Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐID i Fðstudagur 29. maf 1964 fE’0rj0nuM&frt!r Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjorar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Matthíás Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mónuði innanlands í lausasölu kr. 5.00 eintakið. AÐALFUNDUR SÖL UMIÐSTÖÐ VAR HRAÐFR YSTI- HÚSANNA Oölumiðstöð hraðfrystihús- ^ anna heldur aðalfund sinn í Reykjavík um þessar mundir. í skýrslu formanns T*Sölumiðstöðvarinnar, Elíasar Þorsteinssonar, var frá því greint, að heildarvelta SH ár- ið 1963 hefði verið 928 millj. kr. og útflutningur samtak- anna hefði aukizt um 11,2% á árinu. Heildarútflutningur Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna 1963 nam alls yfir 72 þúsund tonnum og hlutdeild frystra sjávarafurða í heildarútflutn- ingi landsmanna varð 31,6% miðað við verðmæti. Frystiiðnaðurinn er þannig einhver mikilvægasti þáttur í íslenzkum atvinnurekstri, og víða um land veita frystihús- in mesta atvinnu, þannig að án þeirra væri vart lífvænlegt í mörgum þorpum og kaup- stöðum. Ástæða er til að ætla að frysting sjávarafurða muni fremur aukast en minnka í framtíðinni og sjávarafurðir verða meira unnar til útflutn- ings en hingað til hefur verið. Um heim allan sækja þjóð- irnar fram til bættra kjara, og meðal annars mun aðstaða til verzlunar með fryst mat- mæli batna, eftir því sem tækni fleygir fram meðal þeirra þjóða, sem verið hafa vanþróaðar. Það er þess vegna augljóst mál, hve mikilvægur þessi iðnaður er, þótt aðrar iðn- greinar muni að sjálfsögðu þróast við hlið hans. íslenzki fiskiðnaðurinn hefur oft átt við erfiðleika að búa, en útlit er fyrir, að hagur hans muni batna, eftir því sem markaðir stækka, enda hlýtur eftir- spurn eftir beztu matvælum að aukast samhliða batnandi lífskjörum víða um heim. FJÁRMAGNS- SKORTUR „ V7’íða í íslenzkum atvinnu- ’ rekstri er skortur fjár- magns, sem hamlar því að unnt sé að nýta fullkomnustu tækni og bæta rekstur fyrir- tækjanna, minnka mannafla, en auka hlutdeild fjármagns- ins í framleiðslunni. Meira fé hefur hér á landi en í öðrum lýðræðisríkjum safnazt á hendur opinberra aðila og þá fyrst og fremst ríkisins sjálfs. Sumir gefa þá skýringu á þessu, að atvinnu- hættir okkar séu með þeim hætti, að þetta sé eðlilegt. Aðrir benda á það, að áhrif vinstri manna hafi um marga áratugi verið meiri hér en góðu hófi gegndi, og það hafi leitt til þess, að einkarekstur- inn er ekki eins öflugur og skyldi. En ekki skiptir meginmáli að kljást um það, hver orsök- in sé. Hitt er aðalatriðið að menn geri sér grein fyrir því, að við getum ekki vænzt efna hagslegra framfara á borð við nágrannaþjóðirnar, ef við höldum áfram að færa fjár- magn frá atvinnurekstrinum til opinberra aðila. Það gerist þó oft, án þess að menn taki mikið eftir því. Þannig er það í rauninni svo, þegar um stöð- ugar verðhækkanir er að ræða, án myndunar hagnaðar hjá fyrirtækjunum, að verið er að svipta þau fjármagni, því að eigið fé þeirra minnkar jafnt og þétt að verðgildi. Og loks verða þau rúin öllu eigin fjármagni. Það eru hagsmunir alls al- mennings, en ekki atvinnurek enda einna, að fyrirtæki geti safnað sjóðum til endurnýjun ar og uppbyggingar. Þess vegna verður að halda þannig á málum að einkareksturinn eflist stöðugt. AFGREIÐSLU- TÍMINN í REYKJAVÍK Fj1 ins og kunnugt er voru í vetur samþykktar í borg- arstjórn Reykjavíkur nýjar reglur um lokunartíma sölu- búða, eftir að það mál hafði verið margrætt um langt skeið og háværar raddir verið uppi um nauðsyn þess að loka hinum svonefndu „sjopp um“, enda gerðu minnihluta- flokkarnir í borgarstjórn þá kröfu að einu aðalkosninga- málinu í síðustu borgarstjórn- arkosningum. Framkvæmd hinna nýju reglna, sem samþykktar voru í borgarstjórn, strandaði á því, að ekki náðist samkomulag milli kaupmanna og verzlun- armanna, þannig að dregið hefur úr þjónustu verzlan- it Hættuieg íþrótt KAPPAKSTUR þykir jafn- an hæætuleg íþrótt, og mörg hafa banaslysin orð- ið á hraðbrautunum. Mynd þessi er tekin á Newbrea- man brautinni í Bandaríkj- unum fyrr í þessum mán- uði og sést þar ökumaður- inn Chuck Hulse haða út höndunum meðan bíll hans fer í loftköstum. Þótt ótrú- legt megi virðast lifði Chuck af flugið, en var flutt ur í sjúkrahús og er á. bata- vegi. iiiiiiiiiimii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiii;iiii'i!