Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 4. marz 1964 MORGUNBLAÐIÐ 3 *ísKverKiuiarhús Norðurvarar h.f. í Þorlákshófn. Kassakerfi, nýjung í bún- aði fiskverkunarhúsa Þ A Ð er jafnan skemmti- legt fréttaefni er ungir menn ráðast í framkvæmd ir á sviði framleiðslu. Er við höfðum spurnir af því að nokkrir framkvæmda- menn hefðu ráðizt í bygg- ingu fiskverkunarhúss í Þorlákshöfn, brugðum við okkur austur til að skoða mannvirkið. Einn hluthaf- anna var Kolbeinn Guð- jónsson skrifstofumaður hér í Reykjavík og hafði hann notað frístundir sínar til að vinna að bygging- unni. Með honum var nú haldið austur til Þorláks- hafnar. Fyrsta húsið í plássinu, sem við komum að er nýfoygging fyrirtækisins, sem þeir hafa nefnt Norðurvör og titgangur- inn er rekstur fiskverkunar- húss. Hún stendur á sand- fláka við maiarkamb þann er rifinn var niður er kerafoygg- ingar hófust við hina nýju hafn argerð. Húsið stendur á ber- angri og hefir engan stuðning af landslaginu, annars vegar beljar að því sjórinn, þegar saman fer flóð og mikil aust- anátt þótt átök þurfi til. Á hinn bóginn gengur sandhríð- in yfir húsið þegar sandbyljir eru mestir. Þetta stendur allt til bóta, og eru vankantar þess ir ekki til fyrirstöðu að þama megi verka fyrirtaksvöru. Þingmennirnir þeir Sigurður Ó. Ólafss., Ragnar Jónsson og Guðlaugur Gísiasbn hafa bor- ið fram þingsályktunartillögu um uppgræðslu sandsins til þess þannig að hefta ágang hans á þorpið og veginn að því. Þess eru dæmi að bílar hafa stórskemmzt af sandfok- inu á þessum 6 km. kafla sem er frá aðalveginum upp ölfus- ið og niður í kauptúnið í Þor- lákshöfn. Þá má heita að á stundum sé vegurinn ófær vegna sandskafla, sem á hon- um liggja. Þorlákshafnarbúar vonast til að von bráðar ræt- ist úr þessu. Verði einhvertíma lokið hin um miklu hafnarframkvæmd um í Þorlákshöfn má gera ráð fyrir á hús þetta verði á æski- legum stað á athafnasvæði þorpsins og því stendur allt til bóta fyrir hið unga fyrirtæki og hús þess og sjórinn mun lægður á annan veg en sand- urinn á hinn. Dráttur hafnarframkvæmd- anna hefir orðið þessu fyrir- tæki erfiður ljár í þúfu, eins og fleirum þar eystra, því væri skaplegt að landa í Þor- lákshöfn átti fyrirtækið loforð fyrir afla nokkurra báta, sem nú leita annað. Ekki er grun- laust um að einhverjir hafi búist við að þetta unga fyrir tæki eignalítilla manna myndi ekki þola það áfall, er væri lítill sem enginn rekstur á fyrsta starfsári þess. Að minnsta kosti hefir ekki vant- að kaupendur að fyrirtækinu, væri það falt. En ungu menn- irnir höfðu vaðið fyrir neðan sig, og enn eru allar líkur til að vel takist og þeir nái að halda fyrirtæki sínu. Stjóm hlutafélagsins Norð- urvör h.f. skipa þeir Kolbeinn Guðjonsson, Hannes Gunnars- son og Hrafnkell Guðjónsson. Framkvæmdir hafa mest hvílt á þeim Koibeini og Hannesi, sem er smiður og hefur ann- azt um bygginguna sjálfa. Þeir félagar hafa í einu og öllu lotið fyrirsögn Lofts Lofts sonar verkfræðings hjá S.I.F. um allan búnað og frágang í fiskvedkunarhúsinu. Er hér um nýjung að ræða í rekstri fiskverkunarhúss þar sem allt byggist á því að fiskurinn lendi ekki á gólfi hússins fyrr en hann er að öllu búinn til söltunar. Fyrirkomulagið skap ar einnig aukna vinnuhagræð- ingu og á að skila betri vöru. Það nefnist kassayrirkomu- lag. Notuð er vélknúin lyfta til flutnings á fiskinum aftur og fram um