Morgunblaðið - 04.03.1964, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 4. marz 1964
MORGU N BLADIÐ
15
Á Þjóðverji er leitaði gulls
í Toplitzsee eignir á íslandi?
DANSKA vikublaðiS Familie
Journal birtir í tveimur síð-
ustu tölublöðum í febrúar frá
söffn af leit að gullkistum
þeim eða kistum með leyndar
skjölum, sem geti gefið aðgang
að fjársjóðum í svissneskum
bönkum, sem Þjóðverjar eiga
að hafa sökkt í stöðuvatnið
Xoplitzssee í Aussee-fjallahér
aðinu í Austurríki. M.a. er
skýrt frá því er ungur maður
Alfred Egner, fórst um nótt
við köfun í vatninu í leit að
fjársjóðnum á vegum tveggja
dularfullra Þjóðverja, George
Freiberger og dr. Karl Heinz
Smid, sem flúðu eftir að slys
ið varð. Segir blaðið að Georg
þessi Freiberger eigi einbýlis-
hús á Spáni og á íslandi og
ráði yfir meira fé en eðlilegt
sé að hann afli.
Mbl. hefur fengið þær upp
lýsingar hjá útlendingaeftirlit
inu að enginn maður með
þessu nafni hafi komið hing-
að til lands á undanförnuim
árum og frekari eftirgrennsl-
anir hafa e/kiki komið okkur
á sporið með að þessi maður
gæti átt heima hér eða átt
hér eignir.
Vngur sundmaður drukknaði
við gullleitina.
Georg Freiberger, sem kall
aði sig doktor, vann við lækn
istækjaverksmiðju í Starn-
berg í Vestur-Þýzkalandi þeg-
ar þetta gerðist í októbermán
uði 1963, segir blaðið. Hann
var í „abwehr“-deild þýzka
hersins á stríðsárunuim, með-
limur hinnar alræmdu „Abteil
ung Brandenburg", og var
dæmdur í 12 ára fangelsi í
Sviss og látinn laus 1952. —
Samkvæmt ákveðnum heim-
ildum á hann enn að hafa sam
band við vestur-þýzku leyni-
þjónustuna og eiga einbýlis-
hús á Spáni og á íslandi og
ráð yfir meira ié en eðlilegt
sé, segir Bhrenskjöld blaða-
maður í Familie Journal.
Blaðið segir frá því hvern-
ig Freilberger og dr. Heinz
Smid fengu unga manninn
Alfrel Egner, sem var mikill
áliugamaður um kafanir í
vatni, til að kafa fyrir sig
leynilega í hið 1990 m. langa
Toplizsee, laugardaginn 5. okt.
1963. Alfred var í froskmanns
búningi og með tvær súrefnis
flöskur á bakinu, sem áttu að
duga til 35 mínútna köfunar.
En vatnið er djúpt og þegar
George Freiberger.
lík hans seinna fannst var það
á 70 m. dýpi, helmingi dýpra
en hann átti að geta kaifað,
og auðséð að hann hefur ri 13
af sér grímuna, sýnilega frá-
vita. Þegar hann ekki kom
upp, flúðu Freiberger og
Sdhmidt frá Austurríki og það
var ekki fyr en á sunnudags-
kvöld að faðir Alfred Egners
fékk boð frá þeim um hvað
gerzt hafði. Segir blaðið að
Freiberger sé dularfullur mað
ur. Það hafi komið í Ijós að
hann eigi engan rétt á doktors
nafnbótinni. Hann hafi kostað
leiðangurinn í leit að fjársjóð
num og að dr. Scbmid hafi
skýrt frá því, að hann hafi
fengið honum það viðfangs-
efni að búa til djúpköfunar-
tæki, sem geti lyft þungcrn
hlutum. Þá eigi hann einbýlis
hús nálægt BarceiOna, þar
sem ýmsir nazistaforingjar
eiga að hafa hitzt, hann eigi
einkahús á íslandi og sé með-
limur í vestur-þýzka félags-
skapnum Gehlen.
Dularfull bílalest
Astæðan fyrir þessari gull-
leit, sem að sögn á að hafa
kostað fleiri lífið, er sú að
7. maí 1945, daginn fyrir upp-
gjöfina, á bílalest að hafa ekið
út úr bænum Bad Aussee.
Héraðið var fullt af SS mönn-
um og þýzkum hermönnum,
enda áttu flestir þýzku for-
ingjarnir þarna aðsetur.
