Morgunblaðið - 09.04.1964, Page 6
6
MORCUNBLAÐIÐ
Fimmtudagur 9. apríl 1964
%
ÚTVARP REYKJAVÍK
FYRIR HÁDEGI á páskadag
hlýddi ég á þróttmikla og heita
messu hjá Óskari J. Þorláks-
syni. Annars missti ég af heil-
miklu þennan dag. Um kvöldið
hlustaði ég á ritgerð Tryggva
Emilssonar, í „17 ára keppninni".
Nefndi hann hana: „Eyðibýlið
var enn í byggð“. Var þar lýst
einyrkjabúskap í einum af inn-
dölum Eyjafjarðarsýslu á önd-
verðri þessari ölá Raunsönn lýs-
ing á persónulegri reynslu
sveitapilts, reynslu, sem þús-
undir íslendmga munu eiga
sameiginlega í höfuðatriðum,
þótt tilbrigði séu a'ð sjálfsögðu
mörg. Tryggvi gerði sinni
reynslu góð skii í svo stuttu
máli.
Á mánudagskvöldið setti
Svavar Gests svip sinn á dag-
skrána. Ekki kann ég við það
hátterni Svavars að „sproksetja"
menn svo mjög -
sem hann gerir, ;|
þegar hann er |
að spyrja um
uppruna þeirra
og lífshlaup.
Það er allt of
mikill einstefnu
akstur og „sýn-
ing“ þar sem
allir „brand-
arar“ eru sagðir á kostna’ð
þess, sem spurður er. Auðvitað
sér Svavar ávalt til þess, að
þetta er sakiaust grín, sem
engan skaðar i neinu tilliti, að
ég fái greint, þ. e. a. s. engan
þeirra, sem spurðir eru, en ég
held að þetta verki svolítið
þreytandi á hlustendur, þegar
til lengdar lætur. Svavar ætti
að fara að æfa sig í að segja
brandara annað slagið á eigin
kostnað, því ekki vantar hann
humorinn. Og þættir hans eru í
heild ákaflega skemmtilegir, og
svo var einnig að þessu sinni,
enda hefur hann líka ágæta sam-
starfsmenn.
Á þriðjudagskvöldið var fram
haldið „17 ára keppninni' og
að þessu sinni var lesið tillegg
Benjamíns Sigvaldasonar til
keppninnar. Nefndi hann þáð
„í hungursneyð*. Var þar lýst
Íífskjörum, sem óþekkt eru nú
hérlendis, sem betur fer en
ýmsar þjóðir heims hafa ennþá
talsvert af að segja. Það eru
þau lífskjör, sem hungurvotf-
an útmælir mönnum. Menn
gera sér liklega ekki almennt
grein fyrir því, að ekki eru
liðin nema um 180 ár síðan
fjórði hver íslendingur varð
þeirri ófreskju að bráð. Astand
ið var að vísu farið að lagast
allmikið á þeim tíma, sem
Benjamín fjallaði um, en þó
mun það staðreynd, að talsvert
fram á þessa öld hefur fólk
búið við þröngan matarkost
víða um land, þótt fæstir muni
beinlínis hafa soltið. Hlustend-
ur hafa gott af að hrökkva
upp frá „ljúfum perluleik" nú-
tímans og minnast þeirra tíma,
er einstaklingar og fjölskyldur
tókust á við hungurvofan í tví-
sýnni baráttu fyrir lífi sínu.
Hafi Benjamín þökk fyrir
hugvekjuna.
Þá var fram haldið á leikrit-
inu „Oliver Twist“ og síðan
hóf Eiður Guðnason lestur út-
varpssögunnar „Sendiherra
Norðurslóða“ eftir Le Bourdais,
er fjallar um ferðir Vilhjálms
Stefánssonar og er hin fróð-
legasta.