húsið. Lyfta þessi er Steinbock-gerð og flutt inn af Pétri Ó. Nikulás- syni. Kostir þessa fyrirkomu- lags eru margir. Kassar eða fiskstipr eru notaðar til a.lls flutnings á fiskinum. Þær geta verið litlar því stafla má þeim hátt upp. Meðferðin á fiskin- um stórbatnar þar sem hann fellur aldrei á gólfið. Hann kemur inn í húsið um lúgu og fellör beint í kassa, síðan er beim kassa ekið að borði þar sem hausað er og slægt. Er því borði komið fyrir nokk uð hátt uppi og vinnur mað- urinn sem þar er allt niður fyrir sig, en öllum innyflum er safnað í kassa og þeim síð- an staflað með lyftunni þar til flytja þarf úrganginn burt. Öll tilfærsia a fiskinum er því erfiðislaus því lyftarinn sér um það. Kassakerfið auðveldar að halda fiskinum vel aðgreind- um eftir tegundum og einnig má geyma fiskinn spyrtan og þveginn þar til hann er hengd ur upp í hjalla, sömuleiðis má geyma fisk kúttaðan og haus- aðan frá degi til dags til frek- ari vinnslu. Allt þetta kerfi er laust og má með lyftum færa það til á augabragði og við það þarf mjög lítinn færi- bandaútbúnað. Vinnuafköst við kerfi þetta eru starfsmannafjölda sem hér segir. í fyrsta lagi 5—6 menn við móttöku, hausun, slæg- ingu og að safna í kassa og eru þá afköstin 500 kg. á vinnustund, síðan taka 5 menn við og salta og eru þá afköst ca. 300 kg. á vinnustuhd. í annan stað vinna 12—13 menn í keðju við móttöku og sölt- un og eru afköst þá ca. 200— 250 kg. á vinnustund eða ca 3 tonn á kiukkustund og í þriðja lagi afkasta 24-25 menn að sama skapi um 6 tonnum á klukkustund. Þegar fiskurinn hefir verið fluttur að siægingarborðinu er hann opnaður og innyflin rif- in innan úr honum og látin falla niður á mjótt færiband, sem færir þau upp á sorter- ingarborð, Þar sem skilið er í sundur, lyftur, gota og slor, sem sett er í kassa og þeir síð- an fluttir með gaffallyftunni. Slægða og hausaða fiskinum er rennt af borðinu ofan í söfnunarkassa eða þvottaker. Úr þessu keri eða trogi er fiskurinn tekinn upp á flatn- ingsborð og bann flattur, en beinum kastað í tæmda fisk- kassa. Flatti fiskurinn er síðan lát- inn falla ofan í vöskunarker, þar sem hann er þveginn, en síðan fleygt í grunna kassa, sem fluttir eru á vögnum að söltunarmönnum og liggja þeir haganlega í vinnuhæð fyrir saltarana. Við umsöltun má fleygja fiskinum á fleka og flytja hann á þeim hvert sem er í húsinu með lyftunni. Þá verð- ur sérstök- skófla smíðuð á lyftuna þannig að hún getur fl'utt sa.lt að sölturunum og mokað salti upp í stæðurnar. Við pökkun yrði fiskurinn rlfinn upp úr stæðu og settur á fleka og þeir fluttir að mats- mönnum, sem metið gætu fiskinn af flekunum, sem stað settir yrðu í þægilegri hæð. Pakkaða fiskinum yrði raðað strax af borðunum á fleka, sem yrðu færðir frá með lyft- unni og við útskipun yrði flek unum lyft upp á bílpall og fiskpökkunum raðað af þeim í netið. Þannig eru lyftan, kassar og flekar til mjög mikils léttis og hagræðis. í rabbi er við áttum við þá Hannes og Kolbein báðu þeir okkur að færa öllum þeim mörgu þakkir, er lagt höfðu þeim lið við þessa byggingu, svo sem lánastofnunum, starfs mönnum S.