Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 4. marz 1964 ÍPVtM i i'1 MpQGU"*'. AÐ/Ð 13 Herhergisþernu vantar að Hótel Borg. Jónas Sigurðsson bóndi, Hlió, Austur-Eyjafjöllum F. 23. 9. 1877. D. 3. 2. 1964. ÞEGAR farið er um Suðurlands- undirlendið eftir þjóðveginum og komið að Markarfljóti, þá blasa við Eyjafjallasveitir í allri sinni fegurð og hrikaleik. Þverhníptir klettaveggir með sérstæðum foss- um, er steypast lóðrétt stall af stalli, grösug tún neðan kletta- beltanna og svartur sandurinn í sjó fram. I suðri biasa Vest- mannaeyar úr hafi en til norðurs gnæfir Eyjafjallajökull hvítur og hnarreistur. I þessu umhverfi ólst ég upp frá bernsku og hafði sem ná- granna Jónas Sigurðsson í Hlíð. Þegar ég nú lít um öxl við and- lát þessa ágæta vinar rpíns, þá finnst mér að hann hafi með viss- um hætti mótazt af landslaginu, þar sem hann fæddist og ól allan sinn aldur, . . . Hann gat á stund- um virzt kaldgeðja og hrjúfur í tilsvörum en hið innra var hjarta hlýja og drengskapur svo frá- bær að flestir eða allir sveitung- ar hans höfðu einhverntíma not- ið góðs af aðstoð hans og greið- vikni. Var hann þá ekki að hugsa um, hvað störf hans gáfu í aðra hönd, miklu fremur skipti máli að veita vinum sínum og ná- grönnum hjálp og aðstoð. Jónas fæddist að Hlíð 23. 9. 1877, sonur hjónanna Sigurðar Jónssonar og Guðlaugar Þor- steinsdóttur. Voru þau systkinin 6 og er nú aðeins á lífi ein systir Nú er rétti tíminn að panta og kaupa vatna- og síldardráttarbáta. Fjórar stæröir fyrirliggjandi. Treíjaplasl h!., Biönducs SÖLUUMBOÐ: ÁGÚST JÓNSSON Laugavegi 19, 3. hæð. Sími 17642. P. O. Box 1324. Afgreiðslustúlka óskast. Upplýsingar í verzluninni í dag og á morgun klukkan 6. Verztunin Gyðjan Laugavegi 25. NauBungaruppboð Eftir kröfu Guðjóns Steingrímssonar hrl., verður eldhúsinnrétting, í vörzlum Björns Olafssonar tré smíðameistara, seld á opinberu uppboði, sem fram fer á verkstæði hans, Reykjavíkurvegi 68 í Hafnar- firði, fimmtudaginn 12. marz nk. kl. 13,30. — Greiðsla við hamarshögg. Bæjarfógetinn í HafnarfirðL Fyrir ferminguna JERSEYKJOLAR FERMINGARKJOEAR FERMINGARKAPUR TOSKUR — HANZKAR FELDIiR Austurstræti 8. Sími 22453. Atvi.nnurekendur í Reykj.avík, Kópavogi og Hafnarfirði, eru beðnir að senda bæjarfógetanum í Kópavogi skrá um alla stai-fsmenn sína, sem búsettir eru í Kópavogi. — Skrárnar óskast sendar innan einnar viku frá b'.rt- ingu þessarar auglýsingar, að viðlagðri ábyrgð lög um samkvæmt. Bæjarfógetinn í Kópavogi. hans, Jóhanna, sem býr í Vest- mannaeyjum. Jónas tók ungur við búi í Hlíð, sem þá var þríbýli. Jörðin var ekki stór og búpeningur ekki mikill. En samskipti hans við dýrin þóttu mjög til fyrirmyndar og snyrtimennsku hans í allri bú- sýslu var viðbrugðið. Jónas var mikill dugnaðarfork- ur og var hann á yngri árum tal- inn bera af í atorku og ósérhlífni til allra verka. Einkum þótti hann afburða hleðslumaður á steinveggi, sem var sérstök íþrótt í þá daga, og þegar hann var orð- inn fullorðinn maður, voru þeir ekki ýkja margir, sem kunnu skil á þessari sérstæðu listgrein, sem Framh. á bls. 16. KONUR SEM UNNA ÆSKU- FEGURÐ OG YNDISÞOKKA ÞEKKJA LENTHÉRIC

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.