Á kvöldvökunni á miðviku-
dagskvöldið hélt Helgi Hjörvar
áfram lestri Víga Glúms sögu,
en síðan flutti Gunnar Guð-
mundsson frá Heiðarbrún í
Holtum erindi: „Endalok þjóð-
veldisins og uppreisn Rangæ-
inga 1264“. Var erindið hið fróð
legasta, fjallaði um þau örlaga-
ríku ár, er ísland gekk Noregs-
konungi á hönd og gekkst þar
með undir það ok, er eigi létti
næstu 600 árin. Segir hann þar
meðal annars frá drápi „síð-
asta Oddaverjans” 1264. Mér
finnst, að útvarpið mætti gjarn
an flytja meira en gert er af
slíku sagnfræðilegu efni, kynna
mönnum enn betur þætti úr
sögu þjóðarinnar. Ég held, að
slíkt sé mjög vinsælt meðal
mikils hluta þjóðarinnar. Ég vil
ekki staðhæfa, að allar álykt-
anir Gunnars hatfi endilega
verið háréttar, svo sem er hann
taldi ísland sögualdarinnar
„merkilegasta þjóðfélag í
heimi“. Maður hefur svo sem
heyrt þetta orðað svo fyrr, en
sennilega hefur staðhæfing
þessi hvergi festu nema í hug-
arheimi stöku íslendinga.
Svona óvísindalegar staðhæif-
vegna
ingar í sagnfræðilegum erind-
um eru heldur til spillis. En
sem sagt: meira af sagnfræði-
legu efni. Líklega stendur þetta
til bóta því seinna á kvöldvök-
unni flutti Oscar Clausen, rit-
höfundur, fróðlega frásögu um
svonefnda
Kríumál eða
Stokksmál 1691.
f 'í'~' Segir það frá
spaugilegum
málferlum er
upphófust
vegna íslenzks
prests annars
vegar og
bættisgræðgi
hégómaskap og einfeldni dansks
valdsmanns hins vegar. Skyldi
það ekki vera merkilegasta
hugdetta í heimi þegar ofan-
greindur prestur sendir Dana-
drottningu bréf í á tréstokki,
sem hann varpar í hafið og
biður hana um fulltingi til að
fá veitingu fyrir ákveðnu
brauði. En Oscar Clausen er
allra manna lagnastur að draga
sérkennilegar persónur fram á
sjónarsviðið, sem hafa þó sann-
fræðilegar heimildir sér að
bakhjarli. Prestasögur hans
margar eru meistaraverk, sem
munu verða langlífar í bók-
menntum okkar.
Á fimmtudagskvöld flutti
Hákon Guðmundsson hæsta-
réttarritari þáttinn „Af vett-
vangi dómsmálanna". Ræddi
hann um forráðarétt yfir börn-
um og skaðabótamál. Þættir Há-
kons eru yfirleitt hinir fróð-
legustu, skipulega framsettir og
af frásagnargleði. Kannske er
það úr lausu lofti gripið, en ég
hefi einhvern óljósan grun um,
að fólk notfæri sér ekki sem
skyldi þann fróðleik, sem þátt-
ur þessi veitir. Hæstiréttur
hefur stundum verið gagnrýnd-
ur fyrir sína úrskurði, enda
orka úrskurðir flestra dóm-
stóla tvímælis á stundum. En
þarna er gullið tækifæri fyrir
menn að kynnast því hvernig
Hæstiréttur starfar, og hvernig
hann metur og vegur rök hvers
máls, áður en hann kveður
upp úrskru-ð. Líklega sættu
menn almennt minna baknagi
og rógburður væri ekki jafn-
arðsamur atvinnurekstur, ef
menn temdu sér að meta og
vega meðrök og mótrök á svo
nákvæman hátt, þegar menn
kveða upp dóma yfir meðbræðr
um sínum.
