Morgunblaðið - 21.05.1964, Síða 13

Morgunblaðið - 21.05.1964, Síða 13
Fimmtudagur 21. maí 1964 MORCUNBLAÐIÐ 13 iniiiiiiiiii!iiiMiiitiimiiiifiiiiW’i!iiiiiii!iimiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiimiii!iiiiiiiiiiiiiiiiii!ii[iii!iii!iiiii!iiiiiiiiiiiiiiiii!iiiimmiiiii!iiiiiiit nejmmmimmmimmmimmmmmmmmiiiiimmmmmmimmimmimitiimmiimimmmmmmmimmmmmmmmmmmmmmi Dr. Haraldur Matthíasson: Kaldakvís F! Á BARNSALDRI las ég um það í landafræðinni, að Kaldakvísl rynni í Tungná að vestan og kæmi úr Vonar- skarði. Önnur fræðsla var þar ekki um Rana. Ég vissi þó, að hún var jökulvatn og stór- fljót að vexti, og um upptök- in sagði móðir mín mér enn fremur: Að upptökum Köldu kvíslar hefur enginn komið. Þessi orð urðu mér síðan minnisstæð. Öll eru öræfin heillandi fyrir óbyggðafarann. En enginn staður hefur slíkt aðdráttarafl sem hinn óþekkti. Jón Helgason segir svo í einu kvæíða sinna, þar sem hann leggur ferðamanni orð í = munn: Undir Hofsjökli vestanhallt virtist mér dálítill klettur; ég veit ekki til þess, að neinn hafi fundið hann áður. Þessi orð kunna að vísu að vera nokkuð blandin. skopi í garð þes's ferðamanns, sem hrífst af svo litlu sem fundi dálítils kletts, ef hann er hinn fyrsti, sem sér hann, en þau lýsa þó vel þeirri gleði, sem öræfafarinn þekkir einn, er hann kemur á óþekktan stað. Honum finnst hann vera sem landnámsmaður. Hann hef- ur bætt svolitlu við þekkingu á ættjörðinni, ef til vill ekki miklu, en viðbót er það þó. Og upp frá því finnst honum sem hann eigi meira e'n aðr- ir í þessum stað. Allmargir hafa lagt leið sína um Vonarskarð, síðan öræfaferðir færðust í vöxt, og komið nálægt drögum Köldukvíslar. Ég geri því ráð fyrir, að einhverjir hafi komið á undan mér að upp- hafi innstu upptakakvíslarinn ar. En alltaf hafði Kaldakvísl aðdráttarafl fyrir mig, stór- fljótið, sem kom upp á óþekkt um stað, rann um öræfi ein, illfært, er neðar dró, og lauk rennsli sínu sem sérstakt vatnsfa.Il langt inni í óbyggð- um. - Sumarið 1962 kom ég ásamt konu minni að upptökum Köldukvíslar. Við átturn tjöld ásamt fleirum norðarlega í Vonarskarði, alllangt fyrir norðan vatnaskil. Þaðan stefndum við suður skarð, héldum okkur vestast í skarð inu, neðst í austurhlíðum Tungnafellsjökuls, en þær eru snjólausar upp undir brúnir, nema hvað fannir eru í gilj- um og drögum. Brátt var fyr ir okkur lækur, sem rann þar niður úr hlíðum jökulsins. Hann var tær og ekki dýpri en í miðjan legg. Þetta var þó Skjálfandaflljót, syðsta upp- takakvísl þess; við vorum enn norðan vatnaskila. En nokkru sunnar sjáum við glitta í vatn. Það kemur ekki norður á við, heldur hverfur til suðurs. Þarna hlýtur Kaldakvísl að vera óg upp- tokin uppi í austurhlíð Tungnafellsjökuls, »g þangað höldum við. Hér eru ávalar melabungur, þykkir hjarn- skaflar í lægðum, en annars ekki snjór. Gróður er auðvit- að enginn. En þarna upp frá má þó sjá græna rák, sem liggur þvert niður hlíðina. Við göngum þángað. Þetta er iðgrænn dýjamosi, og rennur þar niður dálítill lækur. Fyr- ir ofan grænu mosarákina er grjóturð, og stígur þar upp reykur. Þar eru upptökin. Lækurinn er ylvolgur. Hann er einhver hlýlegasta og vin- gjarnlegasta uppspretta, sem ég hef séð. Baðvolgt vatn, grænn mosi, og mergð af mýi sveimar í hlýjunni, allt sting- ur þetta svo einkenmlega í stúf við umhverfið. í Vonar- skarði sést annars engin fluga og nær enginn gróður, og skömrnu neðar hverfur lauga lækurinn undir hjarnskafl. Niður undir jafnsléttu kem- ur hann í Ijós að nýju og stefnir til suðurs, fram sand- flæmið niðri í skarðinu. Við erum hér koimin suður fyrir Upptök Köldukvíslar. brattur, úr Ijósgulu líparíti, glæsilegur að sjá. Ber enn meira á ljósum lit hans vegna þess, að