Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ t Föstudagur 29. maí 1964 T JOSEPHINE EDGAR 14 FIAI SYSTIR — Já,- einmitt . . . og sneri rnér undan. Hugh roðnaði eins og stelpa í Mandeville-skólanum og nú vissi ég í fyrsta skipti um þetta vald, sem lagleg kona getur haft yíir karlmönnum. Sú uppvötvun var hvort- tveggja í senn æsandi og ógn- vekjandi Eg sá máttlausar var- irnar á honum titra, og ég var gröm sjálfri mér fyrir að hafa verið svona dónaleg. Eg brostí til hans, en hafði ekki reiknað með ákafanum, sem skein þá út úr augum hans. Allt í einu datt mér í hug það, sem Fía hafði allt af verið að reyna að lemja inn í höfuðið á mér: að ævi kon- unnar væri undir komin mann- inum, sem hú.n veldi sér, að fegurðin væri vopn, og að æskan væri vald, sem bæri að nota sér meðan tími væri til. Eg varð hrædd, því að það var alls ekki þetta, sem mig langaði í. Eg mundi hvað Brendan hafði sagt um daginn og svo Marjorie með alit kvenréttindatalið, sem mér hafði einu sinni þótt svo þreytandi — og ég vissi, að ég mundi ekki vilja fara að þjarka við sjálfa mig. Fía, Westbourne og hr. Vestry höfðu gengið áfram. Fyrir fram an húsið stóð gljáandi vagn með tveimur jörpum hestum fyrir og ekill í einkennisbúningi hélt í beizlin á þeim. Þegar við nálg- uðumst, kallaði hann í dreng og skipaði honum að halda í hest- ana, en sjálfur fór hann að taka til teppin og lækka tröppuna. En rétt í sama bili kom annar vagn inn í húsagarðinn, og ég heyrði, að Fía greip andann á lofti, um leið og ég kannaðist við, að þarna var Dan kominn. Þegar heyrðist til vagnsins á mölinni, kom Brendan út úr hús inu og stanzaði á dyraþrepunum. Sem snöggvast var eins og allir héngju í lausu lofti, og væri að horfa á dyrnar á vagninum. Dan klifraði stirðlega niður af hreyf ingum hans réð ég, að hann væri drukkinn. Hann leit kring um sig og ekk ert óvingjarnlega í fyrstu, en svo kom hann auga á Fíu og Wood- bourne og þá hvarf brosið snögg- lega af honum, rétt eins og þegar ljós er slökkt. Hún reigði upp höfuðið með ljósgráa hattinum og gekk í átt- ina til hans. Hann horfði á hana nálgast, með ólunarsvip. Eg sá, að Brendan horfði á þau líka og ég vissi, að hann var hræddur um, hverju Dan kynni að finna upp á. Fía brosti glaðlega. — Og t)an kominn! Ef ég hefði vitað, að þú varst á leið hingað, hefði ég beð ið þig að aka mér. Woodbourne lávarður bauð mér að koma og skoða hestana sína, og viltu bara sjá, hver hér er . . . hún Rósa litla- Hún var úti að ríða með honum Brendan. Hann leit á hana hörkulega og andlitið var þunglamalegt og dap urlegt. En þá greip hún um hand legg hans báðum höndum á þenn an gælulega hátt, sem hún kunni svo vel. Eg sá, að gremja hans hvarf og ég leit undan, því að ég vildi ekki horfa á þessa snöggu von, sem skein út úr aug um hans. Woodbourne kom til þeirra, á svipinn eins og herramaðurinn, sem vill vera náðugur við spíla vítisstjórann. — Nú, Brady! sagði hann. — Ekki vissi ég, að þér ætluðuð hingað að skoða klárana yðar. Þeir líta vel út. Þér ættuð að geta haft eitthvað upp úr þeim. Dan leit á hann og sagði með stirðbusalegum virðuleik: — Það getur nú farið sem fara vili, en ég vildi mælast til þess, lávarður minn, að þér sæjuð konuna mína í friði. Eg sá reiðina í augnaráði lá- ■farðsins og höndina á Dan, sem greip föstu taki um arm Fíu og leiddi hana að vagninum sínum Nú voru allar gælur horfnar úr svipnum á henni. Hann var einbeittur og harður, alveg eins og kvöldið, sem við fórum að heiman forðum. Hún hafði á- kvarðað eitthvað, sem enginn mundi geta fengið hana ofan af. Hún leit til lávarðsin? um !eið og hún steig upp í vagn Dans. Það var snöggt en