Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 13
Fostudagur 29. maf 1964 MORCUNBLAÐID 13 tiiimiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiii'iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiitiiiiiiiiin^iiiiiíiiiiiiiiiiiiiiimiHiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiimiiitiiMiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiitiii Haraidur digurðsson: 1 Jökulsdals um Vonarskarð í Vonarskarði. Bárðarbunga í fjarska. — Hnúkurinn til hægri heitir Deilir. (Ljósm. Þorsteinn Jósepsson). g FRAM í hugann kemur minn- E ing frá löngu liðnum dögum, | þegar ég og jafnaldrar mínir | þóttust enn vera ungir og allar H leiðir virtust færar. Endur- g minning þessara daga er sveip g uð sólmóðu í huga mínum, H þótt liðin séu tuttugu ár. Ein- E hvern vegin grunar mig, að ig það sumar hafi átt sér heitari £ birtu en önnur sumur. Það £ hafði að minnsta kosti ekki g gert skúr í Reykjavík í hálfan g mánuð, og hitinn var oftast = um og yfir 20 stig á daginn. Degi var farið að halla eftir S bjartan og langan júlídag S sumarið 1944. Ég og nokkrir H félagar mínir vorum að leggja S upp í nýstárlegan leiðangur. S Við ætluðum að ganga austur S öræfi alla leið til byggða á S Austurlandi, og við vissum S ekki til, að neinn hefði gert H það áður. Tveir menn höfðu S að sönnu reynt þetta, en þegar S þeir komu að Jökulsá á Fjöll- = um urðu þeir frá að hverfa og = fylgdu henni til byggða norð- H an lands. Þannig hrynja frama = vonir manna í rúst, og það gat S brugðið til beggja vona um §{ fararheill okkar. Fyrsta spölinn, austur að £ Haldi, ármótum Þjórsár og £ Tungnaár, ætluðum við að = hossast í einhvers konar kassa £ bíl. Þegar við komum austur £ þangað, var runninn nýr dag- £ ur með björtu sólskini, hafi £ annars orðið nokkur dagaskil £ nóttina þá, það var enginn = gluggi á bílkassanum. Við. Tungnaá voru mæði- £ veikiverðir, og þeir hjálpuðu £ okkur yfir ána, en við guldum £ ferðatollinn með kaffidrykkju £ og spjalli í tjöldum þeirra £ stundarkorn. Svo var pokun- £ um lyft á bakið og þeir sigu = fjandalega í. Gangan var haf- £ in. Leiðin lá inn með Búða- £ hálsi um allgróið heiðaland £ fyrsta sprettinn, en Tungnaá = og Kaldakvísl niðuðu á eyrum = eða í gljúfrum á hægri hönd £ Gróðurblettirnir strjáluðust og £ við tóku grýtt holt eða melar, S unz komið var í Illugaver, forblautan fúakarga við Köldu £ kvísl, í lægð milli Sauðafells £ og Þveröldu. Hér voru efstu £ grös á leið okkar sunnan lands. £ Sól hafði skinið í heiði allan £ tímann, og svitnuðu sumir £ mjög undan burðinum, en £ framundan var dagleið um £ gróðurlausar og grýttar sand- £ öldur og hraun inn að Há- £ göngum, tveimur háum, ein- £ stökum hnúkum við vestur- £ mynni Vonarskarðs. Hitinn = fór sízt minnkandi, og tíbráin = titraði í loftinu. Einhver nam £ staðar og leit til baka. Á eftir £ okkur kom hópur ríðandi == manna, sem fór mikinn og H barði fótastokkinn í ákafa. Við S áttum von á því, að á þessum H slóðum kynnu að vera nokkr- £ ir læknar úr Reykjavík á = skemmtiferð og hugðum gott £ til að hitta þá. Læknar áttu á £ þeim árum oftast einhverja £ brjóstbirtu í fórum sínum. En £ hvernig sem þeir þöndu gæð- £ ingana, bar þá ekkert nær. £ Loks sáum við að þetta var £ ekki einleikið ferðalag, hér £ voru hillingar á ferð en engir £ læknar. Við þrömmuðum lot- £ legir niður að Köldukvísl og þömbuðum