Þarna í kring héldu Þjóðverj-
arnir síðasta landsvæðinu og
sumir þeirra munu jafnvel
hafa talið að ef þeir gætu
komið sér nægilega vel fyrir
þarna milli fjallanna, gætu
þeir varizt enn lengi. í þess-
ari umræddu bílalest á Adolf
Eichmann að hafa sézt. Þar
voru m. a. fluttar dularfullar
kistur með eiturlyfjum, gulli
og sennilega fölskum peninga
seðlum. Sumt af þessu hefur
fundizt, en ekki allar kisturn
ar. En ýmsir héraðsbúar hafa
sagt frá því að þeir hafi séð
ýmislegt kynlegt þennan dag,
einn ökumaður hafði ekið
dularfullum kistum niður að
vatninu, og séð hvar menn
fóru með þær út á vatnið og
og sökktu þeim, sagnir eru
um skyndilega loftárás á lest-
ina og margar fleiri eru til
um lok þessarar bílalestar.
Þá þykir það skrítið að í
héraðinu býr nú eftir stríðið
mikið af fyrrverandi þýzkum
háttsettum hermönnum og er
talið að sumir þeirra viti af
einhverjum leyndardómum
þarna í kring. Þá hefur aust-
urríska stjórnin látið gera út
leiðangra til að leita að þess-
um fjársjóðum. Ástæðan
fyrir því að blaðamaður
Familie Journals skrifar
þessa grein sína núna, segir
blaðið vera þá að nú 29. febrú
ar renni út frestur sviss-
neskra banka til að þegja yfir
peningum og öðru verðmæti
sem þeim var trúað fyrir 1945
og áður ef eigendur hafa ekki
látið frá sér heyra síðan.
— Bretar
Framh. af bls. 1
ur ekki sagt upp. Peter Thomas
tók það fram i þingræðu sinni
að samningur þessi snerti ekki
samninga Breta við Norðmenn
og íslendinga. Fiskimálaráðstefn-
an breytti í engu aðstöðu brezkra
fiskimanna við strendur íslands
eða Noregs.
J. H. Hoy, þingmaður Verka-
mannaflókksins, tók til máls að
lokinni ræðu Thomas. Sagði
hann að samkomulagið á fisk-
veiðiráðstefnunni bæri ekki til-
ætlaðan árangur úr því það næði
ekki til íslands, Færeyja og
Grænlands. Hann sagði að skozk-
ir fiskimenn, sem árlega afla fyrir
tvær milljónir sterlingspunda,
misstu um helming tekna sinnu
við útilokun frá þessum svæð-
um.
Þegar kunnugt var um úrslit
fiskimálaráðstefnunnar, boðuðu
brezkir útgerðarmenn þegar til
fundar. Ákváðu þeir að hefja
mótaðgerðir gegn Færeyingum
til að hefna fyrir útilokun frá
fiskimiðunum við strendur eyj-
•nna, Verður fiskinnflutningur
Færeyinga til Bretlands takmark
aður frá 1. apríl n.k. við það
meðaXmag.n, sem verið hefur und
anfarin tíu ár, en það nernur um
850 þúsund sterlingspundum að
jafnaði á ári.
með fréttamönnum, Sagði hann
að með aðstoð verkalýðssamtak-
anna væri unnt að takmarka að
vild innflutning á fiski frá Fær-
eyjum. Sagði hann að talsmenn
brezkra fiskiðnaðarins hafi
reynt að ná samningum við fær-
eyska fiskimenn um la-usn deilu-
mála þeirra, en aldrei tekizt að
fá áheyrn. „Við erum jafn reiðu
búnir að ræða við Færeyinga og
sjá hvort unnt sé að draga úr
ágreiningsatriðunum, og sam-
ræm.a óskir þeirra um aðgang að
mörkuðum okkar við óskir okk-
ar um aðgang að fiskimiðunum
við Færeyjar," sagði Suddaby.
Yfirlýsing Breta um takmörk-
un á innflutningi á fiski frá Fær-
eyjum verður afhent sendiherra
Dana í London á næstunni. Að
þessari yfirlýsingu standa allar
greinar fiskiiðnaðarins. Haft er
eftir áreiðanlegum heimildum að
takmörkun þessi kom,i þegar til
framkvæmda í Aberdeen og
Lowestoft, en þar eiga útgerðar-
menn einir öll tæki til löndunar.
Seinna koma takmarkanir í Hull
og Grimsby til framkvæmda.
Einnig er sagt að samtök flutn-
ingaverkamanna muni fara þess
á leit við verkamenn að þeir
neiti algjörlega að landa færeysk
um fiski.
