Morgunblaðið - 04.03.1964, Síða 1

Morgunblaðið - 04.03.1964, Síða 1
2R síAur De Gaulle sagiur undirbúa tillögur í Kýpurdeilunni Fundur Öryggisráðs SÞ, stóð í 8 mín. Nýju tillögurnar sagðar samrýmast kröfum Kýpurstjórnar — Mótmœla- göngur í Aþenu Ráðuneytisfundur i Paris Mikil spenna ríkti á íundinum. Höfðu þá nýlega borizt fregmr frá París, er mjög komu á óvart. Var þar nýafstaðinn ráðuneytis- fundur, þar sem Couve de Mur- Framhald á síðu 27 Á fundi þeim, sem Lyndon B. Johnson, forseti Bandarikj- anna átti með fréttamönnum sl. laugardag, skýrði hann m. a. frá því, að reynd hefði verið ný orrustuþota, af gerð- inni A-ll. Sagði forsetinn, að þessi nýja þota væri miklu hraðfleygari en þær hrað- fleygustu þotur er til þessa hefðu verið þekktar. Hún hefði verið reynd í 70.000 feta hæð og hraði hennar farið yfir 2.000 mílur i klukku- stund. Meðfylgjandi mynd af þotunni lagði forsetinn fram á fundinum, en frá honum var sjónvarpað um gervöll Bandaríkin. Grikkja- konungi hrakar Aþena, 3. marz, AP. HEILSU Páls Grikkjakon- ungs hefur mjög° hrakað i dag. Siðasta tilkynning lækna hans hermir, að ástandið sé hið alvarlegasta. Hann hefur m. a. átt við alvarltija þvag- teppu að stríða, og hafa lækn ar ekki upplýst hvað valdi. í dag var sent flugleiðis eftir lyfjum frá Daz-mstadt ag bæði þota og þyrla notað- ar. Einnig var sendur hrað- bátur til Tinosareyju, eftir dýrmætustu helgimynd Grikkja, ef gagna mætti heilsu konungs, — en talið hefur verið, að helgimynd þessi geti gert kraftaverk. — Fyrr í dag var konungur mjög þjáður og bað þá um Framhald á síðu 27 Aþena, New York, 3. marz. — (AP) — ^ ÞÚSUNDIR öskrandi manna — að miklum hluta grískir stúdentar — fóru um götur Aþenu í dag og létu hávært í Ijósi skoðanir sínar á Kýpurdeilunni. Kröfðust þeir þess, að Kýpurbúar fengju sjálfir að ráða málum sínum, og hrópuðu ókvæðisorð um Breta og Bandaríkjamenn, sér í lagi um Johnson, forseta. Jafnframt hylltu þeir Rússa og þátt þeirra í málinu. Fyrir framan bandaríska sendiráðið var brennd brúða, er bar mynd Johnsons, forseta. ^ Samtímis gaf George Papandreou, forsætisráðherra i Grikklands, út þá tilskipun, að lögreglan skyldi ekki blanda sér í mótmælaaðgerðir Grikkja vegna Kýpurniálsins. Þó skyldu erlend sendiráð og opinberar byggingar varðar fyrir ofbeldisaðgerðum. ^ Öryggisráð Santeinuðu þjóðanna kom aftur saman til fundar í dag en hann stóð aðeins í átta mínútur. Lá rnikil eftirvænting í loftinu, er fundur hófst, því þá höfðu nýlega borizt fréttir frá París þess efnis, að Frakkar myndu ckki styðja tillögur þær, er lagðar voru fyrir Öryggisráðið í gær, heldur hefði hún sjálf í huga tillögur til lausnar deilunni. Þær yrðu lagðar fram, er hinn rétti tími væri til þess kominn. ^ Frá Nicosia bárust hins vegar þær fregnir, að Kýpur- útvarpið hefði sagt umræddar tillögur fullnægja kröf- um Kýpurstjórnar í öllum meginatriðum. Væri það og skoð- un fréttamanna þar, að Makarios, forseti, myndi fallast á þær fyrir sitt leyti. Fundur Öryggisráðsins hófst kl. 20.35 GMT og stóð aðeins átta mínútur. Var honum frestað, til miðvikudagsmorguns, þar eem ýmsir fulltrúar biðu enn íyrirmæla stjórna sinna um af- etöðuna til tillagna þeirra, er fimm kjörnir fulltrúar ráðsins lögðu fram í gær. Tillögur þeirra voru í átta eftirfarandi liðum: 1) Öil meðlimarilki SÞ skuld- bindi sig til þess að gera ekkert, sem geti spillt ástandinu á Kýp- ur. 2) Stjórn Kýpur geri allt, sem nauðsynlegt sé, til þess að koma í veg fyrir blóðsúthellingar á eyjunni. 3) Grikkir og Tyrkir á Kýpur reyni að sýna stiillingu, og leið- togar þeirra hvetji þá til þess. 4) U Thant komi á fót friðar- sveit SÞ til þess að senda til Kýpur í samráði við Kýpurbúa, Grikki, Tyrki og Breta. Sex iórust í snjóflóði Innsbruck, 3. marz AP. SEX menn biðu bana af völdum snjóflóðs í nági-enm Innsbruck í gær. Fimm þeirra voru Þjóðverjar, hinn sjötti Aust urríkismaður. Var hann farar- stjóri 15 manna flokks er var í skíðaferðalagi í austurrísku ölpunum. Slysið varð í hlíð fjalls ins Wildspitze, sem er 3.560 metr *r á hæð. Fjórir aðrir vtr hópn- nm særðusk 5) Friðarsveitin, sem dveljist á Kýpur í a. m. k. þrjá mánuði sjái um að koma í veg fyrir bar- daga og haldi uppi lögum og reglu. 