hnúkurinn sunnan hans er úr biksvörtu móbergi, hömróttur á flesta vegu. Hinn syðsti er kollóttur, allmikill um sig. Nefnist hann Svart- höfði og markar mynni Von- arskarðs að vestan. Austan líparíthnúksins er dalverpi, og rennur þar fram kvísl nokkur, er kemur þar upp í brekkunni. Rennur hún sam- Kaldakvísl. Horft af Svarthöfða suövestur eftir Köldukvíslar- botnum. vatnaskil. Þessi indæli, hlýi laugalækur er Kaldakvísl. Niðri á jafnsléttu er læk- urinn orðinn nokkru meiri, því að nú er runninn samnan við hann annar lækur, einn- ig volgur. Kemur hann úr hverasvæði miklu, sem er uppi í hlíðinni, nokkru sunnar og verður hann einnig að leggja leið sína undir hjarn- skafl, áður en hann kemst nið ur úr brekkum. Nú rennur kvíslin suður sléttan sandinn, örgrunn, lygn og silfurtær, en sandbleyta svo mikil, að full- illt er gangandi manni. Er nú komið sunnarlega í skarð, og eru vestan kvíslarinnar þrír syðstu hnúkarnir, er mynda vesturhlíð skarðsins. Hinn nyrsti er þeirra mestur, um 350 m hár frá rótum, snar- an við Köldukvísl skamimt fyrir innan Svarthöfða. Renn ur Kaldakvísl síðan austur- fyrir hahn og um hann því nær í hálfhring og tekur síð- an stefnu til útsuðurs. Er þá komið fram úr Vonarskarði. Gaman er að ganga á Svart- höfða. Hann er að vísu ekki hár, aðeins \nn 150 m frá rót- um. Er af honum ágætt útsýni til landnorðurs, yfir allan syðri hluta Vonarskarðs. Héð- an sést vel innsti hluti Köldu- kvíslar. Hún er, sem fyrr seg- ir, mynduð af þremur upp- takakvíslum. Allar eru þær hlýjar, því að hver þeirra kemur af jarðhitasvæði. Þar sem kvíslarnar koma saman skammt fyrir innan Svart- höfða, er áin því hlý, lygn og tær, ekki vatnsmeiri en svo, að hún er auðvæð hverjum manni, stundum jafnvel ekki meiri en vænn lækur. Ekkert nafn virðist eiga verr við en hið kuldalega heiti: . Kalda- kvísl. Suðvestur af Svarthöfða eru Köldukvíslarbotnar. Aust- an við þá er Köldukvíslar- jökull, en hnúkaröð fyrir vest- an. Þeir eru þannig dalmynd- aðir, kolsvört auðn, gróðurlaus með öllu. Rennur Kaldakvísl eftir þeim vestanverðum, skámmt austan við hnúkana. En hvernig er áin nú? Hvar er lygna, hlýja og tæra kvísl- in, sem liðaðist suður Vonar- skarð? Suðvestur eftir Köldu- kvíslarbotnum byltist milli sandbakka jökulá, dökkgrá, úfin og illúðleg að sjá. Þetta er Kaldakvísl, og nú efast eng- inn um, að hún á nafnið skil- ið. — En hvernig stepdur á þess- ari miklu breytingu á- Köldu- kvísl á svo skammri leið? Köldukvíslarjökull, hinn mikli skriðjökull, nær norðan af Bárðarbungu og suður að“ Hamrinum, 16 km breiður. Af- rennsli hans eru jökulkvíslar margar. Er gaman að athuga upptök þeirra. Á sumrin er jökullinn snjólaus neðst, en ofar er hjarnsnjórinn, en neðsti hluti hans er krapaelg- ur, og er þar leysingin. Það- an streymir blátært leysing- arvatn í mörgum lækjum þvert niður jökulinn eftir grunnum skorum, en steypist síðan niður í frerann ofan í afar mikla svelgi, og er þar myrkur niður að sjá. Þetta vatn kemur síðan dram undir jökuljaðrinum. En þá er það ekki lengur tært, heldur grá- svartur jökulgormur, því að nú.hefur blandazt í það svarf- ið undan botni skriðjökulsins. Renna hér fram kvíslar stór- ar, stefna til vesturs og renna í Köldukvísl. Jökullit sinn og meginhluta vatnsmagns fær áin frá kvíslum þessum, og því verður hinn skyndilegi vöxtur árinnar og breytt útlit á skammri leið. Og enn bætist henni stór jökulá, Sveðja, er kemur undan Hamrinum, er rennur í hana innan við Syðri- Hágöngu. Er hún síðasti skerf- ur, sem Kaldakvísl fær frá Vatnajökli, og ér hún nú orð- in stórvatn, svo sem sjá má austan undir Hágöngum. Ein- hvern tíma endur fyrir löngu hefur runnið hraun austan frá Vatnajökli og vestur úr sunn- an við