<i!ii>iifiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiii!iiiiii>iiiiiiii::iiU'iiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiini!if | Rafheili skipulagði veiðar og | | sagði fyrir hvar ætti að veiða | 1 FINDUS-fyrirtækið, sem f§ rekur útgerð og margskon- §§ ar fiskiðjuver í Noregi, hef = ur oft átt við hráefnaskort M að stríða. Nýlega leituðu =. forráðamenn Findus til §§ verkfræðingafél. Bergens M Mekaniske Verksteder, og M báðu það að kanna á hvern 1 hátt bezt væri komið í veg §§ fyrir hráefnaskortinn. — H BMV-félagarnir ákváðu að §j láta rafeindaheila leysa s gátuna, og nú er lausnin M komin. Sagði rafeindaheil- S inn Findus að láta smíða 14 §§ skuttogara, sem hver um f§ sig væri 500 tonn með 12 H mílna ganghraða og tæki §§ 116 tonn af kassafiski í lest M ar. Ennfremur sagði heil- inn hvar togararnir ættu M að stunda veiðar á hverj- = um tíma. S Það var í ágúst í fyrra að = Findus ieitaði til BMV og fól M þeim að athuga hvers konar M fiskiskip væru heppilegust. M Til að fá sem gleggsta yfir- M sýn yfir málið, sötfnuðu for- M stöðumenn BMV gögnum um H allt er varðaði útgerð, afla- S brögð og veðurfar á miðunum = á hverjum árstíma. Einnig M fengu þeir skýrsilur um fisk- M gengd og veiðarfæranotkun, og fjölda annarra mála, er snerta fiskveiðar og vinnslu. Ailar þessar upplýsingar voru mataðar inn í rafeinda- heilann við háskólann í Berg- en, sem átti að vinna úr þeim. Heilinn komst að þeirri niður stöðu að kostnaður við hvert kuo al l!.. . veiuui - tonna skuttogara væri 91,36 norskir aurar (isl. kr. 5,50). Með 400 tonna skuttogara búnum fiskimjölsbræðslu, væri unnt að fá hráeifnisverð- ið niður í 87,26 norska aura (kr. 5,25). Með 500 tonna skut togara væri hráefnisverðið “80 ií nors<ar au: Allt er þetta miðað við 330 úthaldsdaga á ári. Samkvæmt þessu væri kostnaður við hvert kíló minni á 400 tonna togara en á 500 tonna togara. En ýmis önnur atriði koma til greina. Srærra skipið getur sótt lengra og gefið betfi heiloar- afla yfir árið. Verkfræðingarnir við BMV segja að rafeindaheilinn hafi komizt að þeirri niðursitöðu, að ef Findus léti smíða 14 500 tonna skuttogara gætu þeir séð fiskiðjuverunum fyr- ir öllu því fiskmagni, sem þau þurfa á að halda. Þetta er athyglisvert vegna þess að í dag þarf Findus 18 togara og 10-12 línubáta til að anna eftirspurninni. En rafeindaheilinn gaf eikki M einungis svör varðandi stær𠧧 og gerð skipanna. Hann sagði = einnig að skuttogararnir ættu M aó stunua vs<. . v. . = Finnmörk í janúar og febrúar, = við Austur-Finnmörk í marz, §§ næstu fjóra til fimm mánuði = Við Bjarnarey og pao se.n ext- = ir er ársins við Spitsbergen = (Svalbarða). Áætlað er, að §| togararnir afli hver um sig 3 fyrir að meðaltali 1814,11 s norskar krónur á dag (kr. M 10.915, —) og auk þess fái^ §§ fiskimjöl fyrir 500 norskar kr. M á dag (um kr. 3 þúsund). §É Til þess að kanna hvort nið- M urstöður rafeindaheilans væru § réttar, voru þær bornar sam_ 5 an við afkomu ýmissa fiski- §§ skipa í Noregi á undanförn- s um árum. Kom í ljós að heil- M inn hafði algjörlega á réttu M að standa, allar niðurstöðurn- M ar komu heim við staðreynd- M irnar. = ..................................................................................iiiiiiiiii........................iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiihiiiiiiiiiiiiii............................... anna, og það hafa þeir, sem áður kröfðust þess að „sjopp- unum“ yrði lokað, nú ætlað að hagnýta sér til pólitísks á- vinnings. Eftir samþykkt hinna nýju reglna hefur borgarstjórn dok að við til að sjá, hvort sam- komulag næðist milli kaup- manna og verzlunarmanna um lokunartíma í samræmi við hinar nýju reglur, en svo virðist ekki ætla að verða, og þess vegna mun borgarstjórn taka þetta mál upp að nýju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.