6) Gert sé ráð fyrir að Kýpur- búar og þjóðirnar, sem leggi til menn í friðarsveitirnar greiði kostnaðinn af þeim. Þó sé U Thant heimilt að efna til sam- skota til stuðnings sveitunum. 7) Útnefndur sé sáttasemjari, sem vinni í anda stofnskrár SÞ að lausn deilunnar og hafi bæði í huga velferð Kýpurbúa og heimsfriðinn. 8) Sáttasemjaranum sé greitt kaup úr sjóðum SÞ og einnig þeim mönnum, sem hann kynnj að ráða sér til aðstoðar. Bretar takmarka innflutn- ing a' fiski frá Færeyjum Krefjast heimildar til veiða innan 12 mílna markanna FISKIMÁLARÁÐSTEFN- UNNI í London er nú lokið, og hafa 13 aðildarríki fallizt á samkomulag um 12 mílna fiskveiðilögsögu með undan- þágum til veiða innan ytri sex mílnanna. Danir neituðu að veita heimild til veiða inn- an 12 mílna markanna við utanríkisráðherra, muni gefa út sérstaka yfirlýsingu varðandi þessa neitun Dana. Fulltrúar ís- lands og Noregs neituðu einnig að fallast á að veita undanþágur til veiða á ytra sex mílna svæð- inu, og kvaðst Thomas harma að ekki hafi náðst einróma samn ingar á ráðstefnunni. Hann bætti því við að þótt aðeins 16 ríki hafi átt fulltrúa á ráðstefn- unni, gætu fleiri ríki gerzt að- iilar að samkomulaginu varð- andi fiskveiðilögsöguna. í samkomuiagi þessu er viður- kennd 12 mílna fiskveiðilögsaga, þar sem innri sex mílurnar eru eingöngu ætlaðar innlendum fiskimönnum, en ytri sex míl- urnar háðar unáanþágum. Þar er ætlazt til að eriendir fiskimenn, sem á undanförnum tíu árum hafa stundað þar veiðar, fái að halda þezm áfram á vissum svæð um. Samningurinr. gildir í 20 ár, og framlengist, ef honum verð- Færeyjar og Grænland, og hefur neitun þeirra leitt af sér nokkrar deilur. Brezkir útvegsmenn hyggjast grípa til gagnráðstafana og tak- marka innflutning á fiski frá Færeyjum. Fréttaritarar Mbl. símuðu í gær frá Kaupmannahöfn og London sem hér segir: London, 3. marz (AP). PETER Thomas, aðstoðar utam- ríkisráðherra Bz-eta, ræddi í dag í neðri málstofu brezka þings- ins um fiskimálaráðstefnu 16 ríkja, sem lauk í London í gær. Sagði hann m.a. að Danir hafi skapað ný og fiókin vandamál með því að neita að undirrita samþykk’tir 13 ríkjanna um fisk veiðilögsögu. En Damir neituðu að fallast á að veita undaniþágur til veiða á ytra sex mílna svæð- unum við Græniand og Fær- eyjar, eftir að 12 mílna lög- saga verður lögboðin þar á næst umni. Thomas sagði að R. A. Bulter, Færeyingar mótmæla Toi’shavn, Færeyjum, 3. marz. Frá frétta- ritara Mbl. HAKUN Djurhuus, lögmaður Færeyja, gaf í kvöld út svo- hljóðandi yfirlýsingu í tiiefni þess að Bretar hyggjast nú takmarka fiskinnflutning Færeyinga: „Þegar tefld er skák, gilda sömu reglur fyrir báða aðila, og eðlilegt er að andstæðiniT- urinn hugsi einnig sina leiki. Taflinu um færeysku land- helgina, sem leikið er eftir þjóðfélagslegum reglum með tiiveru færeysku þjóðarinnar í húfi, lýkur þegar fiskveiði- lögsagan verður færð út í 12 mílur hinn 12. marz 1964. — Þegar enskir útgerðarmenn svara með mótaðgerðum og i rauninni skera innflutnirug okkar til Englands niður mn 50—60%, er það sjálfsagt ætlað okkur sem rothögg og sem þakkir fyrir síðast. Þetta hugarfar er eitthvað annað en það, sem við kynntumst og lærðum að virða í siðustu heimsstyrjöld, þegar við Fær- eyingar hættum lífinu og vor um um tíma þeir einu útlend ingar, er fluttum fisk á enska markaðinn. Þá var sagt að það skyldi aldrei gleymast. og það er auðvitað trúgirni okkar að kenna að mar|jir hafa reitt sig á þett loforð. Við þökkum fyrir þann tíma, sem liðinn er í góðu nábýli og samskiptum, og erum í rauninni fegnir að hafa kynnzt stóra nágranna okkar í suðri að verðleikum." > f

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.