Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 26
26 MQRGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 4. marz 1964 Evrópudagurinn: Rætt við Pál Líndal um Evrópuráðið Sveitarstjórnarþing þess, og sameiginleg hagsmunamál aðildaríkjanna SAMSTARFS aðildarríkja Evrópuráðsins er minnzt í dag, Evrópudaginn. Tæp 15 ár eru nú liðin frá stofn im ráðsins. Einn þáttur samtakanna Páll Líndal er fólginn í samvinnu ev- rój>skra sveitarfélaga. — Grundvöllurinn að því starfi var lagður 1957, en ári síðar gerðust íslending ar aðilar að Sveitarstjóm- arþingi Evrópuráðsins. í tilefni Evrópudagsins ræddi fréttam. MbL stutt- lega við varaformann Sambands ísl. sveitarfé- laga, Pál Líndal skrifstofu stjóra, í gær, en hann hef- ur verið kjörinn til þátt- töku í Sveitarstjómarþing inu, sem kemur saman í Strassborg dagana 7.—10. þ. m. Aðrir fulltrúar em Jónas * Guðmundsson og Stefán Gunnlaugsson. — Hvað vilduð þér segja um sjálft Evrópuráðið, og þá sérstaklega samvinnu sveitar- félaganna? „Evrópuráðið var stofnað í maí 1949, og er markmið þess, eins og segir í 1. grein stofn- skrárinnar, „að koma á meiri einingu meðal aðildarrikj- anna í þeim tilgangji að tryggja og hrinda í fram- kvæmd þeim hugsjónum og meginmarkmiðum, sem eru sameiginleg arfleifð þeirra, og auðvelda efnahagslegar og félagslegar framfarir þeirra." Eftir stofnun Evrópuráðs- ins vaknaði fljótlega áhugi á því að koma á víðtækari sam- vinnu ' evrópskra sveitarfé- laga. Miklar umræður urðu um þetta mál, og 1957 var svo langt komið, að efnt var til fyrstu ráðstefnu evrópskra sveitarfélaga í Strassborg, þar sem aðalstöðvar Evrópuráðs- ins eru. Utanríkisráðuneyti þátt- tökuríkjanna tilnefna fulltrúa á þessar ráðstefnur að fengn- um tillögum sveitarfélaga- sambands viðkomandi lands, en auk þess hafa sveitarfé- lagasambönd Evrópuþjóða, sem utan ráðstefnunnar standa, átt áheyrnarfulltrúa á ráðstefnunni, t.d. Finnar, Júgóslavar, Spánverjar og Svisslendingar, en þeir síð- astnefndu hafa nú gerzt að- ilar smtakanna. Hvað eru meðalimarikin mörg og hvernig er þingstörf um háttað? „Alls eru það 17 Evrópu- ríki, sem aðild eiga. Sviss hefur bætzt við, eins og áður er sagt, frá því, að síðasta þing var haldið, fyrir tveim- ur árum. Sjálf ráðstefnan er haldin í Evrópuhúsinu, en þar eru ágæt húsakynni. Fulltrúum er skipað til sætis — ekki eftir löndum, heldur eftir stafrófsröð. Talað er á mörg- um tungum, ensku, frönsku, þýzku og ítölsku, og túlkað á milli af mikilli íþrótt. Málin, sem rædd eru, eru margvísleg. Nefna má menn- .ingarmál, lánastarfsemi, o. fl., en það mál, sem verður aðal- viðíangsefnið á þingjinu nú, er skipulagsmál (regional planning). íslendingar eiga rétt til að eiga þrjá fulltrúa á ráðstefnunni, en stærri rik- in; t.d. Frakkland, Bretiand og V-Þýzkaland eiga þarna 18 fulltrúa hvert, auk þess á hvert aðildarríki rétt á að senda áheyrnarfulltrúa, og er sá réttur notaður mjög.“ Er ekki erfitt' fyrir svo fáa men af okkar hálfu, að fylgj- ast með öllu því, sem fram fer? „Því skal ekki neitað, og stundum hafa frilltrúar okkar ekki verið nema einn eða tveir. Erfitt getur verið að fá yfirsýn, og veldur því að um mörg miál og viðamikil getur verið að ræða, og sum þeirra framandi íslendingum. Að- staða okkar er lika talsvert önnur en stærri þjóða, sem eiga fjölda áheyrnaxfulltrúa, oft sérfræðinga um þau mál, sem um er fjallað. Þrátt fyrir þetta finnst mér sjálfs'agt, að íslendingar taki þótt í slíkum þingum. Á tim- um vaxandi samv-innu milli þjóða hafa fæstir etfni á því að skerast úr leik. Íslending- ar hafa líka sýnt það á und- anförnum áratugum, að þeir vilja taka þótt í alþjóðasam- starfi. Hér er bæði um að ræða þjóðlegt metnaðarmál og raunhæft hagsmunamál, og gildir jafnt um samvinnu á vegum Sameinuðu þjóðanna, Evrópuráðsins og Norður- landa. Þótt ýmislegt, sem er til meðferðar á sveitarstjórnar- ráðstefnum Evrópuráðsins, — snerti okkur lítið, þá er mjög margt þar, sem getur orðið okkur til gagns, þótt síðar verði. Má t.d. nefna lánsstofn un evrópskra sveitarfélaga, gagnkvæmar námsferðir sveit arstjórnarmanna, svo að fátt sé talið. Á þessum ráðstefnum er líka stofnað til persónulegra kynna, sem orðið geta til að skapa góðan skilning á okkar högum. Þá kann það einnig að vera nokkurs virði, að íslendingar eigi þess kost að leggja lóð sitt á metaskálam- ar, þegar leyst eru ágreinings mál, sem kunna að köma upp. Mun einsdæmi í heiminum, að svo fámennur hópur og íslendingar eru, hafi aðstöðu, sem að sjálfsögðu ber að nota af skilningi og hófsemi.