Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 15.03.1964, Blaðsíða 3
3 J' Stmnudagur 15. marz 1964 MORCUNBLAÐID r ! i i í LANGHOLTSSKÓLANUM eru gefin út nokkur skólablöð. Eitt þeirra, Askur, barst rit- stjórn keppinautar þess, Morg unblaðsins. Ritstjórn Asks er skipuð af Sigurði R. Sigurðs- syni (ritstjóra), Einari Ingi- margssyni, Birrn Þór Sigur- björnssyni og Ragnari Daníels syni. Blaðamaður Morgun- blaðsins átti tal við þá kúmp- ána í gær. — 'Hvað seljið þið mörg blöð? — Um 80 eintök, svarar rit- stjórinn. — Blaðið kostar 4 krónur í lausasölu, en áskrift I»rír af fjórum ritstjórnarm önnum Asks. Frá vinstri: Sigurður ritstjóri, Einar og Ragnar. Þeir bera einkennis- húfur ritstjómarinnar. Á myndina vantar Bjöm Þór Sigurbjörnsson. „Askur bezta blaðiö“ spjallað við keppinauta Morg- nnblaðsiiis í LangholtsskoBa argjald er 24 krónur á ári, fyrir 7—8 blöð. Þetta er ann- ar árgangur. Fjórða tölublað ið kom út í febrúar. Við bú- umst við að gefa úí 3 eða 4 blöð í viðbót í vetur. . — Skrifið þið blaðið allt sjálfir? — Nei, ekki alveg allt, svar ar Einar. En það gengur mjög illa að fá bekkjarbræður okk ar til að skrifa, að ég tali nú ekki um stelpurnar. — Sjáið þið sjálfir um dreif ingu blaðsins? — Já, í okkar belkk, 12 ára E.T. en svo höfum ‘við útsölu xnann í hverjum bekk. Forsið'a 4. tölublaðs Asks. — Er ekki Askur langbezta blaðið, sem gefið er út í skól- anum, og þótt víðar væri leit- að? — Jú, það finnst okkur, seg ir Ragnar. En ég býst við, að öllum ritstjórum þyki sitt blað bezt. — Ætlið þið að halda áfram blaðaútgáfu eftir að þið komið í gagnfræðagkóla? — Það er nú ekki ákveðið. 1 síðasta tölublaði Asks er lýsing ritstjórans, Sigurðar Randvers Sigurðssonar, á hug arástandi sínu á síðkvöldum, er hann veltir fyrir sér þeirri ábyrgð, sem hvílir á herðum hans sem ritstjóra. Fer hluti frásagnarinnar hér á eftir: „En nú vill svefninn ekki koma. Allt í einu er ég glað- vakandi. Ég bylti mér til og frá, en allt kemur fyrir ekki. Hugsanir sækja á. Ég hef á- hyggju af blaðinu okkar skóla félaganna. Alltaf vántar efni. Skólasystkinin eru treg til hjálpar, við ekki ótæmandi andlegar uppsprettur og illt að vera með mikið af þýddu' og stolnu efni, sem ekki kem- ur sikólalífinu beinlínis við. Ég streitist við að hugsa. Eitt hvað verð ég að finna mér til. Hugmynd lýstur niður. Hún brýst þar dálitla stund. — Afbragð. — Efni í dágóða sögu. Ég hendist fram úr rúm inu og þýt um gólf. Þnír metr- ar fram og þrír metrar aftur, eins hljóðlega og mér er unnt, af tillitssemi Við aðra íibúa hússins. — Orð myndast — setningar verða til. — Nei, þarna má lagfæra, þetta kem ur á undan og þessu má alveg sleppa. Ég skríð uppí aftur. Fyrst á hægri, svo á vinstri. Þetta er að koma. Dásamlegt. Stórkostlegt. Einn, tveir, þrír, fjórir. Sagan er orðin til. Ég fer yfir allt í huganum aftur. Enn er fært til betri vegar. Nú er að skrifa niður. Ekkert ligg ur á, ég læt það bíða til morg uns. — Ég er ánægður. Eg slappa af. — Allt í einu er ég orðinn. lítil mús í holu. Nafn mitt er Iggis og ég er ritstjóri músablaðsins Ruksa, en Ruksa er bezta blað, sem út kemur í músaheimi". ti Tryggingarfélögin greiða rúðubrot vegna steinkasts SEX tryggingarfélög hafa að undanförnu auglýst í blöðum, að vegna nýfallins dóms Hæstarétt- er um bótaskyldu vegna rúðu- brots