Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 17
f Föstudagur 29. maí 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 Athugasemd frá Thor Vilhfálmssyni Elín Guðmundsdóttir Bíveðja MOKGUNBLAÐIÐ birtir yfirlýs ingu í dag frá manni sem hefur stefnt mér fyrir gagnrýni sem ég skrifaði í tímaritið Birting í fyrra. Yfirlýsingunni fylgja nokkur vottorð sem honum hef- ur tekizt að afla sér á því ári sem liðið er síðan greinin birt- ist (1. maí 1963). Það er á al- mannavitorði að margt hefur gerzt í þessu máli í réttinum en ég skil það vel að stefnandinn (Kristmann Guðmundsson) hafi ekki óskað eftir að koma öðru á framfæri af þeim vettvangi Frá minni hálfu er engu að leyna um þá viðureign og gögn málsins öll frjáls. Einn þáttur málsins lýtur að starfi stefnanda sem bókménnta fræðara í skólum landsins; en í greininni sem stefnt er út af sagði ég frá því að ýmsir þekkt- ir skólastjórar hefðu færzt und- an því að hann kæmi í þeirra skóla. Hefur það verið staðfest fyrir réttinum með vitnisburð- um. Ennfremur hefur verið lögð fram samþykkt allra skólastjóra gagnfræðastigsins í Reykjavík (nema eins sem boðaði forföll). Vildi ég mælast til þess við Morg unblaðið að það birti úrdrátt úr fundargerðarbók viðkomandi skólastjórafélags því til stað- festu. Vottorðin sem Morgunblaðið birtir frá stefnanda hef ég ve- fengt og munu þau ekki hafa lagalegt gildi nema viðkomandi komi sjálfir í réttinn til að stað- festa þau óg svara spurningum. Þó mun ég taka gild vottorð Jó- hanns H. Hannessonar og Þórar- ins Björnssonar. Mætti ég geta þess að réttar- höldin í máli þessu eru opin og hverjum borgara frjálst að ganga úr skugga um það hvernig málin standa. Reykjavík 28./5. Thor Vilhjálmsson. MIÐVIKUDAGINN 19. febr.úar 1964 var stjórnarfundur haldinn í Félagi barna- og gagnfræða- skólastjóra í Reykjavík. Fundur- jnn var settur kl. 3,30 í Mið- bæj arskólanum. Fundurinn var haldinn að ósk nokkurra skólastjóra gagnfræða stigsins og voru allir skólastjórar gagnfræðastigsins í Reykjavík boðaðir, þeir sem hr. Kristmann Guðmundsson hefur heimsótt sem bókmenntakynnir. Þessir skólastjórar sátu fundinn.: Guðrún Helgadóttir, Ástráður Sigursteindórsson, Árni Þórðarson, Jón Sigurðsson, Óskar Magnússon, Pálmi Jósefsson, Magnús Jónsson, Jón Á. Gissurarson. Sveinbjörn Sigurjónsson hafði boðað forföll. Auk þess sátu fundinn sem stjórnarmenn, þeir Ingi Kristinsson og Hjörtur Kristmundsson. Þessi tillaga var borin upp: „Skólastjórar mættir á fundi í Miðbæjarskólanum 19 febr. 1964 lýsa yfir, að þeir munu færast framvegis undan bók- menntakynningu Kristmanns Guðmundssonar í skólum sín um.“ Tillaga þessi var rSedd. Tillag- an var svo borin undir atkvæði og samþykkt með atkvæðum allra hlutaðeigandi skólastjóra, en stjórnarmenn, Ingi Kristins- son og Hjörtur Kristmundsson, greiddu ekki atkvæði, þar sem málið snerti ekki þeirra skóla. Fundi slitið. Ingi Kristinsson (sign) formaður Jón Á. Gissurarson (sign.) ritari. Aths.: Ritdeila þessi er hér með útrædd í Morgunblaðinu. Ritstj. F, 14. júní 1921. D. 5. apríl 1964. Kveðja frá systkinum og móður. Á saknaðarstund verður sorgin ein með sólbjörtum liðnum stundum. Því hversu sem svíða hin miklu mein er minningin rót á frjórri grein sem blómgast á ný svo helgi hrein í harmsins og grátsins undum. Frá heimili og störfum, frá hjart- ans glóð, sem hugsunum vakir innar, frá manni sem gaf þér lífs síns ljóð, frá lífinu sjálfu, með vorkomu óð, frá dætrunum ungu, þú hvarfst svo hljóð á hádegi ævi þinnar. Við vissum hver raun var að þola og þjást, unz þrotið var ljósið þitt bjarta. Hve oft hafði sorfið að sjúkdóms und hve sorgina duldi þín fórnarlund. Hve umhyggjan þín sem aldrei brást var allt sem þér lá á hjarta. Þú áttir þann kærleik í hjúkr- andi hönd sem hlúir að öllu sem grætur, sem leiðir hvert bros eins og barn í fang og býður þeim fylgd sem á örðugt um gang þann kærleik sem gefur af ást- ríkri önd og auðinn sin fagnandi lætur. Við kveðjum þig öll sem þér unnum heitt því ástgeislinn þinn var svo góður að minning sem ein vekur unað og þrár fer ástmjúkum höndumm um grátnar brár því svo voru lifuð hin sólríku ár með systkinum þínum og móður. Þau bera þér kveðjur með hryggf í hug að heyra ekki rödd þína lengur. Þín aldraða móðir sem æ var þéí kær og ástvinir þínir fjær og nær. Þvi breiði ég ljóðið á leiðið þitt það ljóð sem er hjartnanna strengur. Skrifstofuhúsnæði Til leigu tvær rúmgóðar stofur á bezta stað í bæn- um. — Tilboð sendist í pósthólf 706. Glirggagirði fyrirliggjandi SINDRI Harðplastið komið Gólfdúkur C og B þykkt. Gúmmídúkur 2ja og 3ja mm. Veggflísar, amerískar. Mosaik, japanskt. Gólfflísar, vestur-þýzkar og amerískar. Plast veggdúkur. Plast gólflistar. Allar stærðir og litir og allskonar lím o. fl., sem yður vanhagar um. Veggfó&rarinn hf. Hverfisgötu 34. T. E. Röskan og ábyggilegan sendisvein, sem getur verið á skellinöðru vantar okkur nú þegar til inn- heímtustarfa SINDRI €sso 2 Benzín bMað smurningsoSíu fyiir Saá, Trabant og aðrar gerðsr tvígengisvéla Vér höfum sett upp fullkomna blöndunardælu á benzínstöð vorri við Nesveg í Reykjavík, og getum nú afgreitt benzín blandað ESSO 2-T sjálfblandandi mótor olíu í bl öndunarhlutföllunum 1 til 12%. Samskonar blöndunardæla verður bráðlega tekin í notkun á Akureyri. Fullkomnasti útbúnaður á landinu til að dæla blöndu af benz- íni og smurningsolíu til notkunar á tvígengisvélar. ESSO 2-T sjálfblandandi smurningsolían er mest notaöa og þekktasta olían fyrir tvígengisvélar í Evrópu. Sfar-M ix blöndunardæla: BLANDAR LM LEIÐ OG HLIM DÆLIR! €sso 0!íufélagið hf. Klapparstíg 25—27. Sími 24380.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.