Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 12
12 MORCU N BLAÐIÐ Miðvikudagur 4. marz 1964 K SM.M ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRÁ SJÁLFSTÆÐISMANNA BITSTJÓRAR: RIRGIR ÍSL. GUNNARSSON OG ÓLAFUR EGHSSON Gera jbor/ sér- stakar ráftstafanir, sem auðveldi ungu fólki að koma upp eigin íbúðum Ályktun um húsnæðismál XVII. ÞING Sambands ungra Sjálfstæðismanna telur, að heil- næmt og gott húsnæði fyrir alla íbúa landsins sé ein meginundir- staða þess, að hér sé menningar- þjóðfélag. Stefna ber að því, að öllum fjölskyldum sé gert kleift að eignast eigin íbúðir. Þingið telur að gera þurfi sér- stakar ráðstafanir til að auðvelda ungu fólki að koma sér upp eigin íbúðum. Þingið bendir sérstaklega á eft- irfarandi atriði til úrbóta í íbúða- byggingarmálum: endurbóta á byggingaraðferð- um og til lækkunar á bygg- ingarkostnaði. 4) Gerð verði ítarleg könnun á húsnæðismarkaðnum og m.a. kannað, hvort þeir, sem at- vinnu hafa af byggingarstarf- semi beint eða' óbeint, leggi svo mikið á vinnu sína eða hagi henni að öðru leyti þann ig, að verð íbúða verði óeðli- lega hátt. 5) .Hin einstöku sveitarfélög reyni eftir því sem föng eru á að hafa jafnan á boðstóln- um nægilega mikið af bygg- ingarlóðum. Þá verði það og Miðstjórn Sjáífstæðisflokksina bauð þingfulltrúum til hádegisverðar á laugardag. (Ljósm. Ingimundur Magnússon) Þjóðin sameinist í bar- áttu gegn verðbólgunni 1) Lánsfé til íbúðabygginga verði stóraukið og lánakjör gerð hagstæðari en nú er, m.a. með lengdum lánstíma. 2) Lánastarfsemi til íbúðabygg- inga verði samræmdari en nú tíðkast og henni hagað þann- ig, að stuðlað verði að bygg- ingu hóflegra og vandaðra íbúða. 3) Hafnar verði á vegum ríkis og sveitarfélaga vísindalegar rannsóknir og tilraunir til kannað, hvort sveitarfélögin geti ekki með lóðaúthlutun sinni stuðlað að byggingu hóflegra íbúða og létt undir með ungu fólki að eignast húsnæði. 6) Kannað verði, hvort unnt sé að taka upp sérstaka lána- flokka fyrir ungt fólk, þar sem lánakjör séu hagstæðari en í núverandi flokkum. Ríkisstjórnin athugi framlag íslendinga til varna landsins Tillaga SUS-þings utanríkismál XVn. þing Sam-bands ungra Sjálfstæðismanna telur reynslu undanfarinna 15 ára sýna ótví- rætt, að frelsi íslenzku þjóðar- innar og öryggi sé bezt borgið með þátttöku hennar í sameigin- legum vörnum Atlantshafsbanda- lagsrílkjanna. Því verður að telja tíma til þess kominn, að íslend- ingar leggi nokkuð af i lörkum til þessa varnarsamstarfs, eins og aðrar þjóðir bandalagsins. Skorar þingið á ríkisstjórnina að láta hið bráðasta fara fram heild arathugun á því, á hvern hátt framlag okkar geti bezt orðið að gagni vörnum landsins og varnar kerfi Atlantshafsbandalagsins í heild, en við það hlýtur framlag akikar að miðast. Varnarliðið verði meðan ástandið er ótryggt Þingið leggur áherzlu a, að sjálfsagt sé, að varnarliðið verði í landinu, meðan ástand í heims- málum er jafn ótryggt og niú. Ber íslenzkum stjórnvöldum skylda til að gæta þess, að varn- ir landsins séu á hverjum tíma sem fullkomnastar. Telur þingið að kosta beri kapps ' um að efla sem bezt samstarf Atlantshafs- bandalagsríkjanna á alþjóðavett- vangi og komið verði í veg fyrir, að þau bönd, sem tengja þessar þjóðir saman, rofni. Ungir Sjálfstæðismenn telja, að náin samvinna íslands við önnur lýðræðisriki sé nauðsynleg um fleiri mál en varnir landsins. ís- lendingum ér það brýnt hags- munamál að efla viðskiptaleg og menningarleg tengsl og sam- skipti við þessar þjóðir, sem sækja nú ört til aukinnar hag- sældar og menningar með ýmiss konar starfi, ef þeir ætla etoki að dragast aftur úr og einangrast frá þeim þjóðum, sem þeim eru tengdar og skyldastar. Lýðræðisþjóðirnar hviki