Morgunblaðið - 09.04.1964, Page 14

Morgunblaðið - 09.04.1964, Page 14
14 MORGUNBLAÐID I Fimmtudagur 9. apríl 1964 Útgefandi: Framkvæmdast j óri: Ritstjórar: Auglýsingar: Ú tbreiðslust j óri: Ritstjórn: Auglýsingar og afgreiðsla: Áskriftargjald kr. 90.00 í lausasölu kr. Hf. Árvakur, Reykjavík. Sigfús Jónsson. Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Árni Garðar Kristinsson. Sverrir Þórðarson. Aðalstræti 6. Aðalstræti 6. Sími 22480. á mánuði innanlands. 5,00 eintakið. FORDÆMI FRÆND- ÞJÓÐANNA Aukið eftirlit með lyfjum Örari þróun húsabygginga Aukið eftirlit með lyfjum SETTAR hafa verið talsvert strangari reglur um öryggi og áhrif lyfja í Evrópu á síðustu árum, kom fram á ráðstefnu í Moskvu nýlega um eitur í lyfjum. Tilefnið va,r þau ó- höpp, sem leitt hafa til þess, að allmörg lyf hafa verið dreg in til baka af markaðinum. Ráðstefnan var háldin að undirlagi AlþjóðaheiHbrigðis- málastofnunarim.ar (WHO), eða réttara sagt Evrópudeild- ar hennar, sem hefur aðsetur í Kaupmannahöfn. Þátttak- endur voru vísindamenn og sérfræðingar í heilbrigðismál- um frá níu þjóðum, þeirra á meðal Ake Liljestrand frá sænsku heilbrigðismálastofn- unninni. WHO sendir nú aðvaranir til allra landa um ný lyf, sem grunuð eru um að hafa skað- leg áhrif. Á liðnu ári voru sendar út 16 slíkar aðvaranir. Á ráðstefnunni í Moskvu var mælt með því, að öll ný lyf væru ófáanleg nema gegn lyf seðli a.m.k. þrjú ár og kann- ske lengur. Væri skýrt fram tekið að lyfin væru ný á öll- um lyfseðlum, mundi það hafa í för með sér meiri varúð og aukna aðgætni gagnvart skaðvænlegum áhrifum þeirra. Notkun almennings á lyfj- um án eftirlits lækna, sem er örvuð með auglýsingaherferð um í stórum stíl, hefur í för með sér sívaxandi hættu vegna langvinnrar eitrunar og vananeyzlu. Ráðstefnan hvatti öll ríki heims til að taka til athugunar bönn við 6líkum auglýsingum. Ekki einu sir.ni læknarnir sjálfir eru fullkomlega óhult- ir fyrir þeim hættum, sem yfir drifnar lyfjaauglýsingar fela í sér, einkanlega þegar þær eru dulbúnar sem ókeypis sýnishorn eða kynning á fram leiðslu. Ráðstefnan fordæmdi slíkar aðferðir. Evrópa er að líkindum mesti framleiðandi, neytandi og út- flytjandi lyfja í heiminum. Að hafa eftirlit með ölum pillum og töflum er sérlega erfitt, bæði vegna þess hve magnið er mikið og eins vegna hins hve breytieg afstaða einstakra stjórnarvalda er til málsins. í Belgíu og Sviss eru á markaðn um yfir 16.000 mismunandi lyf, í Svíþjóð 3500 og í Dan- mörku tæp 2000. Árlegt magn af nýjum lyfijum er talið vera a.m.k. 200, og að skoðun WHO felur þessi þróun í sér tals- verða hættu fyrir heilbrigðis ástandið í Evrópu. Örari þróun í byggingu húsnæðis. Iðnv*»ðing í byggingaiðnað- inum með það fyrir augum að auka afköstin og gera vinnu hagkvæmari er höfuð- efnið á náðskeiði, sem Efna- hagsnefnd S.Þ. fyrir Evrópu (ECE) efnir til í Prag dagana 19.—30. apríl. Námskeiðið verður sótt af kringum 100 sérfræðingum frá flestum löndum Evrópu. Höfuðáherzla verður lögð á byggingu íbúð- arhúsnæðis. Hinar tæknilegu skýrslur, sem lagðar verða til grundvallar umræðunum, koma m.a. frá Danmörku. í Evrópu veita nú einstök ríki milli 15 og 20 af hundraði fjármuna sinna til bygginga-, viðgerða- og viðhalds-fram- kvæmda, og er tveim þriðju hlutum af þessu fé varið til eiginlegra byggingafram- kvæmda, samkvæmt upplýs- ingum ECE. Milli 5 og 7 af hundraði hins samanlagða vinnuafls starfa innan bygg- ingaiðnaðarins. Sé líka tekið með í reikninginn byggingar efni og aðrar einingar, sem framleiddar eru í verksmiðj- um og fluttar til nýbygginga, iþá er um fimmtungur vinnu- aflsins starfandi í bygginga- iðnaðinum. í flestum löndum fullnægir framleiðslan ekki eftirspurn, og af þeim sökum hefur