Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 18
18 • áé Útiia w ti tí L #•* v i i) Miðvikudagur 4. marz 1964 Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim, sem glöddu mig með góðum gjöfum, skeytum, heimsóknum og hlýjum handtök- um á sextugsafmæli mínu hinn 23. febrúar sl. Lifið heil. Sigursveinn Sveinsson, Norður-Fossi. Námskeið í h|á!p í viðlögum hefst 6. marz nk. fyrir almenning. Kennslan er ókeypis. Innritun á skrifstofu Rauða kross íslands, Thorvald- sensstræti 6, sími 14658, kl. 1—5 sd. Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands. LOKAÐ fyrir hádegi í dag vegna jarðarfarar. Byggingafélagið BRÚ h.f. Lokað fyrir hádegi í dag vegna jarðarfarar Sigmundar Halldórssonar formanns sparsjóðsstjórnarinnar. Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis. KVEÐJUATHÖFN á vegum bæjarstjórnar Akureyrar um DAVÍÐ STEFÁNSSON skáld frá Fagraskógi, sem andaðist hinn 1. þ. m., fer fram í Akureyrarkirkju laugardaginn 7. þ. m. kl. 3 síðdegis. Jarðsett verður að Möðruvöllum í Hörgárdal mánudag- inn 9. þ.m. og hefst útförin með húskveðju í Fagra- skógi kl. 2 síðd. Fjölskyldan. Útför systur okkar JAKOiBÍNU JÓSEFSDÓTTUR, Kirkjustræti 10 B, fer fram frá Dómkirkjunni, föstudaginn 6. marz kl. 13,30. Þeir, sem vilja minnast hinnar látnu, eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Magnús Jósefsson, Elín Jósefsdóttir, Guðm. Vignir Jósefsson. Jarðarför eiginmanns míns SIGMUNDAR HALLDÓRSSONAR byggingafulltrúa Reykjavíkurborgar, fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag kl. 10,30 f.h. — Athöfninni verður útvarpað. Blóm vinsamlega afbeðin en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Fyrir mína hönd og annarrá aðstand- enda. Carla Halldórsson. Útför eiginmanns míns, INGIMUNDAR ÁRNASONAR fulltrúa, sem lézt 28. febrúar sl., verður gerð frá Akureyrar- kirkju föstudaginn 6. marz kl. 2 e.h. Guðrún Ámadóttir Jarðarför okkar hjartkæra sonar, bróður og tengda- bróður HALLDÓRS ELÍASAR GUNNARSSONAR sem lézt af slysförum 28. febrúar sl. fer fram frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfírði fimmtudaginn 5. marz kl. 2 e.h. Fyrir okkar hönd og annarra ættingja. Elísabet Jónsdóttir, Gunnar Bjarnason. Söro íil söSu Jörðin Skjaldartröð á Snæfellsnesi er til sölu. Laus til ábúðar í næstu fardögum. — Góð hús eru á jörðinni. Rafmagn frá héraðsrafveitu. Eignaskipti koma til greina. — Upplýsúngar gefur: MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA Vagns E. Jónssonar og Gunnars M. Guðmundssonar Austurstræti 9 — Símar 14400 og 20480. Hefilbekkír ÁÉHÉk flKimU fellt Fyrirliggjandi vandaðir HEFILBEKKIR Stærðir: 238 cm og 220 cm. LUDVÍG STORR Sími 1-33-33. Stúlka á bókbandið. Talið við Guðmund Gísla- son, yfirbókbindara. ísafoldarprentsmiðja h.f. Saumastúlkur Vanar saumastúlkur óskast í ákvæðis- vinnu Upplýsingar í verksmiðjunni Brautarholti 22. Verksmiðjon Dúkur hf. Stulka oskast til afgreiðslustarfa. Bergstaðastræti 14. Húsgagnasmiðir - Trésmiðir FIRIRLIGGJANDI: HARÐVIÐUR — oregonpine, japönsk eik, palisander, abachi, afzelia, birki, mahogni og brenni. GABOONPLÖTUR, 19 mm. SPÓNAPLÖTUR (spónl. með brennispæni), 15, 18 og 21 mm. SPÓNAPLÖTUR 12, 15 og 18 mm. HARÐTEX 5’ 7”x7’ TRÉTEX (hamrað) 4x9 fet. GIPSONIT, 260x120 cm. Páll Þorgeirsson & Co. Laugavegi 22. — Sími 16412. Vöruafgreiðsla: Ármúla 27. — Sími 34000. Georg Jósepsson E 1 N N minnisstæðasti atburður síðari ára er harmleikurinn í Ungverjalandi 1956. Þúsundir Ungverja flýðu þá land sitt og fengu þeir landvistarleyfi í öðr- um löndum. fslendingar voru meðal þeirra þjóða sem tóku á móti nokkrum hópi Ungverja. Annaðist Rauði krossinn mót- töku og fyrirgreiðslu fyrir þá, en það starf hvíldi mest á herð- um dr. Gunnlaugs Þórðarsonar, sem vann þar miklu meira starf og erfiðara en almenningur gerir sér grein fyrir. Georg Jósefsson var í þeim hópi sem hingað kom frá Ung- verjalandi, ungur, hraustur. Hann vann fyrst í frystihúsi en réðst síðan til Hörpu hf. í árs- byrjun 1959 og starfaði þar unz hann varð að fara í sjúkrahús síðastliðið sumar vegna blóðsjúk dóms. Hann átti ekki aftur- kvæmt þaðan og lézt 1. marz sL í Landakotsspítala. Hann var fæddur í Ungverja- landi 25. maí 1935 og var því tæp lega 29 ára gamall þegar hann lézt. Kvæntur var Georg ágætri konu, Elísabetu, fæddri í Ung- verjalandi, og áttu þau tvö ung börn. Fyrir einu ári fengu þau hjónin íslenzkan ríkisborgararétt og tók Georg sér þá nafn föður síns að íslenzkri venju og kallaði sig Jósefsson en hafði áður ætt- arnafnið Ccillaz. í Hörpu var Georg í senn bæði ágætur verkmaður og góður vinnufélagi, ósérhlífinn og glað- vær. Hann tók þátt í og æfði knattspyrnu um tíma í KR og I knattspyrnuliði Hörpu meðan það var og hét. Hann hafði iíka gaman af tafli og tefldi mikið við vinnufélaga sína. Hann var og meðiimur í Iðju, félagi verk- smiðjufólks í Reykjavík. Georg var tæplega meðalmað- ur á hæð, dökkhærður og liðlega vaxinn. Hann var fríður maður og hýreygður og hið mesta lipur- menni í allri umgengni. Um leið og við vinnufélagar hans kveðjum hann hinztu kveðju vottum við konu hans og börnum og öðrum ættingjum samúð okkar og biðjum Guð að blessa fjölskylduna, sem misst hefur fyrirvinnu sína í blóma lífs ins og veita þeim styrk í þeirra mikla harmi. Yfir minningu Georgs Jósefs- sonar mun alltaf hvíla heiðríkja eins og öllum góðum drengjum, sem falla í valinn fyrir aldur fram. Guðjón Sigurðsson. Stjórn Mjólkur- fræðingafélagsins NÝLEGA fór fram stjórnarkosn- ing í Mjólkurfélagi íslands og voru eftirtaldir menn kjörnir i stjórn félagsins: Preben Sigurðs- aon, form. og meðstjómendur Bergur Þórmundsson og Erik Ingvarsson. Varastjórn: Henning Christiansen, Sigurður Ólafssoi) og Eixíkur Þorkelsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.