“ — Eru margir íslendingar starfandi hjá Evrópuráðinu? — Nei, ekki er það nú. Ég héld, að það sé aðeins einn, Pétur Guðfinnsson hagfræð- ingur, sem starfað hefur þar nokkur ár. Er það mjög mik- ilsvirði fyrir íslendinga, að hann skuli vera þar, allt af boðinn og búinn til fyrir- greiðslu Þá má einnig geta um íslenzka ræðismanninn, sem heitir René Riehm. Er hann mikill haukur í horni, og munu þeir ófáir fslpnding- ar, sem notið hafa góðvildar hans og konu hans. Hvað vilduð þér segja að lokum? . „Það verður að teljast ein- stök þróun, sem átt hefur sér stað, að svo skömmu esftir heimsstyrjöld með öllu þessu þjóðahatri skuli hafa tekizt jafn náin samvinna með þeim, sem deildu. Evtópuráðsríkin hafa nú bundizt samtökum í Stras^org, samtökum, sem ætla má að leiði til víðtækara samstarfs en áðúr eru dæmi til milli frjálsra þjóða, bæði tdl að tryggja frelsi sitt og bæta hag sinn.“ Frá Strasbourg á landamærum Frakklands og Þýzkalands, þar sem aðalstöðvar Evrópuráðs- ins eru. Fremst á myndinni er Evrópuhöllin, en í baksýn er m.a. hin fræga dómkirkja borgarinnar. — . fslenzka landsliðið mætir Egyptum á föstudaginn er 16 liða úrslifakeppnin hefst ÍSLENZKU handknattleiksmenn irnir eru nú komnir til Tékkó- slóvakíu þar sem þeir á föstudag hefja keppni í lokakeppni 16 liða um heimsmeistaratitil í handknattleik. Á síðustu heims- meistarakeppni hafnaði ísland í 6. sæti og vegna þess góða ár- angurs þurfti isl. liðið ekki að taka þátt í undankeppni nú, en gengur beint í lokakeppni 16 landa. ★ Fjórir riðlar Liðunum 16 er í upphafi skipt í 4 riðia, 4 landslið í hverjum. í A riðli eru V-Þýzkaland, A-Þýzkaland, Bandarikin og J úgóslavía. í B riðli eru ísland, Svíþjóð, Egyptaland og Ungverjaland. í C riðli eru Tékkóslóvakía, Frakkland, Danmörk og Sviss. í D riðli eru Rúmenía (núver- andi heimsmeistarar), Rússland, Noregur og Japan. ★ Hefst á föstudag Þessari riðiakeppni er skipt niður á 4 borgir. B-riðillinn þar sem Island er, keppir í Bratis- lava. A riðillinn keppir í Gott- waldov, C-riðill þar em m. a. Tékkar leika, keppa í höfuðborg inni Prag og D-riðillinn keppir í Pardubice. Keppnin hefst á föstudaginn í ölium riðlunum og keppa öll löndin 16 þann dag. Síðan verð- ur aftur leikið á laugardag og síðasti leikurinn í riðlakeppn- inni verður á mánudaginn. Leikir íslendinganna hefj- ast á föstudag. í Bratislava * riðlinum leika fyrst kl. 15.15 eftir ísl. tíma Svíþjóð og Ung- verjaland en ísland og Egypta land kl. 17.30. Síðan verða leikirnir þannig: Laugardagur 7. marz Ungverjaland — Egyptaland Svíþjóð — ísland Mánudagur 9. marz ísland — Ungverjaland Egyptaland — Svíþjóð Tvö efstu liðin 1 hverjum riðli komast í lokakeppni 8 liða, en liðin sem verða nr. 3 og 4 í sínum riðlum mega pakka og fara heim. Lokakeppni 8 liða fer þannig fram að liðunum er skipt í 2 riðla Þar verða leikirnir og riðla skipting þessi: 1. riðill 11. marz A/1 gegn B/2 (þ. e. sigurvegari A-riðils og 2 lið B-riðils). 11. marz A/2 gegn B/1 13. marz A/2 gegn B/2 13. marz B/1 gegn A/1 2. riðill 11. marz C/1 gegn D/2 11. marz C/2 gegn D/1 13. marz C/2 gegn D/2 13. marz D/1 gegn C/1 Milli liðanna er komast upp úr sama riðli í 8 liða keppnina gilda úrslitin er fengust í riðla- keppninni. Komist t. d. Svíþjóð og ísland upp úr B-riðli í 8 liða lokakeppni og jafntefli hafi orð- ið milli landanna í riðlakeppn- inni keppa þau ekki aftur en jafn teflið gildir milli þeirra í ofan- grendri 8 iiða keppni. Þá er fengin' röð landanna átta í riðlunum tveim. Efstu liðiri í hvorum riðli keppa um heims- meistaratitil. Þau sem verða nr, 2 í hvorum riðli keppa um 3. sætið. Þau sem verða nr. 3 í hvor um riðli keppa um 5. sætið og þau sem reka lestina í riðlunurn keppa um 7. sætið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.