bygg ingaiðnaðurinn lykilaðstöðu í hagkerfum umræddra landa. Fjármagn, vélvæðing og fram leiðni er víðast hvar minni í byggingaiðnaðinum en í öðr- um iðngreinum, og atvinnu- leysi er þar meira, bæði eftir árstíðum og þegar á heildina er litið. Stjórnarvöld í flestum lönd um Evrópu hafa á síðustu ár- um leitazt við að gera ráðstaf- anir, sem gætu aukið afköst og framleiðni í byggingaiðnaðin- um. Sú er ástæðan til að ECE hefur kallað saman námskeið- ið í Tékkóslóvakíu — það er sérstök nefnd ECE um íbúða- og byggingarmál sem skipu- leggur námskeiðið í samráði við Iðn/þróunarstofnun Samein uðú þjóðanna í New York. TVTorðmenn, Svíar og Danir 11 eru meðal þeirra þjóða heims, sem lengst hafa komizt í gerð heilbrigðra kjarasamn- inga, sem tryggt hafa efna- hagsöryggi og stöðugar fram- farir, samfara sífellt batn- andi lífskjörum. Enn á ný berast ánægjuleg tíðindi um þroska Norðurlandabúa á þessu sviði. í Svíþjóð hafa nú verið gerðir frjálsir heildarsamn- ingar til tveggja ára. Er gert ráð fyrir 1,3% launahækkun á þessu ári og 3,4% á næsta ári, auk nokkurra lengingar sumarfría. Og frá Danmörku berast þær fregnir, að sam- tök launþega og vinnuveit- enda séu nú að ganga frá samningsreglum, sem marki tímamót í ákvörðun launa í nútímaþjóðfélagi og þar sé það undirstöðuatriði viður- kennt, að sameiginleg stefna skuli ríkja um ákvörðun launa allra þjóðfélagsþegna. Miða þessar nýju reglur að því að koma í veg fyrir átök á vinnumarkaðnum og úti- loka gamaldags leiðir til á- kvörðunar kaupgjalds eins og verkföll og verkbönn. Nágrannaþjóðir okkar leggja á það megináherzlu að launakröfur séu byggðar á greiðslugetu atvinnuveganna. Samtök launþega og vinnu- veitenda starfa sameiginlega að því að reikna út fram- leiðsluaukningu þjóðfélags- ins og á henni eru kjarabæt- urnar byggðar. Þegar heildarsamningar eru gerðir á grundvelli slíkra út- reikninga er auðvelt að segja til um, hve miklar meðal- hækkanir megi verða. Síðan kunna að verða átök um það í röðum launþega, hvernig þessar hækkanir eigi að skipt ast milli einstakra starfshópa, en ákvörðun um það er þó auðveldari, þegar fyrir liggur að heildarhækkanirnar eru samningsbundnar og því aug- ljóst, að hækkanir til einnar stéttar þýða skerðingu kjara annarra. Raunar er kaupkröfupólitík ætíð barátta um skiptingu af- rakstursins. Þegar ein stétt fær kauphækkun þá skerðir hún möguleika annarra stétta til hækkana, enda hefur reynslan verið sú hér á landi, að engir hafa viljað sætta sig við það, að aðrir fengju meiri launahækkanir. Við íslendingar getum mik- ið lært af nágrannaþjóðum okkar á sviði launamála, og það, sem nú er að gerast í þessum málum á hinum Norð urlöndunum, á að verða leið- arljós okkar við ákvörðun kjaramála. Því miður hafa kommúnistar með stuðningi Framssóknarmanna of sterk ítök í launþegasamtökunum hér á landi, og þeir hafa eng- an áhuga á heilbrigðum kjara samningum, sem bæta hag launþega, heldur vinnudeil- um og upplausn. En ef forystumenn laun- þegasamtakanna fást ekki til heilbrigðra samninga nú, þeg- ar launajafnvægi er komið á, þá verður ríkisvaldið að grípa í taumana, því að óhjá- kvæmilegt er að efnahags- legt jafnvægi nái að ríkja hér á landi eins og í nágranna- ríkjunum. FRAMBOÐ ÁSGEIRS ÁSGEIRSSONAR rorseti íslands, Ásgeir Ás- geirsson, hefur ákveðið að vera í framboði við kjör forseta, sem fram á að fara 28. júní nk. Býður hann sig nú fram í fjórða sinn, en hann var fyrst kjörinn for- seti 1952, eins og kunnugt er. Enda þótt mikil átök yrðu um kjör Ásgeirs Ásgeirsson- ar, er hann fyrst varð forseti íslands, ljúka menn tipp ein- um rómi um það, að hann hafi verið góður forseti og hann og forsetafrú Dóra Þór- hallsdóttir hafi verið virðu- legir fulltrúar