ekki af verðinum Þingið fagnar því samkomu- lagi, sem náðst hefur milli stór- veldanna um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorkuvopn og þeirri auknu sáttfýsi, sem nú virðist gæta í samskiptum austurs Almenn stjórnmálaályktum SLS-þings Frjdlst framtak, heilbrigð samkeppni og eignaréttur einstaklinganna eru traustusm stoðir allra framfara 17. ÞING Sambands ungra Sjálf- stæðismanna leggur áherzlu á það meginatriði Sjálfstæðis- stefnunnar, að andlegt frelsi og hugsaniegt og vesturs. Jafnframt leggur þingið áherzlu á, að fullrar var- færni ber að gæta, þó að ásiand- ið í alþjóðamálum hafi nú notok- uð batnað, enda sýnir reynslan, að slíkar breytingar hafa jafnan verið tímabundnar. Því mega lýð ræðiaþjóðirnar ekki hvilka af verðinum um frelsi sitt og láta friðartal einræðis- og yfirgangs- afla draga úr árvekni sinni. Utanríkisþjónustan verði endurskipulögð Þingið telur að auka beri þátt- töku íslendinga í ýmsu alþjóð- legu samstarfi. Endurskipuleggja verður starf semi utanríkisþjónustunnar hér heima og erlendis, svö að hún verði færari en nú er til að greiða fyrir verzlunarviðstoiptum landfj.manna og æskilegum menn- ingarsamskiptum við aðrar þjóð- ir. Þingið lýsir yfir stuðningi sín- um við sem nánasta samvinnu íslendinga og annarra Norður- landaþjóða og telur að efla beri samstarfið innan þejrra norrænu stofnana, sem nú starfa. Þingið fagnar því, að nú má vænta þess, að þjóðin fái aftur íslenzk handrit, sem erlendis eru, og telur að undirbúa beri mót- töku þeirra vandlega. Þingið fagnar þvi, hve farsæl- lega hefur tekizt að tryggja yfir- ráð íslendinga yfir fiskveiðilög- sögu sinni og ítrekar að stefna beri að yfirráðum íslendinga yfir öllu landgrunninu. athafnafrelsi einstaklinganna sé grundvallarskilyrði þess, að hæfileikar og starfsþróttur sér- hvers manns fái notið sín til fulls. Frjálst framtak, heilbrigð samkeppni og eignarréttur ein- staklinganna eru traustustu stoð- ir allra framfara. Aukin verði hagnýting nýjustu tækni Þingið telur að efla beri und- irstöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveg, landbúnað, iðnað og Árni Grétar Finnsson, for- maður Sambands ungra Sjálf- stæðismanna, ávarpar SUS- þingið að stjórnarkjöri loknu. verzlun og fagnar þeim fram- kvæmdum og framförum, sem orðið hafa að undanförnu hjá þessum bjargræðisvegum, fyrir forustu viðreisnarstjórnarinnar. Þá bendir þingið á þýðingu at- vinnugreina, eins og siglinga og flugs og fagnar stórstígum fram- förum, sem orðið hafa á þeim vettvangi. Stöðugt er nýrra á- taka þörf, eigi þjóðin áfram að halda á braut vaxandi velmeg- unar og bættra lífskjara. Bend- ir þingið sérstaklega á nauðsyn þess, að aukin verði hagnýting nýjustu tækni og vísinda í þágu atvinnulífsins og lýsir fylgi við framkomnar hugmyndir um stór iðju í landinu, sem skapa munu nýja möguleika og auka á fjöl- breytni atvinnuhátta íslendinga. Þingið leggur áherzlu á mik- ilvægi frjálsrar verzlunar, jafnt í innanlands sem utanríkisvið- skiptum. Fagnar þingið þeim mikilsverðu áföngum, sem náðst hafa £ þessum efnum undir for- ustu núverandi ríkisstjórnar, en leggur jafnframt áherzlu á gildi þess að frjáls samkeppni sé far- sælasta leiðin til að tryggja heil- brigða verzlun og hagstæðast verð og vörugæði fyrir neyt- endur. Frh. á bls. 27 Alyktanir SlJS-þings Á SEYTJÁNDA þingi Sam bands ungra Sjálfstæðis- manna, sem lauk sl. sunnu- dag, voru gerðar ályktanir um eftirfarandi mála- flokka: Efnahagsmál, ut- anríkismál, menningarmál, húsnæðismál, almenn stjórnmálaályktun, skipu- lagsmál samtakanna svo og ályktun um spillt fjármála líf. Ályktanir þingsins munu birtast hér á SUS-síðunni og birtast þær fyrstu hér í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.