Þetta kvöld flutti Friðjón
Stefánsson, rithöfundur, prýði-
legt erindi eftir Þorstein Stef-
ánsson rithöfund (bróður sinn)
um danska ærvintýraskáldið
H. C. Andersen. Því næst sá
Ingólfur Kristjánsson rithöf-
undur um þáttinn „Raddir
skálda". Var hann helgaður
Kristjáni Einarssyni skáldi frá
Djúpalæk og Birni Ólafi Páls-
syni rithöfundi. Var þetta
ágætur þáttur að vanda. Sér-
staklega þóttu mér hugnæm-
ar ástalífslýsingar Bjöms Páls-
sonar úr bókinni „Hjá Búa-
steinum". Ýmsir rithöfundar
gætu af því lært, hvernig hægt
er að fjalla um duldustu helgi-
dóma ástarlífsins á nákvæman
Á þönum
Kunningi minn, sem er að
fara til nokkurra ára dvalar er
lendis, leit inn til mín í gær og
var súr á svipinn. Hann var bú-
inn að eyða hálfum öðrum tíma
í að endurnýja vegabréf og öku
skírteini — og honum hafði enn
ekki orðið neitt ágengt.
Ég fór í afgreiðsluna á Lög-
reglustöðinni til að fá vegabréf-
ið afgreitt og var sagt að fara
og fá vottorð hjá Gjaldheimt-
unni í Tryggvagötu, sagði hann.
Ég fór þangað — og var sagt að
fara á Skattstofuna og láta
leggja á mig í flýti úr því að
ég væri að fara til langdvalar.
Síðan á ég að koma með seð-
ilinn frá Skattstofunni í Gjald-
heimtuna og fá þar vottorð til
að fara með til Lögreglunnar.
Ég er viss um að þeir biðja um
eitt plaggið í viðbót, þegar
þetta verður loks komið í kring,
sagði hann.
Fleiri plögg
Og ökuskírteinið. Til þess að
fá það endurnýjað verð ég að
sitja á biðstofu hjá augnlækni
til þess að fá vottorð, verð að
ná í sakavottorð að Hverfisgötu
6 — og fara á ljósmyndastofu
til myndatöku. Koma með tvær
myndir. Og til þess að fá al-
þjóða ökuskírteini verð ég að
koma með eina mynd í viðbót
og fá eitthvert plagg á skrif-
stofu FÍB við Bolholt.
Hann sagði, að þetta væri að-
eins brot af öllum þeim sendi-
ferðum.sem hann þyrfti að fara
til þess að fá öll sín skilríki
afgreidd.
Samkvæmt erlendri
fyrirmynd?
Þetta er sennilega ágætt
dæmi um það hvernig skrif-
finnskan stelur tímanum frá
fólki nú á dögum. Hve margar
vinnustundir ætli fari daglega
í hlaup á milli skrifstofa og
stofnana eftir skilríkjum og
plöggum — jafnvel í okkar litla
þjóðfélagi? Og alltaf verður
þetta flóknara og flóknara.
Annars hljóta að vera tak-
mörk fyrir því hve hægt er að
senda menn á milli margra
stofnana og skrifstofa vegna
einföldustu útréttinga. Bágt á
ég með að trúa, að Bandaríkja-
maður, sem þarf að fá vega-
bréf sitt fullgilt, sé látinn
hlaupa um þvera og endilanga
Manhattan — eða að slíkt ger-
ist í London eða öðrum Evrópu
borgum. Einhver kann að segja,
að þetta sé ekki sambærilegt.
En ef hægt er að hafa skipu-
lag á slíkum hlutum meðal
milljónaþjóða, hví skyldi það
ekki vera hægt hjá okkur hér
— fáeinum hræðum? Væri ekki
hægt að hafa þetta „samkvæmt
erlendri fyrirmynd?"
Fyrirgreiðsla
Við getum tekið ökuskírtein-
ið sem dæmi. Auðvitað ætti að
vera aðstaða til skyndimynda-
töku þar, sem ökuskírteini
eru afgreidd, í jafnstórum bæ
og Reykjavík er annars. Þar
ætti augnlæknir líka að vera
til viðtals eina, tvær stundir á
dag. Og ef menn leggðu um-
sókn um alþjóða ökuskírteini
fram með nokkurra daga fyrir-
vara, þá ætti viðkomandi skrif-
stofa að útvega nauðsynleg
plögg. Slíkt gæti gengig sjálf-
krafa, þyrfti ekki að taka lög-
regluna langan tíma: Skrifa
nafn umsækjanda á spjald, sem
útbúið yrði í þessu skyni, og
stinga því í póst. Og hvað snert
ir FÍB í þessu tilefni: Þangað
þarf að sækja alþjóðaskírteinið.