aif völdum steinkasts frá biifreiðum, skora iþau á aila þá bifreiðaeigendur, sem telja sig eiga kröfu á þau vegna slíikra tjóna að lýsa kröfum sínum hjá viðkomandi tryggingarfélögum hið fyrsta. Tryggingarfélögin eru Ábyrgð hif, Samvinnutryggingar, Vátrygg ingarfélagið hf, Almennar trygg- ingar hf, Sjóvátrygingarfélag ís- lands hf og Verzlunartryggingar hf. Mbl. spurði Ólaf Finsen fram- kvæimdastjóra Vátryggingarfé- lagsins um þetta. Hann sagði að tryggingarfélögin hafi ákveðið að reyna lagalega heimild iþess hvort tryggingarfélagi bifreiðar, Framhald á bls. 31 Sr. Eiríkur J. Eiríksson: María, droftins móðir kœr V. sunnudagur í föstu. Guðspjallið. Lk. 1, 26—38. ÁVARPSORÐ engilsins í guð- spjalli dagsins eru upphaf Maríu- bænar, sem heimskunn er og flestir kannast við vegna Ave María-laganna mörgu og fögru. Ávarp engilsins er: „Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs. Drottinn sé með þér.“ Fyrst.er einföld kveðja, sem á máli ritningarinnar væri þann- ig: „Friður sé með þér.“ Setninguna í miðið kunna menn, vegna fyrrnefndra laga, á máli katólsku kirkjunnar, latín- unni: „gratia plena.“ Um hæpna þýðingu er raunar að ræða mið- að við frummál Nýja testament- isins. Latnesku orðin eiga varla við. En að baki þeim liggur, ef til vill, hin mikla og heita Maríu- dýrkun. í guðspjallinu segir ekki, að María sé „full náðar,“ heldur að hún veiti Guðs náð viðtöku. Ber hér talsvert á milli, og það, sem raunar er gagngert, frá Vissu sjónarmiði. Úr latnesku þýðing- unni má lesa: Sú, sem veitir náð. En guðspjallið segir fyrst og fremst: Sú, sem tekur á móti náð. í heimi trúarinnar fléttast það að vísu saman að þiggja og gefa. En þó skiptir þessi orða- munur máli. Niðurlag ávarps engilsins er svo bæn, næsta mik- ilvæg. Viðtaka Guðs náðar tákn- ar byrði, 'baráttu, sársauka, fæð- ingu, en einnig kross og dauða. Engillinn í guðspjallinu ber fram þessa bæn: Guð styrki þig, að þú verðir þess megnug að taka á móti Guðs náð. Helgisögn segir, að fyrstu Maríumyndina hafi Lúkas guð- spjallamaður málað. Víst er um það, að mynd Lúkasar í guð- spjallinu af Maríu er skýr og fögur. í jólaguðspjallinu undruðusc menn boðskapinn. „En María geymdi öll þessi orð og hugleiddí þau með sjálfri sér.“ Hér segir: „En henni varð hverft við þessi orð og tók að hugleiða hvílík þessi kveðja væri.“ Viðtöku verður þegar vart. Þegar ég var drengur, sá ég lest fyrir utan mestu verzlun Suðurlands, sem þá var. Lestin var að leggja af stað heimleiðis, eftir að afurðir ársins höfðu ver- ið lagðar inn og kaupstaðarvara fengin til næsta árs. „Mundirðu eftir drengnum?“ spurði konan bónda sinn.- Lítilræði eitthvert handa honum hafði gleymzt. „Barnslundinni má ekki bregð- ast,“ hélt konan áfram, Hjarta konunnar á sér djúpar lindir auðmýktar gagnvart kalli kærleikans. Þá er komið að sjálfri boðun- inni: María mun son fæða, hann á að heita Jesús, hann mun verða mikill, sonur hins hæsta, á há- sæti Davíðs. Hann, hinn heilagi sonur Guðs, mun ríkja að eilífu. Guðsmóðirin velur sér ‘undar- legt heiti: „Sjá ég er ambátt Drottins, verði- mér eftir orðum þínum.