kolmórauðan jökul gorminn eins og hann verður þykkastur á sólheitum leys- ingardegi. Þetta kölluðum við jöklamjúlk og smakkaðist hún eftir atvikum. Austur Vonar- skarð bar ekkert sérstakt til tíðinda. Leiðin var blaut og slabb í spori, jökullækir marg- ir ,en ekki vatnsmiklir. Köldu kvísl urðuam við að vaða inn í miðju skarði, því að hún lagð ist upp að hamravegg við Svarthöfða. Þar er vatnsmagn hennar orðið lítið, en vafa- laust getur hún orðið slæm í leysingum. Við fórum yfir hana snemma morguns og fengum hana góða. Austarlega í Vonarskarði hugðumst við að stytta okkur leið til Gæsavatna með því að halda okkur nær hlíðum Vatna jökuls, sunnan Tindafells, í stað þess að fara niður með Skjálfandafljóti austur úr skarðinu. Lentum við þar í vondum jökulruðningum, og var ís hvarvetna undir malar- lagi. Þegar við vorum að kom ast upp á einhvern sandhrygg- inn, skreið allt undan fótum okkar og við runnum á gljánni niður brekkuna ofan í lægð- irnar á milli hólanna. Þetta var dálítið tafsamt og óþægi- legt með 50 punda poka á baki. Til þess að forða slíkum óvinafagnaði brugðum við á það ráð að sækja upp í sjálfan jökulinn til þess að fá betra færi og losna við Rjúpna- brekkukvísl, sem einhver hafði sagt okkur að gæti verið viðsjál. Það var komið kvöld, þegar við leituðum aftur niður af jöklinum, veðrið milt eins og alltaf áður og ekkert lá á. Við vorum í töluverðri hæð og sáum yfir Tungnafellsjökul. í norðri blasti við heiða- og fjallageimurinn vestan frá Mælifellshnúki, austur til Dyngjufjalla og Herðubreiðar og norður til Mývatnssveitar. Fjöll, sem við höfðum aldrei augum litið, en reyndum að átta okkur á eftir korti, sem við höfðum meðferðis. Kort þetta fengum við einhvern veginn hjá vegamálastjórn- inni. Það var eftirrit af frum- dráttum landmælingamann- anna og dálítið skakkt á köfl- um. Logn var á, og þegar nátt- aði dró bládimma, hálfgang- sæja hulu yfir landið norður undan. Allar línur þess mýkt- ust og harðari drættir fjall- anna máðust út. Þessi sjón hefur fylgt mér æ síðan, ein- hver ljúfasta endurminning frá fjölmörgum dögum, sem ég hef átt á fjöllum. Enn sé ég öræfin sunnan Þingeyjarsýslu í litum þessa kvöldhúms, hvort sem þau glóa í sól eða eru 'úrig af regni. Nú voru veðra- brigði í nánd. Bjarma af nýj- um degi brá á austurloftið, en að sunnan gekk á með skúra- leiðingum yfir Köldukvíslar- botna og vestanvert Vonar- skarð. Við hröðuðum okkur í tjaldstað við bergvatnslæk skammt frá Gæsavötnum, og eftir dálitla stund var komin mild úðarigning. Ferðinni var haldið áfram, fyrsta sprettinn var farið um sandorpin hraun sunnan Trölladyngju, en síðan lá leið- in um Urðarháls og slétta sanda austur með Dyngju- jökli. f norðri blöstu Dyngju- fjöll við og þar var Askja. Gaman væri að bregða sér þangað, en það yrði að bíða betri tíma. Eftir var að kom- ast yfir Jökulsá á Fjöllum og Kreppu. Þær voru farartálm- ar, sem við gátum búizt við að lokuðu leið okkar. Hér var það sem -kortið gerði okkur dálítinn grikk. Valinn var nátt staður, sem samkvæmt því átti að vera 4—5 km frá ánni, en mun hafa verið 12—15 km burtu frá henni. Þegar við komum að Jökulsá, var hún töluvert farin að vaxa af sól- bráð, því að rigningin stóð ekki lengi og aftur var kom- inn hiti og bjart veður. Miklar hillingar voru þarna á sönd- unum, og sýndist mér vatns- flaumurinn fylla lægðina milli