Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 29.05.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N B LADIÐ I Föstudagur 29. maí 1964 Jón úr Vör: Steinn og hið hefðbundna form DAN'SKA Skáldið Poul P. M. Pedersen heíur ritað fallega igrein um Stein Steinarr í eitt Kaupmannahafnarblaðanna og er hún birt í ísl. þýðingu í Lesb. Morguwbl. 3. maí s. 1. í>air eru þessi orð: „í>egar skáldið gekk módern- ismanum á hönd að fullu og öllu, vakti það ákafar deilur í heima- landi hans. Prófessor Sigurður Nordal gekk fram fyrir skjöldu og varði hina hefðbundnu ljóð- list“. Erlendur Jónsson hinn nýi bókagagnrýnandi 0(g bókmennta- fræðingur Morgunblaðsins birt- ir svo grein 24. maí s. 1. er hann nefnir: Nýjungar og erfðir. I>ar ræðir hann m. a. um Tímann og vatnið eftir Stein Steinarr og segir: „Gamlir kveðskaparunn- endur, sem ólust upp við anda ferskeytlunnar stóðu agndofa .... Var hann að skojjast að heilbriigðri skynsemi, eða ætlaði hann í einni svipan að varpa fyrir borð meira en tíu alda kveðskparhefð þjóðarinnar?" Hér þykir mér lítillar fræði- mennsku um bókmenntavið- burði vorra eigin daga. Hvað mun þá, þegar lengra er frá- liðið? — Danska skáldinu er vorkunn. Hann hefur fengið rangar upplýsingar. Sigurður Nordal hefur aldrei gengið í lið með hatursmönnum bókmennta- legra nýjunga á íslandi. Erlendur segir: „Fræg eru orð Steins: „Hið hefðbundna ljóð- form er nú loksins dautt“. Þau orð voru auðvitað sögð í alvöru. Steinn var ekki maður stöðun- unar og vana“. Hér er ég hræddur um að gæti ek'ki lítils misskilnings. Þessa frægu setningu Steins má ein- mitt ekki skilja bókstaflega. Framsetningin er stílbragð. Eng- inn vissi betur en Steinn, að hið hefðbundna ljóðform lifði góðu lífi, þegar þessari fleygu setn- ingu var varpað framan í alla nöldurseggi hins gamla tíma, manna, sem skildu. ekki, og munu aldrei skilja, að þéir eru alltaf heila, hálfa eða jafnvel margar aldir á eftir framsækn- ustu samtímaskáldunum. Það var síður en svo, að Steinn vildi ganga á milli bols og höfuðs á hinu hefðbundna formi. Hann var fyrst og fremst maður frjálsrar hugsunar, upp- reisnarmaður gegn vanahugsun og andlegum þrælsótta. — Hann sá manna bezt, að ef einblínt var á formið sjálft var bók- menntunum dauðinn vís. En mestur hluti ljóða hans hlítir öllum rímreglum fornrar hefðar, sem hann var alinn upp við, og í öllu eðli sínu var hann mjög klassiskt sinnaður. í þeirri bók .sinni, þar sem hann er nýstár- legastur í formi og í hugtaka- framsetningu — Tímanum og vatninu — notar hann oftast stuðla, hljóðstafi og jafnvel endarim, og í „rímlausustu“ ljóðum fyrri bóka hans er svo mikið rím, að það er hreinasta öfugmæli, að flokka þau með óbundnum Ijóðurn yngri skáld- anna. Nýjungar Tímans og vatnsins liggja i allt öðru en rímleys- inu, og skal óg láta bókmennta- fræðingum eftir að útlista það Afgreiðslustúlka óskast. — Upplýsingar kl. 1—5 e.h. kiddabúð Garðastræti 17. bAÉMMHHWHHHMMIBMHBHttiMHHHBfeiftMMlÉlÉHtlMriMMtflMifi íbúðir til sölu Óvenju glæsilegt einbýlishús við Flatirnar, Garða hreppi. Húsið er um 200 ferm. með tvöföldum bílskúr. Tvöfalt verksmiðjugler í öllum glugg- um. Selst tilbúið undir tréverk og málningu. 3ja herb. íbúð á 2. hæð við Miðbraut, Seltjarnar- nesi. Sér hiti. Tvöfalt gler. Stórkostlegt útsýni. Engin lán áhvílandi. Selst tilbúið undir tré- verk og málningu. Glæsileg 150 ferm. verzlunarhæð, ásamt 130 ferm. lagerplássi í kjallara, á góðum stað í Vogunum. Efri hæð og ris, neðarlega við Bárugötu. Á hæðinni eru 4 herbergi, eldhús og bað. Selst í einu eða tvennu lagi. Tilvalið sem skrifstofur, læknastof i ur eða fyrir félagssamtök. — Eignarlóð. Óvenju falleg 2ja herb. íbúð í nýju tvíbýlishúsi við Brekkugerði. Tvöfalt gler. Teppi fylgja. Rækt- úð og girt lóð. ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: SKIPA OG FASTEIGNASALAN (Jóhannes Lárusson hrl.) Kirkjhvoli. — Símar 14916 og 13842. Jón úr Vör. fyrir fróðleiiksfúsum almenningi. Vissulega væri timi til kominn, að hinir lærðu menn færu að láta Ijós sitt skína á þessi efni af þekk ingu, viti og fullri alvöru. I grein danska skáldsins segir, að fyrri gerð Tímans og vatnsins, sem kom út 1948 og var 13 kvæði og 1954 orðin 21 talsins, beri öll einkenni módernismans í ljóðlist Evrópu og Ameríku. Mér þykir hér að visu nokkuð djarflega að orði komist, en tel mig að öðru leyti ekki dómbæran um þetta. En mér virðist Steinn hér sem annars staðar í ljóðum sínum fyllilega styðjast við fornar erfð- ir um leið og hann plægir akur málsins og sáir til nýs lífs, eins og öíl góð skáld hljóta að gera. Steinn mætti ek'ki mikilli and- stöðu vegna Tímans og vatnsins. Það var varla fyrr en hann var farinn að búa sig undir ferðina löngu, að um þá bók var veru- lega farið að fjalla á opinberum vettvangi. Hún fór að sjálfsögðu ekki framhjá skáldahópnum, hin um ungu og trúu aðdáendum Steins. — En að öðru leyti held ég að bún hafi helzt komið til umtals upp úr því, að hún var þýdd á sænsku, skömmu fyrir lát Steins. Þegar hann var horf- inn vildu náttúrulega allir Lilju kveðið hafa. Andstaða og aðkast, sem Steinn mætti, var af allt öðrum toga spunnið en hér er að vikið. Það voru fyrri Ijóð hans — ekki sízt þau beinskeyttustu og bezt rímuðu, — sem gerðu hann að litlum vini máttarstólpa þjóðfé- lagsins og þeirra, sem auðveldast áttu með að móta almennings- álitið — og réðu skáldalaununum. Hann var alltaf að afvegaleiða æskulýðinn, eins og hann minnt- ist á í viðtali við Matthías Jó- hannessen Morgunblaðsritstjóra og skáld. Á þeim árum var Steinn „soltinn og klæðlaus og orti í Alþýðublaðið og alluir heim urinn fyrirleit blaðið og mig,“ eins og hann segir sjálfur. Nú hefur þetta töluvert breyzt hvað Stein snertir enda dáinn og grafinn, og veraldarigengi Alþýðu blaðsins aldrei meira en nú, einn ig af ástæðum, sem öllum eru kunnar. Óvinsældir nýtízku ljóðagerð- ar — formsins vegna — mæddu aldrei á Steini að neinu ráði. Þar eru það aðrir menn, sem þung- ann bera. — Sjá t.d. úthlutunar- skýrslur skáldalauna síðustu 25 árin. — Jafnvel hin aldna kempa Jóhannes úr Kötlum er nýtízku- legri en Steinn að þessu leytú En fyrst og fremst 'hefur þarna mætt mest á miðkynslóð skálda- fylkingarinnar .Má þar til nefna eftir aldri: Jón úr Vör, Stefán Hörð, Hannes Sigfússon, Jón Óskar, Einar Braga, Sigfús Daða son — og loks yngstu skáldin. Það eru þessir menn sem ég nefni ,og ljóðstefnu þeirra, sem Steinn er drengilega að verja á stúdentafundinum fræga 1952. Hann hefði aldrei stigið upp i pontuna sjálfs sín vegna. Vissulega var Steinn fyrirrenn ari þessara manna, ásamt Jó- hanni Sigurjónssyni, Jóhanni Jónssyni, Jóni Thoroddsen yngra, Sig. Nordal, H.K. Laxness og jafnvel Þorberigi. Steinn, Magnús Ásgeirsson og Jóhannes úr Kötl- um hinn lifandi tengiliður fornr- ar klassískrar hefðar til nýs lífa í Ijóðlistinni, tíma, sem fyrir löngu var upprunninn úti i heimi, en hlaut að verða síð'bor- inn hér. — En sjálfur var Steinn ekki nema hálfur í nýja tíman- um og það var honum auðvitað ljóst. Stúlka — Mew Yo?k Stúlka óskast á gott heimili í New York til al- hliða heimiisstarfa. — Þarf að hafa bílpróf. Heimil- isfaðir er íslenzkur. — Upplýsingar í síma 33130 kl. 5—7 í dag. Frá Lækjarskóla Hafnaríirði Lækjarskólanum verður slitið laugardagin 30. maí kl. 10 árdegis í Hafnarfjarðarkirkju. — Barnaprófs- börn mæti þann dag kl. 9 árdegis. SKÓLASTJÓRI. Til sö!u í Sondgerði Falleg 3ja herb. íbúð í steinhúsi í Miðbænum með góðri lóð og bílskúr. í Garði, lítið, snoturt einbýlishús með 800 ferm. lóð. Upplýsingar gefur. EIGNA- & VERÐBRÉFASALAN, Keflavík. Símar 1430 og 2094. 71 # I 3* í í 3 3 3 Alit í sveitina fyiir börnin Gallabuxur — Pólóbolir — Nærföt, ódýr, góð — Einnig teygjuefni í buxur — Terylene í kjóla, pils og buxur — Ódýrar Dralon peysur — Herra- og dömupeysur, prjóna- nælon — Diolen gardínuefni — Ódýr, þýzk herra- og dömu- nærföt — Léreft — Damansk og tvistefni í úrvali og alls- konar smávara, snyrtivörur og margt fleira. Komið og sjáið — Þér gerið góð kaup hjá okkur. 4 1 3 c u » p 8 c ■t 3 c 1 * BIÍDIRNAR Grensásveg 48, sími 36999 Jíesveg 39, sími 18414 »-* a n u Blöníulilíð 35, síml 1917T g

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.