einbeitt augna tiilit, eins og hún væri að svara einhverri ótalaðri spurningu, og svo lokaðist hurðin á eftir henni og þau óku af stað. Woodbourne lávarður stikaði að vagninum sínum, án þess að líta í áttina til mín, en Hugh Tra vers stanzaði, roðnaði og sagði: — Eg vona, að ég eigi eftir að sjá yður aftur, ungfrú Eves. Svo óku þeir líka burt, svo að glumdi í hjólum og hófum, og hestarnir voru glæsilegir í ljósa skiptunum. Brendan leit á mig. Þetta var það fyrsta sem hann hafði hreyft sig síðan Dan kom. — Jæja, það lítur út fyrir, að ég eigi að fylgja þér heim, þrátt fyrir allt, Rósa, sagði hann lágt. Eg hjálpaði honum til að taka kerruna út og leggja aktögin á þann gráa. Eg kvaddi Vestry- hjónin og svo brokkuðum við eft ir stígnum. Það leit út fyrir gott veður á morgun. — Farðu með mig út að ríða — Ef þu reynir, geturðu áreiðanlega skrifað á ávísunina. á morgun, Brendan, sagði ég biðjandi. Hann leit upp, eins og hann væri að vakna af draumi. — Já, ef þú vilt. Eg skal koma með klárana um klukkan þrjú. Við stönzuðum fyrir utan kof- ann og hann stökk út og lyfti mér út úr kerrunni, og hélt mér svo að rétt vatnaði undir fæturna á mér. Hann hélt mér þannig, að andlitin á okkur voru jafnhátt uppi. Varirnar á honum voru rétt við andlitið á mér og ég fann, að ég fékk ákafan hjart- slátt. En hann gerði enga til- raun til að kyssa mig. — Þú ert svo lík henni, sagði hann dræmt. — Soffíu? sagði ég. Hann setti mig niður. — Já. Hárið og fallega hörundið . . . en augun í þér eru enn ung. ■— En Soffía er nú ekki gömul heldur, sagði ég. Hann hló og ég sagði vesældarlega: — Hvað BYLTINGIN í RÚSSLANDI 19 17 ALAN MOOHEHEAD Alexanrovich og lýsum yfir hon um blessun vorri er hann sezt í hásæti hins rússneska ríkis“. Skjalinu lýkur á þessum orðum: „Megi almáttugur Guð hjáipa Rússlandi". Þessi síðasta fyrirbæn kom frá hjartanu, en var ekki orðin tóm og Dúmumennirnir tveir voru mjög hrærðir, er þeir komu til að kveðja. Shulgin segist sjálf ur hafa sagt: „Yðar hátign, ef þér hefðuð gert þetta fyrr . . . þó ekki hefði verið fyrr en Dúm an kom síðast saman, hefði þetta ef til vill . . . “. Hann gat ekki lokið setningunni, en heidur á- fram að segja frá: „Keisarinn leit á mig svo einkennilega blátt áfram og sagði: „Haldið þér, að komizt hefði orðið hjá þvi?“ Snemma næsta morgun, 16. marz, komu þingmennirnir tveir aftur til Petrograd og fundu þá, að meiri kyrrð virtist komin á í borginni, en þinghúsið enn í upp námi. Óvildin gegn Romanovun um hafði enn harðnað meðan þeir voru í ferðinni. Ex-Com lét það nú ótvírætt í ljós, að það gerði sig ekki ánægt með afsögn Nikulásar, heldur vildi sjá enda lok keisaraættarinnar og stofn- un lýðveldis. Múgurinn hafði fengið veður af sendiför tvímenn inganna til keisarans og á járn- brautarstöðinni í Petrograd kom á móti þeim mikill fjöldi járn- brautarverkamanna, sem heimt- aði skýrslu um það, sem gerzt hafði. Shulgin var hrærður og ef til vill jafnframt dálítið hreyk inn, er hann tilkynnti þeim valda töku stórhertogans. En hann hafði algjörlega misskilið tilfinn ingar áheyrenda sinna — þeir gerðu sér alls ekki að góðu að fá annan Romanov í valdastól- inn, og bönnuðu Suchov og Shul gin brottför af stöðinni. Miljukov náði nú talsímasam- bandi við þingmennina tvo og sagði þeim að nefna ekkert frek ar afsagnarskjalið, en koma strax með það í hús Putiatins fursta við Millionnaya, þar sem bráðabirgðastjórnin sat að samn ingi við Mikael stórfursta. Seint og um síðir tókst þeim Guchkov og Shulgin að losa sig og komast til fundarins. Þar sat í setustof- unni heill hópur manna, meira og minna utan við sig: stórhertog inn sjálfur, grannur