
— Ljóem.: Georg Miohelsen.
Flóðin úr Ölfusá báru með sér tnikinn klaka og íshröngl svo vegir að bæjnum í Arnarbælis-
hverímu urðu ófærir. — Ljósm.: Georg Midhelsen.
Bóndinn varð ai
róa í beitarhúsin
Mikil ílóð 1 Arnarbælishveríi í Ölfusi
Hveragerði, 10. febrúar.
MIKIL flóð voru í Arnarbælis-
hverfi í Ölfusi um helgina og
voru allir vegir heim að sex
bæjum undir vatni. Þetta er
mesta flóð, sem verður í hverf-
inu frá árinu 1961, en þá var
mikið flóð úr Ölfusá, en klaka-
burður var heldur minni nú en
þá.
Flóðið kom mjög skyndilega
síðdegis á föstudag og til marks
utn má geta þess, að feðgarnir
Guðmundur Steindórsson og
Steindór frá Egilsstöðum fóru
að Selfossi upp úr hádegi á
jeppa sínum en þegar þeir komu
til baka síðdegis var vegurinn
heim að bænum orðinn undir-
lagður vatni, svo djúpu að þeir
urðu að stanza. Steindór óð
heim að Egilsstöðum, en Guð-
mundur hélt að bænum Græn-
hól og hafðist þar við um nótt-
ina.
XJngur maður, Páll í Ósgerði,
var við steypuvinnu í Hveragerði
og varð hann að hætta við að
fara heim að Ósgerði vegna
flóðanna.
Einn bóndinn á flóðasvæðinu,
Bjarni í Auðsholtshjáileigu, varð
að róa á báti til að komast í
beitarhúsin, sem eru nokkurn
spöl frá bænum. Þá má geta
þess, að börn frá þessum bæjum
komust ekki í skólann í Hvera-
gerði á laugardagsmorgun.
Nokkrar skemmdir urðu af
völdum flóðanna og löskuðust
símastaurar, lögðust á hliðina
eða brotnuðu, svo símasambands-
laust varð við bæina.
S'kemmdir urðu ekk; á sjáfl.f-
um bæjunum, því þeir standa
svo hátt, ag vatnið nær ekki til
16 ára piltur
ölvaður á stoln-
um bíl
KEFLAVÍKPRLÖGREGLAN
handtók 16 ára pilt um kl. 3.15
aðfararnótt sunnudags. Piltur-
inn var ölvaður og réttindalaus
til aksturs og í þokkabót var
hann á stolnum bíl.
Þá sömu nótt veitti Kefla-
víkurlögreglan öðrum ökumanni
eftirtekt en hann ók á brott
með miklum hraða. Var honum
veitt eftirför um stund, en því
hætt af ótta við að skaði kynni
að hljótast af kappakstrinum.
i Um morguninn fór lögreglan
heim til mannsins, sem hefur
verið kærður fyrur meinta ölvun
í við akstur.
þeirra. Hins vegar voru túnin
umflotin.
Flóðin tóku að sjatna að-
fararnótt sunnudags og voru þau
orðin lítil á sunnudag, en veg-
irnir voru ófærir frá Auðsholts-
hjáleigu niður í Arnarbæli vegna
mikils klaka ó þeim og eins
(hafði veginum skolað burt á
köfíum.
— Georg.
Útgerðarmað-
ur neitar að
greiða sekt
EINS og frá er skýrt í þing-
fréttum í dag, kvaddi Björn
Pálsson, alþingismaður, sér
hljóðs, utan dagskrár, á fundi
neðri deildar i gær. Skýrði
hann frá því, að hneppa hefði
átt Sturlaug Böðvarsson, út-
gerðarmann á Akranesi, I
varðhald klukkustund áður,
en fundurinn hófst á Alþingi
kl. 14.
Tildrög þessa máls eru þau,
að á árinu 1962 flutti fyrir-
tæki Sturlaugs út síld til
Þýzkalands, án þess að fyrir
lægi leyfi fiskimatsyfirvalda.
Vegna þessa var Sturlaugur
ákærður fyrir meint brot á
reglum um fískimat og var
dæmdur í héraðsdómi til þess
að greiða 14 þús. kr. sekt og
til vara varðhald í 32 daga.
Dómi þessum var ekki á-
frýjað.
Sturlaugur hefur ekki
greitt þessa sekt og átti
hann því að taka út vara-
refsinguna í gær. Ekki varð
þó af því og var refsifram-
kvæmdinni frestað. Sturlaug-
ur mun hafa dregið greiðslu
sektarinnar vegna þess að
hann telur sig hafa ýmsar
málsbætur, sem héraðsdómar-
inn taldi ekki fært að taka til
greina.
Þjófnaðaralda
um helgina
Þremur bílum og hjólbörðum fyrir
30 þúsund krónum stolið
ÞJÓFAR af ýmsum tegundum
voru allaðsópsmikilir í Reykja-
vík um helgina, en heldur hefur
verið lítið um innbrot síðustu
mánuðina miðað við það, sem
oft hefur • -ið áður. Á laugar-
dagskvöldið og aðfaranótt sunnu
dags brá svo við að brotizt var
inn á fjórum stöðum, og af ein-
um þeirra stolið varningi, sem
metinr * r á um 30 þúsund 'krón-
ur. Hefur flutningurinn verið
alifyrirferðarmikill, þar sem hér
var um að ræða hjólbarða. Þá
var þremur bílum stolið, og var
öllum þeim þjófnuðum það sam-
merkt, að hurðir bílanna voru
ólæstar, og svo óvarlega gengið
frá kveikjulási, að ekki þurfi að
„tengja framhjá". Bílarnir hafa
allir fundizt.
Á laugardagsmótt var brotizt
inn í verzlun í Blesugróf, en ekiki
varð séð að neinu hefði verið
stolið. Einnig var brotizt inn
í verzlunina Hrannarbúð í
Blöndiuihlíð og þaðan stolið noklk
ur hundruð krónum.
Þá var framið innbrot í hjól-
barðaviðgerðastöðina Hraunholt
við Miklatorg. Þaðan var stolið
15—20 nýjuim hjólbörðuim, af
gerðunum Trelleborg og Metzel-
er. Nemur verðmæti þeirra allt
að 30 þúsund krónum. Eru það
tiimæli rannsóknarlögreglunnar
að þeir, sem kunna að hafa orðið
varir grunsamlegra mannaferða
og flutningis við Miklatorg á
laugardagsnótt, geri henni að-
vart, svo og, verði menn varir
við að hjólbarðar af þessum teg-
undum eru boðnir til kaups á
grunsamlegan máta. — Loks var
brotizt inn í verzlun Silla og
Valda í Bröttugötu. Stóð lögregl-
an tvo menn þar að verki, og
voru þeir gripnir með kassa af
niðursoðnum mat og ávöxtum.
Þá var þremur bíluim stolið
uim nóttina eins og fyrr getur,
Framhald á síðu 27