Suddaby sagði að i yfirlýsingu
að urint ætti að vera að ná
samningi, »em tæki tillit til óska
fiskimanna beggja landa.
Frá Gunnari Rytgaard, frétta
ritara Mbl. í Kaupmannahöfn:
FRÉTTARITARI dagblaðsins
Politiken símar frá London að
brezkir útgerðarmenn muni
grípa til gagnráðstafana þegar
fiskveiðilögsagan við Færeyjar
verður færð út í 12 sjómílur hinn
12. þessa mánaðar. Eru gagnráð-
stafanir þessar fólgnar í því að
takmarka fiskinnflutning frá
Færeyjum á sama hátt og inn-
flutningurinn frá íslandi var tak-
markaður í „þorskastríðinu“.
Þetta geta togaraeigendur, vegna
þess að þeir ráða yfir löndunar-
tækjunum í fiskihöfnunum og
hafa alla fisksölu í sínum hönd-
um. Vilja Bretar takmarka fisk-
innflutning Færeyinga við með-
altal undanfarinna tíu ára,
þannig að verðmæti hans fari
ekki yfir 850 þúsund sterlings-
pund á ári. En síðustu árin hef-
ur innflutningur Færeyinga far-
ið vaxandi og numið á síðustu-
þremur árum að meðaltali 1,3
milljónum sterUngspunda á ári.
Og árið 1961 fór innflutningur-
inn upp í 1,7 milljón punda.
Segja brezkir togaraeigendur að
þessi aukning á innflutningi Fær
eyinga sýni að afli þeirra hafi
aukizt við að reka aðra fiski-
Fulltrúi brezkra fiski.manna,
Breta um takmörkun innflutn-
A.W. Suddaby, átti í dag fund ings frá Færeyjum væri bent á
menn frá innra sex mílna svæð-
inu.
Davið Ólafsson,
fiskimálastjóri:
Jákvæð ályktun
um viðskiptamál
samþykkt á fiskimálaráðstefnunni
DAVÍÐ Ólafsson, fiskimála-
stjóri, kom til Reykjavíkur í
gær. Hefur hann að undan-
förnu setið fundi fiskimála-
ráðstefnunnar í London á-
samt þeim Henrik Sv.
Björnssyni, ambassador,
Hans G. Andersen, ambassa-
dor, og dr. Oddi Guðjónssyni,
ráðunaut. Varð fiskimála-
stjóri fúslega við tilmælum
Mbl. um að segja nokkuð frá
ráðstefnunni og niðurstöðum
hennar. Fara ummæli hans
hér á eftir:
Þessir fundir voru í rauninni
þriðji þáttur ráðstefnunnar. Hún
hófst 3. desember og stóðu fund
ir þá til 6. desember. Fundum
var svo haldið áifram hinn 8.
janúar og stóðu til 17. janúar en
var þá frestað til 26. febrúar.
Laulk ráðstefnunni svo á mánu-
dag.
f janúar hafði verið gengið frá
ályktunum í tveimur málum í
sambandi við verndun fiskistofna
Og eftirlit með fiskveiðum á út-
hafinu. Þá var eftir að ræða um
fiskveiðilögsögu og viðskiptamál.
Varðandi f iskveiðilögsöguna,
þá var þegar í janúar gengið frá
uppkasti að samikomulagi, sem
allar sendinefndirnar á ráðstefn
unni, nema sú íslenzka og sú
norska, samlþykktu að taka með
heim til atihugunar. Þetta var
þannig afstaða íslands frá upp-
hafi og kom fram í svari ríkis-
stiórnarinnar við fundarboðinu
að samningar um fisikveiðilög-
sögu íslands kæmu ekki til
greina.
Þegar fundir hófust að nýju
í lok febrúar, var haldið áfram
að ræða þetta samningsuppkast,
og var gengið frá samningi í gær
(mánuda®'), sem 13 af 16 ríkjum
á ráðstefnunni eru aðilar að.
Þetta er samningur til tuttugu
ára um 12 mílna fiskveiðilg-
sögu, með hefðbundinn rétt út-
lendinga til veiða innan ytri sex
mílnanna. Framlengist samning-
ur þessi óbreyttur, verði honum
ekki sagt upp. Þau ríki, sem
ebki féllust á samning þennan,
voru ísland, Noregur og Sviss,
og auik þess Danmörk, að því er
varðar Færeyjar og Grænland.