Í.F., Barga Eiríks- syni forstjóra Skreiðarsölusam lagsins og Benedikt Thorar- ensen forstjóra í Þorlákshöfn, sem hefði greitt fyrir þeim félögum eftir föngum. Loks skal þess getið að húsið er rétt um 640 fermetr- ar að stærð og það er byggt úr strengjasteypu og í því.eru engar súlur sem að sjálfsögðu auðveldar allt starf í húsinu. STAKSTEIMAH Hér sjást þeir Hannes Gunnarsson, uppi á kúttunarpallinum og Kolbeinn Guðjónsson sem stendur hjá lyftunni, sem er eitt afkasiamesta tækið í húsinu. Vestfjarðavegir VEGAMÁLIN eru stöðugt mikið rædd i blöðunum úti á landi. Fyrir skömmu var hér birt grein úr Þór, blaði Sjálfstæðismanna á Austurlandi um ástand vega- málanna þar. Nú hefur Vestur- land, blað Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum, birt forystugréin um. vegamál á Vestfjörðum, en í henni segir á þessa leið: „Bæjarstjórn Isafjarðar hefur einróma samþykkt áskorun á þingmenn Vestfjarða, að þeir beiti sér fyrir því að tekið verði 15 millj. kr. lán til framkvæmda við Fjarðaveg vestan ísafjarðar- djúps. ÖUum sem þekkja til vega- mála og samgöngumála á Vest- fjörðum mun þykja þessi sam- þykkt eðlileg og sjálfsögð og fagna henni. Vega- og samgöngu- málin eru má.l málanna hér á Vestfjörðum, og í þeim málum þykir nú ýmsum rofa til með sair.þykkt hinna nýju vegalaga á Alþingi fyrir jólin. Eru miklar vonir bundnar hér vestra við þá lagasetningu . í greinargerð bæjarráðs fsa- fjarðar er bent á það, að sjö jarðýtur séu í eign héraðsbúa. Sá vélakostur geri kleyft að bjóða út eitthvað af verkinu, en það færist nú mjög i vöxt að bjóða út mörg stór verk á vegum hins opinbera, og hefur víða þótt gefa góða raun. Vestfirðingar telja eðilegt að þeir njóti sömu fyrirgreiðslu og önnur byggðarlög um útvegun láns til þessara framkvæmda og mun mál manna hér við ísa- fjarðardjúp, að verulegur skrið- ur geti ekki komist á lagningu Fjarðarvegar nema með stór- átaki í líkinu við það sem gert er ráð fyrir í samþykkt bæjar- stjórn ísafjarðar. Það er von íbúanna á norðan- verðum Vestfjörðum, að allir leggist á eitt um að hrinda þessu brýna hagsmunamáli í fran>- kvæmd hið allra fyrsta." Þjóðin ónæm fyrir háum tölum Steindór Steindórsson, yfir- kennari við Menntaskólann á Akureyri, ritar nýlega forystu- grein í tíir.arit sitt „Heima er bezt“ undir fyrirsögninni: Erum vér fátækir? Ræðir hann þar m. a. um hve miklu þjóðin eyði í skemmtanir og gleðskap. Kemst hann síðan að orði á þessa leið: „Ég gat þess að verzlunar- mannahelgin s. 1. sumar kynni að hafa kostað 10 millj. kr. í skemir.tanir, auk þess sem heill vinnudagur fór þar til ónýtis. Þjóðin er að verða ónæm fyrir háum tölum, svo ég leit í fjár- lög s. 1. árs til þess að fá eitt- hvað til samanburðar. Þar sá ég að nærri lætur að gjöld þessarar skemmtihelgar sé jöfn öllum rekstri Háskólans eða allra menntaskólanna þriggja. Tvær slíkar helgar hefðu þurft til að greiða framlag ríkisins til rekstr- ar Landsspítalans, og fjórar til að standa straum af gjöldum ríkisins til hafnarmannvirkja og vita. Okkur þykja ýmsar fram- kvæmdir ganga seint, að vonum, en samt getum við farið svo gálauslega með fé vort. Vitanlega eru það ekki allir unglingar, sem eytt hafa um- ræddu fé í skemmtanir, þótt þeir séu vafalítið í meirihluta. Og æskan þarf skemmtana við. En hefur henni nokkurn tíma verið bent á, hvað gleðskapur hennar kostar? Hún er vöruð við áfengis- og tókbaksneyzu af fullri nauðsyn, en með misjöfn- um á.rangri eins og gengur, en aldrei heyrist í þá átt að kenna henni að spara, annað en spari- merkjasöfnun skólabarna, sem er virðingarverð tilraun en ekki nógur gaunvar gefinn“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.