íslands. __ Þess vegna verður Ásgeir Ásgeirsson sjálfkjörinn for- seti, meðan hann æskir að gegna því embætti, enda eru deilur nægilegar hér á landi, þótt ekki þurfi að efna nú til átaka um forsetakjör. MÓTMÆU OPINBERRA STARFSMANNA A llmikið hefur borið á ó- ánægju opinberra starfs- manna út af úrskurði kjara- dóms. Þó munu þeir flestir í hjarta sínu gera sér grein fyrir því, að verulegar hækk- anir til þeirra nú mundu hafa leitt til almennra kaup- hækkana og þannig hefðu engir hlotið kjarabætur, en hinsvegar skapazt vandræða- ástand í þjóðfélaginu. Um það má lengi deila, hvernig skipta eigi afrakstri þjóðfélagsins milli starfsstétt anna, og vel má vera að rétt- mætt væri, að einhverjir hóp- ar opinberra starfsmanna bæru meira úr býtum en þeir gera, borið saman við aðra launþega. Þar verður sjálf- sagt aldrei fundið það hlut- fall, sem allir séu ásáttir með. Hinsvegar er það til van- virðu þeim fulltrúum opin- berra starfsmanna, sem gert hafa sig seka um það að drótta lögbrotum að fjórum af fimm dómurum í kjara- dómi, sem byggja úrskurði Múnohen, 3. apríl (NTB). UTANRÍKISRÁÐHERRA Vestur Þýzkalands, Dr. Gerhard Schröd- er, sagði á flokksfundi kristilegra demókrata í Miinchen í dag, að stjórn V-Þýzkalands vildi gjarna taka upp samskipti, bæði við- skipta- og menningarsamskipti við hin kommúnísku riki A- Evrópu. Væri stjórnin og þeirrar skoðunar, að styðja bæri tilraun- ir Vesturveldanna til að minnka spennuna í samskiptum við Sovét ríkin og önnur kommúnísk ríki. Stefna Sovétstjórnarinnar væri um jæssar mundir í hógværara sína á þeim forsendum, sem birtar hafa verið. Menn geta auðvitað deilt um lagaskilning, enda þyrfti enga dómara, ef ekki gæti orkað tvímælis hver lögin og réttargrundvöllurinn væri. En dómarar í kjaradómi hafa kveðið upp úrskurð sinn í samræmi við skilning sinn á lögunum, enda er þar um slíka menn að ræða, að frá- leitt er að brigzla þeim um að hafa látið annarleg sjónar- mið ráða gerðum sínum. Slík- ar aðdróttanir lýsa lítil- mennsku þeirra, sem þær viðhafa. og varkárara lagi og lítt mark takandi á síðustu áróðursherferð um hennar gegn V-Þýzkalandi. Utanríkisráðherrann gagnrýndi margt í menntun og menningu V-Þjóðverja og sagði „ógnvekj- andi“, hve mörgu færi þar hnign andi. Menningar- og mennta- stefna þjóðarinnar byggðist um of á menningar- og vísindaafreik- um fyrri tíma, nýsköpun væri alls ekki nægileg. ' Ennfremur gagnrýndi utan- ríkisráðherrann ýmislegt í af- stöðu iðnaðar- og verzlunarstétt- anna til ríkisins og ríkisstjórnar- innar. —Útvarp Reykjavlk Framhald af bls. 6 að líkja því versta, sem þeir telja sig finna í fari manna, við dýr. Fétur talaði af mikilli óvirðingu u-m kynferðislíf dýra og taldi, að menn þyrftu að forð ast að taka það sér til fyrir- myndar, en nokkra hættu taldi hann á því, og enn voru „negralögin" sökudólgurinn. Ekki skal ég mæla bót ýmissi ósiðsemi, sem dýrin kunna að sýna af sér í ástaratlotum sínum, þau mega á stundum teljast heldur „ótaktisk“ við svo há- tíðleg tækifæri. En hins vegar má einnig minnast, að oft sýna dýrin af sér þá tryggð og hrein ar ástarkenndir, að þar mæfct- um við mennirnir vara okkur, ef efnt væri til kappleika. Siðar um kvöldið hóf svo Guðmundur Hagalín lestur út- varpssögunnar „Tvö stórveldi“. Hann flutti með sér hressandi andblæ að venju, blés I snarheitum lífs- anda í söguper- sónur, mann- legar í tilsvör- um og viðbrögð um. Þetta er fólk, sem við þekkjum úr daglega lifinu, urn göngumst á degi hverjum, mann eskjan sjáltf, nakin í Edin- garði hversdagslífsins. Skyldum við eiga nokkurn manneskju- legri rjfchöfund en Haigalín? Sveinn Kristinssoo, V-Þjóðverjar vilja aukin samskipti við A-Evrópu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.