Samkomulagið um sex-fsex
nær því yfir Eystrasalt, Skage-
rak, Kattegat. Norðursjó, hafið
umihverfis Bretlandseyiar og
suður með Frakklandi. Spáni og
Portúeal, alla leið til Gíbraltar.
En ekki yfir svæðið fyrir norð-
an Norðursjó. Auk þess er sér-
stakur samningur til tveggja ára
um veiðar á svæðinu milli
þriggja og sex mílna við Bret-
land og frland. Þetta er hugsað-
ur sem umbóttunartími. og gild-
ir aðeins innbyrðis milli nokik-
urra rikja.
Um þennan samning í heild er
lítið að segja, því hann snertir
okkur á engan hátt. En með hon
um hefur Bretum tekizt það,
sem þeir ætluðu sér, það er, að
fá samning við Efnahagsbanda-
lagsríkin um útfærslu fiskveiði-
lögsögunnar við Bretland. Þeir
vildu ekki gera það einlhliða. Var
þetta megintilgangurinn hjá
þeim.
ísland mótmælti strax.
Svo eru það viðskiptamálin.
Málatilbúningur var í upphafi.
þannig, að hnýta átti þessum
tveimur málum saman, fiskveiði
lögsögu og viðskiptamálum. Því
var strax mótmælt af íslandi og
Noregi, ög reyndar fleirum, á
þeirn grundvelli að hér væri um
tvö gjörsamlega óskyld mál að
ræða. Raunin varð og sú, að þeg
ar kom til afgreiðslu á ráðstefn-
unni, þá var alls ekki um það að
ræða að flétta þessi mál saman.
Kom það m.a. fram í því að tvö
ríki, sem ekki eru aðilar að fisk
veiðilögsögusamningnum, voru
ásamt öllum hinum ríkjunum að-
ilar að ályktuninni um verzlunar
málin.
Ályktunin um verzlunarmál,
sem gerð var á ráðstefnunni,
gengur í þá átt að undirstrika
þær meginreglur, sem Efnahags-
samvinnustofnunin í París (en
að henni eiga aðild öll rílkin,
sem fulltrúa áttu á fiskimálaráð-
stefnunni), hefur samþyikkt. Þar
eru ríkisstjórnirnar hvattar til
að vinna að auknu frjálsræði í
fiskverzlun. í því felst aukið
verzlunarfrelsi og lækkun tolla,
sem auðveldar fiskverzlunina.
Margir voru svartsýnir á að
það tækizt að fá nokfcra sam-
þykkt í þessu máli vegna þess að
ekki tókst að ná allsherjar sam-
komulagi um lögsöguna, og
vegna þess að Efnahagsibandalags
Davíð Ólafsson
ríkin sex hafa ekki komið sér
saman um sameiginlega stefnu
í fiskimálum. Voru þau því treg
til að binda sig á nokkurn hátt.
En það má þó segja að þessi
ályktun, sem samþykkt var, hafi
verið jákvæð og ávinningur að
hafa fengið hana. Hún var sterk
viljayfirlýsing allra ríkjanna.
Hvað svo verður í framtíðinni
er ekki unnt að segja á þessu
stigi.
Á ráðstefnunni kom það skýrt
fram að afstaða íslands og sér-
staða íslands nýtur mikils skiln-
ings. Var mikill ávinningur að
því að hafa aðstöðu til þess á
þessari ráðstefnu og skýra enn
einu sinni þá sérstöðu, sem ís-
land hefur með tilliti til fisik-
veiða og verzlunar með fisk.
Þessi skilningur á afstöðu Ís-
lendinga kom meðal annars fram
í því að enginn gerði ráð fyrir
þeim möguleika að ísland yrði
með í samþykktinni um fú ft -
veiðilögsöguna. Sýnir það hve
skilningurinn hefur aukizt á
þessum málum.
Þess má geta að lokum, að í
lok fundarins i gær flutti Peter
Thomas, aðstoðarutanríkisráðlh.
og formaður brezku sendinefndar
innar, ræðu. Tók hann sérstak-
lega fram að Bretum hafi verið
það mikil ánægja að ísland
skyldi senda fulltrúa til ráðstefn
unnar og ávinningur að svo
skyli vera. Þá gat hann um leið
um samninginn frá 1961, sem
hefði leyst vandamál Breta og
Islendinga á sviði fiskveiðilgsög
unnar.
Ég vil taka það fram, sagði
fiskimálastjóri að lokum, — að
samningurinn frá 1961 var okk-
ur mikill stuðningur og sá grund
vöilur, sem við stóðum á.