Dyngjujökuls og Kverkfjalla- rana og belja svo fram eins og veggur. Þetta var þó ekkert annað en missýning. Áin fell- ur hér í mörgum kvíslum, og okkur gekk sæmilega að kom- ast yfir hana, en eitthvað á þriðja tíma vorum við að þræða brotin. Hygg ég Jökulsá oftast færa á þessum slóðum snemma dags, ef leysing er ekki því meiri og náð hefur að hlaupa úr henni yfir nóttina. Bleytur voru þar ekki á brot- um, ef vatnið náði í hné, en gjalda verður varhuga við sandskriði í botni. Það getur gert mönnum erfitt að fóta sig ef numið er staðar. Framund- an voru Hvannalindir og Kreppa. Hvannalindir eru mikill un- aðsreitur þeim manni, sem þrammað hefur svarta sanda og hraun vestan úr Illuga- veri og oftast haft jöklamjólk til drykkjar og alltaf orðið að tjalda á sandi. Nóttina, sem við dvöldum þar, fraus dálítið og við tókum daginn snemma og fengum Kreppu slarkfæra. Þótti okkur aðeins snertuspöl- ur til byggða, þegar Kreppa var að baki, en það teygðist töluvert úr honum, enda mun leiðin ekki skemmri en 50 km. í Fagradal voru kindur á beit, sem báru okkur fyrstu kveðj- ur Austurlands. Síðari hluta dags gengum við í hlað á Brú á Jökuldal og fengum frábær- ar viðtökur. Ferðinni var lok- ið, og við höfðum gengið þetta fyrstir manna. „Afrek“ okkar mannanna eru oftast hverful. Þegar við héldum heim af Fljótsdalshér- aði nokkrum dögum síðar urðu okkur samferða fyrsta spölinn tveir ungir menn með þunga bakpoka, byssu og veiði stöng. Þeir stigu út úr bílnum á Skjöldólfsstöðum, lögðu pok ana á bakið og héldu inn dal- inn til fjalla. Göngunni léttu þeir ekki fyrr en í Kalmans- tungu. Meti okkar félaga var hrundið. Einhver kann að spyrja, hvort hér hafi ekki verið stofn að til meiri fyrirhafnar en fengs, og var ekki flanað út í beinan háska að kljást við Jökulsá á Fjöllum, eitt illúð- legasta skaðræðis-vatnsfall á landinu. Fyrra atriðið er að sjálf- sögðu ákaflega einstaklings- bundið og verður ekki svarað fyrir alla. Einn hefur gaman af þessu, annar af hinu og mis- jafnt, hvað menn vilja leggja á sig. Enginn fer þetta án tölu- verðra erfiðismuna, því að all- mikinn farangur verður að bera á bakinu. Hér er sú bót í máli, að á gönguferðum eru fyrstu dagarnir erfiðastir. Úr Jjví fara pokarnir að falla bet- ur að baki, fæturnir liðkast og harðsperrur mýkjast. Þeim, sem gengið hefur tvo til þrjá daga, verður sjaldnast skota- skuld úr að bæta nokkrum spotta við. Jafnlendi er alla leiðina, göngufæri víðast á- gætt, hraun öll sandorpin og sæmileg yfirferðar. Enginn okkar félaga mun nokkru sinni gleyma þessum sólbjörtu júlídögum 1944, og svo hygg ég að fari fyrir fleirum. Hættur eru alls staðar, ekki minnstar á götum Reykjavík- ur. Það segir sig sjálft að fara verður með varúð að Jökulsá. Engum vil ég ráða að leggja á Vatnajökulsveg nema sæmi- lega vanur ferðamaður sé með í hópnum. Jökulsá er viðsjál, en líklega oftast fær uppi við jökul og líka niður við Vað- öldu. Göngubrú er komin á Kreppu, sem fyrr var mestur farartálmi á leiðinni. Það var að vísu ekki ógerningur, en ærinn krókur, að fara hana á jökli. Að Skjálfandafljóti hef ég oft komið upp við Vonar- skarð, og það hefur aldrei ver- ið farartálmi. Sama máli gegn- ir um Köldukvísl, en yfir aðra hvora þeirra liggur leiðin. Haralður Sigurðsson. Tungnaá hjá Haldi (Ljósm. Þorsteinn Jósepsson)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.