Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADIÐ Miðvikudagur 4. marz 1964 wgnitftlfifrffr Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Útbreíðslustj óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 80.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 4.00 eintakið. HVAÐ VERÐUR UM REKSTRARLÁNIN? rramsóknarmönnum hefur * að undanförnu orðið tíð- rætt um hin svokölluðu rekstr arlán landbúnaðarins, þ.e.a.s. lán, sem veitt eru fyrirfram út á afurðir. Þessi fyrirfram- lán nema um 160 millj. kr., þar af er helmingurinn eða um 80 millj. veitt í marzmán- uði, en hinn helmingurinn á næstu mánuðum þar á eftir. Þessi lán eru auðvitað að- eins einn þátturinn í lánveit- ingum til landbúnaðarins og segir upphæð þeirra einna sér því lítið til um heildarað- stöðu landbúnaðarins á lána- markaðnum. Þessi rekstrarlán eru veitt á þeim tíma, sem bændum ætti að koma mjög vel, því að fé þetta ættu þeir að geta not- að til áburðarkaupa. En sann- leikurinn mun þó vera sá, að mjög mikill misbrestur er á því, að bændur fái nokkurn tíma þetta fé í hendur, heldur munu verzlunaraðilar oft taka þetta fé til sín og nota það til þess reksturs, sem þeim sýnist. Bændur eru að vonum ekki ánægðir með það fyrirkomu- lag að lán þau, sem þeim eru ætluð, renni til annarra. Þess- ar óánægjuraddir hafa Fram- sóknarleiðtogarnir auðvitað heyrt og ætla þeir augsýni- lega að reyna að bjarga sínu skinni með því að reyna að koma því inn hjá bændum, að þarna sé í rauninni um litl- ar sem engar lánveitingar að ræða, og þess vegna eigi bænd ur ekkert að vera að ólundast yfir því, að þeir fái ekki þetta fé. Um áburðarkaup á síðasta vori er það raunar að segja, að geysiháar upphæðir hafa fram að þessu verið ógreidd- ár til Áburðarverksmiðjunn- ar og er m. a. s. enn mikið ó- greitt af áburðinum frá í fyrra, þrátt fyrir það að bænd ur munu hafa verið krafðir um greiðslu. Sést af því fyrir hverjum umhyggjan er, þeg- ar meiri rekstrarlán eru heimtuð. Það er ekki verið að hugsa um hag bænda, heldur annarra aðila, sem ætla sér að hagnýta sér hið aukna fjár- magn. AFURÐALÁN HAFA HÆKKAÐ egar rætt er um lánveiting- ar til landbúnaðarins þýð- ir ekki að horfa á rekstrarlán- in ein, heldur eru það afurða- lánin í heild, sem máli skipta —• og svo auðvitað fjárfesting arlánin. Um afurðalánin er það að segja, að þau hafa hækkað mikið. í heild nam hækkunin árið 1963 miðað við árið á undan 90 millj. kr. Þar að auki er vitað að við- skiptabankarnir hafa einnig bætt við lán til landbúnaðar- ins og á því leikur enginn vafi, að lán til bænda hafa — þrátt fyrir mikinn lánsfjár- skort í þjóðfélaginu — aldrei verið hlutfallslega hærri en einmitt nú. Hitt vita allir að fjármagns skortur er í landbúnaðinum, eins og öðrum atvinnugrein- um. Þess vegna er enn í athug un, hvort unnt sé að auka fjárveitingar til landbúnaðar- ins. En aðalatriðið er, að fé það, sem renna á til bænda, lendi ekki annars staðar, og a.m.k. situr það sízt á þeim, sem hag nýta sér fé bænda í eigin rekstri, að fjargviðrast yfir því, að lánveitingar til land- búnaðarins séu of litlar. UNGIR MENN OG UTANRÍKISMÁL Á þingi Sambands ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið var um síðustu helgi, var gerð merk ályktun um ut- anríkismál. Þar benda ungir Sjálfstæðismenn á það, að frelsi íslenzku þjóðarinnar og öryggi sé bezt borgið með þátttöku hennar í sameigin- legum vörnum Atlantshafs- bandalagsins og þess vegna sé tímabært að íslendingar leggi nokkuð af mörkum til þessa varnarsamstarfs eins og aðrar bandalagsþjóðir. Þingið