“ Við horfum á Maríu í tilbeiðslu Ijóma aldanna, sjáum málverkin af henni, þar sem hún er himna- drottning, Guðsmóðir, er tilbiður barn sitt, eða hún er hinn mikli verndari mannanna, heyrir bænir þeirra, biður fyrir þeirri. En það eru til listaverk, sem meira eru í samræmi við undir- tektir hennar boðunardaginn. Þar birtist þjáningarmóðirin. Af öllum Maríumyndum eins mesta listasafns veraldar, Uffizi safnsins í Florence á Ítalíu, snart mig mest málverk eitt. María er með sofandi barnið við brjóst sér. Búningur hennar er eins og von sé allra veðra, stormur muni svipta henni til, en augun eru mild og bíða undursamlegs til- lits. Listamennirnir máluðu einatt kveneðlið inn í Maríumyndir sín- ar, að veita skjól og umönnun, ást og fórn, að veita viðtöku náð Guðs, 'láta hana fæðast inn í heim okkar, gerast — ambátt Drott- ins. Hallgríms Péturssonar er minnst í dag. Hann varð snemma ástmögur þjóðarinnar. Páll Vída- lín telur Passíusálma hans óvið- jafnanlegt og ódauðlegt hsta- verk. Árni Magnússon segir árið 1705, að Passíusálmarnir séu fremri flestum eða öllum „söng- ljóðum“ Norður-Evrópu og kall- ar Hallgrím þjóðskáld, sjálfsagt í hinni fornu merkingu, höfuð- skáld, en einnig má ætla í hinni nýrri, „skáld, sem (öll) þjóðin ann og metur.“ Vídalín, meistari- Jón, velur versið: „Gefðu að móðurmálið mitt“ — að einkunn- arorðum postillu sinnar. Lind sprettur fram. Jörðin virðist sjá eftir hjartablóði sínu: Hún má ekki falla fram um slétt- ar grænar grundir. Eða hefur ef til vill Guðs engill verið sendur að boða sveininum Guðs náð með óskiljanlegri raun sinni? Straumfall lindarinnar eflist við hverja fyrirstöðu farvegsins, söngur hennar verður fegurri, sigurinn meiri yfir torfærum einkahags og aldarfars, unz til- lit eilífðarinnar getur að líta, hins blessaða Frelsara, með dýr- keyptri, en dásamlegri huggun sinni. Efniviður listaverks er upp- haflega eldkvika. Og enn þarf elds við, að gullið komi í ljós. Skáld, og þá ekki sízt trúar- skáld allrar framtíðar, verður að vera gætt stórbrotnu upplagi, en einnig ólýsanlegri blýðni og auðmýkt andspænis kalli þungra örlaga, að þjónusta og þjáning, sem náðinni er samfara, um- •breytist í upprisusigur. Margir telja 44. Passíusálm- inn fegurstan. Þaðan hafa og mæður einkum valið börnum sínum bænarorð. Hið barnslega viðhorf 44. sálms — barnslund hans — leiftr ar upp um himin myrkrar ald- ar og aldanna frá eldhjarta — barnshjarta —, sem er í ætt við Maríueðlið, viðtökuhugarfarið 'hinnar dýrlegu boðunar guðs- spjalilsins í dag. Hallgríms Péturssonar verðúr varla minnst að nafn Brynjólfs biskups Sveinssonar, fjarlægs frænda, venzlamanns, en um fram allt velgjörðarmanns, komi ékki í huigann. Misjöfn eru ytri kjör þessara manna. Hinn síðar- nefndi lagði lífsleið sína eftir mælisnúru rólegs vits og hygg- inda, en athyglisvert er, að hann getur aldrei til lengdar án Hall- gríms verið og sízt, er mest á reynir fyrir sjálfum honum. Hann hefur sennilega innst inni verið barn — eins og Hallgrímur, eins og við mennirnir erura allir fyrr eða síðar — gagnvart Guði. Viðtöku hugarfar Brynjólfs kemur fram í rækt við móður sína, Maríutilbeiðslu hans og krossdýrkun . Gerum sem stærst átak til þess þess að minnast Hallgríms Pét- urssonar svo veglega sem verða má. En um fram allt: Megi oikkur auðnast að leita Guðs náð við- töku í Jesú Kristi í þeim anda er hið blessaða skáld boðaði — í anda sjálfrar Guðsmóður, við- töku hennar undursamlegri og 'hlýðni við Guðs vilja. Amen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.