Það eina sem FÍB gerir, er, að
skrifa nafn umsækjanda á
plaggið og innheimta gjald fyr
ir. Hví getur FÍB ekki sent
þetta plagg niður á lögreglu-
stöð umsækjanda til hagræðis.
Og svo fær FÍB sína þóknun
í pósti.
Eða getur lögreglan ekki gef-
og „nærgongulan“ hátt, án þess
að hreifa grófu orði.
Á föstudagskvöldið fluttu
þeir Björgvin Guðmundsson og
Tómas Karlsson þáttinn „Efst
á baugi“ en hann hefur náð
miklum vinsældum og ekki að
ástæðulausu, því þetta er ljóm-
andi góður fréttaþáttur og með
skemmtilegu sniði. Hann kemur
að nokkru í stað þáttanna „Frá
útlöndum“, sem þeir Axel
Thorsteinsson og Jón Magnús-
son gerðu svo vinsæla á stríðs-
árunum. Slíkir yfirlitsþættir
yfir erlenda viðburði eru bæði
fróðlegir og skemmtilegir. Ætli
það væri útilokað að gera inn-
lendu fréttaefni sambærileg
skil?
Sama kvöld flutti séra Pétur
Magnússon erindi, sem hann
nefndi: „Áhrif negralaganna á
menninguna“. Taldi séra Pétur,
að hin svonefndu „negralög1*
vofðu eins og
Damoklesar-
sverð yfir and-
legri velferð og
siðmenningu
hvíta kynstofns-
ins. Skrambi er
hún eitthvað
viðkvæm og
opin fyrir hin-
um annarleg-
ustu hæ.ttum hin rómaða menn-
ing okkar hvítmenninga. Hún
minnir á óvita barn, sem alltaf
þarf að vera að passa að hlaupi
ekki fyrir bíl. Pétur lét illa af
mönnum, sem hæfu dömur sín-
ar í dansi upp I axlarhæð eða
meira og viðhefðu hin klúrleg-
ustu látbrögð. Kenndi hann
þetta að miklu leyti „negralög
um“. Ekki kann ég við þá
siðvenju margra að vera ávalt
Framhald á bls. 14.
ið út alþjóðaökuskírteini alveg
eins og það íslenzka?
Mætti lengi telja
Þetta er aðeins smádæmi —
og ýmsum finnst það e.t.v. ekki
veigamikið. En þannig er þetta
í stóru sem smáu. Ég tala nú
ekki um, ef menn eru að byggja
hús, kaupa hús eða selja. Því-
lík hlaup um bæinn þveran og
endilangan. Hve margar vinnu-
stundir ætli fari forgörðum í
slíka vitleysu, hve mikið benzin
hve mikið slit á bilum? Þannig
mætti lengi telja.
Þá er það síldin
Ég sá hér í blaðinu í fyrradag
að þeir spá góðri síld í sumar.
Vonandi rætist spáin. Þá geta
menn byrjað að veðja og leggja
undir. Annars hefur verið land-
burður af þorski hér syðra und-
anfarna daga og mér finnst það
ekki síður merkilegt en góð síld
veiði ag sumrinu. En blöðin
minnast rétt stöku sinnum á
þor9kinn. Ef landburður væri
af síld í Vestmannaeyjum ætl-
aði allt af göflunum að ganga
— og Surtur mundi gleymast
með öllu. Fólk gleypir við síld-
arfréttunum og hárin rísa á
höfði þess þegar minnzt er á
síld. — En þegar þorskurinn
kemur á land í þúsundum
tonna, þá halda menn á
fram að ræða um veðrið og út-
varpsdagskrána. Ef Keflavíkur-
sjónvarpið gerði út einhverja
kollu til síldveiða er ég viss
um að jafnvel þessir 60 fengju
sér sjónvarpsökutæki.