skorar á ríkisstjórn- ina að láta fara fram athugun á því, á hvern hátt framlag okkar geti orðið að gagni vörnum landsins og varnar- kerfi Atlantshafsbandalagsins í heild. Fram að þessu höfum við íslendingar verið eina þjóð Atlantshafsbandalagsins, sem hefur hagnazt á varnarsam- starfi lýðræðisþjóðanna. — Slíkt er auðvitað ekki vansa- laust, og þess vegna er eðli- legt að menn ræði það, hvort við getum ekki, þótt í litlu sé, sýnt það, að við viljum vera ábyrgir og virkir aðilar í varn arsamstarfi lýðræðisþjóðanna. Það er ánægjulegt, að þessi rödd skuli einmitt koma frá ungum mönnum. Þeir gera IITH llil llD HFIMI \»«V U 1 r iii uii nnmi Stefna Frakka á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna: Pekingstjórnin fái aðild að öllum stofnunum SÞ Genf, 3. marz AP. § Er ársfundur heilbrigðismála stofnunar Sameinuðu Þjóðanna — WHO — hófst í Genf í morg- un, studdu Frakkar kröfu Sovét- ríkjanna um að Alþýðulýðveldið Kína fái aðild að stofnuninni. Síðar í dag sagði talsmaður frönsku sendinefndarinnar, að sú afstaða væri í samræmi við þá ákvörðun Frakka fyrir skemmstu, að viðurkenna Peking stjórnina. Sagði hann einsýnt, að þeir myndu vinna að því, að Pekingstjórnin fengi aðild að öil- um. stofnunum Sameinuðu Þjóð- anna. • Af hálfu bandaríska utanrík- isráðuneytisins hefur því verið lýst yfir, að Bandaríkjastjórn muni berjast gegn öllum tilraun- um Frakka til þess að fá Peking stjórninni aðild að Sameinuðu Þjóðunum í stað Formósustjórn- arinnar. Er haft eftir bandarísk- um embættismönnum, að krafa Frakka í dag sé að því leytinu fásinna, að þeim sé vel ljóst, að einstakar stofnanir innan sanv taka Sameinuðu Þjóðanna geti ekki gert slíkar ráðstafanir sem þarna er ætlazt til í trássi við samþykktir Alsherjarþingsins. • Við atkvæðagreiðslu um má.l- ið í dag urðu úrslitin þau, að 55 greiddu atkvæði á móti aðild Pekingstjórnarinnar, þar á meðal Ungverjar, en 22 voru henni með mæltir. í upphafi hvers ársfundar heil brigðismálastofnunarinnar, frá því henni var komið á laggirnar árið 1949, hefur verið rædd krafa Sovétríkjanna þess efnis, að Pekingstjórnin taki sæti Kína ‘bjá stofnuninni. Þeirri kröfu hef ur jafnan verið hafnað með milkl- um meiribkita atkvæða, einmitt á þeirri forsendu, að stofnunin geti ekki tekið slíka ákvörðun án samiþyk'kis Allsherjarþingsins. Til þessa hafa Frakkar verið and vígir kröfu Sovétrilkjanna eins og aðrar Vesturlandaþjóðir — en nú hafa þeir snúið við blaðinu. Það var prófessor Aujaleu, framikvæmdastjóri frön.9ku heil- bri'gðismálastofnunarinnar, sem skýrði afstöðu Frafcka á fundin- um. Hélt hann ræðu sína á eftir fulltrúum kommiúnísku ríkjanna og nokkurra óháðra rikja, er studdu tiilögu Sovétrfkjanna. Þeirra á meðal voru Alsír, Kúba, Cambodia, Mali, Guinea Soma- lia og Ghana. Ræðu prófessorsins hafði verið beðið með mikilli eftirvæntingu vegna nýafstaðinn ar viðurkenningar Frakka á Pekingst j órninni. Að sögn talsmanns bandaríska utanríkisráðuneytisins var banda rísku fulltrúunum gert viðvart um fyrirætlun Frafeka nokkrum klufckustundum áður en fundur- inn hófst. Síðan mælti bandarísfcl fulltrúinn, Natthaniel McKitter- ick, fyrir sjónarmiðum Vestur- veldanna og sagði álíka óviðeiig- andi, að heilbrigðismálastofnun- in ákvæði slíkar pólitískar ráð- stafanir sem heyrðu undir Alls- herjarþingið, eins og að þingið gerði samlþyfektir í blóra við bei’l- brigðismálastofnunina um það t.d. hvernig útrýma bæri bólu- sótt. Af hálfu Bandaríkjastjórnar er sagt, að sögn AP, að meðan kommúnistaríkin krefjist þess að Formósustjórnin víiki úr