og fölleitur, sitjandi í hægindastól, Milyukov, Rodzianko, Lvov, Kerensky og einn eða tveir enn — allir yfir- komnir af þreytu. Milyukov og Guchkov gerðu síðustu vonlausa tilraun til að varðveita einveid- ið. Rodzianko og Lvov skoruðu á stórhertogann að þiggja ekkki völdin. Kerensky var öskuvond ur við tilhugsina eina urn áfram haldandi einveldi. Stórhertoginn hlustaði þögull og var svo skyn- samur að segjast vilja fara af- síðis inn í aðra stofu meðan har.n hugsaði svar sitt. Hann kom inn aftur eftir fimm mínútur og kvaðst mundu þiggja völdin, en því aðeins, að þau væri boðin sér af löggjafarþinginu. En með an kosningar til þessa þings stæðu yfir, múndi hann leggja niður völd. „Herra!“ sagði Kerensky, „þér eruð stórgöfugur maður!“ Á fáum mínútum var útbúið nýtt valdaafsalsskjal og undir- ritað, og nú var Rússland í fyrsta sinn í 300 ár og meira, keisara- laust. í keisarans stað hafði það fengið tvo örþreytta og innbyrð is tortryggna flokka stjórnmála manna, sem toguðust á um vöid in í Taurishöllinni, múgurinn á götunni, og enga framtíðarvissu á neinu sviði. Svört, þungbúin ský veltust yfir Petrograd utan af Kirjálabotni, og snjóinn dreif svo þétt niður fram með Neva KALLI KÚREKI >f **- Teiknari; FRED HARMAN ^DON’TG-ITSMART.' ASk AROUtOD TOWW AMf FIND OUT IF THAT PROFESSOR BO66S hireo hisself a LAWveRf ~ SAID HE'S OOMWA SUE M0 * — Heyrðu mig, Litli-Bjór, viltu ekki skreppa fyrir mig í baeinn og ná mér í höfuðverkjarduft? Ég er ekki rétt vel fyrirkallaður í dag. — Ekki vel fyrirkallaður. t>ú segir það já. Ég sá þig reyndar á nýjárs- ballinu gær. t>að voru nú meiri læt- m. — Vertu ekki með neinn slettireku skap. Spyrstu fyrir og reyndu að komast að þv hvort þessi prófessor Boggs hefur náð sér í málafærslu- mann. Hainn sagðist ætla að stefna mér. — Þegar prófessorinn segir dóm- aranum að þú hafir reynt að drepa hann með því að setja hann upp á hestinn þann ama, máttu eiga von á þrjátíu dögum í rafmagnsstólnum. — t>ú ert fyndinn þykir mér. fljótinu, að ísilagt fljótið sást ekki einu sinni á tuttugu skrefa færi. 10 kafli. Sovétið gegn Bráðabirgða- stjórninni. Sukhanov skrifaði: „Byltingin hafði komizt í kring ótrúlega auð veidlega“. Mjög lítið líkamlegt tjón hafði af henni hlotizt, og alvarleg slys eða mannfall hef- ur varla getað verið mikið yfir þúsundið, og nú blakti heljarstór rauður fáni yfir Vetrarhöllinni, sem hafði verið síðasta varnar- virki keisaranna, síðan á dögum Péturs mikla. En greinilegt var, að ekkert hafði enn verið ákveðið. Hinn 16. marz var eina bendingin um, hvað fram undan væri, tilkynn- ing, sem undirrituð var af bráða birgðastjórninni og Petrograd- sovétinu, sameiginlega. Hún bar það með sér, að komizt hafði verið að einhverskonar samkomu lagi um nóttna; Romanovarnir áttu að fara frá, að minnsta kosti í bili, og bráðabirgðastjórnin átti að ríkja í þeirra stað, þar til þjóðin gæti kosið sér löggjafar þing. Hún skyldi framkvæma stefnu byltingarinnar, náða póli tíska fanga, veita málfrelsi, jafn rétti öllum borgurum, hvort sem innlendir væru eða ekki, og sjá um varnir gegn sameiginlega ó vininum i vestri. Þetta var góð stefnuskrá og blátt áfram, og breiddi vel yfir fjöldann allan af deiluefnum, innan Taurishallarinnar og ut- an. Bráðabirgðastjórnin — sama sem hinir frjálslyndu, sem voru aftur sama sem Miljukov — hafði ekki nein borgararéttindi sem neitt aðal-áhugamál. Fyrsti og Tilboð AUGLÝSENDUR, sem tilboð eiga í afgreiðslu Morgun- blaðsins, ern beðnir að biðja um samband við númer 40 (innanhússsimans) ef þeir hringja og vilja spyrjast fyrir um tilboð sín.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.