Hágöngur og stíflað þar Köldukvísl. Hefur áin löngu fyllt það lón og er þar nú mjög breið og í mörgum kvíslum. Er suður kemur fyrir Há- göngur rennur Kaldakvísl víð- ast þröngt, en ekki bætist henni vatn um sinn, svo að miklu nemi, allt suður í 111- ugaver. Þar liggur bílaleiðin yfir hana. Þykir mörgum ferðamönnum hún þar heldur óárennileg. En öræfabílstjórar fara djarflega og varlega, og hefur þeim jafnan farnast vel yfir ána. Enn vex Kaldakvísl neðan Illugavers, allt þar til hún fell- ur í Tungná austan við Búðar- háls sunnanverðan, og er þá skammt, þar til þær falla báð- ar saman í Þjórsá innan til við Sandafell, sem er skammt inn- an við Þjórsárdal. Nú hefur Kaldakvísl verið brúuð, og má því gera ráð fyrir, að hún verði óbyggða- förum ekki eins minnisstæð og áður var, meðan fara varð hana á vaði við Illugaver. En þrátt fyrir mikilleik hennar þar er hún mér minnisstæð eins og hún er inni í Vonar- skarði, lygn, silfurtær kvísl, mynduð af þremur hlýjum lækjum. En það fer fyrir henni eins og fleirum. Þegar hþn kemur út í heiminn, mæt- ir- hún þeim kulda og sora, að sjálf verður hún dimmleit og köld; varmur lækur verð- ur Kaldakvísl, svo að flestir verða fegnir, ér þeir hafa lok- ið þar yfirför og mega snúa við henni baki um sinn. Umhverfi Köldukvíslar er stórfenglegt og henni sjálfri samboðið. Á aðra hönd er Vatnajökull með Bárðar- bungu, 2000 m hárri og Köldu- kvíslarjökull 16 km breiður, hinum megin hvel Tungna- fellsjökuls, neðan þess bláir leirhverir og gulur brenni- steinn innan um snjóinn, þá tindaröðin Ógöngur með hnúk um af ljósu líparíti og -dökku móbergi, og fremstir standa risarnir tveir: Hágöngur, Von- arskarð, tengt sögu Gnúpa- Bárðar, síðan týnt nærfellt þúsund ár, þá Köldukvíslar- botnar, hjúpaðir ævintýra- ljóma útilegumannsins, eng- inn gróður, enginn fugl, engin rödd nema veðrahljóð og ár- niður. Þetta svæði er mér hugstæð- ara en nokkurt annað í ó- byggð. s Á engum stað ég uni eins vel og þessum mér. Á slóðum Ferðafélagsins iiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Fegurðardrottning Is- lands valin um helgina FEGURÐARSAMKEPPNIN 1964 fer fram í Súlnasal Hótel Sögu n. k. föstudag og laugardag. Á föstudag Í2r fram úrslitakeppni milli sex þátttakenda, sem vald- ar hafa verið úr hópi 70 stúlkna hvaðanæva af landinu. Úrslitin verða síðan kunngerð á krýn- ingarhátíð fegurðarsamkeppninn ar á laugardagskvöld á mið- nætti. Aðalverðlaun keppninnar er Ameríkuferð, ásamt þriggja til fjögurra vikna dvöl, 100 dollarar í skotsilfur og kvöld'kjóll. Ung- frú Ísland 1964 mun taka þátt í Miss International keppninni á Langasandi í sumar. Fyrirhugað var að Thelma Ingvarsdóttir, fegurðardrottning íslands 1963 tæki þátt í þeirri keppni, en ákveðið er nú að hún taki þátt í fegurðarsamkeppninni á Miami Beach í Florida, sem haldin verður í sumar. Önnur verðlaun fegurðarsam- keppninnar hér verða ferðir til Bandaríikjanna Malloroa, Beirut, London og Helsingfors. Sonja Egilsdóttir krýnir sigurvegarana að þessu sinni, en hún er á förum til Beirut til þátttöku í keppn- inni um titilinn Miss Europe. Ruby geðveikur Dallas, 19. maí (AP) GEÐLÆKNIR, sem kvaddur var ti'l af réttinum í Dallas til þess að rannsaka Jack Ruby, skýrði Joe B. Brown dómara frá því í dag, að Ruby væri geðveikur og þyrfti að komast undir læknishendur. Geðlæknirinn, Robert Stubblefield, sagðist vera þeirrar skoðuna að betur myndi ganga að lækna Rutoy, yrði hann fluttur úr fangels- inu í sjúkrahús. Hins vegar væri óhjákvæmilegt að hann nyti læknishjálpar í fangels- inu, ef yfirvöldin teldu ekki unnt að flytja hann í sjúkra- hús. Læknirinn sagði að Rutoy þjáðist af þunglyndi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.