sæti fyr- ir Pekingstjórninni muni kín- verska Alþýðulýðveldið ekki fá aðild að Sameinuðu Þjóðunum. Samþyfekt hefur verið á A'llsherj arþinginu að tvo þriðju hluta at- kvæða þurfi til að breyta sæti Kína hjá samtökunum. Nú eru aðildarríki samtakanna 113 og þyrftu því 75 rílki að samþykkja breytinguna. Á síðasta þingi urðu úrslit atkvæðagreiðslu um breyt inguna þau, að 41 voru samlþytok, 57 andvíg og 12 sátu hjá. Árið 1962 voru 42 rfki samþykk, 56 andvíg og 12 sátu hjá. Nú þykir einsýnt, að Frafekar muni beita áhrifum sínum meðal ýmissa ný- frjálsra Afríkurífeja, einkum fyrr verandi nýlendna Frafeka til þess að þær samþykki aðild Peking- stjórnarinnar. Rúmensku sendinefnd- inni ákaftfagnað í Peking Peking 2. marz, NTB. . forystu Gheorghe Maurer, SENDINEFND frá rúmenska forsætisráðherra, kom til kommúnistaflokkinum undir | Peking í dag. Mun nefndin Skip brotnar á Atlantshafi Tveir sjómenn farast Boston, Halifax 2. marz (AP) Á SUNNUDAGINN lenti olíu- skip frá Líberíu í stórsjó í N.-At lantshafi og brotnaði í tvennt. Tveir af áhöfn skipsins létu líf- ið, er unnið var að björgun henn- ar en 34 eru um borð í kana- díska herskipinu „Athabaskan". Framhluti olíuskipsins sökk skömmu eftir að það brotnaði, en þá hafði skipsmönnum öllum tekizt að komast yfir í skutinn. Er síðast fréttist í dag, var skut- urinn enn á floti, var dráttarbát ur lagður af stað til þess að reyna að bjarga honum. Olíuskipið „Amphialos'; frá Líberíu var 15.800 lestir. Það sér grein fyrir skyldum sín- um við ættjörðina og ábyrgð þeirri, sem á okkur hvílir eins og öðrum frjálsum þjóð- um, að standa vörð um hug- sjónir lýðræðis og frelsis. lenti í ofsaveðri um 600 fcm. aust ur af Boston á sunnudaginn með þeim afleiðingum að það brotn- aði í tvent. 36 manna áhöfn var á skipinu. Sendi hún strax neyð- arkall og skömmu síðar komu skip á vettvang. Fyrst bjargaði kanadiska herskipið „Athabask- an“ 16 mönnum úr skutnum. Ein- um var bjargað á sundi og 18 af björgunarfleka. Einn þeirra sem bjargað var lézt um borð í „Atha- baskan“, en annar lézt er hann yfirgaf olíuskipið. Mac Arthur sjúkur New York, 2. marz (NTB) DOUGLAS MacArthur, hers- höfðingi, var í dag lagður í sjúkrahús í Washington vegna sársaukafullra veikinda í maga. MacArthur er 84 ára. r æ ð a hugsjónaágreining Rússa og Kínverja við kín- verska ráðamenn og herma fregnir, að reynt verði að semja málamiðlunartillögu. Rúmensku sendinefndinni var mjög vel fagnað á flugvellinum í Peking og meðal þeirra, sem þar tóku á móti henni voru Líu Shao-chi, forseti Kínverzka Alþýðulýðveldisins ag aðalrit- ari kínverska Kommúnistaflokks ins, Teng Hsiao-ping. Frétta- menn segja hinar góðu móttök- ur, sem rúmenska sendinefndin hlaut benda til þess, að Kínverj- ar telji viðræðurnar mjög mikil- vægar. Áreiðanlegar heimildir I Peking herma, að viðræðurnar muni standa fjóra til fimm daga. í Peking er litið á Rúmeníu sem það land í A.-Evrópu, er óháðast sé Sovétríkjunum og það hefur vakið eftirtekt, að Rúmenar hafa ekki tekið undir árásir Sovétríkjanna á kínverska kommúnista. Talsmenn kommúnistaflokka Rúmeníu hafa oft rætt nauðsyn þess að endurnýja einingu kommúnistaflokka heimsins og fregnir herma, að við viðræðurn ar í Peking verði reynt að ná samkomulagi um málamiðlunar- tillögu. Einnig er talið að heim- sóknin færi Rúmena hugsjöna- lega nær Kínverzka Alþýðulýð- veldinu og einnig verði viðskipti ríkjanna aukin. Rúmennar flytja nú æ meiri olíu til Kína, eu útflutningur olíu til Sovétríkj- anna fer minnkandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.